Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 Fréttir Hundruö fólks á biðlista eftir bæklunaraðgerðum á Landspítalanum: Sjúklingar lagðir inn á gangana - margar hjúkrunardeildanna aðeins starfhæfar að hluta Tæplega 300 manns eru nú á biðlista eftir aðgerðum á bæklunar- deild Landspítalans. Hefur verið gripið til þess úrræðis að leggja sjúklinga inn á ganga deildarinnar, til að koma í veg fyrir að biðlistar lengist enn frekar. Ein af fimm handlækningadeildum, almenna skurðdeildin, hefur verið lokuð mánuði lengur en til stóð. Hún verð- ur ekki opnuð aftur fyrr en 1. októ- ber nk. Óvíst er hvort hægt verður að nýta öll rúm hennar vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Þá er gjörgæsludeild spítalans ekki starf- hæf nema að hluta. Skurðstofur spítalans eru ekki fullnýttar, en þær eru nú lokaðar til skiptis ákveðna daga vikunnar. Var gripið til þeirra ráðstafana í byrjun ársins, þegar séð varð hvert stefndi með fjárhag spítalans. „Þegar öðrum deildum á hand- læknissviði er lokað á sumrin þurf- um við að taka sjúklinga sem eru að fara í annars konar aðgerðir, þannig að deildin er alltaf full,“ sagði Sólveig Sverrisdóttir, deildar- stjóri bæklunardeildar, við DV. „Svo gerðist það nú að ein deildin var ekki opnuð 1. september, eins og fyrirhugað var. Við erum að reyna að grynnka á biðlistaaðgerð- unum, jafnframt þvi aö vera með aðrar tegundir af aðgerðum. Það er alltaf þrengt meira og meira að þessu kerfi.“ Sólveig sagði að sjúklingar væru lagðir á gangana til að koma í veg fyrir að biðlistar lengdust. „Ég kalla iðulega inn sjúklinga á biðlista, en á ekkert rúm fyrir þá nema á gangin- um. Síminn er rauðglóandi og við reynum að nota allan þann aðgerða- tíma sem fæst á skurðstofunni og læknamir okkar hafa. Það er grund- vallarregla hér að gjörnýta aðgerða- tímann. Til þess að svo megi verða verðum við að geta kallað inn sjúk- linga, þótt fullt sé á deildinni m.a. af sjúklingum annarra deilda, sem lok- aðar eru.“ „Við höfum ekki getað rekið gjör- gæsludeildina á fullum styrk vegna skorts á hjúkrunarfræðingum," sagði Elín Hafsteinsdóttir, sviðs- stjóri handlækningasviðs á Land- spítalanum. „Við höfum verið að vinna í því að fá fólk til starfa, en þetta ástand hefur verið í dálítinn tíma. Við höfum þurft að fresta að- gerðum hér, því ekki hefur verið hægt að taka inn á gjörgæslu. Við höfum leitað ákveðinna lausna inn- anhúss og það er að rætast úr því. En við höfum mjög fundið fyrir þeim samdrætti sem er í gangi og hann kemur víða niður.“ Elín sagði að ástæðurnar fyrir þessum skorti starfsfólks á gjör- gæsludeild væru margþættar. Sér- hæfð meðferð færi fram á deild- inni, þannig að þjálfunartími starfsfólks væri langur. Margir teldu að betur ætti að greiða fyrir störf á sérhæfðari deildum. Marg- ir hjúkrunarfræðingar hefðu hætt eftir uppsagnimar í sumar. Þær deildir sem ekki hefðu verið vel mannaðar fyrir hefðu farið verst út úr því. -JSS Ummæli ráðherra vegna hvalamálsins: Sleggjudómar og þekkingarleysi - segir Guðjón Guðmundsson „Þarna koma fram sleggjudómar og þekkingarleysi. Mér finnst að ráð- herra eigi ekki að fara með svona fleipur," sagði Guðjón Guðmundsson alþingismaður við DV í gær. Guðjón vill mótmæla þeim orðum Finns Ing- ólfssonar iðnaðarráðherra að þingsá- lyktunartillaga um hvalveiðar hafi hingað til „verið flutt á síðustu metr- um þingsins", eins og ráðherrann komst að orði í DV í gær. araðilum en Alþingi hefur ekki haft sig í að afgreiða málið. Þar er ekki við flutningsmenn að sakast." -JSS Hagalín Guðmundsson er einn hinna fjölmörgu sem bíða eftir að komast í aðgerð á bæklunardeild. Hann þarf að fara í mjaðmaaðgerð og hefur verið sagt að hann sé á forgangslista, enda mjög slæmur af verkjum. En þótt starfsfólk spítalans reyni af fremsta megni að skipuleggja starfið, þannig að aðgerðir dragist sem minnst, dugir það ekki til. Deildir eru lokaðar lengur en til stóð vegna manneklu og aðrar er ekki hægt að starfrækja nema að hluta vegna samdráttar og skorts á starfsfólki. DV-mynd E.ÓI. Guðjón Guðmundsson. „Málið var flutt á síðasta þingi og þá átta vikum fyrir þinglok," sagði Guðjón. „Tvisvar áður hef ég verið fyrsti flutningsmaður að þessu máli. í annað skipti flutti ég það fyrir áramót og í hitt skiptið í febrúar. í öll þessi þjú skipti hefði verið nægur tími til að afgreiða málið ef vilji hefði verið fyrir hendi. í öll skiptin hafa komið mjög jákvæðar umsagnir frá umsagn- Sjávarútvegsráðherra um hvalveiðimálið: Vaxandi skilningur - á nýtingu lifandi auðlinda sjávar „Ég held að skilningur á því sjónarmiði sem við höfum teflt fram, að nauðsynlegt sé að nýta allar lifandi auðlindir sjávar á sjálfbæran hátt og tryggja jafn- vægi í lífríkinu, sé vaxandi. Þar á ég við innan verndunarsamtaka og hjá þeim ríkjum sem hafa haft miklar efasemdir um hvalveiðar. En við vitum að við erum enn að glíma við mjög öfluga andstöðu sem byggist á tilfinningalegum forsendum en ekki þekkingarleg- um. Ég held að hin málefnalegu sjónarmið sem við höfum verið að tefla fram séu smám saman að fá hljómgrunn." Þetta sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra við DV vegna kröfu sem hrefnuveiði- menn hafa sett fram um að þingsályktunartillaga um hval- veiðar verði tekin upp á þingi í haust og af- greidd. „Það er nauðsynlegt að þingið taki afstöðu til þessa máls,“ sagði Þorsteinn, „því það var Alþingi sem tók ákvörð- un um að mótmæla ekki hvalveiðibanninu á sínum tíma og stöðva þar með hvalveiðar. Þeirri ákvörðun verð- ur ekki breytt nema af Alþingi sjálfu. Við þurfum að meta það hvenær við stígum fyrsta skrefið Þorsteinn Pálsson. í þessu máli. Ég er ekki tilbúinn á þessu stigi að nefna tímasetn- ingu. En ég er þeirrar skoðunar að það sé mjög mikilvægt að nýta hvalastofnana á sjálfbæran hátt eins og aðrar auðlindir sjávar- ins.“ Þorsteinn sagði að lengi hefði legið fyrir að stofnarnir hér við land þyldu veiðar. Það væri í sjálfu sér ekki nýtt. En Nammco hefði smám saman verið að styrkjast og færa út kvíarnar." í upphafi var miðað við að stofnun- in fjallaði einungis um seli og minni hvali, en rannsóknarverk- efnin hafa verið færð út, fyrst og fremst fyrir okkar tilstuðlan. Stofnunin hefur verið að styrkj- ast og síðasti ársfundur var mjög þýðingamikill I þeirri þróun.“ -JSS Stuttar fréttir i>v Minnst 220 þúsund Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins, og Öm Frið- riksson, for- maður Félags járniðnaðar- manna, kynntu í gær rússnesk- um verkamönn- um við Búrfells- línu launaút- reikninga sem sýna að Rússamir ættu að fá minnst 220 þúsund í laun á mánuði. Rússamir eru vondaufir um að þeim verði greitt svo mikið. Nefnd vegna Miramax Rikisstjómin hefur samþykkt til- lögu Finns Ingólfssonar viðskipta- ráðherra um að skipa nefnd manna úr fjórum ráðuneytum til að ræða við kvikmyndafélagið Miramax um kvikmyndaver á íslandi. Fara samt Mannréttindasamtök í Rúss- landi hafa beðið vestrænar þjóðir að taka ekki þátt í ólympíuskák- mótinu í sjálfstjómarhéraðinu Kalmytíu vegna mannréttinda- brota sem þar eiga sér stað. Sex skákmenn frá íslandi fara á mót- ið sem hefst á sunnudag. Óvíst með garnaspá Dagur segir óvíst að Lauga nokkur á Kárastöðum í Skaga- firði geti meir spáð fyrir um veð- urfar í vetur með því að lesa í innvols úr sláturfé. Hún sé orðin háöldruð og óvíst sé um heilsu hennar til spádóma. Útvarpsráð frestar Útvarpsráð frestaði því á fundi sínum á mánu- dag að fjalla um ásakanir Sig- urðar Þ. Ragn- arssonar, fyrr- verandi frétta- manns, á hend- ur Helga H. Jónssyni, sett- um fréttastjóra. Dagur sagði frá. 500 milljóna kynlífsiðja Viðskiptablaðið hefur reiknað út að viðskipti með afþreyingu og afþreyingarefni tengt kynlífi velti árlega um hálfum milljarði króna. Lægri skuldir Morgunblaðið segir líklegt að verðtryggðar skuldir heimilanna hafi lækkað um tvo milljarða frá því í júnímánuöi. Ástæðan sé sú að vísitala neysluverðs hefur lækkað á tímabjlinu um 0,6 prósentustig. Öryrkjar í framboð Sérstakur samstarfshópur fatl- aðra í Reykjavík undirbýr sérstak- an framboðslista öryrkja fyrir al- þingiskosningarnar í vor og hyggst aðstoða öryrkja utan Reykjavíkur sem hyggja á framboð. Tap á Borgey Tæplega 45 milljóna króna tap varð af reglulegri starfsemi út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtækis- ins Borgeyjar á Höfn í Horna- firði fyrri helm- ing ársins. 93 milljóna hagn- aður varð þegar tekið er tillit til annarra rekstr- arþátta, svo sem hlutabréfasölu í Óslandi hf. Framkvæmdastjóri Borgeyjar er Halldór Árnason. Ódýrast á Blönduósi Samkvæmt könnun Neytenda- samtakanna á Norðurlandi er slátur frá sláturhúsum til neyt- enda ódýrast á Blönduósi. Stýrisbúnaður bilaði Eldhamar GK strandaði á inn- siglingunni í Grindavíkurhöfn um tvöleytið í nótt. Báturinn var á leið í róður þegar stýrisbúnaðurinn bil- aði. Eftir fáeinar mínútur losnaði báturinn fyrir eigin vélarafli. I dag verður unnið að því að kanna hvort skemmdir hafi orðið á bátnum. -aþ/SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.