Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Page 40
MÁNUDAGUR 25. MAl 1998 -'’iS Iþróttir unglinga Allar kátar aö leikslokum. Stelpurnar í Hólabrekkuskóla fagna hér sigri sínum í Grunnskólamóti Reykjavíkur en þær eru í 7. bekk og kepptu fyrir hönd skólans síns í knattspyrnu. Þær unnu Langholtsskóla, 2-0, í úrslitaleik og fengu aö launum skjöld sem fór væntanlega upp á hillu í skólanum. DV-mynd ÓÓJ Íþróttahátíð grunnskóla í Reykjavík: Bestu skólarnir - mikil keppni og góð skemmtun fyrir alla Grunnskólamótið: Urslit - fyrri hluti Blak, 10. bekkur Stúlkur 1. verðlaun . . Langholtsskóli 2. verðlaun . Hamraskóli 3. verðlaun . Hagaskóli Drengir 1. verðlaun . . Langholtsskóli 2. verðlaun . . Réttarholtsskóli 3. verðlaun . Hamraskóli Körfubolti, 8. bekkur Stúlkur 1. verðlaun .. Seljaskóli 2. verðlaun . . Ölduselsskóli 3. verðlaun . . Árbæjarskóli Drengir 1. verðlaun . Hagaskóli 2. verðlaun . Hólabrekkuskóli 3. verðlaun .. Seljaskóli Knattspyrna, 7. bekkur Stúlkur 1. verðlaun . Hólabrekkuskóli 2. verðlaun . . Langsholtsskóli 3. verðlaun . Foldaskóli Drengir 1. verðlaun .. Hvassaleitisskóli 2. verðlaun .. Foldaskóli 3. verðlaun . Laugamesskóli Boöhlaup, 5. og 6. bekkur Stúlkur 1. verölaun . Breiðholtsskóli 2. verðlaun . . .... Hvassaleitisskóli 3 - 4. verðlaun i . .. Breiðagerðisskóli 3.- 4. verðlaun i Öiduselsskóli Föstdaginn 8. maí fór fram Íþróttahátíð grunnskólanna á veg- um íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og var keppt í fjöl- mörgum greinum út um allan Laug- ardal og víðar. 20 skólar sendu krakka til þátt- töku á mótinu en alls hafa verið um 1200 keppendur. Mótið er haldið annað hvert ár og keppir hver og einn árgangur í einni grein en alls eru greinamar sem keppt er í 10 að tölu. Þar er allt frá blaki og körfu- bolta yfir í þríþraut. Ekki var hægt að kvarta yfir veð- urblíðunni í Laugardalnum þennan fostudag sem mótið fór fram á. Sól- in skein og ailir skemmtu sér kon- unglega, enda keppendur skólanna dyggilega studdir af skólafélögum sínum. Mót sem þetta hefur alls ekki fengið nægilega athygli í gegnum tíðina. Margoft hefur verið nefnt til sögu að helsta baráttuvopn gegn eiturlyfjum og öðrum ósóma sé að krakkamir komist inn í heilbrigð- an hugsimarhátt íþróttanna. Hvar eiga krakkarnir að fá vit- neskjuna og reynsluna í að prófa hinar ýmsu íþróttir ef þau fá það ekki í skólanum sínum. íþrótta- og tómstundaráð á heiður skilinn fyr- ir að hafa halda úti hefðinni með því að hafa þetta mót annað hvert ár. Þess hugsjón er sterk og góð en ef til vill þurfum við meiri virkni frá skólunum sjálfum. Þannig má halda dag sem þennan á mjög skemmtilegan hátt, ekki síst þegar heppnin með veðrið er slík sem var þennan umrædda föstudag. Vonandi höldum við áfram að hvetja íþróttalíf í skólum með uppákomum sem þessari. Sigur hjá strákun um úr „Hvassó“ Keppt var i knattspymu hjá 7. bekk og þar báru strákamir úr Hvassaleitisskóla sigur úr býtum. Hvassaleitisskóli stendur á skondn- um stað, nefnilega á „landamörkum" þriggja félaga. Af því mátti finna i liðinu bæði Framara, Víkinga og Valsmenn en liðið vann Foldaskóla, 1-0, í úrslitum. Fyrirliði liðsins, Marís Þór Haraldsson, var sem kóngur á miðjunni og hann var ánægður með sína menn eftir að hafa tekið við sigurlaununum. Hann segir flestalla æfa með annaðhvort Fram, Val eða Víkingi en sjálfúr æfir hann með 4. flokki Fram. Liðið segir hann hafa spilað mjög vel í mótinu en mesta samæfingu fá þeir á því að leika sér i frímínútunum í skólanum. Eins segir Marís að þeir hafi fengið að spila knattspyrnu i leikfimi að undanförnu en með í för var Magnús Guðmundsson leikfimikennari. Stjómaði Magn- ús liðinu til sigurs en inn á vell- inum var Marís allt í öllu og tók að lokum við sigurlaununum. Dáöstaö verölaununum Andrea Vilmundardóttir, fyrirliöi Hólabrekkuskóla, sést hér meö sigurskjöldinn sem skólinn fékk fyrir sigur í knattspyrnu á grunnskólamótinu. Hún æfir knattspyrnu meö Leikni eins og margar af þeim stelpum sem voru í skólaliöinu. Afram Hvassól! og allir samtaka nú. Sigurliö Hvassaleitisskóla í knatt- spyrnu f 7. bekk fagnaöi góðum sigrum á mótinu og sigraöi í úrslitaleik. Þeir fóru glæsilega taplaust í gegnum mótiö. DV-mynd ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.