Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Síða 27
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1998 35 Fréttir Akraneslistinn og Framsóknarflokk- urinn í meirihluta DV, Akranesi: Sjálfstæöismenn fá þrjá menn, framsóknarmenn tvo og hið nýja framboö, Akraneslistinn, fær fjóra menn. Við síðustu bæjarstjómar- kosningar fengu sjálfstæðismenn þrjá fulltrúa, Alþýðuflokkur einn, Alþýðubandalag þrjá, en þeir mynda nú Akraneslistann, og Fram- sóknarflokkur tvo fulltrúa. Sjálf- stæðismenn og alþýðubandalags- menn mynduðu meirihluta og hann virðist halda og minnihluti fram- sóknarmanna bætir ekki við sig manni. „Við höldum okkar fylgi og bæt- um við okkur örlitlu fylgi, þetta er ákveðinn vamarsigur þar sem fé- lagshyggjuöflin hafa sameinast en Framsóknarflokkurinn heldur sínu,“ sagði Guðmundur Páll Jóns- son, efsti maður á lista Framsóknar- flokksins á Akranesi. „Ég er mjög ánægður með úrslitin, við höldum okkar þremur mönnum, það er ljóst að fólk treystir okkur til að vera í meirihluta enda hefur ver- ið vel unnið hér síðastliðin fjögur ár. Við gengrnn óbundnir til kosninga eins og allir aðrir flokkar en tölurn- ar sýna að þeir listar sem hafa verið í meirihluta halda sínu og það gæti sagt eitthvað til um næsta meiri- hluta,“ sagði Gunnar Sigurðsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins og formaður bæjarráðs. Samkvæmt heimildum DV þá byrjuðu framsóknarmenn og Akra- neslistamenn á viðræðum um mynd- un nýs meirihluta á Akranesi og all- ar likur eru á að þeir verði í meiri- hluta næstu íjögur ár og Gísla Gisla- son verði áfram bæjarstjóri. -DVÓ Gunnar Sigurðsson, efsti maöur á lista Sjálfstæðisflokksins, með flokks- mönnum. DV-mynd DVÓ Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn - áfram í meirihluta í Borgarbyggð? DV, Borgarnesi: L-listi Borgarbyggðarlistans er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Borgarbyggð, fékk fjóra menn kjörna, en við síðustu sveitarstjórn- arkosningar fengu Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag sinn fulltrúann hvort og stutt var i þann þriðja, en Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur eiga hlut í Borgarbyggðarlistanum. Framsóknarflokkurinn, sem var í meirihluta með fjóra fulltrúa, tapar einum manni og hinn meirihluta- flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, tapar einum manni en heldur sínu fylgi. Á sunnudagskvöld áttu sér stað viðræður milli Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins um áframhaldandi meirihlutasam- starf. „Við höldum okkar kjörfylgi og meira að segja bætum aðeins við, nýting vinstri framboðanna veldur því að þeirra atkvæði nýtast betur. Við munum hitta framsóknarmenn í kvöld til að ræða um áframhald- andi meirihlutasamstarf," sagði Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri í Borg- arbyggð og efsti maður á lista Sjálf- stæðisflokksins, við DV kosninga- nóttina. Fyrir kosningar sögðu framsóknarmenn að þeir vildu aug- lýsa eftir bæjarstjóra ef þeir færu í meirihluta. Þegar Óli Jón var spurð- ur hvort þeir myndu gera það að skilyrði að hann yrði áfram bæjar- stjóri þá sagði hann að þeir myndu ræða þetta á sunnudagskvöldið. Samkvæmt heimildum DV mun Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri og efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins, hafa boðið framsóknarmönnum að auglýst yrði eftir bæjarstjóra ef hann yrði forseti bæjarstjómar. -DVÓ Sjálfstæðismenn með meirihluta í Snæfellsbæ: Verður Guðjón Petersen áfram bæjarstjóri? DV, Vesturlandi: Sjálfstæðismenn náðu hreinum meirihluta í Snæfellsbæ, fengu íjóra menn af sjö, hlutu 557 atkvæði og 55,9% atkvæða og bæta verulega við sig. Framsóknarflokkurinn fékk einn mann, hlaut 176 atkvæði eða 24,7% og tapar einum manni. Snæ- fellslistinn, sambræðingur Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags, fékk tvo menn en þeir höfðu þrjá menn við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Nú fækkar sveitarstjómarmönnum í Snæfellsbæ, þeir voru níu við síð- ustu sveitarstjórnarkosningar en verða núna sjö. Ásbjöm Óttarsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins, var sigur- reifur eftir sigur sinna manna. „Ég vil í fyrsta lagi þakka kjósendum fyrir stuðninginn við okkur. Það sem ofli því að við náðum hreinum meirihluta var samstaða alls fólks- ins sem stóð að listanum." í dag er Guðjón Petersen bæjar- stjóri og nú er spurningin hvort sjálfstæðismenn ráði hann áfram. „Við erum ekki búnir að ákveða neitt um það. Þetta kom öllum í opna skjöldu, menn áttu aldrei von á neinu svona, og það hefur ekki verið tími til að fara ofan i þetta en Guðjón er góður rnaður," sagði Ás- bjöm Óttarsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins. Mikil sigur- gleði var í herbúðum sjálfstæðis- manna og fólk þyrptist aö þeim stað þar sem þeir héldu kosningavöku. -DVÓ ^Toyota Corolla S/D Terra Árg. 1998 Ekinn 5.000 Vélarstærð 1600 5g Fast númer NJ-736 Litur grásans ^Toyota Corolla H/B Terra Mitsubishi Pajero Turbo [Toyota Landcruiser VX kToyota Landcruiser GX l Opel Astra Toyota Carina E Mitsubishi Lancer l. Toyota Corolla h/b Hyundai Sonata Glsi TOYOTA í .i. ' - „ -„.V TOYOTA Árg. 1991 Ekinn 102.000 Vélarstærð 1500 ssk. Fast númer NY-391 Litur silfurgrár Árg. 1995 Ekinn 42.000 Vélarstærð 1400 5g. Fast númer BI-725 Litur dökkgrænn Árg. 1996 Ekinn 118.000 Vélarstærð 2000 ssk. Fast númer PO-691 Litur vínrauður Árg. 1993 Ekinn 94.000 Vélarstærð 4500 ssk. Fast númer NU-305 Litur silfur/vínr Verð kr. 2.690.000 Toyota Corolia s/d Árg. 1996 Ekinn 37.000 Vélarstærð 1300 5g. Fast númer UM-437 Litur blár Verðkr. 1.110.000 ÍÆ-lÆTxl-l*, Árg. 1996 Ekinn 36.000 Vélaretærð 1400 5g. Fast númer DK-080 Litur dökkblár Verð kr. 1.010.000 Árg. 1997 Ekinn 42.000 Vélarstærð 3000 ssk. Fast númer DL-862 Litur dökkblár Verð kr.3.690.000 Toyota Carina E Árg. 1993 Ekinn 75.000 Vélaretærð 2000 5g. Fast númer RE-025 Litur gullsans Verð kr. 1.140.000 Toyota Corolla Touring Árg. 1997 Ekinn 25.000 Vélaretærð 1800 5g. Fast númer ZX-738 Litur dökkblár Árg. 1996 Ekinn 53.000 Vélaretærð 2500 5g. Fast númer MR-298 Litur grásans_______________ Verð kr. 2.300.000 Verð kr. 900.000 Árg. 1998 Ekinn 3.000 Vélaretærð 1300 ssk Fast númer VB-747 Litur sæblár Verð kr. 1.320.000 Toyota Corolla s/d Árg. 1996 Ekinn 34.000 Vélaretærð 1300 5g. Fast númer TI-440 Litur grænn Verð kr. 1.130.000 Verð Kr. 1.430.000 Verð kr. 1.680.000 Verð kr. 1.120.000 Árg. 1994 Ekinn 54.000 Vélaretærð 2000 ssk. Fast númer KP-208 Litur Ijósdrapp Verð kr. 1.090.000 Árg. 1991 Ekinn 92.000 Vélaretærð 1300 ssk. Fast númer LL-883 Litur hvítur Verð kr. 610.000 JToyota Carina E Árg. 1995 Ekinn 102.000 Vélaretærð 2000 ssk. Fast númer SO-949 Verð kr. 1.190.000 TILBOÐSHORNIÐ Verð kr. 670.000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.