Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 11 Fréttir ÁTVR hættir skipasölu á áfengi: Deyjandi stofnun „ÁTVR er deyjandi stofnun. Hvers konar einkasala og einkaleyfi af því tagi sem hún byggir starfsemi sína á er óskiljanleg tímaskekkja og á ekki heima í viðskiptalífi á nokkurn hátt. Ég sé í raun ekkert athugavert við það að stofnunin dragi úr umsvifum sínum. Best væri að hún lokaði alveg,“ segir Ingvar J. Karlsson, forstjóri Karls K. Karlssonar ehf., eins stærsta áfengisinnflytjanda landsins. Hann segir að ákvörðun ÁTVR um að hætta að selja skipum, flugvélum og fríhöfnum áfengi á svonefndu skipa- verði skipti fyrirtæki hans engu máli. Jónas Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri Austfars, umboðsfyr- irtækis útgerðar ferjunnar Norrönu á Seyðisfirði, hefur hins vegar gagn- rýnt ákvörðun ÁTVR harðlega og segir hana enn eina aðfórina að - segir forstjóri Karls K. Karlssonar landsbyggðinni. Ingvar segir hina raunveru- legu ástæðu fyrir því að ÁTVR hafi ákveðið að hætta þessum viðskipt- um líkast til þá að þau brjóti í bága við lög og tilskip- anir Evrópska efnahagssvæðis- ins. ÁTVR sé smá- söluaðili en skipasalan sé í raun heildsala. Hann segir að til að halda þessum viðskiptum innan héraðs á Austurlandi gagnvart t.d. Norrönu og öðrum skipum og jafnvel milli- landaflugvélum, sem þar hafa við- komu, mætti hugsa sér að komið yrði upp toflvörugeymslu á Austur- landi. -SÁ Ingvar J. Karls- son. ÁTVR hefur hætt að selja áfengi á skipaverði. Áfram verður selt í einskasölu svo sem verið hefur. (höggdeyfar) GS varahlutir Hamarshöfða 1-112 Reykjavík Sími 567 6744-Fax 567 3703 Stórverkefni Húsvíkinga: 720 milljóna króna orku- framkvæmdir DV, Akureyri: „Þetta er stórframkvæmd á okk- ar mælikvarða. Kostnaðurinn er áætlaður um 720 mflljónir króna og sé miðað við fólksfjölda þá sam- svarar þetta um 43 mifljarða króna verkefni væri það framkvæmt á höfuðborgarsvæðinu," segir Hreinn Hjartarson, veitustjóri á Húsavík, en Húsavíkurbær stend- ur fyrir geysilegum orkufram- kvæmdum sem á að ljúka á næsta ári. Um er að ræða borun eftir heitu vatni á Hveravöllum í Reykjahverfi, lagningu flutnings- æða fyrir vatnið tfl Húsavíkur og raforkuframleiðsla þar. Á sl. ári bar borun eftir heitu vatni á HveravöOum þann árangur að holan sem boruð var gefur í dag um 90 sekúndulítra af um 125 gráða heitu vatni. Hreinn segir að þeir hafi viljað ná í meira magn vatns þama áður en þeir byrja að flytja það tfl bæjarins og því hafi í sumar verið unnið að borun á Hveravöllum. Ætlunin er að fá tfl viðbótar vatn þannig að um 130 sekúndulítar af 125 gráða heitu vatni verði fluttir. Borunin í sum- ar hefur reyndar ekki skOað þeim árangri sem að var stefnt en Hreinn segir það standa tO bóta. „Þarna er nóg vatn og við munum finna það í haust,“ segir hann. Lagning flutningspípu frá HveravöOum tO Húsavíkur fer fram næsta sumar og skömmu síð- ar á raforkuframleiðsla að geta hafíst. Raforkuframleiðslan á að nema 1,2-1,5 megavöttum sem er riflega helmingur þess rafmagns sem notað er á Húsavík. Eftir að vatnið hefur verið nýtt til raforku- framleiðslunnar verður það leitt um 80 gráða heitt út í bæjarkerfið. Stór hluti þess vatns sem kemur á þennan hátt til bæjarins verður notaður til iðnaðar og eru ýmis áform uppi varðandi þann þátt málsins. Húsavíkurbær hefur fengið 53 miOjóna króna styrk frá Evrópu- sambandinu vegna þessarar fram- kvæmdar. Það er þó aðeins lítifl hluti kostnaðarins sem nemur sem fyrr sagði um 720 miOjónum króna. Þar er dýrust lagning flutn- ingspípu frá HveravöOum tO Húsa- víkur, sem kostar 450 milljónir, að koma raforkuframleiðslunni í gang kostar um 230 milljónir króna og borunin að HveravöOum um 40 miOjónir. -gk Þessi auglýsing er birt í upplýsingaskyni. Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að taka til skráningar: Verðtryggð skuldabréf FBA: 4. flokkur 1998 Krónur 2.000.000.000,- Gjalddagi 25. september 2006 Fjárfestingarbanki atvinnulífsins tekur að sér viðskiptavakt á ofangreindum flokki. Skuldabréfaflokkurinn verður skráður 28. september 1998. Skráningarlýsingar og önnur gögn liggja frammi hjá FBA, Ármúla 13a, Reykjavík, umsjónaraðila skráningarinnar. — /\ FJÁRFESTINGARBANKI ATVINNULÍFSINS H F Ármúla T3a, 108 Reykjavík. Sími: 580 5000. Fax: 580 5099. Netfang: fba@fba.is mmmmmmmmmntmmtmmmam

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.