Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1998, Qupperneq 42
50 MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1998 Afmæli Sævaldur Elíasson Sævaldur Elíasson, stýrimaður og vélstjóri, Bessahrauni 16, Vest- mannaeyjum, er fimmtugur í dag. Starfsferill Sævaldur fæddist í Vestmanna- eyjum og ólst þar upp. Hann stund- aði nám í barna- og gagnfræðaskóla í Vestmannaeyjum, lauk mótorvél- stjóraprófi þar 1966, fiskimanna- prófi frá Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum 1970, og prófi frá IV stigi Stýrimannaskólans í Reykjavík 1972. Sævaldur hefur verið sjómaður frá 16 ára aldri. Hann var vélstjóri á ýmsum Vestmannaeyjabátum 1964-69, stýrimaður á mb. Leó og Þórunni Sveinsdóttur VE 1969-73, vélstjóri á mb. Glófaxa VE 300 1974-76, stýrimað- ur á ms. Herjólfi II 1976-92, en síðan á Herj- ólfi III. Fjölskylda Sævaldur kvæntist 30.12. 1972 Svanbjörgu Oddsdóttur, f. 5.10. 1951, kennara. Hún er dóttir Odds Alfreðs Sigurjóns- sonar, fv. skólastjóra á Neskaupstað og í Kópavogi, (látinn) og Magneu Sigríðar Bergvinsdóttur húsmóður. Börn Sævalds og Svanbjargar eru Hörður, f. 2.10. 1972, sjómaður og nemi, en unnusta hans er Hulda Birgisdóttir, f. 10.11. 1973, sjúkraliði og nuddari; Hildur, f. 13.4. 1976, nemi; og Hrafn, f. 3.5. 1977, sjó- maður og nemi. Systkini Sævalds eru Sig- urður Sveinn, f. 2.9. 1936, hafnarvörður í Vest- mannaeyjum, en hann er kvæntur Sigrúnu Þor- steinsdóttur, Una Þórdís, f. 13.2. 1938, húsfreyja og útgerðarstjóri á Raufar- höfh, en hún er gift Ön- undi Kristjánssyni, Atli, f. 15.12. 1939, forstjóri í Vestmanna- eyjum og er kona hans Kristín Frí- mannsdóttir, Hörður, f. 31.8. 1941, húsasmiður í Mosfellsbæ en hann er kvæntur Elínbjörgu Þorbjarnar- dóttur, Sara, f. 19.6. 1943, skrifstofu- maður og húsfreyja í Mosfellsbæ og er hún gift Bimi Baldvinssyni, og Hjalti, f. 25.7. 1953, stýrimaður i Reykjavík en hann er kvæntur Júl- íu P. Andersen. Foreldrar Sævalds eru Elías Sveinsson, f. 8.9. 1910, d. 13.7. 1988, skipstjóri, og Eva Lilja Þórarins- dóttir, f. 18.2. 1912. Ætt Elías var sonur Sveins Þórðar- sonar, bónda á Gamla-Hrauni, og k.h., Sigríðar Þorvaldsdóttur hús- freyju. Eva Lilja er dóttir Þórarins Bjamasonar jámsmiðs í Reykjavík og Unu Jónsdóttur húsfreyju. Sævaldur er að heiman á afmæl- isdaginn. Sævaldur Elíasson. Óskar Jóhannsson Óskar Jóhannsson, full- trúi hjá borgarverkfræð- ingi í Reykjavík, Skúla- götu 40a, Reykjavík, er sjö- tíu ára í dag. Óskar Jóhannsson. Þá stofnaði hann Tandy- Radio Shack-umboðið sem hann rak í 4 ár. Síð- astliðin 12 ár hefur Ósk- ar verið fulltrúi hjá borgarverkfræðingnum í Reykjavík. Starfsferill Óskar fæddist í Bolung- arvík og ólst upp hjá móð- ur sinni til 12 ára aldurs. Þá flutti hann til föður- systur sinnar í Reykjavik. Óskar vann hjá KRON Fjölskylda Eiginkona Óskars er Elsa Friðriksdóttir, f. 23.7. 1929, fulltrúi hjá borgarverkfræðingi. frá 15 ára aldri og stofnaði síðan Hún er dóttir Friðriks Þorvaldsson- Sunnubúðina sem hann rak í 31 ár. ar og Helgu Ólafsdóttur. Börn Óskars og Elsu era Helga Guðrún, flugfreyja hjá Flugleiðum, en hún er gift Sæmundi Ágústssyni; Guðný Rósa, skrifstofumaður hjá Sól hf., og er hún gift Jóni Gunnari Hannessyni; Friðrik Þór, yfirkerfis- fræðingur hjá Landssteinum; og Óskar Jóhann, skrifstofustjóri hjá Landssteinum og er hann kvæntur Jónu ísaksdóttur. Óskar átti eina dóttur áður, Sigrúnu, sem starfar hjá Siggu og Timo, og er hún gift Sigurði Þorleifssyni. Barnabörn Óskars og Elsu eru 11 og bamabarnabörnin eru 3. Systkini Óskars era Guðmunda sem er gift Kristjáni Pálssyni; Gísli sem var kvæntur Gyðu Antoníusar- dóttur en þau eru bæði látin; Guðbjörg, sem var gift Kristni Finnbogasyni (látinn); Áslaug, sem var gift Jóhannesi Guðjónssyni (látinn); Jóhann Líndal, en hann var kvæntur Elsu Gestsdóttur; Alda, sem er gift Inga Jensen; Herbert (látinn), en hann var kvæntur Steinunni Felixdóttur; Sigurvin, sem var kvæntur Halldóru Guðbjömsdóttur, og Sveinn, sem er kvæntur Auði Vésteinsdóttur. Foreldrar Óskars voru Lína Dalrós Gísladóttir og Jóhann Sigurðsson. Guðrún Aðalsteinsdóttir Guðrún Aðalsteinsdóttir, fv. mat- ráðskona Menntaskólans á Egils- stöðum, Útgarði 6, Egilsstöðum er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill . 5 Guðrún fæddist að Vaðbrekku í Hrafnkelsdal og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Alþýðuskólann á Eiðum, Húsmæðraskólann á Hall- ormsstað og einnig við Húsmæðra- kennaraskólann. Guðrún var kennari við Hús- mæðraskólann á Hallormsstað um skeið, húsfreyja í Klausturseli á Jökuldal 1955-67, og síðar á Egils- stöðum. Hún var starfsmaður Eddu- hótelanna á Eiðum og i Reykholti, starfsmaður í Valaskjálf og síðar matráðskona við ME frá stofnun skólans uns hún lét af störfum 1993. Guðrún hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum. Hún var m.a. stofn- andi og stjómarmaður kvenfélags- "Jlhs Öskju á Jökuldal, hún sat í stjóm s.v.d. Gróar á Egilsstöðum, i stjóm Neytendasamtaka Egilsstaða, Rauða kross deildar Egilsstaða, Verkalýðsfélags Fljótdalshéraðs og Alþýðubandalags Héraðsmanna, en hún var einnig formaður þess félags um tíma. Guðrún hefur verið heið- ursfélagi Alþýðubandalags Héraðs- manna frá 1993. Fjölskylda Guðrún giftist 17.6. 1950 Jóni Jónssyni, f. 18.1. 1912, d. 31.7. 1992, bónda í Klausturseli og verkamanni á Egilsstöðum. Hann var sonur Jóns Péturssonar, b. á Setbergi og víðar og Rósu Hávarðardóttur, húsfreyju ffá Dalatanga. Böm Guðrúnar og Jóns eru Hrafnkell Aðalsteinn, f. 3.2. 1948, héraðsskjalavörður á Egilsstöðum, en hann er kvæntur Sigríði Mögnu (sic) Ingimarsdóttur og eiga þau 2 böm, Bjartmar Tjörva, f. 16.4. 1969, kerfisfr. í Reykjavík og Fjólu Mar- gréti, f. 16.11. 1972, verslunarm. á Egilsstöðum; Aðalsteinn Ingi, f. 12.10.1952, búfr. og form. Landssam- bands sauðfjárbænda, en hann er kvæntur Ólavíu Sigmars- dóttur húsfreyju og eiga þau 4 böm; Hennýju Rósu, f. 15.10. 1976, Sigmar Jón f. 15.1. 1979, Ævar Þorgeir, f. 28.2.1989, og Martein Óla, f. 13.11.1991; Jón Hávarður, f. 17.11. 1957, búfr., rafsuð- um., húsasmiður og b. í Sellandi, en hann er kvæntur írisi Dórótheu Randversdóttur kennara og eiga þau 2 börn: Ragnar Bjama, f. 25.4. 1981, og Guð- rúnu Sól, f. 6.1. 1993, auk þess sem íris á son frá því áður, Steingrím Randver, f. 29.9. 1978; Rósa, f. 14.6. 1962, hjúkranarfr. en hún er gift Bjama Richter jarðfr. og eru synir þeirra Sigurður Ýmir, f. 2.9. 1992 og Jón Hákon, f. 11.12.1996; Ingibjörg Jóhanna, f. 10.8. 1964, kennari, en hún er gift Degi Emils- syni kennara og er sonur þeirra Máni, f. 16.9. 1990. Systkini Guðrúnar era Jóhanna, f. 15.8.1924, starfsmaður sjúkrahúss- ins á Húsavík og bæjarfulltrúi þar um árabil; Guðlaug, f. 19.8. 1925, húsmóðir og starfsmað- ur við sjúkrahúsið í Neskaupstað (nú látin); Jón Hnefill, f. 29.3.1927, guðfr., dr. í þjóðfræði og fv. prófessor við HÍ; Stefán, f. 30.12. 1928, dr. í búfræði og fram- kvæmdastjóri; Sigrún, f. 29.7. 1930, húsvörður við íþróttaheimili Þórs á Akureyri; Aðalsteinn, f. 26.2.1932, starfsmaður Hreindýraráðs í Fella- bæ; Hákon, f. 13.7. 1935, skógabóndi í Brekkugerðishúsum í Fljótsdal; Ragnhildur, f. 3.3. 1933, d. 15.6. 1939; Ragnar Ingi, f. 15.1. 1944, kennari og skáld. Fósturbræður Guðrúnar eru Birgir Þór Ásgeirs- son, f. 11.11. 1939, b. á Fossvöllum í Jökulsárhlíð, og Kristján Jóhann Jónsson, f. 10.5. 1949, rithöfundur og kennari. Foreldrar Guðrúnar voru Aðal- steinn Jónsson, b. á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, og k.h., Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja. Guðrún verður að heiman í dag. Guðrún Aðalsteins- dóttir. Til hamingju með afmælið 25. maí 90 ára_____________ Magnús Ogmundsson, Grandavegi 47, Reykjavík. 85 ára Gunnhildur St. Kristinsdóttir, Keldulandi 17, Reykjavík. Hildur Árnason, Vestur-Sámsstöðum, Hvolsvelli. PáU Guttormsson, Miðvangi 22, Egilsstöðum. 70 ára Björg Finnbogadóttir, Lindasíðu 2, Akureyri. Fjóla Pálsdóttir, Heiðargerði 42, Reykjavík. Sigurgeir Pétursson, Holtagerði 30, Kópavogi. Solveig Amórsdóttir, Dýjabekk, Sauðárkróki. 60 ára Ásrún Sigurbjartsdóttir, Ásbúðartröð 13, Hafnarfirði. Birgir Sveinsson, Skólabraut 12, Garði. Elías Kristjánsson, Lindargötu 66, Reykjavík. Ólafur Pálsson, Birkihlíð 12, Sauðárkróki. Sigríður Sigurþórsdóttir, Rjúpufelli 2, Reykjavík. 50 ára Amdís Guðnadóttir, sjúkraliði, Bugðulæk 1, Reykjavík. Jóhann Valgarð Ólafsson, Hrafnhólum 8, Reykjavík. Sigríður Ólafsdóttir, Engjavegi 61, Selfossi. Sæmundur Vilhjálmsson, Hjallabraut 4, Hafnarfirði. 40 ára Auðbjörg Vordís Óskars- dóttir, Kirkjulækjarkoti 3a, Hvolsvelli. Auður Júlíusdóttir, Dalhúsum 101, Reykjavík. Bjarni Guðnason, Reynihvammi 21, Kópavogi. Davíð Jónsson, Flókagötu 45, Reykjavík. EgiU Þór Sigurðsson, Selbraut 84, Seltjarnarnesi. Haukur Hafsteinsson, Drápuhlíð 21, Reykjavík. Michael Valur Clausen, Akurgerði 7a, Akureyri. Sigríður Ósk Sigurðar- dóttir, Arnarhrauni 4, Hafnarfirði. Sigurður Björn Pálmason, Hjarðarhaga, Varmahlið. Stefán Aadnegard, Holtagerði 68, Kópavogi. Stefán Gunnarsson, Hömram 2, Djúpavogi. Vigdís Hreinsdóttir, Flókagötu 21, Reykjavík. Ögmundur Þór Jóhann- esson, Foldasmára 8, Kópavogi. i € INNKA UPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykjavík Sími 552 58 OCT- Fax 562 26 16 - Netfang: lsr@rvk.is ÚTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskaö eftir tilboðum í steypuviðgeröir utanhúss á Ölduselss- og Hólabrekkuskóla. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu okkar frá þriöjudeginum 26. maí n.k. gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: fimmtudaginn 4. júní 1998 kl. 14.00 á sama stað. bgd 63/8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.