Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 24
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 T*>V 4 - erlend myndsjá Bílar voru bannaðir í miðbæjarkjörnum þrjátíu og fimm franskra borga á þriðjudag til að vekja athygli almennings á menguninni sem fylgir bílaum- ferð. í París gátu borgarbúar fengið hjól að láni hjá borgaryfirvöldum til að komast leiðar sinnar. Umhverfisverndarsinnar fögnuðu tilrauninni. "inn 9ullfai,e Kra 1 Miianó. 'gm Bandaríkjamenn geta frá og með deginum í dag fest kauþ á myndbands- uþptökunni af framburði Clintons forseta í Lewin- sky-málinu. Starfsmenn fjölföldunarfyrirtækis í Kaliforníu höfðu nóg að sýsla í vikunni því vænta má að einhverjir sýni þessu áhuga. Spólan kostar 700 kr. Breit Bart var með seinni skipunum að birgja sig upp af vatni vegna fellibylsins Georges sem nú fer hamförum í Karíbahafinu. Bart býr í Key West á Flórída. Líkur eru taldar á að óveðrið fari yfir sunnan- verðan Flórídaskagann fyrir vikulok. Helmut Kohl Þýska- landskanslari veit sem er að stjórnmálamanni er nauðsynlegt að sjá hlutina í sínu rétta Ijósi. í heimsókn sinni á iðnsýninguna í Hanover setti hann því upp þrívíddargleraugu. Kohl leggur störf sfn undanfarin 16 ár f dóm þjóðarinnar á sunnudag þegar 60 milljón- ir Þjóðverja eiga þess kost að kjósa sér nýja stjórn eða halda f þá gömlu. Starfsmenn pakist- önsku rafmagns- og vatnsveitunnar fjöl- menntu fyrir utan þinghúsið í Islama- bad á dögunum og hrópuðu vígorð gegn ríkisstjórn landsins. Starfsmennirnir voru að mótmæla áform- um um að einkavæða hluta starfsemi fyrir- tækisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.