Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 40
FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 íslenska kvikmyndin Dansinn, sem gerö er eftir sögu Williams Heinesens, var frumsýnd í gær. Petta er í fyrsta sinn sem kvikmynd er gerö eftir sögu hins vinsæla færeyska skálds. Sýningin vakti ánægju gesta sem og spennufall hjá leikurum og öðrum aöstandendum myndarinnar. Hér er Ágúst Guömundsson leikstjóri ásamt leikurunum Pálínu Jónsdóttur og Gunnari Helgasyni. DV-mynd Hilmar Pór Bikarkeppni í glæsileik í Fókusi sem fylgir DV á morgun eru birt úrslit í bikarkeppni kvenna sem blaðið efndi til. 16 glæsilegustu konur landsins börðust í keppni með útsláttarfyrirkomulagi um hylli föngulegra sveina. Sú sem ^krækti sér í atkvæði fleiri sveina hélt áfram í næstu umferð en hin féll úr keppni. í Fókusi má lesa lýs- ingar um viðureignir kvennanna, óvænt úrslit, nauma sigra og rót- burst, þar til ein þeirra stóð uppi sem sigurvegari. í blaðinu eru for- ystumenn í ungliðahreyfingunni spurðir út í smáar og stórar syndir. Er þetta fólk heilagt eða neyðist það til að fegra sannleikann eins og Clinton greyið? Rætt er við Ragnar Blöndal, útvarpsstjóra á Mono, sem segir þá geta flutt upp í Grafarvog sem þoli ekki hávaðann frá nýja diskótekinu hans í Grjótaþorpinu. Auk þess er í blaðinu fjallaö um at- burði komandi helgar, bíómyndin : j|pansinn er vegin og metin og brugðið er upp ótal myndum af lífi ungs fólks. ER EYÐIMERKUR- 'N FLOKKURINN EKKI NÆR LAGI? J Krafa Sambands íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja: Landssímanum skipt „Það var starfandi nefnd á vegum iðnaðarráðherra sem skilaði af sér í febrúar og þar var tekið á ýmsum starfsskilyrðum fyrir fyrirtæki í hugbúnaðargeiranum. Eitt af því sem menn voru að velta fyrir sér var samkeppnisstaðan gagnvart fyr- irtækinu Landssímanum og menn eru á einu máli um að hún sé óvið- unandi," segir Ingvar S. Kristins- son, formaður Sambands íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja, en samband- ið mun krefjast þess að Landssím- anum verði skipt upp og þær deild- ir hans sem eru í beinni samkeppni við önnur fyrirtæki verði aðskildar frá hinum. IngvEir segir að Landssíminn, sem er orðið hlutafélag, hafi í sjálfu sér leyfi til að gera hvað sem er í dag, hafandi yfir að ráða öllu dreifikerfi upplýsingatækninnar. „Þeir ráða öllum köplunum i jörðinni og öllu dreifikerfinu um landið. Þeir hafa jafnframt með að gera að þróa þjón- ustu sem byggir á þessu kerfi. Það geta aðrir gert líka en ætli þeir sér ekki að byggja upp dreifikerfi við hliðina á kerfi Landssímans verða þeir að fara inn á dreifikerfi Lands- símans eins og t.d. öll Internetfyrir- tæki. Menn sjá það auðvitað fyrir sér að Landssíminn geti ,jarðað“ þessi fyrirtæki, ef honum sýnist svo, með því að lækka gjöld niður úr öllu valdi til sinna notenda og við gæt- um lítið gert. Þó er í lögunum gert ráð fyrir því að það sé bókhaldsleg- ur aðskilnaður mUli svokallaðrar samkeppnisþjónustu og reksturs grunnþjónustunnar. Okkar krafa hlýtur þvi að vera sú að búið verði til sérstakt fyrirtæki um dreifikerfi og fjarskiptanet Landssímcins sem yrði sett mjög ströng samkeppnisskilyrði. Síðan verði öll notendaþjónusta Lands- símans skilin frá og þar með talið GSM-kerfið. Þetta verði selt út úr Landssímanum á verði sem mark- aðurinn myndi sjá um að ákveða. Ástandið eins og það er núna er al- veg óþolandi," segir Ingvar Krist- insson. -gk Frjálslyndi flokkurinn: Alltaf verið frjálslyndur - segir Sverrir Frjálslyndi flokkurinn skulu stjómmálasamtök Sverris Her- mannssonar og samherja hans heita. Stefnt er að því að stofna flokk- inn formlega í byrj- un nóvember. Áður höfðu verið uppi hugmyndir um að nefna samtökin Lýðræðisflokkinn en það nafn reynd- ist þá skráð af öðr- um. „Ég er fijálslyndur og hef alla tíð verið,“ sagði Sverrir um nafhgiftina við DV í morgun. „Sjálfstæðisflokk- urinn hefur yfirgefið mig úti á hægri eyðimörk í frjálshyggju og skilið mig eftir.“ í dag verður kynnt fundaherferð sem Samtök um þjóðareign munu standa fyrir. Þá verður kynntur rammi að stefnu hins væntanlega stjórnmálaflokks. -JSS Starfsmenn Sjón- varpsins í átökum Sverrir Hermanns- son. Starfsmenn frá Sjónvarpinu lentu í handalögmálum við húsráðanda í Grafarvogi þegar þeir voru að kanna hvort óskráð sjónvarp væri í húsinu. Húsráðandi ætlaði að varna mönnunum inngöngu og lenti þeim þá saman. Töluverð átök urðu á milli mannanna og hlutust af ein- hverjir áverkar og einnig skemmdir á fótum. Starfsmenn Sjónvarpsins hafa kært húsráðanda vegna átak- anna. Málið er í rannsókn hjá lög- reglu. -RR Vinnuslys á Sultartanga: TF-Líf sótti slasaðan mann Vinnuslys varð í Sandafelli við Sultartangavirkjun um kvöldmatar- leytið í gær. Starfsmaður sem var að vinna inni í göngum slasaðist þegar grjóthnullungur féll að ofan og lenti á honum. Talið var að meiðsl mannsins væru alvarleg og var þyrla Landhelgisgæslunnar, TF LÍF, kölluð út. Þyrlan flutti manninn á Sjúkra- hús Reykjavíkur í gærkvöld. Að sögn vakthafandi læknis á Sjúkra- húsi Reykjavíkur er maðurinn enn á sjúkrahúsinu en meiðsl hans eru ekki eins mikil og talið var í fyrstu. -aþ Nemendur úr Menntaskólanum viö Sund afhentu í gær Ástþóri Magnússyni, forsvarsmanni Friöar 2000, jólapappír til aö Ástþór geti pakkaö inn jólagjöf- um sem hann fer meö til bágstaddra í útlöndum um jólin. DV-mynd GVA Veðrið á morgun: Skýjað með köflum Á morgun verður fremur hæg . austlæg eða breytileg átt á land- inu. Skýjað verður með köflum en sums staðar dálítil súld við ströndina. Hiti verður á bilinu 4 til 10 stig, mildast suðvestan- lands. Veðrið í dag er á bls. 37. MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-22Q_nú Islenskir stafir Taska fylgir 8 leturgerðir, 6 stærðir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 línur Aðeins kr. 10.925 n Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffanq: www.if.is/rafport § I I# TOBLIRONK' dfdándur ánægjimnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.