Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Qupperneq 31
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1998
39
Stafrænar
Ijósritunarválar
Xerox, einn þekktasti
ljósritunarvélaframleið-
andi heims, hefur nú þró-
að nýja tegund stafrænna
ljósritunarvéla sem getur
ekki bara ljósritað, held-
ur einnig prentað og
skannað. Þannig er búið
aö skapa ljósritunarvél-
unum nýjan farveg því
áður var óttast að þörfin
fyrir ljósritunarvélar
myndi minnka þegar
tækninni fleygði fram.
Að vísu hefur þörfm fyrir
pappír aukist með auk-
inni tölvutækni (sem ein-
hverjum fmnst kannski
skrítið) en sá pappír fer í
prentara en ekki ljósrit-
unarvélar. Þessi vél gæti
orðið tO þess að breyta
því.
Skilaboð
um símboða
Þegar maður fær
raddskilaboð í tölvunni
hljóma þau oftast svona:
„Ég hef samband eins
fljótt og ég get.“ Maður
veit hins vegar aldrei
hvenær það verður. Nú
er hægt að senda fyrstu
fimmtán sekúndumar af
slíkum skilaboðum beint
í símboða viðtakandans
ef þau em sérstaklega
áríðandi. Þetta hefur
aðeins verið hægt hingað
til með tækjum sem geta
ráðið við mikla bandvídd
en nú hefur það breyst
með sérstakri
þjöppunartækni.
Merkingarkerfi
fyrir myndbönd
Sony hefur nú þróað
nýtt kerfi til að merkja
myndbandsspólur. Það er
þess eðlis að um leið og
einhver þáttur er tekinn
upp getur kerfið geymt
nafnið á þættinum, hvað
hann er langur og hversu
langur tími er eftir á
spólunni. Þessar upplýs-
ingar munu birtast á
sjónvarpsskjánum um
leiö og spólan er sett í
tækið. Ef maður vill taka
upp þátt á eftir einhverj-
um ákveðnum þætti er
hægt að láta kerfið spóla
sjálft á réttan stað. Hægt
er að nota þetta kerfi á
allar spólur en hins vegar
er ekki hægt að setja inn
þættina eftir að búið er
að taka þá upp.
Rafmagnsnef í
eiturlyfjaleitinni
Hugsanlega leysa rafræn nef hunda af hólmi við fíkniefnaleit.
Franskir vísinda-
menn eru nú að
finna upp tækni
sem gæti gert gagn
mun víðar en menn
kunna að halda í
fyrstu. Þetta eru
stafræn nef sem
geta greint hundruð
mismunandi lyktar-
og lofttegundir. Slík
nef eru reyndar
þegar notuð í ýms-
um tilgangi, allt frá
því að þefa af eplum
til að kanna hversu
fersk þau eru til
þess að athuga
andremmu manns
til að leita að sýk-
ingu.
Nefin minnka
Það er fyrirtækið
Cyrano Sciences
sem framleiðir
þessi nef. Talsmenn
fyrirtækisins segja að meðal fram-
fara sem átt hafa sér stað í fram-
leiðslu nefjanna er að þau hafa
minnkað og á næsta ári er áætlað
að framleidd verði slík tæki á stærð
við brauðsneið. Nefin sem fram-
leidd hafa verið hingað til hafa ver-
ið það stór að ómögulegt hefur
reynst að halda á þeim í hendi eins
og nú virðist vera raunin.
Iþessa minni gerð tækjanna er
notuð ný tækni. Nokkrum fjöllið-
um, sem plast er meðal annars gert
úr, er blandað saman við nokkur
korn af kolefni. Þegar blandan
harðnar er hún lögð yfir tvö lítil
raftengi. Við það skapast holrými
sem rafstraumur fer í gegnum. Þeg-
ar sérstakar lofttegundir streyma í
gegnum fjölliðurnar bólgna þær
eins og lítill svampur. Þetta verður
til þess að kolefnakornin dragast í
sundur sem eykur mótstöðuafl
fjölliðanna gegn rafmagni. Þessa
breytingu er hægt að skynja og
greina.
Tækni þessi er töluvert öðruvísi
en sú sem notuð hefur verið í stærri
nefm, en þar er sérstakur skynjun-
arbúnaður settur í fjölliðurnar. Nú
eru það kolefniskorn og venjulegar
fjölliður sem gera nokkum veginn
það sama. Með þessari tækni segja
talsmenn fyrirtækisins að hægt sé
að búa til „nef ‘ sem greint getur á
milli margra tegunda af lykt.
Notað víða
Rafræn nef eru nú aðallega notuð
á rannsóknarstofum. Hins vegar
eru alls kyns skynjarar til sem yfir-
leitt eru notaðir til að skynja sér-
staka lofttegund eða vökva. Enginn
þeirra getur greint á milli margra
slíkra eins og þessi nýju nef.
Eitt vandamál sem fyrirtækið
stendur frammi fyrir er að mark-
aðurinn fyrir þessi nef er lítill eins
og þau eru núna. Þessi litlu nef
gætu hins vegar breytt því. For-
svarsmenn fyrirtækisins sjá jafn-
vel fyrir sér að hægt sé að renna
nefinu í gegnum ísskápinn til að
kanna hvort mjólkin sé búin að
vera of lengi í ísskápnum eða þá
leita að grænmeti sem engan lang-
ar til að borða lengur. Hvenær
slíkt verður að veruleika fer eftir
því hversu ör þróunin verður í
framleiðslunni.
Nú eru í gangi tilraunir með
þessi nef. Meðal annars er verið að
kanna hvort nefið geti fundið eitur-
lyf en baráttan gegn þeim er alltaf i
gangi bæði hjá tollayfirvöldum og
lögreglu. Kannski verða þá hundar
óþarfi í slíku þegar þetta verður
komið í almenna notkun.
-HI/MSNBC
Bíllinn lætur vita
þegar slys henda
rafmagnskassi undir
aftursæti bílsins
staðsetningu hans í
gervihnött í gegnum
farsíma bílsins.
Gervihnötturinn
kemur þessum skila-
boðum áleiðis til
næstu höfuðstöðvar
neyðarlínunnar
(911), teiknar þar
kort og sýnir ná-
kvæmlega hvar bíll-
inn er.
Kassi þessi gefur
ekki bara upplýsing-
ar um hvar bíllinn er
heldur einnig
hverslu alvarlegt
slysið er og hvort
bíllinn varð fyrir höggi að framan,
aftan eða til hliðar. Þegar þessu öllu
er lokið kemur farsíminn sjálfkrafa
á símasambandi við næstu lögreglu-
stöð þannig að hægt er að spyrja þá
sem lentu í slysinu hvort þeir séu
meiddir. -HI/CNN
Syfjaður maður er á leið
heim á fáfómum sveitavegi
um miðja nótt. Hann dottar
við stýrið, keyrir útaf og
bíllinn veltur á hliðina.
Engin hjálp virðist nálæg.
En lögreglan er komin á
staðinn nokkram mínút-
um síðar. Ástæðan er sú
að sérstakt viðvörunar-
kerfi fór í gang í bílnum
sem gat gefið upp hvar bíll-
inn var staddur.
Þetta atvik sem greint
var frá hér að framan átti
sér stað nýlega. Sá. sem
lenti í þessu, Mick Buff-
um, var að vísu heppinn
og hlaut aðeins minni- Nýja kerfið mun auka töluvert umferðaröryggi.
háttar meiðsl. Hann er
hins vegar sannfærður um að þetta
kerfi geti bjargað mörgum mannslíf-
um i umferðinni.
Verið er að prófa kerfið nú í um
500 bílum í New York-ríki Banda-
ríkjunum og er stefnt að því að bíl-
arnir verði orðnir 1000 áður en árið
er á enda. Stefnt er að því að kerfið
verði komið i almenna sölu eftir
fimm ár. Sex af þessum 500 bílum
hafa lent í óhöppum og hefur kerfið
virkað vel í öllum tilvikum.
Kerfið virkar þannig að þegar bíll
lendir í umferðaróhappi sendir lítill
Mercedes Benz 230E, árg.
'92,4 d., ssk., ek. 163 þus.
>km, dökkblár, ABS, topplúgai
o.fl. Verð 1.980 þús.
P«3tj
VW Polo 1400, árg. '96, 5
g., hvítur, álfelgur.
Verð 860 þús.
MMC Colt GLXi, árg. '91,
3 d., ssk., ek. 89 þús. km,
rauður. Verð 580 þús.
VW Golf Grand, árg. 95,
3 d., 5 g., ek. 69 þús. km,
vínrauður. Verð 950 þús.
Nissan Patrol, árg. '92, 5
d., 5 g., ek. 140 þús. km,
steingrár. Verð 1.890 þús.
■S&»$77l
Daihatsu Terios, árg. '98, 5'
d„ ssk., ek. 13 þús. km,
vínrauður, álfelgur. ,
Verð 1.660 þús.
MMC Pajero dísil, árg. '94,
5 d„ ssk„ ek. 153 þús. km,
dökkgrænn, ABS.
Verð 2.200 þús. <
Borgartúni 26, símar 561 7510 & 561 7511