Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Qupperneq 12
12
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1998
Spurningin
Hverjir verða íslands-
meistarar í fótbolta?
Björn Eggert Jónsson nemi: Ég
hef bara engan áhuga á fótbolta.
Jónas Jóhannesson leigubílstjóri:
Ég fylgist ekki með fótbolta.
Ólafur Snorrason: Keflavík.
~—W
Linda Jóhannesdóttir hár-
greiðslumeistari: Skagamenn.
Lesendur
Gangstétta- og
gatnaþrif í Reykjavík
Reykjavík er ekki hreinasta borg í heimi, satt er það. - En á ekki borgin að
sýna gott fordæmi og hreinsa oftar og betur?
Dagný skrifar:
Ég rakst nýlega á ágæta blaða-
grein eftir Leif Sveinsson lögfræð-
ing. Hann ræðir bílastæðamál í
næsta nágrenni við heimili sitt,
rangan götuahalia, en síðast en ekki
síst: hreinsun á rennusteinum í göt-
unni hans. Hann segir að þrátt fyr-
ir beiðni hans til borgarverkfræð-
ings um hreinsun á götunni og
rennusteinum hafi hún verið
hundsuð.
Leifur lýkur skrifum sínum á því
að segja að gegni borgarverkfræð-
ingur ekki skyldu sinni um að láta
hreinsa rennusteinana muni hann
gera þetta sjálfur og gera Reykjavík-
urborg reikning á taxta lögmanna
og draga upphæðina frá fasteigna-
gjöldum sínum við heimkynni sín.
Hér er komið aö mjög mikilvæg-
um þætti i borgarmálum. Ekki bara
í Reykjavík, heldur í öllum borgum
í siðuðum löndum. Þar er mikið lagt
í að halda götum, líka íbúðargötum,
vel hreinum og snyrtilegum. Rusl er
sjaldséð og rennusteinar eru hrein-
ir og gangstéttir nánast hvítskúrað-
ar. - Þetta er mjög áberandi á Norð-
urlöndunum, í Þýskalandi og minni
löndunum vestan við það, Hollandi,
Belgíu og Lúxemborg og auðvitað
næstum öllum borgum Evrópu.
Hér í Reykjavík er ástandið
hörmulegt. Ruslið og sóðaskapurinn
á götum og gangstéttum er yfir-
þyrmandi. Rennusteinar eru fullir
af slýi, grasi og öðrum óþverra, t.d.
umbúðum utan af matvælum og
bréfarusli hvers konar. Dæmi eru
um að innihald úr ruslafótum sem
eru utan á ljósastaurum sé á víð og
dreif eftir að ílát þessi láta undan
þunganum þegar þær fyflast.
Sums staðar hef ég séð íbúa vera
sjálfa að sópa gangstéttir, tína upp
rusl og jafhvel hreinsa rennusteina.
En fljótlega sækir í sama horfið, því
bæði er það, að aðvífandi rusl fýkur
um og eins að íbúamir sjálfir henda
frá sér pappírssnifsum og jafnvel
umbúðum á götuna. - Reykjavíkur-
borg er með tæki í gangi; t.d.
sóparabíla, en þeir koma of sjaldan
og of seint til að halda þessu í horf-
inu. Fleiri bíla þyrfti svo að gagn
væri að.
Ég skora nú á borgarstjóra, svo
og á gatnamálastjóra að taka þessi
mál upp sérstaklega og gera átak i
því að hreinsa götur og gangstéttir.
Píp í Hagkaupi
Svava skrifar:
Ég fór í Hagkaup (á efri hæðinni)
í Kringlunni 19. maí sl. Ég keypti
ekkert og ákvað að fara í fleiri
verslanir. Ég gekk í gegnum þjófa-
vamarhliðið við útganginn jafnt og
annar viðskiptavinur og tók eftir að
hann hélt á poka. Og það skipti eng-
um togum að þjófavamarkerfið fór í
gang. Viðbrögð hins voru þau að ég
áætlaði að gleymst hefði að taka
þjófavörnina af vöru sem hann
hefði keypt, enda sneri hann við. -
Ég hélt því leið minni áfram.
Ég fór í Kosta Boda en hafði rétt
áður heyrt einhvern kalla. Ung
stúlka kom á eftir mér í verslunina
og bað mig um að koma með sér og
ganga aftur í gegnum hlið Hagkaups.
Hún bætti því við að ég gæti neitað.
Ég ákvað að gera henni þetta til
geðs, enda hef ég aldrei á ævinni
hnuplað. En ekki var það skemmti-
legt að vera fylgt eins og þjófi eftir
ganginum. Ég gekk í gegnum hliðið
og náttúrlega heyrðist ekkert píp. Ég
var þvi frjáls ferða minna!
Ég fór aftur í Kosta Boda og ráð-
lagði mér elskuleg kona, sem þar
vinnur, að tala við aðstoðarverslun-
arstjóra Hagkaups sem ég og gerði.
Hann var mjög kurteis og baðst af-
sökunar, en benti jafnframt á að
mikið væri um hnupl í versluninni.
Ég var hálf miður mín eftir þessa
reynslu og fór heim. Ég vil ítreka
við fólk að vera ekki samferða öðr-
um í gegnum svona þjófavarnar-
hlið. Þrátt fyrir að hafa mætt kurt-
eisi hjá aðstoðarverslunarstjóra
Hagkaups veit ég ekki hvenær ég
fer þangað aftur.
Áfram Páll Óskar
Aðdáandi skrifar:
Ég var að enda við að lesa bréf í
DV í dag (18. maí) þar sem segir
m.a. að það eigi að leyfa Páli Óskari
„að þroskast aðeins“ áður en hann
geti farið að kynna söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir
RÚV. Einnig segir bréfritari að ver-
ið sé að verölauna hann fyrir að
„koma okkur niður í 21. sætið og úr
keppninni". - Sér fólk aldrei neitt
nema svörtu hliðamar? Páfl Óskar
var á svæðinu i fyrra og þekkir því
aðstæður og fyrirkomulag svona
keppni. Auk þess er hann mikill aö-
dáandi „Eurovision".
Keppnininni í ár var mjög
skemmtilega og liflega lýst og vora
hláturrokur og upphrópanir Palla
mjög við hæfi og brutu upp þessa
annars dauðu og bældu stemningu
sem þarna oft ríkir. Fólk varð mun
spenntara og áhugasamara en vana-
0=[1©EÍERQ[d)Æ\ þjónusta
allan sólarhringinn
- eða hringíð í síma
r^sso 5000
rríilli kl. 14 og 16
Páll Óskar Hjálmtýsson. - Kom til dyranna eins og hann er klæddur.
lega, þegar t.d. Jakob Magnússon
lýsti keppninni. Hann hefur lýst
keppninni og það samviskusamlega,
en án nokkurs áhuga að því er virt-
ist.
Pafli var heldur ekkert að blaðra
inn í stigagjöfina, leyfði konunni
bara að tala ótruflaðri. í lokin, þeg-
ar Páll lýsti yfir hrifningu sinni á
tilheyrandi hátt, og með sinu lagi,
að hann væri á leið í partý með sig-
urvegaranum, þá kom hann bara til
dyranna eins og hann er klæddur.
Afar eðlilegur að vanda. Bara það
sem hann var að hugsa þá stundina.
- Mér fannst frábært að heyra Pál
Óskar æpa „Jesús minn“ og lýsa
brjóstunum og kjólunum á konun-
um í þessari annars frekar dauflegu
keppni.
I>V
Klippt úr dag-
blöðunum
Ó.Þ. skrifar:
Ég gerði það að gamni mínu að
klippa úr dagblöðum greinar sem
þar birtust í tilefni síðustu for-
setakosninga. Sá frambjóðandi
sem á kjördegi hlaut yfirburða-
kosningu var af allt of mörgum at-
aður auri sem höfundum skrif-
anna er lítt til sóma. Því kom mér
þetta í hug að mér finnst örla á
skyldleika við þessa þokkalegu
iðju í skrifum vegna kosninga til
borgarstjórnar í Reykjavík.
Skvettumar nú koma úr sömu
herbúðum og 1996 þó höfundar
séu aðrir. Og nú er tekin til notk-
unar nýfengin tækni til ærumeið-
inga og getsaka. Ég hef þessi orð
ekki fleiri en tek til við að klippa
úr blöðunum og væntanlega verð-
ur mér vel til fanga ef taka má
mið af reynslunni frá 1996.
Bílasölur um-
boðanna
R.L. hringdi:
Ég hef verið að fara á mifli bíla-
umboðanna síðustu daga til að
kanna hvaða bílar byðust á góðu
verði og um leið kjörum - bæði
notaðir og nýir. Æði finnst mér
misjöfn þjónustan. Aö öðrum
ólöstuðum fannst mér þó B&L
hafa einna hæfustu sölumönnun-
um á að skipa, gátu t.d. svarað öll-
um spurningum, skynsamlegum
sem fáránlegum, þannig að manni
fannst maður vera vel upplýstur.
Að öðru jöfnu finnst mér svör
sölumanna í þessum bransa vera
orðin mun nútímalegri en ég
hafði áttaö mig á.
Úrelt
hægri/vinstri
stjórnmál
Vilhjálmur Alfreðss. skrifar:
í nýafstöðnum borgar- og sveit-
arstjórnarkosningum komu fram
nokkur sérframboð unga fólksins
í landinu. Þó ekki í Reykjavík. í
Reykjavík hafnaði eldra fólkið
lika sérframboði, t.d. var ekkert
framboð Félags eldri borgara.
Ekki bauð heldur ffarn fyrirhug-
aður Grafarvogslisti. Sem betrn-
fer endurspeglast þessi slappleiki
íbúa Reykjavíkur ekki á lands-
vísu. - Hin úrelta hægri/vinstri
stefna í stjórnmálum heldur því
enn velli í Reykjavík eingöngu.
Tengjum krón-
una dollarnum
Páll Ólafsson hringdi:
Nú er mikið talað um að hin
nýja „evra“ Evrópumyntin muni
taka sæti sem önnur mikflvæg-
asta myntin í alþjóðaviðskiptum.
Margir sérfræðingar eru þessu
ekki sammála. Það á líka við um
mig. Þeir segja dollarann svo
sterkan að honum skáki engin
önnur mynt. Síst evran. Hvers
vegna tökum við Islendingar okk-
ur ekki tak og læknum flest mein
efnahagskerfis okkar með því að
tengja krónuna dollamum? Ráða-
menn ættu að íhuga þessa aðgerð
og framkvæma sem aflra fyrst.
Yfirbyggð
sundlaug
Steinunn V. Óskarsdóttir,
form. ÍTR, skrifar:
Vegna bréfs Helga Sigurðsson-
ar, form. Sundráðs Reykjavíkur, í
DV nýlega, vil ég vekja athygli á
að þegar er hafinn undirbúningur
að 50 metra yfirbyggöri sundlaug
í Laugardal, og hefur sundhreyf-
ingin m.a. tekið þátt í undirbún-
ingnum. Á næstu dögum verður
auglýst samkeppni um hönnun
laugarhússins, og á henni að
ljúka á þessu ári. Að þessu stóðu
borgaryfirvöld, sundhreyfingin,
ÍBR og ÍSÍ og hafa óskað eftir því
við menntamálaráðherra, að ríkið
taki einnig þátt í þessari þjóðar-
laug fyrir æfmgar og keppni af-
reksfólks okkar.