Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Page 13
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1998 13 dv Fréttir Slökkviliðið í Reykjavík hefur að undanförnu verið að æfa reykköfun í gám- um í Skógarhlíð. Oánægja er meðal íbúa í hverfinu vegna reyks og bruna- lyktar sem berst um hverfið. DV-mynd S íbúar í Hlíðunum gagnrýna æfingar slökkviliðsins: Ófremdarástand vegna reyks og brunalyktar - Eina aðstaðan fyrir æfingar, segir slökkviliðsstjóri Þetta er ófremdarástand. Þaö er ítrekað brunalykt og reykur hér í hverfinu vegna þessara æfinga slökkviliösins. Þeir voru að æfa í þessum gámum síðast á miðviku- dag. Það eru margir íbúar í hverf- I inu ósáttir við þetta. Það er skiljan- j legt að slökkviliöið þurfi að æfa sig en mér og fleirum finnst að það ætti ' aö gera það einhvers staðar annars staðar en inni í miðri borg,“ segir Bjami Einarsson, íbúi í Hlíðunum i Reykjavík, þegar DV ræddi við hann fyrir helgi. Bjarni og fleiri íbúar í Hlíðunum gagnrýna mjög æfingar slökkviliðs- ins við Slökkvistöðina í Skógarhlíð. Slökkviliðið hefur verið að æfa 5 reykköfun í gámum sem eru á lóð I slökkviliðsins í Skógarhlíð. I Óskaö eftir æfingasvæði „Staðan er þannig að við verðum auðvitað að æfa okkur. Við höfum margítrekað óskað eftir æfinga- svæði fyrir slökkviliðið. Við vorum með svæði í Öskjuhlíð sem við misstum. Það fæst bara engin af- greiðsla á þvi hvar við megum vera. Við erum búnir að fara með þetta í borgarráð og borgarskipulag en fáum engin svör. Þetta er algert vandræðaástand," segir Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri. „Það var búið að láta okkur hafa svæði upp við slökkvistöðina í Tunguhálsi sem hefði verið mun betra en þetta. Þá kom í ljós að fyrir- tæki í bænum hafði verið lofað þeirri lóð. Við höfum verið með hug- myndir um að fara upp á Hólms- heiði. Þá telja menn að það sé ekkert pláss þar. Æfingamar hjá okkur hafa verið óvenjumargar að undan- fornu. Það stafar af því að við réðum sænskan sérfræðing sem verður hjá okkur í sex mánuði. Við erum að vinna mjög marktækt að því að allar vaktir og í raun allir slökkviliðs- menn séu að vinna nákvæmlega eins. Ég skil í raun alveg gremju íbú- anna i hverfinu. Lyktin er mikil þó að reykurinn sé ekki svo mikill. En þetta er eina aðstaðan okkar og við verðum að æfa þarna meðan ekkert annað býðst,“ segir Hrólfur. -RR n i'nAi LHJLJ % I / €tninojY»«m/iiiri7F Leiklistarnámskeið Námskeið í grímugerð Myndlistarnámskeið íþróttanámskeið Fyrir börn á aldrinum 7-11 og 12-14 ára Hestar - Kofasmíði - Kassabílar - Sund - Bátaferðir (bátur með gagnsæjum botni), - flugdrekar, útileikir og ma. ma. fl. tiestaleiðbeinendar Tónlist 5.-12. ágúst Kvikmyndun 14.-21. ágúst Sigurlína Jónsdóttir tónlistarkennari. Hlustað á fjölbreytta tónlist, smíðuð hljóðfæri og hljóögjafar. Þjálfaður söngur, hrynur, hreyfing, sköpun o.s.frv. á leikrænan hátt úti og inni. Reynir Lyngdal kvikmyndajerðarmaður og Katrín Olafsdóttir leikstjóri. Tilraunir með kvikmyndagerð þar sem börnin ýmist leika í eða búa til hreyfimyndir. ■ ðð I9I6! 5519179 Tímabil 3.6. -10.6. 12.6. -19.6. 21.6. -28.6. 1.7. - 8.7. 10.7. -14.7. 17.7. -24.7. 21.1.- 3.8. 5.8. -12.8. 14.8. -21.8. 24.8. -29.8. 7-11 ára 1 pláss laust 7-11 ára Biðlisti 7*11 ára Biðlisti 7-11 ára Biðllsti 7-11 ára 7-11 ára Biðlisti 7-11 ára 7-11 ára 7-11 ára 12-14 ára Álver Norðuráls , gangsett 28. maí? DV, Akranesi: Framkvæmdir við álver Norður- áls á Grundartanga ganga vel þessa dagana og ef allt gengur eftir þá er áætlað að það verði gangsett 28. maí, aðeins einu ári eftir að fram- kvæmdir hófust við álverið. Tíðar- far í vetur hefur gert það að verkum að flestar þær áætlanir sem menn > gerðu í upphafi hafa staðist og gott I betur en áætlanir fjárfesta gerðu ráð fyrir að álverið yrði gangsett í september. Menn segja að minnsta kosti að þetta sé heimsmet í bygg- ingarframkvæmdum. Álverið verð- ur í byrjun með 60.000 tonna árs- framleiöslu og í þessum áfanga verða gangsett 120 ker, 6 í hverri viku. Tekur það því 5 mánuði að keyra upp verksmiðjuna í full af- ’ köst. Búist er við að á næsta ári ) verði hafist handa við stækkun verksmiðjunnar í 90.000 tonna árs- framleiðslu en búið er að grafa og sprengja fyrir stækkuninni. Þá verður kerum fjölgað um 60, þar á eftir er áætlað að stækka verksmiðj- una í 180.000. Þó svo að álveriið verði gangsett þann 28. maí, eins og gert er ráð fyrir, verður ekki allt til- búið, svo sem skautsmiðja, steypu- skáli og fleira. -DVÓ n ti n a s t c n g i n f i t a - a <) e i n s 0,5 % ■> I é 11 a s t a s ý r ð a m j ólkii r v a r a n sem in Fismjólk! 500 mt c --— ■ Nú getur þú keypt stærri skammt af bragðgóðri Fismjólk fullri af heilnæmum próteinum, B2-vítamíni, fosfór, kalki og a- og b-gerlum. Fismjólk í 500 ml umbúðum er hagkvæm í innkaupum! ^éttaú Fismjólk er kjörin fyrir þá sem vilja gœta að línunum og borða hollan og bragðgóðan mat. sjötlltíu MORGUNMENN Matthildar FIW 88.5 junnlauyur IIt-hpv.on Jón Am«j| Öl.ilsitOM AmcI Axi-I'.'.oo Hi'.sm i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.