Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Side 29
H MÁNUDAGUR 25. MAI1998 n \/ mKn SA i li -. " i jj f>r' • 37 BIFREIOASTILLINGAR Logið um tölvuþrjóta ““ niMMfflmi Sumir tölvuþrjótar auglýsa, eins og þessi hér. Aörir Ijúga til um tilvist tölvuþrjóta eins og einn blaöamaöur hefur gert. Símamynd Reuter Blaðamaður hjá tímaritinu The New Republic var rekinn nýlega fyrir að skrifa mjög gripandi grein um tölvuþrjóta sem reyndist síðan vera tómur uppspuni. Greinin fjallaði um tölvuþijót á táningsaldri og sagt var að starf þeirra væri nú orðið svo umfangsmikið að þeir þyrftu að ráða sérstaka umboðsmenn. Blaðamaður þessi heitir Stephen Glass, er 25 ára og hefur ritað um 40 greinar fyrir tímaritið síðan árið 1995 auk greina fyrir nokkur önnur tímarit. Þessum blaðamanni hafði meira að segja tekist að vinna sig upp í starf aðstoðarritstjóra tímaritsins. Himnaríki þrjótanna Greinin sem olli þessum brottrekstri hét á ensku „Hack Heaven“ sem mætti þýða sem himnaríki fyrir tölvuþrjóta. Þar var sagt frá 15 ára gömlum tölvuþrjót, Ian RestU, sem braust inn í tölvugagnagrunnar hjá stóru hugbúnaðarfyrirtæki, Jukt Micronics. Síðan krafðist hann peninga, ævUangrar áskriftar að klámblöðum og sportbíls þegar fyrirtækið reyndi að ráða hann í vinnu. Charles Lane, ritstjóri tímaritsins, segir að nú sé það ljóst að öll greinin sé uppspuni frá rótum. Það sem kom þeim grun af stað var símtal sem hann fékk frá ritstjóra annars tímarits. Hann hafi haldið fyrst að keppinautur hans hafi orðið á undan með stórfrétt, en þegar málið var kannað hafi hann komist að því að hvorki Ian RestU né Jukt Micronics voru tU. Þegar þetta var ljóst varð ritstjórinn að komast til botns í þessu máli. Þess má geta að Glass kom með handskrifaða minnispunkta frétt sinni til stuðnings. Þessa punkta hafði hann búið tU sjálfur án þess að tala við nokkum mann. Aðspurður hvort ekki hefði átt að kanna málið frekar sagði ritstjórinn það slíkt væri erfitt þegar maðurinn væri með handskrifaða punkta. Á meðan á þessu stendur heldur Glass sér til hlés og frá fjölmiðlum. Hann heldur nú tU hjá móður sinni. -HI/MSNBC Rakarastof: Klapparstíg Nákvæmari kannanir um tölvur Mörgum táningum finnst þægUegra að eiga samskipti gegnum tölvur heldur en á hefðbundinn hátt. Þetta má ráða af nýrri könnun sem gerð hefur verið í Bandaríkjunum. Hún leiddi í ljós að unglingar væm líklegri tU að svara könnunum sem ætti að fyUa út gegnum tölvu heldur en að gera þær skriflega. Þetta kom fram þegar heilbrigðisyfirvöld í Banda- ríkjunum báru saman kannanir meðal unglinga sem var annars vegar svarað skrUlega og hins vegar í gegnum tölvu. Þá kom í ljós að það var ekki aðeins betri svöran á slíkum könnunum heldur vora svörin mjög mismunandi í þessum tveimur könnunum. Þetta var t.d. raunin þegar könnun var lögð nýlega fyrir unglinga um kynlíf, ofbeldi og eiturlyf. Heibrigðisyfirvöld hafa nú birt muninn á svörum annars vegar um tölvu og hins vegar skriflega. Þetta var meðal þess sem kom fram: 1. Drengir sem sögðust hafa haft mök við annan dreng: Skriflegt 1,5%, í gegnum tölvu 5,5%. 2. Drengir sem viðurkenndu neyslu krakks: Skriflega 6%, í gegnum tölvu, 3,3%. 3. Drengir sem sögðust hafa gengið með byssu síðustu 12 mánuðina: Skriflega 7,9%, gegnum tölvu 12,4%. Nákvæmara um tölvur Þeir sem eru að rannsaka niðurstöðumar segja að niður- stöðumar úr tölvuhlutanum hafi töluvert að segja um eldri hluta unglinga þar sem margir þeirra era ekki mjög hrifnir af því að gefa upplýsingar um einkalíf sitt. Ein könnun hefur leitt í Ijós að 30% kvenna sem hafa farið í fóstureyðingu myndu segja það í könnun. Þvi vilja vísindamennirnir meina að upplýsingar um tölvu geti gefið nákvæmari mynd af því hvernig raunveruleikinn er i því sem verið er að kanna. Rannsakendur vonast til þess að ef kannanir verði gerðar meira um tölvur geti það gefið áreiðanlegri niðurstöðu í málum sem geta varðað jafnvel dýpstu leyndarmál mannanna. -HI/CNN HONDA 5 d y r a 1 . 4 i 7 5 h e s t ö f l Traustur bíll fyrir ungt fólk á öLLum aldri Innifaiið í verði bílsins M400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautun ► Loftpúðar fyrir ökumann og farþega kRafdrifnar rúöur og speglar ► Vindskeið með bremsuljósi MJtvarp og kassettutæki Mlonda teppasett M4" dekk ► Samlæsingar kABS bremsukerfi kRyðvörn og skráning Verð á götuna: 1.295.000.- Aðrar vélarstærðir einnig á lager, viðbótarbúnaður tilgreindur: Honda Civic 1.6 VTi VTEC 1.890.000,- 160 hestöfl 15" álfelgur Rafdrifin sóllúga 6 hátalarar Sportinnrétting Leðurstýri og leðurgírhnúður Honda Civic 1.5 LSi VTEC 1.490.000,- 115 hestöfl Fjarstýðar samlæsingar Höfuðpúðar aftan 4 hátalarar Hæðarstillanlegt ökumannssæti Honda Civic 1.4 Si 1.375.000,- 90 hestöfl Sjálfskipting 100.000,- (H Sími: 520 1100 Umboösaöiiar: Akureyri: Höldur, s: 461 5014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712 Keflavík: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egiisstaöir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011 WICANDERS gólfkorkur Oft er úr vöndu að ráða þegar velja á gólfefni sem hentar fyrir þau litlu. Ekki eingöngu viljum við að gólfið sé mjúkt og þægilegt heldur viljum við einnig tryggja öryggi þeirra sem eru aö leik. WICANDERS korkgólfin hafa um áratugaskeið sannað ágæti sitt fyrir að vera traust og örugg. Þau eru byggð á náttúrulega loftfylltum holum sem gera þau þægileg, mjúk og hlý. Hið sérstaka yfirborð WICANDERS gólfanna gerir það að verkum að enginn hætta er á að fólk renni til á þeim auk þess sem ræsting verður leikur einn. Kynntu þér WICANDERS gólfin - þú munt sannfærast. ÞÞ &ca Þ.ÞORGRIMSSON & CO ÁRMÚLA 29 - 108 REYKJAVÍK - S: 553 8640 & 568 6100 INTERNET: http://www.vortex.is/thth8cco - E-MAIL: thth8cCO@vortex.is *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.