Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998
Fréttir
Frá Raufarhöfn þar sem enginn læknir er. Læknir á Kópaskeri sinnir staðnum og að auki Þórshöfn. Á innfelldu myndinni er Gunnlaugur A. Júiíusson
sveitarstjóri. Hann segir neyðarástand ríkja í allri sýslunni.
Sveitarstjórinn á Raufarhöfn um heilbrigðismál í N-Þingeyjarsýslu:
Neyðarástand er
í læknamálum
i
DV, Akureyri:
„Það er ekki hægt að kalla þetta
neitt annað en neyðarástand. Það
má vel vera að fólk hugsi ekki svo
mikið um þetta frá degi til dags en
komi eitthvað alvarlegt upp á og
ekki verður hægt að sinna því sem
skyldi sjá allir við hvaða ástand við
búum,“ segir Gunnlaugur A. Júlíus-
son, sveitarstjóri á Raufarhöfn, um
það ástand í heilbrigðismálum sem
íbúar í N-Þingeyjarsýslu búa við
þessa dagana.
í sýslunni eiga að vera þrír starf-
andi læknar, á Kópaskeri, Raufar-
höfn og Þórshöfn, og hefur megin-
reglan verið sú að tveir þeirra eiga
að vera starfandi á hverjum tíma en
einn að vera í fríi. Þá eiga aö vera
þrír hjúkrunarfræðingar starfandi á
þessum stöðum. Ástandið hefur ver-
ið þannig að undanförnu að aðeins
einn læknir hefúr verið starfandi, á
Kópaskeri, og aðeins einn hjúkrun-
arfræðingur í hálfu starfi, á Raufar-
höfn. Læknisþjónustu á Þórshöfn
hefur verið sinnt að hluta til frá
Vopnafirði þar sem tveir læknar
hafa verið starfandi en annar þeirra
er á förum og þá leggst sú þjónusta
af.
Staðan er því sú að læknirinn á
Kópaskeri sinnir öllu svæðinu frá
Kelduhverfi til Þórshafnar en vega-
lengd þcir á milli er um 200 km, eða
svipað og frá Reykjavík i Hrútafiörð.
Svæðið getur verið mjög erfitt yflr-
ferðar á vetuma þótt snjóruðningur
fari nú fram fjórum sinnum í viku
þegar þess þarf. Þá má geta þess að
á Þórshöfn er hjúkrunarheimili fyr-
ir aldraða en þar er hvorki starfandi
hjúkrunarfræðingur né læknir.
„Við höfum auglýst og auglýst eft-
ir læknum og hjúkrunarfræðingum
en fáum nákvæmlega engin við-
brögð. Það er staðreynd að meðal
lækna t.d. þykir það ekki flnt að
starfa í heilsugæslustöðvunum á
landsbyggðinni og viðhorfið til
þeirra sem það gera er að þeir munu
álitnir eitthvað skrýtnir," segir
Gunnlaugur A. Júlíusson. -gk
Stuttar fréttir i>v
Valur bankastjóri
Valur Valsson
verður áfram
bankastjóri ís-
landsbanka eftir
að breytingar á
stjómskipulagi
bankans taka
gildi 1. desember.
Undir banka-
stjóra starfa sjö sérsvið undir stjórn
jafnmargra framkvæmdastjóra.
Bankaráð ræður framvegis einung-
is bankastjóra en hann ræður aðra
yfirmenn bankans. Fjölskipuð
bankastjóm verður þar með lögð
niður.
LÍÚ í fræðslu
Nú stendur yfir fræðsluátak hjá
Landssambandi ísl. útvegsmanna.
Tilgangurinn er að kynna grund-
vallaratriði fiskveiða og fiskveiði-
stjórnunar fyrir almenningi með
auglýsingum og greinum í dagblöð-
um og á sérstakri heimasíðu á Net-
inu sem brátt verður opnuð.
Ætla að stækka
Stjórn veitustofnana Reykjavík-
urborgar samþykkti á fundi i gær
að byrja að undirbúa stækkun
gufuraforkuversins að Nesjavöllum
úr 60 mW í 90 mW.
Ekkí markaðsyfirráð
Samkeppnisráð hefur komist að
þeirri niðurstöðu að kaup trjá-
plöntuframleiðslufyrirtækisins
Barra hf. á rekstri skógræktar-
stöðvarinnar í Fossvogi, Fossvogs-
stöðvarinnar ehf., sé ekki sam-
keppnislagabrot, né að kaupin leiði
til markaðsyfirráða. Fréttavefur
Morgimblaðsins sagði frá.
Til síðasta blóðdropa
Rafiðnaðar-
sambandið ætlar
að berjast til síð-
asta blóðdropa
við JÁ-verktaka,
undirverktaka
Technoprom Ex-
port við Búrfells-
línu vegna hrott-
rekstrar trúnaöarmanns Rafiðnað-
arsambandsins, segir Guðmundur
Gunnarsson formaður í yfirlýsingu
um málið.
Skal innheimta vsk.
Samkeppnisráð hefur mælst til
þess við Reiknistofu bankanna að
hún innheimti virðisaukaskatt af
þeirri þjónustu sem veitt er í sam-
keppni við fyrirtæki á almennum
markaöi. Bylgjan sagði frá.
Brenndist í andliti
Starfsmaður jarðvinnslufyrir-
tækis við Lambafell í Þrengslum
brenndist í andliti þegar bensín-
tunna sprakk framan í hann. Mað-
urinn var að brenna rusl þegar eld-
ur komst í tunnuna með þessum af-
leiöingum. Hann var fluttur á Land-
spítalann. Bylgjan sagði frá.
Á síld til Noregs
Sex íslensk nótaskip eru ýmist á
leið eða komin til síldveiöa í
norskri lögsögu. Þar veiða þau síld
úr norsk-íslenska síldarstofninum.
Bylgjan sagði frá.
Lífsýni í
Guðmundur
Bjömsson, for-
maður Læknafé-
lags íslands, seg-
ir engu líkara en
frumvarp um
meðferð lífsýna
hafi verið samið
i skjóli myrkurs.
Hann vítir þá aðferð að semja og
leggja síðan fram frumvörp án þess
að þau hafi áður verið kynnt hags-
munaaöilum.
Mikill þorskafli
Landburður af rígaþorski hefur
verið hjá krókabátum á Skaga-
strönd undanfarið. Svo mikið hefur
borist að löndunarbiö var fram á
morgun í fyrrinótt þegar 20 trillur
lönduðu um 70 tonnum. Aflahæsta
trillan fyllíi sig tvisvar sama dag-
inn og fékk samtals 6,8 tonn. Einn
maöur er á henni. RÚV sagði frá.
-SÁ
Astandiö er skelfilegt
- segir Guörún Torfadóttir, læknir á Raufarhöfn
DV, Akureyri:
Guðrún Torfadótti, sem starfar
sem afleysingalæknir í N-Þingeyj-
arsýslu um þessar mundir, segir
að kjaramálin séu það sem fyrst og
fremst kemur í veg fyrir að læknar
fáist til starfa í sýslunni. Eins og
fram kemur hér á síðunni er að-
eins einn starfandi læknir í allri N-
Þingeyjarsýslu og aðeins einn
hjúkrunarfræðingur í hálfu starfi
en stöður eru fyrir 3 lækna og 3
hjúkrunarfræðinga.
„Læknar hér fengu greidda stað-
aruppbót en þegar samið var um
almenna kauphækkun til lækna í
síðustu samningum var staðarupp-
bótin felld niður. Þaö þýðir að
læknar hér eru með svipuð laun og
þeir höföu fyrir 3-4 árum og það
gengur auðvitað ekki. Það þarf
auðvitað að hækka launin og þá tel
ég að það takist að manna stöðum-
ar. Þá koma líka hjúkrunarfræð-
ingar til starfa en þeir vilja ekki
vera á stöðum þar sem engir lækn-
ar eru starfandi vegna þess að þá
standa þeir einir uppi með vanda-
mál sem eru læknis að leysa úr,“
segir Guðrún.
Hún segir að fólkið sem býr við
þetta ástand sé hrætt. „Hér eru
bammargar fjölskyldur og fólki
líður ekki vel með þetta. Þetta
ástand er skelfilegt," segir hún.
Hún segir að á Vopnafirði, þar sem
þm-fi að vera tveir læknar, hafi í
tvö ár aöeins verið einn læknir í
föstu starfi. Enginn læknir er á
Þórshöfn, enginn á Raufarhöfn en
læknir á Kópaskeri sem nú er í
leyfi. „Það kemur læknir á Þórs-
höfn í 10 daga í lok október, það er
allt og sumt, og þetta gengur bara
ekki. Svo tekur veturinn við með
mikilli ófærð milli Raufarhafnar
og Þórshafnai’ og Vopnafjarðar og
Þói'shafnar. Ofan á allt þetta bætist
að það er svo langt í næsta sjúkra-
hús. Ef læknir hér er með bráð-
veikan mann sem komast þarf á
sjúkrahús og ekki er hægt að fljúga
þarf aö keyra með hann alla leiö tfl
Akureyrar sem er um 250 km vega-
lengd frá Raufarhöfn og um 320 km
frá Þórshöfn," segir Guðrún. -gk
Aðra bláa með Clinton
Jæja, þá em allir búnir að
sjá þá bláu með Clinton og
búnir að meta áhrifin af ber-
sögli forsetans, nákvæmum
lýsingum saksóknara á því
sem gerðist í bakherbergj-
um Hvíta hússins og útskýr-
ingar forsetans á því hvað
séu kynmök og hvað ekki.
Þvert ofan í allar spár
gefa skoðanakannanir til
kynna að Clinton hafi styrkt
stöðu sína eftir birtingu
myndbandsins. Vinsældir
hans aukast og minni líkur
era nú á þvi að þingið reki
hann frá störfum. Almenn-
ingur vill halda forseta sín-
um í starfi og jafnvel þótt
flestir ef ekki allir telji að
Clinton hafi logið hefur fylgi
hans og hróður aukist að
mun.
Þessi niðurstaða hlýtur að
verða hvatning fyrir forset-
ann að halda áfram á sömu braut. Sérstaklega
með það í huga að hann hefur ákveðnar skil-
greiningar á því hvað séu kynmök og svo framar-
lega sem forsetinn hefur ekki samfarir við stúlk-
umar sínar, sem koma í heimsókn, er ekkert
kynferðislegt eða ljótt við kynmökin, sem teljast
ekki kynmök í lagalegum og forsetalegum skiln-
mgi.
Þetta atriði er afar mikilvægt í þeirri vörn sem
forsetinn hefur verið í og enn mikilvægari í
þeirri sókn sem hann nú getur hafið. Pínulítil
munnmök og daður við litlar stelpur, smá fitl
inni á forsetaskrifstofúnni á meðan rabbað er í
símann við ráðamenn og nokkrar lygasögur til að
hylma yfir era nákvæmlega þær athafnir og þeir
pólítikusar sem þjóðin fyrir vestan vill.
Forsetinn þótti standa sig vel í lygunum, segja
skoðanakannanir. Spurningarnar voru meiðandi
en svörin iðrunarfull. Forsetinn var ekkert nema
sakleysið uppmálað og nú hefur hann samþykkt
að sækja reglulega sálfræðilegar, trúarlegar og
syndlausar samkomur til að vana sig af kynferð-
islegum hvötum og þá er honum ekkert lengur að
vanbúnaði að bjóða næstu stúlku i starfsþjálfún í
Hvíta húsinu. Enda er Hillary löngu búin að fyr-
irgefa Clinton eða gefast upp á því að sinna hon-
um sjálf og auðvitað verður forseti Bandaríkj-
anna að fá að fróa sér aö hætti annarra karl-
manna. Hvað annað?
Þjóðin fyrirgefur forseta sínum syndimar og
hefur aukið álit á honum eftir játningamar og
bláa myndbandið, sem jók hróður Clintons.
Sú spuming hlýtur að vera áleitin hjá þeim
sem skipuleggja og stýra stjórnmálaferli Clintons
hvort ekki sé rétt að gefa út fleiri myndbönd með
forsetanum, þar sem hann útskýrir hvað séu kyn-
mök og efnir til fastra fræðsluþátta um eðli kyn-
lifs, ýmsar útfærslur á því, hjálpartækjum og
hvemig karlmenn geti komist hjá því að hafa
kynmök með því að lesa lagasöfn og lagalegar út-
færslur á athöfnum sínum á meðan þær standa
yfir.
Fólk vill hafa kynllfssérfræðing í Hvíta hús-
inu. Sérstaklega ef hann lýgur um leið.
Dagfari
myrkri