Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Qupperneq 25
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1998
3*
Fréttir
Akureyri:
Sjálfstæðisflokkur og
Oddur Helgi sigurvegarar
- meirihlutaviðræður Sjálfstæðisflokks og Akureyrarlistans hófust í gær
lentum við í því að ekki um 1994. Þá fékk Alþýðubandalag 2
varð eining við uppstill- bæjarfulltrúa en Alþýðuflokkur
ingu á okkar lista,“ segir einn en með Kvennalistann með í
DV, Akureyri:
„Eg er skiljanlega mjög
ánægður með þessi úrslit,
málið er ekki flóknara en
það, og allt sem við lögð-
um upp með gekk eftir í
meginatriðum," segir
Kristján Þór Júlíusson,
oddviti Sjálfstæðisflokks-
ins á Akureyri, sem vann
stórsigur i kosningunum í
bænum. Flokkurinn bætti
Oddur Helgi Hall-
dórsson L-lista-
maður. DV-mynd
Jakob Björnsson, bæjar-
stjóri og oddviti Framsókn-
arflokksins.
Jakob segir að í pólitík
skiptist á skin og skúrir
og hann hafi alltaf gert sér
grein fyrir því að hann
gæti þurft að víkja úr bæj-
arstjórastóli fyrr eða síð-
ar. „Það verður bara að
við sig fveimur bæjarfulltrúum og
fékk 5 menn og nær borðleggjandi
er að Kristján Þór verði næsti bæj-
arstjóri Akureyringa.
Annar sigurvegari kosninganna
varð Oddur Helgi Halldórsson sem
leiddi L-listann og náði kjöri með
um 11% fylgi. Oddur er sitjandi bæj-
arfulltrúi Framsóknarflokksins en
fékk ekki sæti á lista flokksins og
fór því fram með nýjan lista. „Úr-
slitin eru stórkostleg fyrir mig og ég
hef þá trú að Sjálfstæðisflokkurinn
leiti fyrst til mín um meirihluta-
myndun og er til viðræðu reiðubú-
inn. Okkar höfuðáherslumál í
meirihlutaviðræðum er að ekki
verði selt eitt einasta hlutabréf bæj-
arins í Útgerðarfélagi Akureyringa.
Við bökkum ekki með það,“ sagði
Oddur Helgi. L-listinn gæti einnig
myndað meirihluta með Framsókn
og Akureyrarlista en svo er að
heyra að aðrar leiðir verði reyndar
til þrautar áður en það gerist.
Afhroð Framsóknar
Framsóknarflokkur beið afhroð í
kosningunum og tapaði 2 af 5 bæjar-
fúlltrúum sínum. „Ég get tekið undir
það að þetta er sorglegt fyrir mig mið-
að við persónufylgi mitt. Það er ljóst
að maður úr okkar röðum sem fór í
sérframboð tók frá okkur fylgi og þá
taka þessu mannalega. Ég útiloka
þó ekki enn þá að við verðum í
næsta meirihluta. Það eru ýmsir
möguleikar í stöðunni en það horfir
auðvitað enginn fram hjá því að
Sjálfstæðisflokkurinn er sigurveg-
ari kosninganna," segir Jakob.
Viðræöur hafnar
Kristján Þór Júlíusson, oddviti
Sjálfstæðisflokksins, ræddi við Odd
Helga strax þegar úrslit lágu fyrir
og tjáði honum að fyrsti kostur sjálf-
stæðismanna í meirihlutaviðræðum
væri að tala við Akureyrarlistann.
„Það er okkar fyrsti kostur en aðal-
atriðið er að hittast og skiptast á
skoðunum," segir Kristján Þór og
bætti við að meirihlutamyndun
mundi eflaust taka einhverja daga.
„Ég er hundfúll með þessi úrslit
og við náðum aldrei þeirri stöðu í
kosningabaráttunni sem við óskuð-
um. Það má segja að slagsíða hafi
verið á okkar framboði sem saman-
stóð af flokkum sem hafa verið bæði
í meiri- og minnihluta i bæjar-
stjórn," sagði Ásgeir Magnússon,
oddviti Akureyrarlistans sem sam-
anstóð af Alþýðuflokki, Alþýðu-
bandalagi og Kvennalista. Akureyr-
arlistinn fékk ekki nema rétt ríflega
20% atkvæða eða svipað fylgi og Al-
þýðubandalagið hafði í kosningun-
DV, Akureyri:
„Ég er auðvitað í skýjunum, ann-
að væri ósanngjarnt eftir þennan
glæsilega sigur,“ segir Kristján Ás-
geirsson, oddviti Húsavíkurlistcms,
lista Alþýðubandalags og Alþýðu-
flokks, eftir glæsilegan kosningasig-
ur þar í bæ. Húsavíkurlistinn fékk
um 50% atkvæða og 5 bæjarfulltrúa
en flokkamir sem stóðu að Húsavík-
urlistanum fengu 4 bæjarfulltrúa í
kosningunum 1994.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 2
menn kjörna eða sama og síðast og
Sigurjón Benediktsson, sem verið
hefur oddviti flokksins í bæjar-
stjóm, féll úr bæjarstjóm því hann
farteskinu nú fékk Akureyrarlistinn
aðeins tvo bæjarfulltrúa. -gk
Gífurleg gleði var ríkjandi á sigurhátíð sjálfstæðismanna á Akureyri þegar
Ijóst var að flokkurinn hafði náð fimm mönnum í bæjarstjórn. DV-mynd gk.
Glæsisigur hjá Húsavíkurlista
- auglýst eftir nýjum bæjarstjóra
var í 3. sæti sem baráttusæti. Fram-
sóknarflokkurinn tapaði einum af
þremur bæjarfulltrúum sínum og
umtalsverðu fylgi.
„Fólk var að mótmæla þeirri upp-
stokkun í atvinnulífinu sem leiddi
af sér atvinnuleysi og tilflutning á
vinnu héðan til annarra sveitarfé-
laga,“ segir Kristján Ásgeirsson.
Húsavikurlistinn hafði lýst því
yfir fyrir kosningarnar að kæmist
hann til valda yrði Einar Njálsson
bæjarstjóri ekki endurráðinn. „Það
er alveg rétt, við munum auglýsa
stöðu bæjarstjóra lausa til umsókn-
ar. Nei, ég hef ekki áhuga á því
starfi sjáifur," sagði Kristján Ás-
geirsson. -gk
Höfðotúni 12 »105 Reykjavik • Simi 552-6200 i 552-5757 • Fox: 552-6208
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtaldra gjalda að gera skil nú þegar
eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla og tryggingagjald til og með 4. tb. 1998, með eindaga 15. maí 1998, og virðisaukaskattur
til og með 1. tb. 1998, með eindaga 5. apríl 1998, og aðrar gjaldfallnar álagningar og ógreiddar hækkanir, er fallið
hafa í gjalddaga fyrir 16. maí sl., á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengis-
gjaldi, launaskatti, aðstöðugjaldi, þróunarsjóðsgjaldi, kirkjugarðsgjaldi, biíreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna,
föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri ú'mabila,
skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningar-
gjölum, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri ffamleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutnings-
gjölum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar,
skipulagsgjaldi, skipagjaldi, físksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, sem em;
tekjuskattur, útsvar, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysaúygginga-
gjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í
framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar bamabætur, ofgreiddur
bamabótaauki og ofgreiddar vaxtabætur.
Ennfremur kröfur sem innheimtar em á gmndvelli samnings milli Norðurlandanna um aðstoð í skattamálum, sbr.
lög nr. 46/1990, sbr. auglýsingu nr. 16/1990 og auglýsingar nr. 623/1997 og nr. 635/1997.
Fjámáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt
dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur ljámám í för með sér vemlegan kostnað fyrir gjaldanda.
Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert íjámám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpilgjald
1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Em gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst
til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vörugjald og virðisaukaskatt, búast við því
að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara.
Reykjavík, 25. maí 1998.
Tollstjórinn í Reykjavík
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á Isafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Olafsfirði
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Neskaupstað
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
Gjaldheimta Vestfjarða
Gjaldheimta Austurlands
Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum
sjötiltíu
MORCUWMENN
Matthildar FM 88.5
www.matthildur.com