Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998
Spurningin
Hver er uppáhaldsveit-
ingastaðurinn þinn?
Sólveig Þórisdóttir húsmóðir:
Hrói höttur.
Fanney Magnúsdóttir skrifstofu-
maður: Vegamót.
Helga Jónsdóttir hárgreiðslu-
dama: Caruso.
Unnur Jónsdóttir nemi: American
Style.
Andri Viggósson nemi: Subway.
Grétar Grímsson nemi: Subway.
Lesendur_________
Reykingar og
skaðabætur
í þróunarlöndunum er fólk verr upplýst og áhrifagjarnara fyrir þessu ameríska
„fínerfi", segir m.a. í bréfinu.
Helgi skrifar:
Á síðari tímum hafa einstakling-
ar, bæjarfélög og fylkisstjómir í
Bandaríkjunum farið í skaðabóta-
mál við tóbaksframleiðendur þar í
landi og unnið stórar upphæðir sem
hafa numið hundmð ef ekki þús-
undum milijóna dollara. Ástæðan
fyrir því að áður var ekki hægt að
lögsækja vegna þessara sjúkdóma
og dauða var að sannanir lágu ekki
fyrir, menn vissu ekki hversu
hættulegt tóbakið er. Tóbaksfram-
leiðendumir hafa ætíð haldið stað-
fast fram að tóbaksnotkun sé „fín“
og skaði engan.
Nú hefur hins vegar verið tví-
mælalaust sannað og í raun viður-
kennt af tóbaksframleiðendunum
sjálfum að þeim hafi alltaf verið
fyllilega ljóst eins og öðrum bæði
ávanaáhrif tóbaksins og svo þær
hræðilegu afleiðingar sem tóbaks-
notkunin hefur á heilsu manna.
Allan þennan tíma hefur tóbaks-
iðnaðurinn gert allt sem í hans
valdi stóð til að hneppa sem flesta í
ánauð tóbaksávanans. Þeir hafa
jafnvel verið uppvísir að því að
beina áróðrinum að bömum og ung-
lingum.
Á sama tíma hafa framleiðendur,
markaðssérfræðingar, fjölmiðlar,
innflytjendur og dreifíaðilar tóbaks
grætt stórfé. Pólitíkusar taka við
löglegum og ólöglegum „mútum“
frá tóbaksiðnaðinum og þessi ljóti
leikur hefur gengiö svo langt að nú,
þegar læknastéttin hefur svo til öll
sameinast gegn tóbaksnotkuninni,
þá einbeitir bandaríski tóbaksiðn-
aðurinn sér að erlendum þjóðum og
þá helst þjóðum þriðja heimsins.
Þar er fólk verr upplýst og
áhrifagjarnara fyrir þessu ameríska
„flneríi".
Það fer ekki á milli mála að ef
menn ætluðu að byrja að framleiða
og dreifa tóbaki í dag í hinum sið-
menntaða heimi þá yrði það strang-
lega bannað sem hvert annað stór-
hættulegt ávanaefni. Þvi miður eru
bæði flöldi einstaklinga og efna-
hagskeríi þjóða sem framleiða tó-
bakið svo háð því að það reynist
enginn hægðarleikur að losna úr
viðjum þess.
Hvar standa íslensk stjómvöld í
þessu máli - yfirvöldum sem ber að
gæta heilsu og hagsmuna íslensks
almennings? Það er rétt að ríkið
tekur nokkum skatt af tóbaki sem
vegur þó engan veginn á móti því
böli og kostnaði sem tóbaksneyslan
kostar einstaklinga og þjóðfélagiö í
heild.
Ég legg til að heilbrigðismálaráð-
herra og dómsmálaráðherra kalli á
forvigismenn heilbrigðisstéttanna á
íslandi á fund með það fyrir augum
að höfða skaðabótamál við erlenda
tóbaksffamleiðendur fyrir hönd ís-
lendinga sem hafa skaðast af tóbaki.
Sjálfsagt væri hagkvæmt að taka á
þessu máli í samvinnu við erlenda
sérfræðinga sem hafa farsæla
reynslu í slíkum málaferlum. Þetta
mál skal flytja samtímis fyrir
bandarískum dómstólum og al-
þjóðadómstólnum.
Moðsuðan mikla
Kristinn Bjamason skrifar:
Nú er mælirinn endanlega fullur!
Ég hafði alið þá von í brjósti að sam-
eining vinstri aflanna á íslandi
myndi opna mér möguleika á að
finna traust stjómmálaafl sem mót-
vægi við Sjálfstæðisflokkinn. Það
plagg sem kom út úr vinnu fjölda
fólks sem ég hélt að væri nokkuð vel
að sér í þjóðmálum er þvílík moð-
suða að það er þyngra en tárum taki
að hugsa til þess. Það er hlegið að þvi
alls staðar þar sem maður kemur.
Hvernig gat fólkið borið á borð
annað eins? Auðvitað eru öll loforð-
in í plagginu flott en hvar á að taka
peningana? Með uppstokkun á ríkis-
sjóði segja þau, án þess einu sinni að
vita hvað þetta kostar. Ég vildi
gjarnan að aldraðir foreldrar mínir
hefðu þjóna og hjúkrunarkonu
heima hjá sér, en ég veit að það er
bara ekki hægt, þjóðfélagið hefur
ekki ráð á slíku.
Þessi loforðalisti gæti átt við smá-
börn sem fara í dótabúð og hreinsa
dótið úr hillunum en átta sig ekki á
því fyrr en þau ætla að þramma út
úr búðinni að þeim er bent á að það
þarf að greiða fyrir leikföngin.
Síðan er þessum börnum stjóm-
málanna, sem ég kýs að nefna þetta
fólk, bent m.a. á að varnarsamning-
urinn rennur aldrei út heldur er
hann með gagnkvæm uppsagnar-
ákvæði. Þetta reyna þau síðan á öðr-
um degi plaggsins að leiðrétta og
kalla „fingurbrjót" en á meðan
springur allt úr hlátri.
Það er ólíkt hlutskipti að vera
fyndinn stjómmálamaður eða vera
stjórnmálamaður sem er hlegið að.
Sá síðarnefndi dugir ekki lengi og
það virðist ætla að verða hlutskipti
allra þeirra er að málefnamoðsuð-
unni komu. Ég ætla því að endur-
skoða min pólitísku viðhorf. Ég er
reiður og kýs X-D, fjandinn hafi það.
Berin eru súr
Ámi Þór Vigfússon skrifar:
Það var forvitnilegt að bera sam-
an viðbrögð Landssíma íslands ann-
ars vegar og Tals hins vegar við
nýja fjarskiptafyrirtækinu íslands-
síma í fjölmiölum. Það er greinilegt
að Íslandssími verður nútimalegt fé-
lag, stofnað af ungum atfhafna-
mönnum hér á landi sem hafa
mikla reynslu á sínu sviði. Þeir fé-
lagar, Guðmundur Björnsson og
Þórarinn V. Þórarinsson, sýndu
hins vegar að þeir eru ekki vanir
samkeppni og lifa enn í fortíðinni. í
QJiíMKM þjónusta
allan sólarhringi
i sima
5000
kl. 14 og 16
Það er greinilegt að Íslandssími verður nú-
tímalegt félag, segir bréfritari. - Pétur Mogen-
sen, einn aðstandenda og stjórnarformaður
Íslandssíma.
stað þess að vera málefna-
legir í umræðunni reyndu
þeir að rægja aðstandend-
ur fyrirtækisins.
Þórólfur Árnason var
hins vegar drengilegur og
fagnaði samkeppninni,
jafnvel þótt Tal standi
höllum fæti. Það var aug-
ljóst að þeir félagar, Þórar-
inn V. og Guðmundur,
eiga erfitt með að kyngja
því að það séu breyttir
tímar. Forstjóri Landssím-
ans vill fela veikar hliðar
fyrirtækisins og heldur að
það sé hægt að fara með
þær sem leyndarmál. Sam-
gönguráðherra hefur al-
gerlega áttað sig á því þeg-
ar hann þaggaði þetta nið-
ur og lýsti fullu trausti á
stofnendum Íslandssíma
og samkeppninni. Ég vona
að þetta nýja fyrirtæki fái
svigrúm á næstunni og
mun ég skipta yflr um leið
og kostur er á.
Góðæri eða
ekki góðæri
J.M.G. skrifar:
Sjávarútvegsráðherra sagði í út-
varpi nýlega að góðæri væri í landi
og hver einasta fjölskylda nyti þess.
En félagsmálastjóri hjá Reykjavík-
urborg segir í Morgunblaðinu þ.10.
sept. sl. að bætur til allra bótaþega
hafi hækkað og séu yfir viðmiðun-
armörkum Félagsmálastofnunar.
Þetta er rétt hjá konunni en stafar
af þvi að bætur til styrkþega Félags-
málastofnunar hafa ekki hækkað
síðan 1995. Þetta fólk nær því ekki
54.000 krónum á mánuði. Þetta kall-
ar sjávarútvegsráðherra að allir
njóti góðærisins. Hann telur sveitar-
limina þá ekki með.
Skuldamál Alþýðu-
bandalagsins
Guðjón Guðmundsson hringdi:
Ég skil ekki hvernig forysta Al-
þýðubandalagsins kemst hjá því að
gera hreint fyrir sínum dyrum hvað
snertir bókhald flokksins og að það
verði gert opið og gegnsætt eins og
framkvæmdastjóri Alþbl. orðaði
það. - Einhver hefur gefið rangar
upplýsingar um skuldamál flokksins
því almenningur hefur lesið um að
ýmist sé skuld Alþýðubandalagsins
33 milljónir króna eða 52 milljónir!
Er bókhald flokksins falsað? For-
svarsmenn samfylkingarinnar sem
nú eru í gangi hjá A-flokkunum og
Kvennalistanum ættu að knýja fram
sannleikann í þessu máli. Og láta
birta opinberlega. Ekki fara fjöhniðl-
amir fyrir og krefjast rannsóknar.
Ekki hjá pólitísku fyrirbærunum.
Skólakerfið
verður að bæta
Birgir Ólafsson hringdi:
Ég las forystugrein annars rit-
stjóra DV, Össurar Skarphéðinsson-
ar, í blaðinu mánud. 21. sept. Fyrir-
sögin var „Skólakerfið og hátækn-
in“. Ég hef ekki rúm fyrir aö endur-
taka það sem þar var ritað en ég
hvet fólk sem hefur áhuga á þjóð-
málum og framfórum í landi okkar
að lesa þessa grein. Hún var að
mínu mati frábær og segir allt sem
þarf að segja um skólakerfi okkar,
hátæknina og kennaramenntunina.
Slök þekking á neðri skólastigum er
óumdeild hjá flestum og hana verð-
ur að bæta stórlega ef ekki á illa að
fara hjá okkur sem þjóð. Vægi raun-
greina verður að auka svo og nám
kennaranna sjálfra. - Stórt mál sem
verður að hafa forgang umfram
margt annað.
Rekstur
Flugleiða
Hilmar Sigurðsson hringdi:
Ég hef ekki enn séð eða heyrt
hvað forráðamenn Flugleiða ætla
sjálfir að gera til að rétta við rekst-
ur þessa eina millilandaflugfélags í
landinu. Það hlýtur því að hafa ver-
ið eins og köld gusa framan í marga
hluthafa Flugleiða að heyra í hádeg-
isfféttum Bylgjunnar að rætt hefði
verið um að fara fram á viðræður
við eigendur Air Atlanta um sam-
vinnu eða eitthvað i þá áttina. Ef
þetta er rétt hljóta forráðamenn
Flugleiða að vera meira en lítið ut-
angátta. Mér dettur ekki í hug að
Atlanta-flugfélagið fari að steypa sér
í það fen sem Flugleiðir eru að
sökkva í. Ég sé ekki annaö en Flug-
leiðir hf. sé fullkomlega ónýtt fyrir-
tæki, a.m.k. undir núverandi rekstr-
araðilum.
Stolt af Clinton
Sissa hringdi:
Það er ekki hægt annað en vera
stoltur af því hvernig Bill Clinton,
forseti Bandaríkjanna, kemur út úr
hinum mikla hildarleik og árásum
sem andstæðingar hans halda uppi
gegn honum. Hann kom vel út úr
margra klukkustunda yfirheyrslu
og endurtók sannleikann, mismælti
sig hvergi og sýndi æðruleysi að
venju. Hann endurvakti traust mitt
og allra þeirra mörgu kvenna sem
hugsað hafa hlýlega til hans undan-
farið en héldu að hann myndi e.t.v.
kikna undan álaginu. Það þarf sann-
an karímann til að standast slíkt.