Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 15 Fréttir og verðbréf „Þetta er frétt“ Hér er ekki á ferö allsherjarsamsæri fréttamanna um að styrkja hlut fjár- magnsins í samfé- laginu. Síður en svo. í flestum samfé- lögum verða viðmið og gildi hinna ríku og voldugu að við- miðum alls almenn- ings. Á þessu hafa menn áttað sig æ betur seinustu ára- tugi og er í sjáifu „Eru hin óbeinu skilaboð til almennings kannski að fara nú að drífa sig, kaupa verðbréf og gerast kapítalistar?" - Biðröð við verðbréfafyrirtæki. A hverju kvöldi les fréttamaður samvisku- samlega fréttir af Verð- bréfaþingi fslands. Af hverju? Eflaust væri viðkvæði fréttamanna að þetta sé frétt, það er svarið við öllu. En hvers vegna er það frétt? Hvers vegna á al- menningur að fylgjast með þvi hvemig verð- bréfavísitalan stendur? Em hin óbeinu skila- boð til almennings kannski að fara nú að drífa sig, kaupa verð- bréf og gerast kapítal- istar? Það er erfitt að forðast þá ályktun. Og hvers vegna segja fréttamenn hér og víð- ar alltaf frá því hvemig gengið stendur þegar kosningum ein- hvers staðar lýkur? Vinstriflokk- amir unnu, gengið féll. Gengið féll auðvitað vegna þess að þeir sem eiga fjármagnið í flestum samfé- lögum treysta best þeim flokkum sem þeir vita af reynslu að reka er- indi þeirra betur. En það kemur ekki fram í fréttatíman- um. Þar er aðeins sagt að gengið hafi fallið og þá fara áheyrendur að ókyrrast. Og af hverju er sagt frá þessu en ekki því hvernig kennara- samtök viðkomandi lands taka kosn- ingaúrslitunum? Svarið: það er frétt. sér ekki skrítið að þeir sem hafa völdin og ijármagnið geti gert skoðanir sínar að skoðunum hinna smáu í samfélagi en ekki öfugt. Þess vegna er ljóst að allir sem aðhyll- ast lögmálshyggju á borð við þá sem felst í svarinu „þetta er frétt“ eru að styrkja þá sem hafa völdin í samfélaginu. Vegna þess að hinn ómeð- vitaði hugsunarhátt- ur þegnanna í hverju samfélagi er iðulega í samræmi við vilja efsta lags- ins í samfélaginu. Þess vegna er einfaldlega frétt að gengið falli þegar kosið er til vinstri og þess vegna er frétt að verðbréfavísitalan hafi lækkað um 0,0003% í dag. Þess vegna eru frétt- ir af verkfóllum alltaf grunsam- lega líkar fréttum af náttúruham- Kjallarinn Ármann Jakobsson íslenskufræðingur forum.. Þess vegna er jafnvel enn þá talað um „umbætur" Jeltsíns í fréttum þó að landið sé nánast sviðin jörð eftir óstjóm hans og spillingu f sjö ár. Nógu stóra „ekki-frétt“ En ekkert af þessu er hægt að rekja til meðvitaðrar ákvörðunar eins né neins á fréttastofunni. Enda ætla yfirvöld ekki að áminna eða reka eða skrifa greinargerðir um neinn út af þessu. Þaðan af síð- ur ætla yfirvöld að áminna frétta- stofuna fyrir að hafa afhent for- sætisráðherra blóm þegar hann og þjóðin vora upplýst um að hann hefði verið einhveijar þúsundir mínútna í fréttum og kom engum á óvart nema hon- um. Það er ekki áróður ef fréttim- ar staðfesta lag- skiptingu samfé- lagsins sem hvert annað náttúrulög- mál. Eina úrræði fréttamanns sem vill ekki fá áminn- ingar eða verða rekinn fyrir áróður er að segja fréttir af Verðbréfaþingi íslands af sannfæringu en varast fréttir sem gætu styggt þá sem ráða og reka fréttamenn. Mitt ráð til frétta- manna er að fmna nógu stóra „ekki-frétt“, hvalkynjaða að stærð jafnvel. Þá geta þeir eytt heilu ári í að segja fréttir af risavöxnum smámunum. Og haldið starfinu og ærunni. Ármann Jakobsson „Eina úrræði fréttamanns sem vill ekki fá áminningar eða verða rekinn fyrir áróður er að segja fréttir af Verðbréfaþingi íslands af sannfæringu en varast fréttir sem gætu styggt þá sem ráða og reka fréttamenn Ráðherravænir fjölmiðlar Undarleg og misskilin er ólund sú sem gripið hefur sjálfstæðis- menn í höfuðborginni í garð fréttastofa Ríkisútvarpsins í kjöl- far niðurstaðna borgarstjómar- kosninganna i vor. Allar götur frá upphafi Sjónvarpsins hefur Sjálf- stæðisflokkurinn og borgarstjórar hans fengið verulega „ívilnandi" meðhöndlun hjá fréttastofunum þar á bæ. Enda hefur Sjálfstæðis- flokkurinn ávallt passað sig á því að hafa sína menn þar sem mest þeir hafa megnað. Skemmst er í því sambandi að minnast þess þegar sjálfstæðis- maðurinn Bogi Agústsson var ráð- inn fréttastjóri Sjónvarpsins fyrir allnokkrum misserum. Á móti honum sótti þaulvanur fjölmiðl- ungur, dr. Sigrún Stefánsdóttir, um starfið án árangurs. Var hún án minnsta vafa langtum hæfari, reyndari og margfalt meira menntuð í greininni en Bogi á þeim tíma. Enda fannst varla sá maður í landinu sem efaðist um að ráðningin væri pólitísk. Verkin og vinnubrögðin þar á bæ hafa síðan talað sínu máli um ágætið. Ráðherraviðtöl í búntum I dag er svo komið að jafnvel hið yfirvaldshlýja og hægfara hægri- sinnaða blað Morgunblaðið leyfir sér að jafnaði ekki þá yfirvalds- þjónkun sem ríkisfjölmiðlamir leyfa sér í flestallri fréttaumfiöllun. Sýnu verst era vinnubrögðin á fréttastofu Sjón- varpsins. Þar eru ráðherraviðtölin framleidd í búnt- um flest kvöld. Al- menningur hér á landi má því búa við það að nær aldrei er grafist fyrir um sann- leiksgildi eða rétt- mæti fullyrðinga og fagurgala ráðamanna í lang- hundarviðtölum í fréttunum. Lát- ið er nægja að vinna hraðsoðnar og ráðherravænar fréttir og viðtöl upp úr foxunum sem koma frá ráðuneytunum og rikisstofnunum. Erlendir frétta- menn, sem kynnst hafa vinnubrögðum starfssystkina sinna hér á landi, verða yf- irleitt hissa á þessum nánu og hættulegu tengslum frétta- manna og ráða- manna og tala gjam- an um hið sovéska lögmál í fiölmiðlun- um hér. Að hér á landi þjóni fiölmiðlar ráðamönnum meir en almenningi. í þriðja sæti komi svo upplýsingamiðlunin á eftir þessari til- kynninga- og auglýs- ingaþjónustu framá- manna sem vilja og telja sig þurfa að baða sig í sviðsljós- inu öll kvöld og alla morgna ef þess er nokkur kostur. Ekki er annað hægt en að taka undir þá falleinkunn sem flestir íslenskir fiölmiðlungar fá í aðhalds- og rannsóknarhlutverki sínu á ís- landi. Mikil yfirvaldsþjónkun fjölmiðla Þessi yfirvaldsþjónkun flestra íslenskra fiölmiðla er mikill drag- bítur á eðlilega um- ræðu og þróun þeirra þjóðfélagsmála sem hér eru efst á baugi hverju sinni. Ef betur væri að málum staðið myndi fagleg og hisp- urslaus umfiöllun fiölmiðla um samfé- lagsmálin fleyta okk- ur miklu hraðar í átt- ina að betra og sið- menntaðra þjóðfélagi en gerist í dag. Ólund sjálfstæðis- manna nú skapast fyrst og fremst af því að þeir áttu ekki borgarstjómarvaldið núna fyrir kosning- arnar í vor og þvi vann myllan ekki með þeim eins og þeir era vanir. Byltingin, sem sögð var standa fyrir dyram með ráðningu Helga H. Jónssonar til fréttastofu Sjón- varpsins, er og var aðeins hallar- bylting. Það var aðeins settur rauður fféttastjóri í stað hins bláa sem þar var áður. Eftir sem áður var kjami vinnubragðanna hinn sami: gagnrýnislaus og upplýs- ingalitlar fréttir í hvert mál handa landsmönnum. Magnús H. Skarphéðinsson „Byltingin, sem sögð var standa fyrir dyrum með ráðningu Helga H. Jónssonar til fréttastofu Sjón- varpsins, er og var aðeins hallar- bylting. Það var aðeins settur rauður fréttastjóri í stað hins bláa sem þar var áður.u Kjallarinn Magnús H. Skarphéðinsson oddviti Launalistans í borgarstjórnarkosning- unum sl. vor Með og á móti Er 30 ára bið KR-inga eftir íslandsmeistaratitli á enda? Hef sterka trú á því „Ég hef sterka trú á að KR-ing- ar hampi íslandsmeistaratitlin- um síðdegis á laugardaginn eftir að hafa lagt Eyjamenn að velli. Ég er kominn gagn- gert frá Noregi til þess að verða þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að horfa á mína menn taka á móti bikarn- um á laugardaginn. Síðast þegar það gerðist sat ég á rassgatinu á síldartunnu austur á Eskifirði og hlustaði á lýsingar. Eftir þann leik var ég grýttur með töppum og öllu lauslegu sem starfsfélagar mínir náðu i. Þeir þoldu ekki að KR yrði meistari. Menn hafa rætt um að róður KR-inga í leiknum verði þungur þar sem Eyjamönnum nægir jafntefli. KR- ingar era í dag í nákvæmlega sömu aðstöðu og Skagamenn fyr- ir 2 áfum. Þá nægði KR jafiitefli uppi á Skaga til að tryggja sér tit- ilinn en leikmenn KR runnu ger- samlega á rassgatið í þeim leik eins og allir vita. Það hefur verið gott skrið á KR-liðinu þrátt fyrir tap í síðasta leik en þá vantaði David Winnie í liðið sem hefur bundið liðið ótrúlega vel saman í sumar. Atli Eðvaldsson er búinn að byggja strákana í KR gríðar- lega vel upp sálfræðilega í sum- ar. Fyrirheitið í sumar var að reyna að búa til lið og þroska það fyrir komandi ár. Þetta hefur skilað sér og rúmlega það. Und- anfarin ár hefur vantað herslumuninn á að fara alla leið og ég hef þá trú að sá herslumun- ur komi á laugardaginn." Guöni Ölversson, stuöningsmaöur Kemur í Ijós „Þetta er góð spurning en henni verður ekki svarað fyrr en sfðdegis á_ laugardaginn þegar dómar- inn, Eyjólfur Ólafsson, flaut- ar leikinn af. KR-ingar og Eyjamenn eru að mínu mati tvö bestu lið landsins eins og staðan er í dag. Ef KR-ing- ar sigra Eyja- menn á laugardaginn eiga þeir titilinn svo sannarlega skilinn og ég mun veröa fyrsti maðurinn á veliinum til að óska þeim til hamingju. Atli Eðvaldsson er maður skynseminnar í fótbolta og hann hefur gert frábæra hluti með KR- liðið í sumar. Ég spái þvi að það lið sem skorar fyrst á laugardag- inn verði íslandsmeistari og þá kemur í fiós hvort 30 ára bið KR- inga sé á enda eða hvort okkur Eyjamönnum tekst að verja ís- landsmeistaratitilinn og vinna tvöfalt í ár.“ -GH Þorstoínn Gunnarsson, framkvæmdastjórí knattspy rnudei Idar ÍBV. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum i blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.