Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 Skilyrði að færslugjald verði lágt Niðursveifla á verðbréfamörkuðum veld- ur áhyggjum: Lífeyrisframlag Lágmarksframlag í llfeyrissjóö er 10% af heildarlaunum. Fram- lag launþega er 4% en mótfram- lag atvinnurekanda 6%. En frá og með næstu áramótum geta laun- þegar hækkað hlut sinn í 6%, hafa val um 2% viöbótarframlag í lífeyrissjóð. Viðbótarframlag at- vinnurekanda er hins vegar ekki háö neinum takmörkunum og getur launþegi því samið við hann um hærra viðbótarframlag. Sjálfstæðir atvinnurekendur, þeir sem reka fyrirtæki i eigin kennitölu, geta hins vegar ein- göngu greitt 6% mótframlag. í dag greiða þeir samtals 10% en geta greitt 12% eftir áramót. Kaup - sala Kaupgengi er verð sem fæst fyrir hveija einingu eða nafn- verðskrónu við sölu verðbréfa. Ef kaupgengi hlutabréfs er 3,6 þá fær seljandi hlutabréfs að nafn- virði 100 krónur 360 kr. fyrir sölu bréfsins. Sölugengi er hins vegar verð sem þarf að greiða fyrir hverja einingu eða nafn- verðskrónu við kaup verðbréfa. Ef sölugengi hlutabréfs er 3,8 þá kosta hlutabréf sem er að nafn- virði 100 krónur samtals 380 krónur. Samband íslenskra viðskiptabanka og greiðslukortafyritækin tvö, Visa ísland og Europay ísland, vinna nú að undirbúningi að markaðssetningu greiðslukorts með örgjörva. Kort þetta er nefnt smartcard á ensku en hefur yfirleitt verið nefht snjaiikort eða rafbudda á ís- lensku. Kortið mun geta þjónað hlutverkum margra korta og auðvelda þannig skipulagið i veskinu. Kortið er nákvæmlega jafnstórt og þykkt og hefðbundið greiðslukort en frábrugðið að því leyti að í því er örgjörvi. Hann er m.a. hugsaður til þess að auðvelda notendum öll minni viðskipti, t.d þegar greitt er fyrir bíla- stæði, í hvers kyns sjálfsala eða við greiðslu veggjalds. Alþjóðlegu greiðslukortafyrirtækin hafa þegar ákveðið að örgjörvi leysi segulröndina af hólmi en fyrst um sinn verða þó bæði örgjörvar og seg- ulrendur á kortunum. Þessir aðilar fullyrða að öryggi kortanna og notkunarmöguleikar muni aukast til muna. Hér á landi er búist við að hægt verði að bjóða upp á slíkt greiðslukort innan árs. í stað smápeninga Finnur Sveinbjörnsson hjá Sambandi ís- lenskra viðskiptabanka segir að þessa dagana sé unnið að því að finna bestu tæknilegu lausnina vegna kortsins og fara í gegnum fjárhagshliðina, hversu miklar fjárfestingar séu væntanlegar. Fyrst þegar þessir hlutir liggja fyrir verði hægt að reikna út kostnað á hverja færslu. Hann segir Sveiflur raski ekki langtíma mark- Skatt- skyldur sölu- hagnað- ur Söluhagnaður hlutabréfa er yfirleitt skatt- skyldur. Skatt- heimtan nem- ur 10% fyrir allt að 3 milljóna króna hagnað hjá einstaklingum og 6 milljóna króna hagnað hjá hjónum. Verði söluhagnaður hlutabréfa meiri er hann skatt- lagður eins og venjulegai- tekjur. Raunvextir Raunvextir eru vextir umfram verðbólgu. Hins vegar getur vaf- ist fyrir mönnum að reikna raun- vexti út. Á óverðtryggðum skuldabréfum eru raunvextir það sama og nafnvextir deilt með verðbólgu. Ef nafnvextir eru 7,5% og verðbólga 2% þá eru raunvext- ir reiknaðir þannig: 1,075/1,02=1,0539 eða 5,39%. einnig nota fyrir sérkjara- eða tryggðarkort, vild- arkort og slíkt, persónulegar upplýsingar og til að geyma lykil fyrir viðskipti á Netinu. Búist er við að lesari fyrir snjallkort verði staðalbúnaður á tölvum í framtíðinni. Viðskipti á Netinu eiga því að verða öruggari, auk þess sem menn geta ekki gert viðskipti með öðru kortanúmeri en sínu eigin. Þó kortið sé undirbúið í sameiningu fyrr- nefndra aðila getur hver banki fyrir sig ákveðið hversu öflugur örgjörvinn verður og hver banki semur við sína vildarvini varðandi sérkjör. Þó samvinna sé rnn kerfið á bak við kortin verður samkeppni um notkunarmöguleikana og fríðind- in. Þó koma megi fjölda upplýsinga í kortin er al- mennt rætt um að tvö kort verði notuð, fjármála- kort og síðan kort fyrir viðskipti við hið opin- bera og stofnanir, sjúkrasamlagskort, blóðbanka- kort, bókasafnskort, aðgangskort o.s.frv. -hlh Efnahagskreppan í Asíu og áhrif hennar á verðbréfavísitölur helstu verðbréfamarkaða heims hafa vald- ið fjárfestum áhyggjum. Margir hafa tapað griðarlegum upphæðum og vitað er til þess að í Evrópu hafi hlutabréfasjóðir rýmað um 40% síð- ustu 3 mánuði. Sem dæmi er nefht að hlutabréf í sænska stórfyrirtæk- 30 ára ,„u Er- ilinhibíBÍ icsson hafi rýrnað um 40%. Fréttir berast af ótta manna við heimskreppu og ekki eru fréttir um áframhaldandi vandræði í efhahagslífí Japans til að lífga upp á framtíðarhorfumar. En í miðjum óróanum á mörkuðum undanfarið hafa bandarísk og þýsk ríkisskuldabréf verið að gefa bestu ávöxtunina fyrir fjárfesta. Því er ekki að fúrða þó fólk spyrji hvort og hvemig það á að fjárfesta í erlend- um veröbréfum. Á fólk að hætta að kaupa erlend hlutabréf, halda sig eingöngu við skuldabréf eða halda áfram eins og ekkert hafi í skorist? Ragnar Hannes Guðmundsson, verðbréfamiðlari hjá Kaupþingi, bendir á að verðsveiflur séu eðlileg- ar og ekki ástæða til örvænting- ar. Stöðug hækkun hafl verið á verðbréfamörkuðum sl. 6-7 ár. Dow-Jones visitalan hafi tvö- faldast, fór úr 4500 stigum í byrjun árs 1995 í 9300 stig í júní 1998. Ekki sé óeðlilegt þó markaðurinn gefi eftir um leið og væntingar um aukinn hagnað minnki. Ragnar Hannes segir að sé litið aftur í tímann hafi hlutabréf gefið betri ávöxtun að jafnaði en skulda- mæti fyrir- tækja Sá mis- skilningur gerir oft vart við sig að verö- mæti fyrir- tækja megi lesa út úr gengi á hlutabréfum í þeim. Þannig sé hlutafélag sem státar af genginu 25 á hlutabréfum sinum mun verðmætara en félag sem státar einungis af genginu 2,5. Hins vegar er það markaðsverð fyrirtækjanna sem segir til um verðmæti þeirra. Markaðsverð er nafnverð heildarhlutabréfa fyrir- tækisins margfaldað meö geng- inu. Segjum að nafnverð hluta- bréfa í fyrirtæki A sé 10 milljónir króna en nafnverð bréfa í B 100 milljónir. Gengi bréfanna í fyrir- tæki A er 25 en gengið í B 2,5. Markaðsverð fyrirtækjanna beggja er þá jafnt, 250 milljónir. þó alveg ljóst að sá kostnaður verði að vera lágur, enda hugsaður fyrir smærri greiðslur. Bendir hann á að fólk sé oft að nota debetkort til að greiða hluti sem kosta 3-400 krón- ur. Hlutfall kostnaðar sé þá hátt en kostnaður við hverja færslu er 9 krónur. Þrátt fyrir lægri upphæðir verð- ur engu að síður um færslur að ræða. Hvemig virkar snjallkortið og hvemig verður það ódýrara? Með örgjörvanum verður hægt að safna pen- ingum inn á kortið, t.d. millifæra 10 þúsund krónur af tékkareikningi. Kortið er síðan notað við smærri viðskipti eins og áður sagði og þá stungið í sérstakan lesara, t.d við bílastæði, í strætó, í mötuneyti, við Hvalfjarðargöngin og víðar. Þannig tæmist smám saman úr rafbudd- unni. Seljandi vöru eða þjónustu þarf ekki að ganga úr skugga um öryggi kortsins því pening- amir eru þegar til staðar. (Seljandinn fær þá af óháðum reikningi í bankanum.) Allar hringing- ar, eins og við hefðbundin kortaviðskipti i dag, verða óþarfar. Þetta þýðir aukið hagræði fyrir seljandann og væntanlega kaupandann ef færslu- gjaldið verður ekki of hátt. Notað á Netinu í örgjörvanum em minniseiningar sem má nota í fyrrnefndum tilgangi. Einingamar má bréf. Hlutabréf séu reyndar meiri áhættufjárfesting og fjárfestar geri meiri kröfur um ávöxtun á þeim en skuldabréfum. En sveiflurnar hræða fólk. „Þetta snýst um að fólk verður að gera upp hug sinn um til hve langs tíma það ætlar að fjárfesta. Þannig gildir mjög ólík fjárfestingarstefna fyrir mann sem er 30 ára og mann sem er um og yfir fimmtugt. Al- menna reglan er að því yngri sem þú ert því meira áttu að eiga í hluta- béfum, sumir mundu segja allt að 80%. Ungur maöur sem er að safna í sjóö er ekki eins viðkvæmur fyrir sveiflum eins og nú ganga yfir. Þessu er hins vegar alveg öfugt far- ið hjá eldri manninum. Skuldabréf sveiflast minna en hlutabéf og því nær sem dregur þeim tíma að hann ætlar að nýta peningana, njóta sparnaðarins, er betra að verðmæti eignanna sé sem stöðugast. Það minnkar líkumar á að hann þurfi að leysa bréfin út í niðursveiflu eins og nú er,“ segir Ragnar Hannes. Hann leggur áherslu á að fólk Verð- fjárfesti jafht og þétt og breyti sam- setningu eigin sjóða eftir þvi sem árin færast yfir. „Við eigum alltaf að láta langtímaviðhorf ráða ferð- inni. Okkar hlutverk er að klæð- skerasauma fjárfestingarstefnu fyr- ir fólk, allt eftir þörfúm þess og aldri.“ -hlh 55 ára i suJiluii/ý/ Markaðssetning greiðslukorta með örgjörva, rafrænna budda, í undirbúningi:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.