Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Blaðsíða 43
n'XT LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 Robert Altman er einn þeirra leikstjóra sem vinnur nánast eingöngu fyrir óháða framleiðendur. Á myndinni er Tim Robbins í The Player. myndir sem Miramax dreifði á Bandaríkjamarkaði óskarsverðlaun árin 1988-91 fyrir bestu erlendu mynd (Pelle sigurvegari, Cinema Paradiso, Journey of Hope og Mediterraneo). Vinsælasta mynd Miramax á þessu skeiði var þó kvik- myndin Sex, Lies and Videotapes (1989) en hún setti tekjumet á mark- aði „listrænna" mynda. Hún var markaðssett á ögrandi máta og átti Miramax eftir að beita syipuðum markaðsherferðum næstu árin. Lenti fyrirtækið alloft upp á kant við bandaríska kvikmyndaeftirlitið við markaðssetningu mynda á borð við The Cook, The Thief, His Wife and Her Lover og Tie Me Up! Tie Me Down! sem hlutu hinn illræmda X- stimpil (er klámiðnaðurinn hafði einokað að mestu). Þrátt fyrir harð- orð mótmæli um óréttmæti stimp- ilsins notaði það hann óspart til kynningar á myndum sínum. Á þessum áratug hefur fyrirtækið blómstrað og er jafnvel að ala upp nýja kynslóð, Miramax- kynslóðina, með myndum á borð við The Crow, Clerks, Good Will Hunting, Kids, Pulp Fiction, Smoke og Scream 2. Ný skipan Bæði fyrirtækin hafa þó gengið í gegnum breytingar sem breytt hafa grundvallarskipan þeirra. Árið 1993 keypti Ted Turner New Line Cinema og Disney-samsteypan’; Miramax. Það er því með öllu óljósf hvort enn beri að telja þau til óháðra fyrirtækja þótt sjálfstæði þeirra sé ennþá töluvert. Verður án efa forvitnilegt að fylgjast með þró- un þessara merku fyrirtækja næstu árin. -bæn Óháðar kvikmyndir Miramax: Beautiful Girls ★★★ Þessi mynd er um margt einkennandi fyrir þær myndir fyr- irtækisins sem ætlað er að höföa til ungs fólks. Samskipti kynjanna eru í brennidepli og ýmis vanda- mál, er hvíla á herðum markaðs- hópsins tekin fyrir. Engu að síður hvílir jafnan yfir myndunum já- kvæð stemning og flestir yfirgefa kvikmyndahúsin með bros á vör. Beautiful Girls er afbragðsgóð mynd, með fínum leikurum á borð við Timothy Hutton, Matt Dillon og Umu Thurman. Best allra er þó hin magnaða Natalie Portman og verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni. nokkrum ónýttum tökudögum. Af- rakstur þeirrar vinnu er ein skemmtUegasta og sérstæðasta kvikmynd síðustu ára, Blue in the Face. New Line/Fine Line: Crash ★★i Æði einkennileg mynd hins umdeilda leikstjóra Davids Cronenbergs Fjallar hún um nokkra einstaklinga er fá kynferð- islega útrás í gegnum bílaá- rekstra. Ted Tumer þótti myndin miður geðsleg og seinkaði forsýn- ingu hennar í Bandaríkjunum um marga mánuði. Er það dæmigert fyrir þau vandamál er fylgt hafa „óháðum" framleiðendum eftir eignaskiptin. Cinema Paradiso ★★★★ Þessi frábæra mynd Guiseppe Tornatore er ástaróður til kvikmyndarinnar. Aðalpersóna myndarinnar hverfur aftur til æskuslóðanna og rifjar þar upp fyrstu kynni sín af „bíóinu". Myndin vann til flölmargra verð- launa og verður að teljast meðal merkari kvikmynda er gerðar hafa verið í Suður-Evrópu seinni ár. Smoke ★★★i Mögnuð samvinna rithöf- undarins Pauls Austers og leik- sflórans Wayne Wang skilaöi þess- ari afbragðsmynd. Stórgott drama þar sem Harvey Keitel og William Hurt fara fyrir fríðum hópi leik- ara. Aðstandendur myndarinnar skemmtu sér svo vel við gerð hennar að þeir ákváðu að gera hálfgerða framhaldsmynd á Teenage Mutant Ninja Turtles ★★ Einn óvæntasti og furðuleg- asti smellur kvikmyndasögunnar. Fjórar skjaldbökur umbreytast í nýja tegund skjaldbaka sem er á stærð við menn og elskar flatbök- ur. Rotta nokkur stökkbreytist einnig.og kennir þeim Ninja-bar- dagatækni sem þær beita óspart í baráttu gegn glæpamönnum New York borgar. ShortCuts ★★★★ Ein albesta mynd hins víðfræga leikstjóra Roberts Alt- mans. Ævi flölmargra íbúa Los Angeles er tengd saman á óvænt- an en jafnframt raunsæjan máta. Ótrúlegur leikarahópm’ fer á kost- um undir styrkri stjóm meistar- ans gamla. -bæn myndbönd 4. -3. ágúst SÆTI J J ' j FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. ; TEG. 1 j 1 3 J I J Dvil‘s Advocate 1 Wamer Myndir 1 Spenna 2 ! 5 2 j Jackie Brown j Skífan i Spenna 3 í 2 4 i Good Will Hunting j Skrfan Drama 4 í 3 3 i KissTheGirls j- i CIC Myndbönd Spenna 5 j Ný i J 1 i WagTheDog j Myndform j Gaman j 6 Ný i ; Gone Fishin' 1 taf;;; Sam Myndbönd J Gaman J | 7 | Ný í ; The Assignment i Skrfan J 1 Soonna 8 ,j 4 5 í Boogie Nights Myndform Drama 9 1 7 8 J ....... . J Jackal ; CIC Myndbönd 1 Spenna 10 ! 6 HH J G j j Picture Perfect i Skrfan J i Gaman J 11 8 5 l Seven Years InTibet Sam Myndbönd Drama 12 i 9 7 J Father's Day Wamer Myndir ! Gaman J 13 i 17 2 í Borrowers j i Háskólabíó j Gaman 14 j Jp ' I 10 8 ; Copland Skrfan 1 Spenna 15 J 20 2 i - i _ Always Outnumbered J i Bergvík J ' i Drama 16 j 16 . J 3 Pentagon Wars Bergvik i j Gaman 17; 15 13 i TheGame Háskólabíó j Spenna 18 i 13 6 i Shadow Of Doubt J Myndfoim i j Spenna J 19 I 11 6 f Starship Troopers j SamMyndbönd j Spenna 20 12 5 i Amerícan Warewolf In París Skrfan J Spenna Myndband vikunnar | TheBoxer______|p *** Vinstri krókurinn írski leikstjórinn Jim Sheridan á stuttan en glæsilegan feril að baki. Hann vakti gríðarlega athygli fyrir fyrstu mynd sína, My Left Foot, um lamaða rithöfundinn og listmálar- ann Christy Brown. Næsta mynd hans, The Field, fékk góða dóma og eina óskarsverðlaunatilnefningu, en litla athygli umfram það. In the Name of the Father sló hins vegar rækilega í gegn og var tilnefnd til sjö óskarsverðlauna. í The Boxer rær Sheridan á sömu mið og segir persónubundna sögu með ástandið í N-írlandi mjög áberandi i bakgrunni. Daniel Day- Lewis leikur hnefaleikakappann Danny Flynn, sem snýr aftur á kaþ- ólskar heimaslóðir sínar í Belfast eftir 14 ára fangelsisvist. Aldrei kemur fram nákvæmlega fyrir hvað, en eitthvað tengist það IRA, írska lýðveldishernum. Hann hefur hins vegar snúið baki við þeim, sem aflar honum lítilla vinsælda meðal harðlínumanna í hverfinu. Ekki minnkar andúð þeirra á honum þegar hann stofnar hnefa- leikafélag, þar sem kaþólskir dreng- ir, jafnt sem mótmælendur, læra að berja hver á öðrum undir heilbrigð- ari kringumstæðum en þeir eiga að venjast. Til að bæta gráu ofan á svart fer hann að blása í glæðumar á sambandi sinu við æskuástina, en hún er gift IRA-manni, sem situr í fangelsi, og samfélagið lítur svo á að allt annað en algjört trygglyndi gagnvart fangelsuðum eiginmanni séu svik. Danny Flynn neitar að láta ofbeldið og ófriðinn stjóma lífi sínu, en með því reitir hann harð- línumennina til reiði, og ofbeldið sækir hann heim. í uppskriftinni að þessari mynd er að finna flést það sem gerði In the Name of the Father jafn vel heppnaða og raun ber vitni, og hafa framleiðendumir sjálfsagt haldið að þetta væri borðleggjandi stórmynd. Gallinn er að myndin nær sér aldrei á almennilegt flug. Hún er of hlut- laus i afstöðu sinni til deilumála lýðveldissinna og sambandssinna til að teljast eitthvað verulega athyglis- verð sem pólitisk umflöllun eða samtímasöguskoðun, og það vantar einhvem neista í persónusköpunina til að dramatikin í myndinni nái aö verða nógu áhrifarík. Sagan er að nokkru leiti athyglisverð og sum at- riðin ná að hreyfa við manni, en myndin nær ekki með tæmar þar sem fyrri myndir Sheridan hafa hælana. Þetta er í þriðja skiptið af flóram sem Daniel Day- Lewis leikur aðal- hlutverkið fyrir Sheridan og var betri i bæði fyrri skiptin. Hann er þó frábær leikari, eins og Emily Watson í hlut- verki æskuástar- innar, en hvoragt þeirra sýnir þó þvílík tilþrif að eftirminnilegt sé.;v. Hins vegar er mikill fengur í ýmsum aukaleikur- um og þá sérstaklega Gerard McSorley, sem einnig lék lítið hlut- verk undir stjórn Sheridan í In the Name of the Father. Hann leikur forsprakka harðlínumannanni í hverfinu og nær að búa til fremur ógeðfellda og hrottalega persónu, sem þó er mjög mannleg og getur vakið samúð áhorfendans. Það era helst leikararnir sem gera þessa mynd vel afþreyingarhæfa, en myndin líöur eiginlega fyrir það hvað margar myndir hafa flallað:- um ófriðinn í N-írlandi undanfarið. Sjálfsagt hefði mér þótt hún betri fyrir svona 10 árum eða svo. Útgefandi: CIC myndbönd. Leik- stjóri: Jim Sheridan. Aðalhlutverk: Daniel Day-Lewis og Emily Watson. Bandarísk/írsk, 1997. Lengd: 109 mín. Bönnuð innan 12 ára. Pétur Jónasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.