Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 21
20 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 4- íþróttir FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 DV 21-i" íþróttir Guömundur Hrafnkelsson: „Fyrsti leikur í langan tíma“ „Þetta var fyrsti leikur okkar í langan tíma og því kannski ekki við því að búast að við næðum að sýna allar okkar bestu hliðar. Sigur er sigur og það var fyrir öllu að ná að vinna öruggan sigur,“ sagði Guð- mundur Hrafnkelsson, markvörður íslenska liðsins. „Við eigum að vera öruggir með sigur í síðari leiknum í Finnlandi en það getur þó allt gerst í íþróttum. Það vitum við af fenginni reynslu," sagði Guðmundur Hrafnkelsson. „Við þurfum að laga ákveðna hluti fyrir næstu leiki og erum staðráðnir í að gera það og komast alla leið í úrslitakeppnina í Egyptalandi." -SK Axel Axelsson: „íslenska liðið lélegt“ „Þetta var alltof lítill sigur ef miðað er við þann mikla styrkleikamun sem er á liðunum. íslenska liðið var frekar slakt ef frá eru teknir þokkalegir kaflar í varnarleiknum. Það er alveg ljóst að íslenska liðið verður að taka sig saman í andlitinu ef ekki á illa að fara gegn sterkari þjóðunum, Sviss og Ungveijalandi," sagði Axel Axelsson, fyrrverandi landsliðsmaður i handknattleik, eftir leikinn gegn Finnum. „Það var alltof mikið kæruleysi í gangi hjá íslenska liðinu og leiðinlegt að liðið skyldi ekki geta sýnt betri leik fyrir alla þessa áhorfendur sem lögðu leið sína hingað í Kópavoginn," sagði Axel. -SK ísland'Finnland Þorbjörn Jensson landsliðsþj álfar i eftir leikinn gegn Finnlandi: „Stórslys að tapa síðari leiknum“ HSÍ-menn voru orðnir órólegir skömmu fyrir leikinn gegn Finnum vegna óþekktar í ljósum hússins. Raf- virki kom þó málunum í lag skömmu fyrir leikinn. Ragnar Óskarsson lék sinn fyrsta alvörulandsleik og stóð sig vel að venju. Hann lék síðustu 10 mínútur leiksins, skoraði eitt mark og fiskaði vitakast að auki. Þjálfari Finna, Kaj Kekki, lék með finnska landsliðinu áriö 1984 gegn Is- lendingum. Vörn íslenska liðsins var öflug fyrri helming fyrri hálfleiks og þá skoruðu Finnar aðeins 3 mörk. Búiö var aó upplýsa það fyrir leik- inn að Patrik Westerholm væri öfl- ug hægrihandarskytta (númer 15). Umrœddur Westerholm skoraði þó aðeins 2 mörk i leiknum og komst ekki á blað fyrr en eftir 21 mínútu. Róbert Duranona kom ekki inn á fyrr en 10 mínútur voru til leikhlés. Þorbjörn átti að skipta honum mun fyrr út af fyrir Patrek í sóknarleikn- um sem gert hafði fimm til sex skyss- ur í sókninni. Svo margar skyssur eiga menn ekki að komast upp með án þess að vera skipt út af. Duranona, sem virðist í meira lagi frískur og í góðu formi, þakkaði fyrir sig og skoraði mörg mörk með glæsi- legum þrumuskotum. Síðan fékk hann á sig brottvísun og Patti tók við í sókninni. Umgjöröin í Smáranum var í góðu lagi og HSÍ til sóma f alla staði. Það eina sem vantaði var betri leikur hjá íslenska liðinu. -SK Þorbjörn Jensson landsliðsþjálf- ari var sæmilega ánægður með frammistöðu íslenska liðsins gegn því finnska í Smáranum í gærkvöld. „Það er alltaf erfitt ð spila svona leiki. Ég er alveg sammála því að við gátum unnið þá með 15 til 20 marka mun og það hefði auðvitað verið betri útkoma. Líkumar á því að markamunur komi til með að ráða því hvaða lið kemst áfram úr riðlinum eru hins vegar hverfandi," sagði Þorbjörn eftir leikinn. Tvær æfingar of lítill undirbúningur „Það er ekkert hægt að horfa framhjá því að við fengum tvær æf- ingar fýrir þennan leik og það er ekki nægur undirbúningur. í raun er ég ánægður með að hafa náð í stigin tvö sem í boði vora en viður- kenni um leið að sigurinn hefði átt að vera mun stærri." Hvað varst þú ánægðastur með í þessum leik? „Ég var ánægðastur með varnar- leikinn á köflum. I byrjun voru menn á tánum og með fullan huga við þetta og þá gekk þetta vel. Síðan náðum við miklu forskoti og eins og svo oft áður hefur komið í ljós er þá erfitt að halda einbeitingunni. Það Þorbjörn Jensson var ánægður með sigurinn gegn Finnum en fannst sigurinn lítill eins og fleirum. sér hver maður að við erum með mun betra lið en Finnar og því yrði það slys að tapa fyrir þeim á laugar- daginn. Ég held að það geti ekki gerst. Annars getur allt gerst í þessum bransa en ég stend við það að það yrði stórslys að tapa fyrir þessu finnska liði þó við leikum á þeirra heimavelli. Það má búast við eitt- hvað erfiðari leik en við ætlum okk- ur stigin tvö og þurfum nauðsyn- lega á þeim að halda.“ Það spilar enginn betur en andstæðingurinn leyfir Þú talaðir um það fyrir leikinn að Finnar hefðu hættulega skyttu innanborðs, Patrik Westerholm. Hann sást ekki í þessum leik frekar en aðrir Finnar? „Nei, hann sást ekki og var tek- inn fostum tökum. Venjulega skorar þessi leikmaður sex til sjö mörk í leik en við náðum að halda honum í tveimur mörkum. Það spilar enginn betur en andstæðingurinn leyfir," sagði Þorbjöm Jensson. -SK Ólafur Stefánsson: „Viö verðum að breyta þessu“ „Það er alveg rétt að það var mikið kæruleysi í þessu hjá okkur. Okkur hefur lengi reynst erfitt að halda góðu forskoti og hrauna yfir lið sem eru miklu slakari en við. Þessi leikur hefði hæglega getað farið mun betur hjá okkur en sigur er alltaf sigur,“ sagði Ólafur Stefánsson eftir sigurinn gegn Finnum. „Við byrjuðum vel í vörninni og sáum fljótlega að við vorum mun sterkari aöilinn. Síðan náðum við 10 marka forskoti og þá er alltaf erfitt að halda góðri einbeitingu. Við vinnum þá í Finnlandi á laugardaginn, það er alveg á hreinu," sagði Ólafur Stefánsson. -SK Patrekur Jóhannesson: „Alls ekki áhugaleysi" „Ég neita því alfarið að við höfum ekki haft áhuga á að standa okkur betur í þessum leik. Það fer enginn í hópnum lítið einbeittur í landsleik. Alla vega get ég sagt fyrir mig að ég var mjög vel stemmdur fyrir leikinn og veit að þannig var staðan hjá öllum í liðinu,“ sagði Patrekur Jóhanesson. „Það er hins vegar alveg rétt að sigurinn var alltof lítill og við erum með miklu betra lið en þeir. Það er alltaf erfitt að halda einbeitingu gegn mun slakari liöum. Það verður stórslys ef við forum að tapa fyrir þessu liði í Finnlandi á laugardaginn,“ sagði Patrekur. -SK Fánamál hjá Grænlendingum Grænlendingar eru á meðal þátt- tökuþjóða á Pan-American-mótinu í handknattleik sem er að hefjast á Kúbu. Þeir era afar óhressir með að hafa verið synjað um að nota þjóð- fána sinn á mótinu, en Kúhumenn þora ekki að heimila þeim það nema með leyfi Dana. Málið er nú hjá danska utanríkisráðuneytinu. Grænlenska handknattleikssam- bandið sagði sig úr lögum við það danska á síðasta ári og gerðist sjálf- stæður aðili að Alþjóða handknatt- leikssambandinu. -VS Rosenborg mætir Stabæk Það verða Rosenborg og Sta- bæk sem leika til úrslita í norsku bikarkeppninni í knatt- spyrnu. Stabæk vann Moss, 3-1, í vítaspymukeppni í gærkvöld eftir 0-0 jafntefli og Rosenborg náði að sigra Brann í hörkuleik í Bergen, 3-2. Helgi Sigurðsson var eini íslendingurinn sem lék í gærkvöld þó þeir séu til staðar hjá öllum Qórum liðunum. Hann var ekki áberandi og var skipt út af þegar kortér var eftir af venju- legum leiktíma. -VS Rússar lélegir gegn Spánverjum Rússar, sem mæta íslandi í Evr- ópukeppninni í knattspyrnu á Laug- ardalsvellinum 14. október, þóttu lé- legir í gærkvöld þegar þeir töpuðu fyrir Spánverjum, 1-0, í vináttu- landsleik i Granada á Spáni. Sergi Barjuan var rekinn af velli strax á 26. mínútu fyrir að verja boltann með hendi. Dæmd var víta- spyma á Spánverja um leið en Santiago Canizares varði frá Alex- ander Mostovoi. Spánverjar vora síðan betri í leiknum og nýliðinn Bitor Alkiza skoraði sigurmarkið á 39. minútu. -VS Þórðurlagði upp mark Genk Þórður Guðjónsson lagði upp mark Genk þegar liðið gerði jafntefli, 1-1, við Oostend í belgísku A-deildinni í knatt- spyrnu í gærkvöld. Þórður tók homspymu og Oulare skoraði með skalla. Þórður lék allan leikinn og spilaði vel á miöjunni hjá Genk, en hann átti margar góðar send- ingar á sóknarmenn liösins. Genk komst að hlið Lokeren á toppi deildarinnar en liðin era bæði með 16 stig. -KB/VS Ólafur Stefánsson hefur oftast leikið betur með íslenska landsliöinu en í gærkvöld. „Við eigum við það vandamál að stríða að geta ekki unniö léleg lið með mjög miklum mun. Ég veit ekki af hverju," sagði Olafur eftir leikinn í gær. DV-mynd Brynjar Gauti ísland (15) 27 Finnland (9)19 0-1, 1-1, 2-2, 6-2, 8-3, 8-6, 10-7, 11-9, [15-9), 16-9, 19-11, 20-12, 22-12, 22-15, 25-15, 25-17, 26-18, 27-19. Mörk íslands: Bjarki Sigurðsson 7/4, Patrekur Jóhannesson 6, Róbert Duranona 5, Ólafur Stefánsson 3, Ró- bert Sighvatsson 2, Björgvin Björg- vinsson 2, Ragnar Óskarsson 1, Geir Sveinsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafn- kelsson 9, Reynir Þór Reynisson 4. Mörk Finnlands: Björn Monn- berg 6, Marcus Sjöstedt 3, Tommi Siil- anpaa 3, Teddy Nordling 2, Jarkko Helander 2, Patrik Westerholm 2, Mikko Koskue 1. Varin skot: Christian Segersven 14/2, Henrik Lindros 4. Brottvisanir: ísland 6 mín., Finn- land 6 min. Dómarar: Hjalmar Petersen og Kristian Johansen frá Færeyjum, dæmdu auðveldan leik þokkalega og ekkert meira en þaö. Áhorfendur: Nánast fullt hús. Maður leiksins: Geir Sveinsson. Nánast sá eini sem lagði sig allan fram allar 60 minúturnar. Patrekur Jóhannesson skaut oftast að marki í gærkvöld, 11 sinnum. Ró- bert Duranona var næstur með 9 skot. Dagur Sigurðsson átti flestar stoösendingar, fimm, og Ólafur Stef- ánsson átti fjórar. Geir Sveinsson varði flest skot í vörninni, fimm tals- ins. Stórsigur Ungverja Ungverjar burstuðu Sviss, 33-22, í 4. riðli undankeppni HM, riöli íslands, í gær. Það virðist ekki fara á milli mála að Ung- verjar verða stóra hindrunin í baráttu íslands um að komast í lokakeppnina í Egyptalandi. Norðmenn mörðu sigur á Tyrkjum á heimavelli, 27-26, í gærkvöld eftir að hafa verið und- ir í hálfleik. Þjóðirnar era í 2. riðli og þar unnu Tékkar ísrael naumlega, 26-24. Danir burstuðu Grikki í 6. riðli, 42-20, og skoraði Lars Christiansen 14 af mörkum Dana sem vora 23-11 yfir í hálfleik. Makedónía vann yfirburðasig- ur á Belgum í 3. riðli í Skopje, 29-15. Slóvenía vann Austurriki, 29-24, í leik grannþjóðanna í 5. riðli. -VS - íslendingar ollu vonbrigðum en unnu þó slakt lið Finna með átta marka mun, 27-19 Þegar Svíar og Rússar, svo dæmi sé tekið, leika á heimavelli sínum gegn liði eins og því finnska sem sýndi „listir" sínar í Smáranum i gærkvöld, vinna þeir 15-25 marka sigra. Sterk- ustu þjóðir heims hreinlegaa valta yfir slík lið en einhverra hluta vegna virðist okkar landslið ekki geta leikið það eftir. Oftast þegar við mætum mjög slök- um þjóðum vinnum við alltof smáa sigra. Enn einu sinni gerðist þetta í gærkvöld. Átta marka sigur gegn Finnlandi á heimavelli fyrir fúllu húsi áhorfenda er ekki samboðið okk- ar liði. Það er hins vegar nær alltaf þannig að þegar okkar lið nær þægi- legu forskoti er slakað á og kæruleys- inu og einbeitingarleysinu gefinn laus taumurinn. Hver ástæðan er fyr- ir þessu er ekki gott að segja til um. Hitt er ljóst að þessi mikli vandi er til staðar því oftar en ekki getur það skipt máli að vinna slakar þjóðir með miklum mun. Krafan er að leikið sé á fullu í heimsmeistarakeppni Handknattleiksunnendur vilja sjá okkar lið á fullri ferð í 60 mínútur á heimavelli sínum í leik i heimsmeist- arakeppni. Það er hægt að fyrirgefa mönnum ýmislegt í vináttuleikjum gegn slökum liðum en ekki þegar um heimaleik í heimsmeistarakeppni er að ræða. Það er engum vafa undirorpið að okkar lið er 20 til 30 mörkum betra en lið Finnlands. Þetta er ekki raup heldur raunveruleiki. í raun er þetta finnska lið eitt það slakasta sem hing- að hefur komið. Lágvaxið og skyttu- laust. Og ef Patrik Westerholm er skytta yfir meðallagi á alþjóðlegan mælikvarða er ég það líka. Finnska liðið hékk á boltanum tímunum saman í gærkvöld og var í því hlutverki allan leiktimann að sýna fiölmörgum áhorfendum hve handbolti getur verið leiðinleg íþrótt sé hann illa leikinn. Langlundargeði færeyskra dómara vora engin tak- mörk sett og aldrei var dæmd leiktöf á Finnana. Svona lið á að flengja svo það muni eftir því lengi Lið eins og það finnska á okkar lið að flengja duglega á heimavelli. Því miður tókst það ekki í gærkvöld. Ástæðurnar voru margar. Ekki gott að taka eina fram yfir aðra. Góðu gengi er ekki fylgt eftir, agaleysi tek- ur völdin og einbeitingin fer fyrir hornið. Með stórum og glæsilegum sigri í gærkvöld, 15-20 marka mun, hefði ís- lenska liðið skotið Sviss og Ungverja- landi skelk í bringu. Sent ákveðin skilaboð. Og með slíkum sigri, eðli- legum yfirburðum, hefðu íslensku leikmennirnir glatt alla þá fiölmörgu áhorfendur sem fylltu Smárann í gærkvöld. Því miður er ekki útlit fyr- ir að áhorfendur fylli íþróttahús á ný næst þegar okkar lið leikur gegn slök- um andstæðingum. Afleiðingarnar af því að taka hlutina ekki alvarlega geta verið margvíslegar. í byrjun virtist þetta allt vera á réttri leið. Einhver taugaveiklun var þó í gangi í sókninni en menn voru á tánum í vöminni og Finnar komust ekki lönd né strönd. Staðan 6-2 og út- lit fyrir góða skemmtun. Á þessum tímapunkti, eða þegar staðan var 8-3, virtust okkar leikmenn hafa uppgötv- að raunverulega getu finnska liðsins og ósjálfrátt farið að slaka á. Reyndar náði íslenska liðið mest 10 marka for- skoti í leiknum en það var ekki síður fyrir þær sakir hversu finnska liðið var óskaplega lélegt. Menn skulu halda sig á mott- unni Á laugardaginn fær íslenska liðið aftur tækifæri til að sýna hvað í því býr. Menn lýsa því yfir að stórslys liti dagsins ljós ef við bætum ekki tveim- ur stigum í safnið í síðari leiknum. Vissulega rétt mat og ef okkar lið kemur ekki heim með tvö stig í farteskinu hefur það ekkert að gera lengra í keppninni. Geir Sveinsson var sjálfum sér lík- ur í leiknum ásamt Róberti Sighvats- syni. Aðrir virkuðu áhugalitlir og í skyldustarfi. Einna furðulegast var að sjá snjallan leikmann á borð við Ólaf Stefánsson eins daufan og aga- r lausan og raun bar vitni. Þetta á reyndar við um marga fleiri, Patrek og Dag til dæmis. Patrekur og Dura- nona, ásamt Bjarka sýndu þó á stutt- um köflum þá getu sem til staðar er. En baráttu og vilja Geirs Sveinssonar mættu þeir allir taka sér til fyrir- myndar. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.