Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 DV tvær skuli ráða ferðinni „Mér finnst það helvíti hart að þingflokkur með tveimur þingmönnum skuli ráða ferðinni í f þessu mikla lífs- hagsmunamáli þjóðarinnar." Einar K. Guðfinns- son alþingismaöur um afstöðu Kvennalistakvenna til hvalveiða. í DV. Sýndarveruleikinn og grínpískallar „Það er sýndarveruleiki sem hefur verið flaggað fyrir ís- 1 lendingum um að hægt sé að hefja hagkvæmar atvinnuhval- veiðar umbúðalaust og allir verði ánægðir nema nokkrir „grínpís“-kallar og Magnús \ Skarphéðinsson." Jóhann Kristjánsson tölvu- verkfræðingur, í Degi. Urslitahópurinn sem keppir um Islandsmeistaratitilinn kvöld. Astro: íslandsmeistara- keppni í fyndni í kvöld verður úrslitakvöldið á Tal-kvöldum sem veitingastaðurinn Astro stendur fyrir ásamt Fókusi, Vísi.is og Mónó FM 87,7. Keppt er um titillinn fyndasta manneskja á íslandi. Haldin hafa verið þrjú imdanúr- slitakvöld og nú hafa verið valdir fjórir þátttakendur til að taka þátt í úrslitakeppninni í kvöld og þar með keppa um hvert þeirra komi til með að bera titilinn fyndnasta manneskja íslands. Þetta eru þau Sveinn Waage, Rögnvaldur gáfaði, Bryndís Ásmundsdóttir og Þorsteinn Bjarnason. Troðfullt hefur verið síðustu þrjá fimmtudaga og er gert ráð fyrir mikilli aðsókn í kvöld. Settiu' hefur verið upp myndvarpi sem sendir myndina upp á aðra hæð þar sem sýnt er á breiðtjaldi. Sigurvegari kvöldsins fær 50.000 krónur í verölaun Tal-kvöld Úrslitakvöldið er sent út á www.visir.is og ítarlega er fjallað um keppendur og framkvæmdina á Mónó FM 87,7 og í Fókusi. Dómnefnd skipa fimm valinkunn- ir aðilar frá öllum fyrirtækjunum sem standa að kvöldunum. Kynnir og stjómandi keppninar er hin síkáti Jón Gnarr sem þekktur er fyrir gamanmál á mannamótum. Lítur skelfilega út „Þetta lítur skelfilega út á pappírnum en eins og staðan er var þetta það langbesta sem ég gat gert í stöð- unni.“ Hermann Hreiðars- son knattspyrnu- maður sem seldur var á milli deilda, i Morgunblaðinu. Okkur vantar ekki gamlan kerfiskarl „Okkur vantar ekki menn eins og Sverri Hermannsson, spilltan kerfiskarl, sem auk þess er orðinn gamall og hefur ekkert að gera í pólitík. Þar fyrir utan er okkur bara illa við hann.“ Arnar Geir Níelsson, oddviti Grágásar á Tálknafirði, í DV. Pólitíkin og kynlífið „Þeir era fáir pólitíkusamir í heiminum sem stæðu keikir eftir aðra eins grannskoðun á kynlífi sínu og Bandaríkjafor- seti hefur mátt þola.“ Steinunn Jó- hannesdóttir rit- höfundur, í DV. Kristján skrifaði fyrir Þorstein „Ég held að það hljóti að vera Kristján Ragnarsson sem hefur skrifað hluta af ræðu sjávarútvegsráðherra því það er ævinlega viðkvæði útgerð- armanna þegar vel gengur að laun sjómanna séu allt of há og passi ekki inn í hlutaskipta- kerfið." Konráð Alfreðsson, form. Sjómannafélags Eyjafjarðar, í Degi. wi<&****# Hörður Blöndal, hafnarstjóri á Akureyri: Áhugamálin tengjast íþróttum og útivist DV, Akureyri: „Eg er þessa dagana að setja mig inn í hin ýmsu mál og starfið í heild, en ég get sagt það strax að mér líst vel á starfið sem mér sýnist að sé lifandi og áhugavert á margan hátt,“ segir Hörður Blöndal, en hann er nýtekinn við starfi hafnar- stjóra á Akureyri. Hörður er Akureyringur, og að lokinni hefðbundinni skólagöngu stundaði hann nám við Menntaskól- ann á Akureyri þaðan sem hann út- skrifaðist árið 1966. „Eftir það fór ég til starfa hjá Vegagerð ríkisins og vann þar aðallega við mælingar allt fram til ársins 1974 að ég hóf nám i verkfræði við Háskóla íslands og því námi lauk ég 1978.“ Hörður stundaði framhaldsnám í vega- og framkvæmdafræðum í Sví- þjóð og starfaði síðan að nýju hjá Vegagerð ríkisins til ársins 1985 en frá þeim tíma og til ársins 1989 starfaði hann sjálfstætt, m.a. við ráðgjöf fýrir verktaka á sviði vega- gerðar. Á næstu árum eða til 1996 var Hörður framkvæmdastjóri Dagsprents á Akureyri en starfaði síðan með verktökum á sviði vega- gerðar fram til þess tíma að hann var ráðinn hafnarstjóri á Akureyri í haust. „Það sem helst er á döfinni er að fylgja eftir uppbyggingu hafnarinn- ar og þar ber hæst að stækka fiski- höfnina og það verk verður væntanlega boð- Hörður Blöndal. ið út fyrir áramót. Um DV-mynd gk er að ræða dýpkun og siðan verður farið í að reka niður stálþil næsta vor. Smábátaeigendur sem hafa haft aðstöðu fyrir báta sína og verbúðir þama á tanganum munu færa sig út Maður dagsins í Sandgerðisbót þar sem þeir fá aðstöðu. Þetta verk hefur verið í undirbúningi og ég kem inn í þann undir- búning miðjan." Hörður segist hafa mikinn áhuga á íþrótt- um og ýmiss konar úti- vist. „Það á ekki hvað sist við um þá starf- semi sem fram fer í Hlíðarfjalli á vetuma en þar hef ég reynt að starfa þegar ég hef haft tíma tU. Á sumrin hins vegar þykir mér mjög gaman að renna fyrir fisk og geri töluvert að því. Ég er í stangaveiðifé- lagi á Akureyri sem heitir Straumar og hefur á leigu Húsa- eyja- kvísl í Skaga- firði og hluta af Laxá í Aðaldal. Mín veiði fer mest fram í þessum ám. Ég myndi ekki segja að ég væri illa haldinn af „veiðibakteríunni" en sennilega era aðrir í minni fiöl- skyldu ekki sömu skoðunar. Ég hef til þessa ekki veitt stærri lax en 18 punda en nokkra svoleiðis og hef því ekki komist í hóp þeirra sem hreykja sér af 20 punda fiskum, enda ekki markmið í sjálfu sér.“ Hörður er giftur Sólveigu Gísla- dóttir og eiga þau þrjú börn, Gísla, 21 árs, sem er við nám í tölvunarfræð- um í Svíþjóð, og Katrínu, 18 ára, og Bjöm, 16 ára, sem bæði stunda nám við Menntaskól- ann á Akureyri. -gk Viðar Jónsson kántrísöngvari skemmtir á Næturgalanum í kvöld. Kántrí á Næturgalanum Skemmtistaðurinn Nætur- galinn í Kópavogi er nú að hefia vetrardagskrána. Eins og áður skipar tónlistin mik- ið pláss í starfseminni og hefst tónlistardagskráin í kvöld en á fimmtudögum verður sveitatónlistin alls- ráðandi og mun Viðar Jóns- son kántríkóngm- ráða ferð- inni. Á föstudags- og laugar- dagskvöldum munu Lúdó og Stefán, Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms, Stefán P. og Pétur og fleiri hljómsveitir koma fram. Á sunnudags- kvöldum mun svo hin ágæta hljómsveit Hjördísar Geirs- dóttur leika gömlu og nýju dansana. Skemmtanir Sir Oliver í kvöld skemmta Andra Gylfadóttir og Eðvarð Láras- son á Sir Oliver, annað kvöld og á laugardagskvöld er það Barflugan sem ræður ferð- inni og á sunnudagskvöld er það svo hljómsveit sem ber hið kunnuglega nafn Bítlarn- ir sem skemmtir. Myndgátan Setur málið á oddinn. Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Ingveldur Ýr og Ger- rit Schuil skemmta í Kaffileik- húsinu í kvöld. Söngleikir f kvöld koma þau Ingveldur Ýr söngkona og Gerrit Schuil píanó- leikari fram í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. Dagskrá sína nefna þau Söngleiki og munu þau bregða á leik og flyta ýmis sívinsæl lög úr söngleikjum, kvikmyndum og ís- lenskum leikritum. Fyrr í sumar var dagskrá þeirra flutt í Iðnó og vakti verðskuldaöa athygli. Vegna fiölda áskorana er hún nú endurtek- in í Kaffileikhúsinu. Þetta er létt og skemmtileg dagskrá sem er byggð á lögum úr söngleikjum, kvikmynd- um og leikritum, jafnt innlendum sem erlendum. Tónleikar Af innlendum verkum má nefna lög úr leikritunum Ofvitanum, Silf- urtunglinu og Húsi skáldsins og kvikmyndunum 79 af stöðinni og Skilaboðum til Söndru. Þau Ingveld- ur og Gerrit flytja einnig syrpu af lögum eftir George Gershwin og Kurt Weill auk laga úr hinum sivin- sælu söngleikjum og má þar nefha Söngvaseið, My Fair Lady, Cabaret og Showboat. Ingveldur Ýr hefur vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir sína óvenjulegu og blæbrigða- ríku söngrödd, líflegu sviðsfram- komu og sterku leikhæfileika. Hún hefm- komið fram á óperasviði og í tónleikahúsum víða um heim og sungið með þekktum hljómsveitar- stjóram. Bridge Áhorfendur sem horfðu á þetta spil í úrslitaleik Bikarkeppni BSÍ höfðu það á tilfinningunni að sagn- hafi væri með góða yfirsýn af öllum höndum. Báðar sveitimar í úrslit- um, Marvin og Ármannsfell, sögðu sig upp í 3 grönd á hendur AV í þessu spili en það var Sigurður Sverrisson í sveit Ármannsfells sem hafði puttana í lagi. Sagnhafi var austur í báðum tilfellum og útspilið var það sama á báðum borðum, hjartagosi. Þar sem Jakob Kristins- son var sagnhafi gat hjartagosinn vel verið frá kóng og af þeim sökum setti Jakob drottningima. Eftir þá byrjun var engin von á vinningi og spilið fór tvo niður. Hjartagosinn neitaði hins vegar hærra háspili þar sem Sigurður var sagnhafi: * G1098 * K85 * 973 * D32 4 K742 * ÁD32 -f 4 * G986 4 Á65 * G1094 4 G852 * K4 Sigurður setti lítið spil í upphafi og Öm Arnþórsson, sem sat í suður, spilaði næst hjartatíunni. Sigurður setti þá ásinn, spilaði laufniunni úr blindum og setti tíuna heima. Öm drap á kónginn og var nú í vanda. Hann fann bestu vömina, spilaði áfram laufi, gosinn úr blindum og drottning drepin á ás. í þessari stöðu spilaði Sigurður laufafimmu á áttuna. í þessari stöðu þurfti hann að ákveða hvort hann reyndi við tígullitinn eða treysti á spaðaás- inn hjá suðri og kónginn þriðja í hjarta hjá norðri. Sigurður fann að sjálfsögðu réttu leiðina: spilaði lágu hjarta úr blindum. Norður Sigurður Sverrisson fékk slaginn á kónginn, spilaði laufníu, Sigm-ður drap á ás og spilaði lágum spaða. Þannig tryggði hann sér 9 slagi og laufsjöan var innkoma á tígulslag- ina. Góð spilamennska Sigurðar kom þó fyrir ekki því sveit Marvins hafði sigur í leiknum, 143-130. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.