Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 UV fréttaljós 'k ir Brotthvarf landbúnaöarráðherra sem þruma úr heiöskíru lofti: Halldór er milli steins og sleggju - vinsældum fórnað fyrir frið og ólga í flestum kjördæmum Brotthvarf Guðmundar Bjarna- sonar af hinum pólitíska vettvangi kom sem þruma úr heiðskíru lofti. Sjálfur forsætisráðherra hefur sagt að hann hafi ekki vitað um umsókn Guðmundar um stöðu forstjóra íbúðalánasjóðs. Að vísu höfðu verið vangaveltur um það siðustu misser- in að hann hygðist setjast i þann helga stein sem gjöfult embætti gef- ur. Opinberlega hefur ráðherrann fráfarandi sagt að hann hafi fengið hugmyndina um að sækja mn stöð- una aðeins viku áður en fjölmiðlar sögðu fréttina. Það kann að vera rétt hjá honum en hitt er jafnvist að hann hafði um hríð verið að líta i kringum sig í því skyni að finna embætti sem hentaði. Almennt er talið aö hann hafi verið orðinn þreyttur á pólitík og því ákveðið að feta þann stíg sem svo margir þungavigtarmenn í pólitík höfðu áður gert. Halldór Ásgrimsson, formaður Framsóknarflokksins, var erlendis þegar opinbert varö hvert varafor- maður hans stefndi. Svo er að sjá sem hann hafi ekki verið búinn að taka ákvörðun ásamt öörum í for- ystunni um það hvemig fylla skyldi skarð Guðmundar umhverfis- og landbúnaðarráðherra. Þannig hafi sú staðreynd að ekki var nefndur til sögunnar arftaki Guðmundar strax orðið til þess að í langflestum kjör- dæmum spmttu upp kandídatar. í stað þess að tiinefna hinn útvalda strax og taka slaginn hefur nú myndast gifurleg spenna í flokknum sem ekki sér fyrir endann á. Þannig hafa kandídatar sprottið upp sem gorkúlur jafnt í þéttbýli sem í dreif- býli. Ekki em allir sáttir við þá hug- mynd sem uppi er um að ekki verði skipað í embætti Guðmundar. Sú skoðun er útbreidd að með því myndi verða slíkt ójafnvægi innan ríkisstjómarinnar að Framsókn myndi skaðast af. Þá er sú skoðun útbreidd innan flokksins að nýr ráð- herra af réttu ___________________ kyni og frá réttu landsvæði myndi styrkja flokkinn í kosn- ingum. Ekki sé vanþörf á þar sem skoðana- kannanir sýni að halli undan fæti hjá Framsóknar- flokknum og nota eigi það lag sem nú er til að styrkja ímynd hans. Ekki era allir sammála um það hver eigi að hreppa hnossið en talið er kosningavænt að setja konu í stólinn sem skapa myndi flokknum þá ímynd að hann væri jafiiréttis- sinnaður með tvær konur á ráð- herrastólum. Verði sú hugmynd ofan á fækkar það kandídötum nið- ur í tvo. Þannig stæðu aðeins eftir Valgerður Sverrisdóttir í Norður- landskjördæmi eystra og Siv Frið- leifsdóttir í Reykjaneskjördæmi. Annað sjónarmið er einnig uppi sem er það að flokkurinn þurfi sár- lega að styrkja sig í stóra kjördæm- unum á suðvesturhominu. Þar horfa menn á kjördæmi Sivjar þar sem líklegt er talið að einn maður nái inn í næstu kosningum í stað þeirra tveggja sem nú sitja á Al- þingi. Fallist forystan á þessar for- múlur liggur fyrir að Siv fellur að þeim báðum. Vandinn er bara sá að þingmenn annarra kjördæma era ekki á sama máli. Sú ákvörðun Guðmundar Bjarnasonar að hætta f pólítík og setjast í feitt embætti sem forstjóri íbúðalánasjóðs hef- ur sett flokkinn nánst á annan endann. Kandítatar hafa sprottið upp í flestum kjördæmum og forystan er sögð hafa sýnt af sér ótrúlegan klaufaskap. Hér er Halldór Ásgrfmsson, formaður Framsóknarflokksins, á góðri stund með frá- farandi varaformanni sínum. Gunnlaugur Sigmundsson. Innlent fréttaljós og Stefán Ásgrímsson Vestfirðir Gunnlaugur Sigmundsson, al- þingismaður Vest- firðinga, er einn þeirra þingmanna sem taldir era koma til greina sem ráðherra flokksins. Hann vildi í samtali við DV ekki tjá sig efnislega um stöð- una innan flokks- ins: „En það er ekkert launungar- mál að ég er ekki í pólitík til þess að vera geymdur inni í einhverjum ____________ skáp. Ég er ekki þingmaður fyrir þá nafnbót eina,“ sagði Gunnlaugur sem var á ferð fyr- ir vestan til að ræða stöðuna inn- an flokksins. Hann sagðist jafn- framt ekki hafa nein áform um annað en að halda áfram í pólitík. Samkvæmt heimildum DV er alveg skýrt að stuðningsmenn Gunnlaugs í kjör- dæminu gera skýlausa kröfu um aukin áhrif hans. Norðurland eystra Á Norðurlandi eystra er Valgerð- ur Sverrisdóttir alþingismaður væntanlegur arftaki Guðmundar Bjamasonar og þar með oddviti í einu sterkasta vigi Framsóknar. Hún hefur verið talin einna líklegust til þeirra áhrifa sem til falla. Vandinn er bara sá að ekki er einhugur um Valgerði og nokk- ur fjöldi þingmanna telur sig betur fallinn til ráðherradóms. Allt þetta mál ber einkenni þess að klaufaskapur ráði ferðinni. Þar benda menn á ráðherraskiptin hjá sjálfstæðismönnum þar sem tilkynnt var á sömu stundu að Friðrik Soph- usson hætti og Geir Haarde tæki við Valgerður Sverrisdóttir. fjármálaráðuneytinu. Þannig hafi hugsanleg óánægja ekki náð að gerj- ast og engin vandamál hlotist af. Það virðist sama hvaða leið forysta Framsóknarflokksins velur. Öllum þeim lausnum mun fylgja sársauka- fúllt uppgjör. Fari svo að skarð Guð- mundar verði ófyllt munu margir líta svo á að auknum vinsældum hafi verið fómað fýrir frið milli kjördæma og einstakra þingmanna. Suðurland „Guðmundur Bjamason er mikill sómamaður og eftirsjá að honum. Hver verður ráðherra er ekki gott að segja,“ segir ísólfur Gylfi Pálma- son alþingismaður. Hann vildi ekki gefa neitt upp um hvem hann vildi sjá sem eftirmann Guðmundar í ráðherrastóli. Þegar rætt er við framsóknar- menn í Suður- landskjördæmi er ljóst að í hugmn þeirra er enginn vafi um hver skuli taka við ráðherra- dómi Guðmundar - Guöni Ágústs- son. Málið er þó greinilega viðkvæmt og menn veigra sér við þvf að ganga í ber- högg við hugsanlegan vilja flokks- forystunnar og formannsins eins og marka má af orðum ísólfs Gylfa og annarra þingmanna flokksins sem era vægt sagt afar varfæmir í orö- um sínum. Halldór Ásgrímsson flokksformaður hefur lítið veriö heimavið að undanfómu og ekki að fullu ljóst hver vilji hans er. Sjálfur hefur hann látið að því liggja að ráðherrar flokksins, sem eftir era, skipti með sér ráðuneytum Guð- mundar. Vera kann að Halldór telji það vera skynsamlegt til að forðast átök og illdeilur en ekki er ólíklegt að einmitt hið gagnstæða gerist í því tilfelli enda er harla lítill áhugi á þessari lausn í flokknum. Framsóknarmenn sem rætt hefur verið við telja að með því móti muni halla mjög illa á Framsóknarflokk- inn í stjórnarsamstarfinu með einn mann undir í stjómarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Þeir telja að slík lausn væri slæmur pólitískur afleikur í upphafi kosningabaráttu. Áhugi á þess háttar biðleik er langt neðan við frostmarkið á Suð- urlandi, kjördæmi Guðna Ágústs- sonar, og á Reykjanesi, kjördæmi þeirra Sivjar Friðleifsdóttur og Hjálmars Ámasonar. Guðni Ágústs- son nýtur mikils trausts framsókn- armanna almennt og maður í fram- varðasveit flokks- ins í kjördæminu, sem ekki vildi koma fram undir nafni, kvaðst vel geta hvíslað því að Guðni Ágústsson. Isólfur Gylfi Pálmason. blaðamanni að hann styddi Guðna eindregið til ráðherradóms. Guðni hefði unnið vel fyrir flokkinn um áratugi og kominn tími til að hann yrði metinn að verðleikum. „Ef hann sjálfur sækist eftir þessu styð ég hann heils hugar. Það kemur ekkert annað til greina af minni hálfu. Hann og samherjar hans hér vinna gott starf. Ég veit hins vegar að það verða heilmikil átök um þetta en forysta og formaður flokks- ins ættu ekki að vanmeta Guðna og fylgi hans bæði hér og í öðrum kjör- dæmum," sagði þessi viðmælandi blaðsins. Reykjanes „Þingflokkur Framsóknarflokksins er svo vel skipaður að sérhver þing- manna myndi sóma sér vel sem arf- taki Guðmundar Bjamasonar í ráð- herrastóli," sagði Hjálmar Ámason, alþingismaður í Reykjaneskjör- dæmi, þegar DV innti hann eftir því hver yrði arftaki Guðmundar. Hjálmar vildi ekki Hjálmar Árnason. fremur en aðrir þingmenn kveða upp úr með hvem hann vildi sjá á ráð- herrastóli. Hann kvaðst hins vegar ekki telja það rétta leið að skipta ráðuneytum Guðmundar milli hinna framsóknarráðherranna. „Það er samkomulag milli flokkanna um skiptinguna. Það myndi riðla því samkomulagi," sagði Hjálmar. „Ég er tilbúin að taka að mér þau verkefni sem flokkurinn felur mér,“ sagði Siv Friðleifs- dóttir, alþingis- maður í Reykjanes- kjördæmi. Það sem helst bendir til að Hall- dór Ásgrímsson ætli sér að reyna að sigla milli skers siv og báru og skipta Friðleifsdóttir. ráðuneytum Guð- mundar á sjálfan sig, Pál Pétursson og Finn Ingólfsson og Ingibjörgu Pálmadóttur eru ummæli Guðmund- ar Bjamasonar við DV og fleiri fjöl- miðla: Guðmundur sagðist búast við því að sitja sem ráðherra til áramóta og taka þá við hinu nýja starfi sem framkvæmdastjóri íbúðalánasjóðs. Hvað tefur Guðmund? Þegar staða framkvæmdastjóra íbúöalánasjóðs var auglýst fyrr í sumar var tekið fram að sá sem yrði ráðinn skyldi hefja störf strax. Það er vissulega alþekkt að í þessum efnum gildir ekki það sama um Jón og séra Jón. Ráðning Guðmundar er reyndar eins glöggt dæmi um pólitíska ráðn- ingu og verða má hvað sem líður yf- irlýsingum manna í undirbúnings- nefhd að stofnun íbúðalánasjóðs um hið gagnstæða, t.d. aöstoðarmanns fé- lagsmálaráðherra í útvarpsfréttum um að sá hæfasti hefði veriö ráðinn. En sú spuming vaknar óhjá- kvæmilega: Hvað er það sem bindur Guðmund í ráðherrastóli fram að áramótum? Taki Guðmundur ekki við stöðunni strax, eins og áskilið var í auglýsingunni um hana, er hann meö því að dæma sig frá því aö móta stofnunina og búa hana undir að hefja störf á nýju ári. Það verk verður vafalaust falið aðstoðarfor- stjóra, hver sem hann verður. Sá maður verður því hinn raunveralegi stjórnandi en Guðmundur eins kon- ar silkihúfa á höfði þess manns. Málið er einfaldlega það að jafnum- fangsmikilli stofnun og hér er að fæðast veitir ekkert af því að æðsti yfirmaður hennar taki strax til starfa þegar aðeins eru fjórir mán- uðir til stefnu. Undirbúningsnefnd hefur vissulega verið að störfum um nokkurra mánaða skeið og hefur notið fulltingis starfsmanna Hús- næðisstofnunar. Kunnugir segja að það sé vart hægt að segja að starfs- mennimir séu allir af vilja gerðir að undirbúa útför síns gamla vinnu- staðar með starfi fyrir þessa undir- búningsnefnd. Guðmundi með sína löngu banka- og stjórnunarreynslu er þetta áreið- anlega ljóst. Eina skýringin á þrá- setu hans í ráðherrastóli er sú að Halldór Ásgrímsson hafi lagt að honum aö sitja áfram til þess að komast sjálfur í lengstu lög frá inn- anílokksátökum um ráðherrastól- ana í landbúnaðar- og umhverfis- ráðuneytum. Hins vegar er alls óvíst að Halldór komist hjá óþægindum þótt Guðmundur sitji áfram fyrir bænastað foringja síns. Flokks- menn, ekki hvað sist í Suöurlands- kjördæmi, Norðurlandskjördæmi eystra og Reykjaneskjördæmi, munu sjá til þess.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.