Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 23 I>V Bland í poka Everton keypti í gær Steve Simon- sen, 19 ára gamlan markvörð frá Tranmere, fyrir 350 milljónir króna. Þetta er mesta upphæð sem greidd hefur verið fyrir markvörð á Eng- landi. „Þetta er draumi likast. Ev- erton er stórt félag og leikmennirnir sem leika með félaginu eru frábærir," sagði Simonsen eftir undirskriftina en hann er í U-21 árs landsliði Eng- lendinga. Fjölmidlar á Englandi fullyrða að George Graham verði næsti knatt- spymustjóri hjá Tottenham. Graham er við stjórnvölinn hjá Leeds og hef- ur verið að gera góða hluti með liðið. Steve McMahon hætti störfum sem framkvæmdastjóri enska B-deildar- liösins Swindon í gær. McMahon seg- ir að það sé vegna fjöldskyldu sinnar sem hann hætti en hann hefur stýrt liðinu síðastliöin fjögm1 ár. Alex Ferguson, knattspymustjóri hjá Manchester United, segist ekki vera á förum frá félaginu en mikið hefur verið rætt og ritað um að hann taki við liöi Juventus á næstu leiktíð. Ferguson vill vera um kyrrt á Old Trafford og segist tilbúinn að gera nýjan 5 ára samning. Haustmót TBR i badminton verður haldið um helgina 10.—11. október. Hefst keppni með einliðaleik kl. 10 á laugardag, keppni í tvíliðaleik hefst kl. 10 á sunnudeginum og í tvenndar- leik þar á eftir. Þátttökutilkynningar berist TBR í síðasta lagi kl. 12 þann 4. október. Claus Nielsen, varnarmaður danska A-deildarliðsins Viborg, hefur verið rekinn úr félaginu. Ástæðan er sú að hann sló til félaga síns á æfingu með þeim afleiðingum að hann kjálka- brotnaði auk þess sem tvær tennur brotnuðu. Forráöamenn Viborg segja aö Nielsen sé ekki lengur æskilegur i herbúðum félagsins. Haukar og ÍBV mætast í 1. deild karla í handknattleik í kvöld og fer leikurinn fram i Strandgötu í Hafnar- firði. Leiknum var frestað á sunnu- daginn vegna veikinda leikmanna ÍBV en þeir hafa nú náð sér. Aóalstjórn Fram boðar fulltrúaráð og Framherja til áriðandi fundar í fé- lagsheimili Fram í kvöld klukkan 20.30. Brasilia og Júgóslavia skildu jöfn i vináttulandsleik í knattspymu í Brasilíu í gærkvöld, 1-1. Júgóslavar vora manni færri í 40 mínútur en voru samt nær sigri. Rúmenar máttu sætta sig við 0-0 jafntefli í vináttulandsleik gegn ná- grönnum sínum, Moldövum, i gær- kvöld. Úrslitin eru mjög óvænt því Moldavía er eitt af lægst skrifuðu knattspymulandsliðum Evrópu. Hollandsmeistarar Ajax töpuðu, 1-0, fyrir Fortuna Sittard í A-deild hollensku knattspyrnunnar í gær- kvöld. Feyenoord vann góðan útisig- ur á PSV, 2-1, í fyrrakvöld. Feyen- oord er efst i deildinni. Valeri Karpin, landsliðsmaður Rússa 1 knattspyrnu, hefur veriö dæmdur í fjögurra leikja bann i spænsku knattspyrnunni. Karpin, sem leikur með Celta Vigo og spilar væntanlega gegn íslandi hér á landi i næsta mánuði, hrækti á mótherja í leik gegnVaUadolid á sunnudaginn. Juventus sigraói B-deildarlið Rav- enna, 4-0, i ítölsku bikarkeppninni i knattspyrnu í gærkvöld. Daniel Fon- seca og Marcelo Zalayeta, sóknar- mennirnir frá Uruguay, skomðu sin tvö mörkin hvor. Juventus vann sam- anlagt 6-0. Vicenza sigraói Brescia í sömu keppni, 3-0, og samanlagt 5-3. Þrír leikmanna Brescia vom reknir af velli og þjálfarinn í sturtu að auki - allir í fyrri hálfleiknum. Oliver Bierhoff tryggði ACMilan sigur á Torino í ítalska bikarnum. Hann kom AC Milan í 3-0 en Torino, sem leikur i B-deild, hafði unnið fyrri leikinn, 2-0. Þrír leikmenn Torino vom reknir af velli. Siegen, sem leikur í C-deild þýsku knattspyrnunnar, sló A-deildarliö Freiburg út úr bikarkeppninni í gær- kvöld með 1-0 sigri. Þá þurfti Bayern Múnchen vítaspymukeppni gegn B- deildarliði Fúrth eftir 0-0 jafntefli en Bayem hafði þá betur, 4-3. Önnur úrslit i þýska bikamum í gærkvöld: Jena-Duisbin-g 1-2, St. Pauli-Hamburger SV 1-1 (5-4 í víta- keppni), Wolfsburg-Númberg 3-0, Dortmund-Schalke 1-0. -JKS/GH/VS _____________________________________íþróttir íslendingur leikur með einu besta félagsliði Spánar: „Lengi dreymt þessa vinnu" - segir Sigfús Sigurðsson, linumaðurinn sterki hjá Caja Cantabria í Santander íslenskir handknattleiksmenn hafa gert garðinn frægan í spænskum handknattleik i gegnum tíðina. Þar hafa leikmenn á borð við Einar Þorvarðarson, Atla Hilmars- son, Kristján Arason, Alfreð Gísla- son, Geir Sveinsson og Júlíus Jón- asson leikið við góðan orðstír. í byrjun þessa áratugar stefndu sterk- ustu handboltamenn heims til Spán- ar, þar voru bestu liðin og bestu launin. í dag er öldin önnur, þeir bestu í heimi eru nú að leika lystir sínar í Þýskalandi. Um tíma stóðu liðin á Spáni illa fjárhagslega en launa- kostnaður var búinn að koma mörg- um þeirra á kaldan klaka. Spænsk lið eru smám saman að rétta úr kútnum og nú horfir allt til betri vegar. Fyrir tímabilið, sem hófst fyrir þremur vikum síðan, gerði efnileg- asti línumaður landsins, Sigfús Sig- urðsson úr Val, samning við Caja Cantabría frá Santander á Norður- Spáni. Þetta félag hét raunar áður Teka en undir því nafni lék Kristján Arason með liðinu. Aginn er meiri heima á ís- landi Fyrir tímabilið spáðu allir því að Barcelona myndi vinna titilinn enn eitt árið en þar valinn maður í hverju rúmi. Liðið vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili og er ekki óeðlilegt í beinu framhaldi að spá liðinu frama einnig í vetur. Ademar Leon og Caja Cantabria, Portland, Valladolid og Bidasoa geta hæglega á góðum degi velgt Barcelona undir uggum. Bar- celona tapaði stigi um síðustu helgi á meðan öll liðin í næstu sætum unnu sína leiki. Barcelona er efst með 9 stig en síðan koma Ademar Loen og Sigfús Sigurðsson og samherjar í Caja Cantabria í næstu sætum með átta stig. DV lék forvitni á að vita hvernig Sigfúsi líkaði handboltinn á Spáni. „Handboltinn sem leikinn er hér á Spáni er sterkur en samt finnst mér aginn meiri heima á íslandi. Leikmenn eru að vísu betur á sig komnir líkamlega á Spáni. Segja má að handboltinn á Spáni sé allt öðru vísi en á íslandi," sagði Sigfús. - Hvað hefur komið þér einna mest á óvart? „Viðmót fólksins, en allir eru til- búnir að gera allt fyrir mann. Ég hóf strax eftir að ég kom út nám í spænsku og gengur mér bara ágæt- lega að komast inn í hana. Ég skil orðið ágætlega þegar talað er í kringum mig en öllu erfiðara er enn þá að tala málið. Þetta kemur allt með tímanum.“ - Hvað eru margir útlendingar á mála hjá Cantabria í vetur? „Auk mín eru það Hvít-Rússinn Mikhail Iakimovich og Ungveijinn László Sotonyi. Báðir frábærir handboltamenn og styrkja liðið gríðarlega. - Hvernig líður venjulegur dag- ur hjá handboltamanni á Spáni? „Það er æft tvisvar á dag fimm daga vikunnar. Það er leikið á mið- vikudögum og þá er tekin létt æfing um morguninn þar sem farið er yfir leikkerfi og síðan er aftur leikið á laugardögum. Þetta er atvinnu- mennska og maður er kominn i þá vinnu sem mig hefur lengi dreymt um að komast i.“ - Hvemig kom það til að þú geriðst leikmaður með Canta- bria? „í fyrstu var mér boðið til Lemgo og æfði ég með liðinu í nokkra daga. Forráðamenn Cantabria fréttu af mér að ég væri aö skoða aðstæður hjá Lemgo og í framhaldinu settu þeir sig í samband við mig. Ég sett- ist niður með Spánverjunum og þaö varð úr að ég skrifaði undir þriggja ára samning við félagið." - Svíinn Mats Olsson hefur eitthvað starf með höndum hjá félaginu. í hverju er það fólgið? „Já, Olsson er tengiliður á milli leikmanna og stjómarinnar. Hann skipuleggur allar ferðir liðsins og vinnur í samingagerð við styrktar- aðila. Hann býr hér og er giftur spænskri konu. Olsson hefur reynst mér ágætlega.“ - Hvering er launamálum hátt- að samanborið við það sem gerist í Þýskalandi? „Leikmenn á Spáni hafa lægri laun en gerist í Þýskalandi. Ég hef það alveg ágætt sjálfur." - Þér hlýtur að fara mikið fram sem handboltamanni, að leika í einni bestu deild í heimi? „Ég finn það nú þegar hvað ég hef styrkst mikiö líkamlega. Við lyftum tvisvar í viku og fariö er dýpra nið- ur í öll atriði en gert er heima. Á ís- landi vann maður 8-10 tíma á dag og fór síðan á æfingu. Hér er þetta allt annað umhverfi þegar maður al- farið getur helgað sig i íþróttinni." - Hvaða lið koma til með að berjast um spænska meistaratit- ilinn í vetur? „Það segja allir að Barcelona vinni titilinn og á pappírnum eru Hinn heimsfræga fyrrum markvörð Svía, Mats Olsson, þekkja allir handboltaáhugamenn. Hann starfar nú hjá Cantabría. Olsson gerði íslendingum oft lífið leitt með frábærri markvörslu. þeir með langbesta liðið. Börsungar náðu aðeins jafntefli í síðasta leik og fyrir vikið er spennan mikil á toppi deildarinnar. Við eigum erfiðan leik um næstu helgi gegn Bidasoa þar sem hvorki Sodonyi né Iakimovich geta leikið með okkur. Þeir verða báðir að leika á sama tíma með landsliðum sínum. Spánverjar þurfa ekki að keppa í undankeppni heimsmeist- aramótsins þar sem þeir lentu í öðru sæti á Evrópumótinu á sl. vori.“ Byrjunin lofar góðu hjá lið- inu - Er áhugi töluverður á hand- bolta í Santander? „Jú, áhuginn í borginni er mikill og hér ríkir nokkur handboltahefð. Við leikum okkar heimaleiki í fjög- ur þúsund manna höll og til þessa hafa komið á leikina í kringum 2300 áhorfendur. Forráðamenn liösins eru bara ánægðir með þá aðsókn. Miðað við undanfarin ár er hún mun meiri núna. Eftir sem á mótið líður fer síðan áhorfendum ört fjölg- andi.“ - Eru menn ánægðir með byrj- unina hjá liðinu? „Almennt séð eru menn bara sátt- ir. Liðið vinnur yfirleitt alla heima- leiki sína en í gegnum tíðina hafa útileikir liðsins verið veikasti hlekkurinn. Við erum hins vegar búnir að vinna tvo leiki i röð á úti- völlum svo það er vonandi aðverða breyting á í þeim efnum." Alltaf heiður að fá að leika fyrir íslands hönd - Stefnir þú ekki að því aö vinna þér fast sæti í íslenska landsliðinu í framtíðinni? „Þaö eru alltaf leikir hér á Spáni þegar landsliðið er að leika í und- ankeppni HM og því er ekki að leyna að ég myndi taka sæti í ís- lenska landsliðinu fegins hendi. Það er alltaf mikill heiður að fá að leika fyrir Islands hönd og að því stefni ég í framtíðinni. Ég ætla að gera mitt besta, svo sjáum við hvað Tobbi þjálfari gerir.“ Er í góðu sambandi við strákana heima „Ég er mjög ánægður hérna á Spáni. Ég er í góðu sambandi við strákana heima en við notum mikið Netið í okkar samskiptum. Það hefur verið mjög heitt hér að undan- fornu og raki mikill. Maður situr bara á svölunum og slappar vel af á milli æfinga og leikja," sagði Sigfús Sigurðsson í spjallinu við DV. -JKS Sigfús Sigurösson lék stórt hlutverk með Valsmönnum á síðasta tímabili þegar liðið tryggði sér íslands- og bikarmeistaratitilinn. Sigfús er nú á mála hjá spænska liðinu Cantabria og hefur leikið vel með liðinu fram að þessu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.