Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 27 Sviðsljós Adam var ekki nema þrjú ár í paradís: C amer on kastaði kærastanum á dyr Það getur verið dýrkeypt að kyssa poppstjömu. Sérstaklega ef það má ekki. Bandariski leikarinn og hjartaknúsarinn fékk að kenna á því um daginn þegar kærastan hans, leikkonan unga og fagra Cameron Diaz, kastaði honum á dyr fyrir að kyssa poppstjörnuna Mariuh Carey á næturklúbbi í New York. Þau Matt og Cameron vom þá búin að vera eitt heitasta parið í Hollywood í þrjú ár. Hvorki meira né minna. Og til að bæta gráu ofan á svart, fann Cameron líka bréf í vasa Matta. Bréfið var að sjálfsögðu frá Mariuh. „Henni finnst hún hafa verið svikin," sagði vinur leikkonunnar í viðtali við breska hasarblaðið Heimsfréttir. Matt og Cameron leika saman í kvikmyndinni There’s Something about Mary sem nýtur mikiila vin- Þessi mynd af þeim Cameron Diaz og Matt Dillon var tekin á meðan allt lék í lyndi og hamingjan skein úr brosi þeirra. sælda um þessar mundir, bæði aust- an hafs og vestan. Skötuhjúin vora bæði viðstödd frumsýningu mynd- arinnar í Lundúnum um síðustu helgi en héldu sig þó eins fjarri hvort öðra og nokkur kostur var. Vandræðagangurinn hófst eftir tökur Maríumyndarinnar, þegar þau sneru hvort til síns heima, hann til New York en hún til Los Angeles. í Hollywood gengu þær sögur að Matt hefði verið í tygjum við aðrar konur, jafnvel áður en hann var nappaður i fanginu á hinni áströlsku Kylie Minogue í París. Kossasenan með Carey kom svo síðar. Matt var spurður að því fyrir skömmu hvar kærastan hans væri. Ekki stóð á svarinu hjá kauða: „Ég hef ekki hugmynd. Hringdu bara í einkaritarann hennar.“ Á meðan ráfaði Cameron milli klúbba með vinum sínum. Vinirnir hafa áhyggjur af Calistu Flockhart Fyrr á þessu ári var Calista Flock- hart kjörin ein af 50 failegustu kon- um heims. En nú hafa vinir leikkon- unnar áhyggjur af heilsu hennar. Erlend blöð hafa það eftir vinun- um að beinin standi bókstaflega út á henni. „Ég varð að snúa mér und- an,“ hefur blaðið Daily News eftir einum þeirra. Blaðið segir Calistu nú svo mjóa að vikublaðið Entertain- ment Weekly hafi þurft að biðja hana um að vera í víðum fótum á myndum sem taka átti af henni. Sjálf mun Calista ekkert hafa látið hafa eftir sér um þessar fúllyrðingar. Hún hefur þó áður getið þess að hún sé grönn vegna of hraðra efnaskipta. Demi og Bruce saman á fyrsta skóladegi dótt- urinnar Kvikmyndaleikararnir Demi Moore og Brace Willis vora bæði viðstödd þegar fimm ára dóttir þeirra mætti í skólann í fyrsta sinn á dögunum. Demi og Brace komu ekki saman til skólans en þau vora hlið við hlið þegar þau hittu kennarana og aðra nemend- ur í skólanum. Eftir að hafa ver- ið um hálfa klukkustund í skól- anum kyssti Brace dóttur sína í kveðjuskyni en Demi dvaldi svo- lítið lengur. Hún fór síðan ásamt hinum börnunum sínum til þess að kaupa liti og bækur. Um þessar mundir er ekki útlit fyrir að Demi og Bruce taki sam- an á ný. Að sögn þeirra sem til þekkja er Demi miður sín vegna framhjáhalds Brace. Hún er sögð vera í meðferð hjá sérfræðingi. Bðkfllaá netinu: www.flnanet.il/mgafa Baraatwftur. fyrir Heimasfðugerð fyrirtæki og einaaMinga. ! Fullorðíns fjallareiðhjól 18 gíra aðeins frá kr. I Rocky+MGB 8.900 | MavericlMO018.900 Coppi 45300 37.900 Breska leikkonan Kate Winslett, sem lék aðalhlutverkið í Titanic, er hér á götu í Nýju-Delhi á Indlandi. Kate er i Indlandi við tökur á nýrri kvikmynd. Símamynd Reuter Allar stærðir á lager. Rýmum fyrir nýjum tegundum. Borgartúni 22 Sími: 551 1414 Langur laugardagur í miðborg Reykjavíkur Kaupmenn, veitingamenn og aðrir þjónustuaðilar ð miðborginni, athugið: Næsti langi laugardagur er 3. október. Þeim sem vilja tryggja sér plóss fyrir auglýsingu i DV föstudaginn 2. október er bent á aö hafa samband viS Sigurö Hannesson sem fyrst í síma 550 5728. Auglýsing 29. september

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.