Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Qupperneq 30
38 MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1998 ’Lyfjablanda gegn magasári Nýleg bandarísk rannsókn hefur leitt í ljós aö miklu betur gengur að lækna magasár ef sjúklingarnir fá bæði sýklalyf og hefðbundin sýrubindandi lyf fremur en sýrubindandi lyf ein- göngu. Sjúklingamir þurfa held- ur ekki nærri eins oft á fram- haldsmeðferð að halda næsta ^árið á eftir. Þar við bætist að svona meðferð er miklu ódýrari. Vísindamennirnir skiptu 727 magasárssjúklingum í þrjá hópa. Sá fyrsti fékk bæði sýklalyf og sýrubindandi lyf. Annar hópur- inn fékk bara sýrubindandi lyf og sá þriðji hefðbundið maga- sárslyf. Sjúklingarnir tóku lyfin í 28 daga og síðan var fylgst með þeim í eitt ár. Þeir sem voru í fyrsta hópnum komu langbest út og þurfti til dæmis enginn þeirra að leggjast inn á sjúkra- hús. Borðið salt með góðri samvisku Margt bendir til að áhrif salts á blóðþrýsting hafi verið ofmet- in til þessa. Samkvæmt nýrri danskri rannsókn hefur mikil saltneysla, tíu grömm á dag, ekki neikvæð áhrif á eðlilegan ^blóðþrýsting. Þá lagast blóð- þrýstingurinn ekki nema lítil- lega hjá þeim sem eru með há- þrýsting þótt þeir dragi verulega úr saltneyslunni. Alkunna er að of hár blóð- þrýstingur getur leitt til bæði heilablóðfaUs og hjartaáfalls. Niðurstöður rannsóknarinnar benda þó til að minni saltneysla geti ekki komið í veg fyrir sjúk- dóma þessa. Það þykir samt við hæfi að hvetja nýrnaveika og háþrýstingsmenn til að fara sparlega með saltið. Rauðvínssvelgir ‘hjá rottunum Eitt hundrað hvítar rottur hjá frönsku rannsóknarstofnuninni INSERM duttu í lukkupottinn þegar þær voru valdar til að taka þátt í rannsókn á heilsu- samlegum áhrifum rauðvins. Rotturnar drekka dýrindis búrgúndvín á hverjum degi til að kanna megi sannleiksgildi kenningar um að vínið eyði nei- kvæðum áhrifum fituríks matar- æðis. Visindamenn INSERM, undir 'forustu Denis Blaches, kanna sérstaklega áhrif efnisins resver- atrol sem mikið er af í vínberja- hýði og talið er koma í veg fyrir myndun blóðtappa. Helsta mark- mið rannsóknarinnar er að kom- ast að því hver sé ákjósanlegasti skammturinn af resveratroli. Merkileg risaeðluhauskúpa fannst á Madagaskar: varpað liósi á tilurð meginlandanna Hún er í senn furðuleg, dásamleg og ljót. Þannig lýsir líffærafræðing- urinn Scott Sampson hauskúpu af risaeðlu sem fannst nýlega á eyj- unni Madagaskar. Hauskúpan er talin geta veitt vísindamönnum mikilsverðar upplýsingar um þróun þessara skepna og einnig um hvern- ig heimurinn hefur breyst síðan þær voru uppi. Risaeölan, sem hér um ræðir, var kjötæta, sjö til níu metra löng og dó fyrir 65 til 70 milljónum ára. Hún var náfrænka hinnar ógurlegu Tyrannosaurus rex risaeðlu og einnig risaeðla sem lifðu í Suður- Ameríku, að því er fram kemur í grein í tímaritinu Science. Hauskúpufundurinn gæti varpað ljósi á hvernig risameginlandið, sem gengur undir nafninu Gond- wanaland, brotnaði í sundur svo úr urðu Afríka, Suður-Ameríka, Suð-‘ urskautslandið, Indland og Madaga- skar. Sampson og starfsbræður hans við tæknistofnunina í New York fundu hauskúpuna og rófubein af risaeðlunni, sem heitir Majungat- holus atopus, nærri Mahaj- anga, einni stærstu borg Madagask- ar. „Hauskúpan er furðuleg, dásam- leg og ljót,“ segir í yfirlýsingu sem Sampson sendi frá sér af þessu til- efni. Beinin voru hrukkótt mjög og grófgerð og kúla fyrir ofan auga urnar til þess að dýr þetta hafi ver- ið fyrsta flokks rán- dýr. Nánustu ætt- ingjar risaeðlunnar hafa fundist í fjarlægum löndum eins og Indlandi og Argent- ínu. Það bendir til að meginlöndin bendir til að skepnan hafi verið með hom eins og nashyrningur. Þá benda tenn- Áhyggjufullir foreldrar unglingsstúlkna geta andað láttar: Stúlkur í íþróttum líklegri til að feta beinu brautina íþróttir reynast veita ungum stúlkum gott aðhald þegar kemur að því að streitast á móti þrýst- ingi frá jafnöldrunum, til dæmis um aö byrja að sofa hjá. Ekki bara heil- brigð sál í hraustum lík- ama, heldur líka dyggðum prýdd. Þetta á að minnsta kosti við um unglings- stúlkur sem stunda íþróttir ef marka má niður- stöður könnunar sem gerð var vestur í Banda- ríkjunum. Já, áhyggju- fullir foreldrar, sem annt er um sakleysi dætra sinna, ættu að hvetja þær til að hella sér út í íþróttir. Rann- sóknin leiddi nefnilega í ljós að táningsstúlk- ur sem stunduðu íþróttir vora ólíklegri til að verða óléttar, þær sváfu hjá færri strákum, slógu kynlífi frekar á frest og voru líklegri til að nota getnaðarvarnir þegar þær byrjuðu að sofa hjá. Það voru samtökin Women’s Sports Foundation sem stóðu að rannsókninni. Skoðuð voru gögn úr tveimur könnunum þar sem rúm- lega ellefu þúsund nemendur úr 9. til 12. bekk komu við sögu. 1 skýrslu sinni mæla samtökin með því að táningsstúlkum verði gert auðveld- ara að stunda íþróttir. Fimm prósent stúlknanna sem stunduðu íþróttir og tóku þátt í könnuninni urðu óléttar samanbor- ið við ellefu prósent þeirra stúlkna sem ekki tóku þátt í neinum íþrótt- um. „Fleiri óspjallaðar meyjar voru í hópi íþróttakvennanna," segir í skýrslunni um rannsóknirnar. Fimmtíu og fjögur prósent íþrótta- kvennanna höfðu aldrei sofíð hjá en en aðeins 41 prósent hinna. Þá sváfu íþróttakonurnar ekki eins oft hjá og hinar þær sem á annað borð gerðu það og áttu heldur ekki jafn marga bólfélaga. Kennarar og foreldrar hafa lengi talið að íþróttaiðkun væri til þess fallin aö halda unglingsstúlkum á beinu brautinni. Enginn hafði þó haft fyrir því að kanna sannleiks- gildi þessa hugboðs, ekki fyrr en nú. „Foreldrar anda rólegar af því að dætur þeirra eru önnum kafnar og þær eru undir eftirliti á meðan þær stunda íþróttir. Þjálfarar segja sög- ur af stúlkum sem öðluðust aukið sjálfstraust fyrir tilstilli íþróttanna og stóðust þess vegna betur þrýsting jafnaldra sinna um að stunda kyn- líf,“ segir i skýrslunni. Visindamennirnir könnuðu einnig hver áhrif íþróttaiðkun hefði á pilta. Og þar var annað upp á ten- ingnum. Ef eitthvað er, þá leiddu iþróttirnar til aukins kynlífs meðal piltanna. „Við komust að því að íþrótta- menn byrjuðu að stunda kynlíf fyrr á unglingsárunum en strákar sem ekki vora í íþróttum," segir í skýrsl- unni þeirri. sem nú eru aðskilin hafi verið tengd saman um langan aldur. „Risaeðlur lifðu á tímum þegar öll meginlöndin voru tengd saman svo við getum notað þær til að kanna kenningar um hvenær meg- inlöndin hafi skilist að,“ segir Sampson. Madagaskar er nú undan suð- austurströnd Afriku en snemma á krítartímanum, fyrir 120 milljónum ára, voru eyjan og Indlandsskagi tengd við Suðurskautslandið. Afr- íka hefur þá nýlega verið skilin frá þeim. Visindamenn höfðu vitað að kjöt- æturisaeðlur lifðu á Madagaskar þar sem tennur úr þeim höfðu fund- ist. „Meginmarkmið okkar var að finna eiganda þessara tanna.. Við vorum svo heppnir að detta í lukku- pottinn. Þessi stórkostlega haus- kúpa er meðal þeirra best varð- veittu og heillegustu sem þekkist,“ segir Scott Sampson. Bakteríur komnar í eftirlitið með um- hverfinu Við gætum átt hauka í horni þar sem bakteríurnar eru. Tíma- ritið New Scientist sagði frá þvi á dögunum að hægt væri að nota bakteríur, sem lýsa þegar þær finna mengunarefni eða jafnvel efnavopn, til að fylgjast með um- hverfl okkar. Það eru visindamenn við rann- sóknarstöð efna- og sýklavopna breskra yfirvalda í Porton Down í suðvesturhluta Englands sem hafa dundað sér við að þróa þessa snilldarhugmynd. Þeir hafa upp- götvað aðferð til að gera bakterí- ur þannig úr garði að þær nemi breytingar sem verða á umhverf- inu, þar á meðal af völdum loft- mengunar, efnavopna á vígvellin- um og frárennslismengunar. Að því er segir í New Scientist fundu vísindamennirnir prótín við yfirborð frumuveggjar bakter- íunnar sem er sérstaklega næmt fyrir öllum breytingum sem verða i umhverfinu. „Þegar prótínið finnur breyt- ingarnar eða skotmarkið sem því er beint gegn gerir það virk gen inni í frumunni," segir í tímarits- greininni. Með aöstoð erfðatækninnar var síðan sérstakt ljósgen tengt við allt þetta og því kom ljós þegar bakteríumar fundu það sem þeim var ætlað að finna. Sérstakir nemar voru síðan notaðir til að greina ljósið. „Við teljum að þetta muni leiða til lífnema með viðtæka notkun- armöguleika," segir Paula Gib- son, ein þeirra sem unnu að rann- sókninni, í samtali við New Sci- entist. Vísindamennirnir hafa sótt um einkaleyfi á aðferð sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.