Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 9
FTMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 9 Utlönd Georges skilur eftir sig dauða og eyðileggingu: Björk og Deneuve líklegar í mynd von Triers Samningaviðræður standa nú yflr um að fá Björk og frönsku leikkonuna Catherine Deneuve til að leika í söngvamynd danska kvikmyndaleikstjórans Lars von Triers, Dansaranum í myrkrinu. „Það er rétt að viö eigum í samningaviðræðum og allir hafa sýnt mikinn áhuga,“ segir Vibeke Windelov, sem starfar í kvik- myndafyrirtæki von Triers, Zentropa, í viðtali við Berlingske Tidende í dag. Ráðherra tekur á sig ábyrgðina Innanríkisráðherra Belgíu hef- ur teki á sig ábyrgðina á dauða tvítugrar nígerískrar konu sem verið var aö flytja úr landi. Kon- an missti meðvitund þegar lög- regluþjónar reyndu að hafa hemil á henni með því að þrýsta púða að vitum hennar. Konan lést skömmu síðar. Tveir lögreglu- þjónar hafa verið ákærðir. Konan hafði flúið til Belgíu til að komast hjá því að giftast 68 ára manni. Havel vill að Madeleine Albright verði forseti Tékklands Utanríkisráðherra Bandarikj- anna, Madeleine Albright, er efst á lista yflr þá sem Vaclav Havel, forseti Tékklands, vill að taki við af sér. Havel hefur átt við erfiö veikindi að stríða að undanfórnu. Albright er af tékkneskum upp- runa. Hún er dóttir stjómarerind- reka og fæddist í Prag. Að því er Havel greindi frá í útvarpsviðtali í Tékklandi kom Albright upp í huga hans er hann var í heim- sókn í Bandaríkjunum á dögun- um. Hún talar tékknesku en er reyndar ekki lengur tékkneskur ríkisborgari. Aðrir á óskalista Havels yfir arftaka hans í forseta- embættið eru Petr Pithart og Petra Buzkova. Bæði gegna þau embætti þingforseta í tékkneska þinginu. Þúsundir á flótta undan óveðrinu úrslita Þúsundir manna beggja vegna Flórídasunds yfirgáfu heimili sín í gær af ótta við fellibylinn Georges sem þá var á leið yfir Kúbu og stefndi á Flórída. Gert er ráð fyrir að hann verði kominn þangað áður en dagur rennur á morgun. Kúbverska veðurstofan sagði að miðja fellibylsins hefði komið yfir Kúbu undir kvöld í gær að staðar- tíma. Georges var þá búinn að verða 108 manns, að minnsta kosti, að bana á fjögurra daga ferð sinni um Karíbahafið. Forseti Dóminiska lýðveldisins skýrði frá því að þar hefðu að minnsta kosti sjötíu látist. Áður var talað um að tólf hefðu týnt lífi í hamforunum. Áætlað tjón af völdum fellibylsins áður en hann kom til Kúbu er met- ið á meira en sjötíu milljarða ís- lenskra króna. Um tvö hundruð þúsund íbúar á austurhluta Kúbu voru fluttir frá heimilum sínum og sjötíu þúsund skólaböm voru send til fjalla þar sem kaffiuppskeran er í fullum gangi. „Við erum mjög hrædd en teljum að allt hafi verið gert sem hægt er. Nú er þetta í höndum guðs,“ sagði sykurbóndinn José Rivera. Um 80 þúsund manns á eyjunum Flórída Keys fengu fyrirskipun um að yfirgefa heimili sín og hálf millj- ón manna á Miamisvæðinu er í við- bragðsstöðu. Reuter íbúi fátækrahverfis í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, reynir aö komast leið- ar sinnar á hjóli sínu en vatnsflaumurinn af völdum fellibylsins Georges ger- ir honum erfitt fyrir. Georges stefnir nú á Flórídaskaga. Uppistand á Astró Fókus, Mono og Visir.is kynna TALkvöld á Astró. í kvöld kemur í Ijós hver er fyndnasti maður þjóðarinnar! Rögnvaldur gáfaði, Bryndís Ásmundsdóttir, Einar Þorsteinsson og Sveinn Waage keppa til úrslita. Uppistandið hefst kl 22:00 í kvöld Kynnir. Jón Gnarr Bein útsending á www.visir.is i samvinnu við Xnet hefst kl 22:00 i kvöld Aðgangseyrir aðeins kr. 500' TALsmenn fá frftt inn gegn framvísun kortsins* ‘bjór með hverjum miða Láttu sjá þig á Astró í kvöld! WUm www.visir.is If ó k u s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.