Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Qupperneq 18
18
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1998
Fréttir
Sighvatur Björgvinsson segist vera með skýr skilaboð frá sinu fólki:
Erum að búa til jafnoka
Sjálfstæðisflokks
„Ef við metum þetta þannig á
landsvísu að Framsóknarflokkur-
inn sé með rétt rúmlega 20 prósent,
Sjálfstæðisflokkurinn með 42 pró-
• Aðeins 15 sekúndur að tjalda
• Mest seldi tjaldvagninn í áratugi
• Farangursgrind
• Yfirbreiðsla
• Teppi á gólfi
• Varadekk
• Nefhjól
• og margt fleira
aðeins__________________
kr. 357.200
staðgreitt ~~
Hafðu samband -
ýmsir lánamöguleikar
Gormar í flestar
gerðir bíla.
mm
w
Sportbuð - Títan • Seliavegi 2
SÍMl 551 6080 • Fax 562 6488
sent, þá eru þessi sameiginlegu
framboð A-flokkanna og
Kvennalistans með 36-38 pró-
senta fylgi. Við getum ekki ver-
iö annað en mjög ánægð með
það. Hins vegar kemur þetta
misjafnlega niður eftir sveitar-
félögum. Við erum með fylgi
frá rúmum 20 prósentum upp í
rúm 50 prósent," sagði Sighvat-
ur Björgvinsson, formaður AI-
þýðuflokksins.
Frá um 20 upp í rúm 50
prósent
Sighvatur segir að Reykja-
vik hafl komið mjög vel út úr
kosningunum. Fylgið hefði
hins vegar mátt vera meira í
„stóru bæjunum" á Reykja-
nesi.
„í Reykjanesbæ fengum við
á hinn bóginn meira fylgi en
skoðanakannanir höfðu sýnt, í
minni sveitarfélögunum á
Reykjanesi' kom þetta mjög vel
út, hreinn meirihluti í Sand-
gerði og i Vogum, í Grindavík
var líka ágæt kosning.
Á Vesturlandi komu Akra-
nes og Borgarbyggð mjög vel
út, Stykkishólmur kom líka vel
út. í Vesturbyggð er nýr sam-
eiginlegur listi stærsta aflið. Á
ísafirði fengum við 40 prósent
sem er mjög gott og litlu mun-
aöi (49 prósent) að við fefldum
meirihluta sjálfstæðismanna.
Það vantaði ekki nema rúm 20
atkvæöi.
Ég hefði viljað sjá betri ár-
angur í Húnaþingi og á Akur-
eyri en það var stórgóöur ár-
angur á Húsavík. Mjög góöur
árangur á öllum Austflörðum,
sérstaklega í nýja stóra sveit-
arfélaginu. Einnig var gott
„Viö erum aö búa til vettvang fyrir félagshyggjuflokk í landinu sem aldrei hefur veriö til.
Hann getur veriö jafnstór og Sjálfstæöisflokkurinn," segir Sighvatur Björgvinsson, formaö-
ur Alþýöuf iokksins. Meö honum eru Margrét Frimannsdóttir, formaöur Alþýöubandalagsins,
og Guöný Guöbjörnsdóttir, þingflokksformaöur Kvennalista. DV-mynd Pjetur
gengi á Höfn og í Árborg og
viðunandi í Vestmannaeyj-
um.“
Ég fékk skýr skilaboð
„Það var nú ekki mikill
tími sem við fengum frá þing-
störfunum til að taka þátt í
kosningabaráttunni. Ég náði
að fara um Reykjanes,
Reykjavík, Vesturland og
Vestfirði. Það voru bara ein
skilaboð sem ég fékk frá öll-
um - „viö fórum ekki í skot-
grafirnar hvert gegn öðru eft-
ir hálft ár“. Ég tel að þessar
kosningar hafi verið áfangi á
leiöinni til sameiginlegs
framboðs eftir eitt ár. Það er
klárt að menn styrkjast í
þeirri stöðu.“
- Munu vinstri flokkar
mynda meirihlutastjórn með
Framsóknarflokki eftir al-
þingiskosningarnar á næsta
ári?
„Ég vil ekki dæma um það.
En mér sýnist að eins og
ástandið er á stjórnarheimil-
inu þá sé draumur Hannesar
Hólmsteins um sameiningu
Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks kominn í fram-
kvæmd. Þetta er eins og fóst-
bræðralag. Formenn flokk-
anna eru meira að segja farn-
ir að gegna hvor fyrir annan.
Hins vegar munum við
heyja okkar kosningabaráttu
á okkar forsendum. Við erum
að búa til vettvang fyrir fé-
lagshyggjuflokk í landinu
sem aldrei hefur verið til.
Hann getur verið jafnstór og
Sjálfstæðisflokkurinn.“
-Ótt
Guöný Guðbjörnsdóttir telur kosningarnar gefa fyrirheit um alþingiskosningarnar:
Meirihluti framsóknar og félagshyggjuflokka
Mér finnst að með sigri R-listans
og Ingibjargar Sólrúnar sé að mynd-
ast nýtt landslag í íslenskri pólitik.
Þá á ég einnig við hin sameiginlegu
framboö úti á landi. Ingibjörg Sól-
rún vann persónulegan sigur en um
leiö var þetta sigur Kvennalistans
og kvenna almennt. Ég bendi á að
meirihluti stuðningsmanna R-list-
ans eru konur. Þetta er mjög svipað
og með Clinton í Bandaríkjunum
eða félagshyggjuöfl almennt - konur
vilja slíkar stjómir," sagði Guðný
Guðbjörnsdóttir, formaður þing-
flokks Kvennalistans, um úrslit
sveitarstjómarkosninganna.
„Þetta sýnir hvers fólk er megn-
ugt ef það stendur saman,“ sagði
Guðný. Úrslitin voru líka sigur
heiðarlegrar kosningabaráttu og
ósigur hinna sem vilja persónuníð.
Ég er sannfærð um að þetta kom í
bakið á sjálfstæðismönnum sjálf-
um.“
„Það er tcdað um að kosningamar
hafi verið sigur Sjálfstæðisflokksins
fyrir utan Reykjavik," segir Guðný.
„Vissulega fær hann meirihluta í
nokkmm sveitarfélögum. En í heild-
ina voru þetta 42 prósent og Fram-
sóknarflokkurinn fékk 20 prósent.
Þetta sýnir mér að á landsvísu er
því hægt að mynda meirihluta
Framsóknarflokks og félagshyggju-
flokkanna. Hlutfollin eru um 40,20
og 40 prósent.
Mér finnst skilaboðin vera mjög
skýr fyrir næstu alþingiskosningar
- það er hægt að breyta hér
valdapólitíkinni gegn hagsmunum
séreigna eins og Sjálfstæðisflokkur-
inn stendur fyrir. Mér finnst líka
mjög líklegt að ef aftur verður farið
í svona samvinnu að ári þá muni
þau framboð gera sig enn betur en
nú,“ sagði Guðný Guðbjömsdóttir.
-Ótt
Margrét Frímannsdóttir „ofsalega ánægð“ með útkomu kosninganna:
Sterkt mótvægi er aö myndast
„Mér fmnst ég í fyrsta skipti frá
því að ég fór að hafa afskipti af póli-
tik vera að upplifa þá tilfmningu
mjög sterkt að vinstrimenn vilji af
einhug starfa saman og mynda
sterkt mótvægi við Sjálfstæðisflokk-
inn,“ sagði Margrét Frímannsdóttir,
formaður Alþýðubandalagsins, að-
spurð um það hvemig hún metur
úrslit sveitarstjórnarkosninganna í
heild á landinu.
„Ég hef verið að tala við mitt fólk
alls staðar á landinu,“ sagði Mar-
grét. „Það er ýmist að fara í meiri-
hlutamyndun, er í meirihluta eða
minnihluta. Þetta fólk er að vinna
saman í staö þess að Alþýðubanda-
lag og Alþýðuflokkur hafa á kosn-
inganóttina verið víða í kapphlaupi
um meirihlutamyndun. Jafnvel ver-
ið að naga skóinn hvað af öðru.
í dag taka menn niðurstöðunum
saman og vinna úr þeim. Þaö er stór
breyting. Þar sem Alþýðubandalag-
ið er sér með lista, þar era ekki aðr-
ir vinstri listar. Mér finnst þetta
vísir að því sem koma skal. Það er
mikil pólitísk gerjun í gangi. Breyt-
inga er kraflst."
Ég er stolt
„Ég er ofsalega ánægð með útkom-
una í Reykjavík og á fleiri stöðum.
Ég er óskaplega stolt af „Austurríki"
og þeirri traustsyfirlýsingu sem það
fólk sem ég þekki vel til hefur fengið.
Hvað það hefur unnið vel á undan-
fórnum árum og áratugum.
Það hlýtur að hafa verið stór nótt
fyrir Smára Geirsson og Guðmund
Bjarnason ekki síður en fyrir Ingi-
björgu Sólrúnu og alla þá sem skipa
hennar lista. Það er frábær árangur á
fleiri stöðum, á Húsavík og á Akra-
nesi. Ég er líka mjög stolt af þeim
þremur stöðum sem buðu fram G-
lista Alþýðubandalagsins. Útkoma
þeirra er mjög góð.
Ég fagna líka minu nýja sveitarfé-
lagi, Árborg, þar sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur verið mjög sterkur,
en Árborgarlistinn vinstra félags-
hyggjufólks er orðinn mjög stór,“
sagði Margrét.
„Þetta voru öðravísi kosningar en
ég hef áður lifað. Það er nýtt lands-
lag. Það er að verða til pólitískt afl í
sveitarstjórnum sem mótvægi við
sterka stöðu Sjálfstæðisflokksins,
sem að vísu styrkti stöðu sína vítt og
breitt um landið. En við erum engu
að síður að koma sterk inn með sam-
eiginlega lista. Við getum verið mjög
stolt með fylgi 30, yfir 40 prósent og
ofar á sumum stöðum. Hér er að
koma fram sterkt afl,“ sagði Margrét
Frímannsdóttir.
-Ótt