Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 10
10 menmng "k i FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 JjV Reykholt í Borgarfirði er einn af helgi- stöðum íslenskrar sögu og bókmennta- sögu. Þar bjó Snorri Sturluson og setti saman merkar bækur og þar var hann myrtur samkvæmt boði norsku krúnunnar sem hann þó hafði frægt meira en nokkur annar maður í sögum sínum. í Reykholti er nú verið að grafa eftir fornminjum á vegum Þjóðminjasafns ís- lands en að sögn Guðrúnar Sveinbjarnardóttur fornleifafræðings, sem stýrir uppgreftinum, hafa verið að finnast fornminjar á staðnum allt frá því að skólinn var byggður þar árið 1929. Skipulagðar rannsóknir hófust þó ekki fyrr en árið 1987. En hvað sást í Reykholti af minjum um forna tíð áður en uppgröftur hófst, var Snorralaug til dæmis alltaf í þeirri mynd sem hún er nú? „Arfsögnin eignar Snorra Sturlusyni laugina eins og hún er nú en elsta lýsing á henni er ekki eldri en frá fyrri hluta 18. aldar. Hún var endurhlaðin á 19. öld, að sögn í sömu mynd og hún var á hans dögum, og aftur 1959,“ segir Guðrún. „Bærinn sjálfur var rifinn laust eftir 1930, stuttu eftir að skólinn var byggður. Lík- lega hefur skólahúsið verið byggt ofan í rusla- haug frá bænum en ekkert varðandi vinnu við grunn skólans var skráð. Gamla kirkjan var byggð 1887 en fyrir þann tíma stóð kirkjan að- eins sunnar, það sér aðeins móta fyrir grunni þeirrar kirkju og ekki ólíklegt að þar undir séu aðrar eldri. Árið 1987 var ákveðið að fara út í skipulagð- ar rannsóknir í fyrsta sinn,“ heldur Guðrún áfram. „í tilefni dánarafmælis Snorra Sturlu- sonar árið 1991 var peningum varið til forrann- sókna og síðan til uppgraftar í tvö sumur, þá þraut fé. Þegar grafið er í bæjarhól þar sem búið hefur verið frá upphafi byggðar í landinu þá kemst maður ekki svo glatt niður í miðalda- leifar; kannski hefur íjárveitingarvaldinu þótt það taka okkur of langan tíma að finna bæ Snorra." Að fikra sig niður ... í fyrravor var skólahald í Reykholti aflagt og þá varð að finna staðnum nýtt hlutverk. Það var ákveðið að veita peningum í áframhaldandi fornleifarannsóknir þar og í sumar fór Guðrún Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur: Dreymir um þverfaglegt rannsóknarverkefni í Reykholti. DV-mynd ÞÖK Leitin að Snorra þangað með átta manna hóp og byrjaði aftur þar sem frá var horfið eftir níu ára hlé. „Þegar við hættum 1989 var fyllt upp i grunn- inn og segja má að hann hafi varðveist vel, en það tók afskaplega langan tíma að ná öllu upp úr honum," segir Guðrún. „Meðal annars hafði verið sett þama bílastæði! Við byrjuðum á að hreinsa gmnninn að íþróttahúsinu sem var rif- ið í sumar til þess að kanna hvað væri þar und- ir. Raunar vissum við að göngin frá Snorralaug að bænum væru þar undir. Þegar Ólafur, krón- prins Noregs, kom í Reykholt 1947 til þess að gefa íslendingum styttu af Snorra var grafm hola norðan við íþróttahúsið til þess að sýna honum að þar lægju göng frá Snorralaug. Einu mannvistarleifamar sem komu í ljós undir íþróttahúsinu vom þessi göng, en þau hafa varðveist mjög vel. Þau eru mikið mannvirki, grjóthlaðin, 1,8 m á hæð en aðeins 70 cm breið. Nú þarf að grafa niður úr bæjarstæðinu, í gegn- um hin ýmsu lög, og finna tengingu ganganna Göngin sem fundust undir íþróttahúsinu sem rifið var. Þau lágu frá Snorralaug og upp í bæjarstæðið. við bæjarstæðið til þess að komast að því hvað þau eru gömul. Við vitum að þau eru eldri en gangabær sem var grafinn upp 1988-9 og hefur verið tímasettur til 17-18.aldar, göngin liggja undir hann. Það er bara spuming um að fikra sig þarna niður. Við stækkuðum líka í sumar svæðið sem hafði verið opnað til þess að reyna að fá meira samhengi í leifarnar sem þarna eru. Þetta er náttúrlega allt brotakennt því byggt hefur verið ofan í aðrar byggingar sí og æ og vonlaust að átta sig á því nema að grafa á stóru svæði." - Hvert verður svo framhaldið? „Þetta er rannsóknaruppgröftur, ekki björg- unaruppgröftur, og áform okkar eru að gera rannsóknina þverfaglega og fá sem flesta sér- fræðinga inn í hana til þess að skoða mismun- andi atriði - umhverfisfræðinga og sagnfræð- inga til þess að skoða sögu staðarins, landfræð- inga til að skoða leiðir, verslunarstaði og ýmis- legt annað sem tengist staðmnn, ekki aðeins þær leifar sem er að finna í bæjarhólnum sjálf- um. Svo em aðrir staðir í hreppnum sem verið er að rannsaka núna og vonir standa til að hægt sé að tengja þessari rannsókn og fá heild- stæðari mynd af sögu svæðisins. Við höfum líka lagt drög að norrænni samvinnu um þetta verkefni. Reykholt er ekki síst áhugavert fyrir Norðmenn vegna tengsla Snorra við Noreg, og þar erum við þegar komin í samband við sagn- fræðinga og fomleifafræðinga sem hafa áhuga á að tengjast verkefninu." Niður úr eyðileggingunni „Markmið okkar er að skoða ekki aðeins einn þátt, heldur allt sem hægt er að skoða varðandi svona byggð,“ segir Guðrún. „Okkur eru einnig mikilvæg tengsl við sérfræðinga í öðrum löndum og að ala upp fólk í þessum fræðum. Hjá okkur voru tveir nemar í sumar sem tóku hluta af uppgreftinum sem verkefni og munu skrifa ritgerðir um vinnuna. Ég stefni á að fá fleiri slíka til starfa til þess að skrifa um rannsóknirnar stig af stigi. Einn af þeim sem vann með okkur í sumar mun til dæmis rann- saka skordýraleifar sem finnast í gólflögum. Þær gætu gefið okkur vísbendingar um til hvers húsin voru notuð, hvernig þrifum var háttað, hvernig mataræðið var og þess háttar. Jurtaleifar verða skoðaðar í sama ljósi." - Takmarkið er náttúrlega að finna Snorra? „Sjálfsagt vilja flestir að við finnum leifar af bæ hans.“ - Finnst þér trúlegt að bæjarstæðið hrfi alltaf verið þar sem þið eruð að vinna? „Já, mér finnst það mjög líklegt. í uppgreftin- um 1988-9 fundum við gamalt eldstæði sem við gátum því miður ekki tengt neinni byggingu. Siðan var gerð tímasetning á koluðum viði og byggi úr eldstæðinu og hún gaf til kynna að það hefði verið notað á tíundu eða elleftu öld. Við erum því örugglega á gamla bæjar- stæðinu, það er bara spurning um hversu heillegar þessar elstu minjar eru undir öllu því sem byggt hefur verið ofan á. Pipur hafa verið lagðar þvers og kruss til þess að þjóna nýjum húsum og mikið hefur verið eyðilagt. Enn standa þó vonir til þess að við komumst niður úr eyðileggingunni." - Hvað dreymir þig sjálfa um að finna? „Mér finnst mjög spennandi að fá að vita hvernig göngin tengjast bæjarstæðinu. Við vitum um göng annars staðar á íslandi, til dæmis á Hólum og í Skálholti, og í sumar var verið að rannsaka göng á Keldum á Rangárvöllum og athugað hvernig þau tengjast bæjarhúsunum. Fróðlegt verður að bera það saman við Reykholt. Okkur þætti spennandi að geta sýnt fram á hvað þessi Guðrún með „gröfurunum" sínum í Reyk- holti í sumar. Helmingur þeirra var útlendur. í baksýn eru báðar kirkjur staðarins. göng eru gömul og af hverju þau voru gerð.“ - Er svona uppgröftur ekki í sjálfum sér að- laðandi fyrir gesti? „Jú, það koma gífurlega margir ferðamenn í Reykholt, og hugmyndin er sú að láta eitthvað af því sem finnst vera á staðnum svo fólk geti skoðað, hafa þar upplýsingar og jafnvel sýning- ar. Við leiðbeindum ferðamönnum í sumar, settum þá inn í það sem við vorum að gera og það mæltist mjög vel fyrir. Reykholt er sagnfræðilega mikOvægur stað- ur. Hvað var það í íslensku 13. aldar samfélagi sem gerði Snorra kleift að skrifa sín listaverk á þessum stað? Hvers vegna tók hann Reykholt fram yfir Borg? Ég geri mér vonir um að fá sagnfræðinga til liðs viö okkur til þess að fylla í þær eyður.“ Sögur, ljóð og líf Heimir Pálsson segir í formála að nýrri bókmenntasögu 20. aldar að hann hafi val- ið henni titil sem veki athygli á því „hve þjóðrækni og þjóðvitund voru sterkur þráður í þeim vef sem hér er lýst og ofinn er úr hinum fjölbreytilegu bókmenntum aldaiúnnar sem nú er að líða“. Bókin heit- ir Sögur, Ijóð og líf og vlsar heitið til vísuparts í lýðveldishátíðarljóði Jóhann- esar úr Kötlum, „Land míns fóður": Hvort sem krýnist þessi þjóð þyrnum eða rósum, hennar sögur, hennar ljóö, hennar líf vér kjósum. Bók Heimis er endurgerð á síðasta hluta kennslubókarinnar Straumar og stefnur frá 1550 sem mikið hefur verið notuð í framhalds- skólum. Hér er fjall- að mun ítarlegar um strauma og stefniu- í bókmenntum 20. ald- ar en þar að auki hefur Heimir bætt við „skáldatali", ævisögum eitt hund- rað skálda og rithöf- unda í símskeytastfi sem prentaðar eru á spássíur, oft með mynd af viðkomandi höfundi. Þetta er geysiþörf viðbót sem auðveldar leitina að frekara lestrarefni. Enn fremur eru birt sýnishorn úr ritverk- um í bundnu og óbundnu máli. Auk mynda af skáldum eru fjölmargar myndir af listaverkum frá öldinni, bókar- kápum og fréttamyndum sem snerta bók- menntir. Aftast eru nafnaskrár og einkar hentugir listar yfir bókmenntaverðlaun. Vaka-Helgafell gefur bókina út. Spfðu ást mín í fyrramálið kl. 10.15 á rás 1 les Ingvar E. Sigurðsson smásöguna „Sofðu ást mín“ eftir Andra Snæ Magnason. Eftir fréttir kl. 15 fjallar svo Elísabet Brekkan um „hina hefðbundnu ástarsorg". Er ákveðið sorgarferli í ástarsorg? Er til einhver ein- faldur plástur á sárið? Hvað þarf maður að vera orðinn gamall til að ástarsorg manns sé tekin alvarlega? Er ástarsorg sorg? Andri Snær vakti athygli áhugamanna um bókmenntir strax fyrir sína fyrstu ljóðabók, Ljóðasmygl og skáldarán sem kom út 1995. Árið eftir komu eftir hann tvær bækur, smásagnasafnið Engar smá sögur og hin bráðskemmtilegu Bónus ljóð sem Jóhannes í Bónus gaf út og dreifði í þúsundum eintaka. Má mikið vera ef einhverjir krakkar verða ekki skáld eftir óvænta reynslu af henni. Undan- farið hefur Andri Snær verið að reyna að markaðssetja Stofnun Áma Magnússonar. Að hans frumkvæði kom út í sumar diskurinn Raddir með rímnalögum úr safni stofnunarinnar. Enginn Einar í ár Það er einkennilegt þegar bókafréttir streyma fi'á forlögum að flytja „ekki-frétt“ af bók, en menningarsiðan hefur hlerað að ekki sé von á framhaldi af ævisögu Einars Benediktssonar fyrr en að ári. Guðjón Friðriksson hefur gert víðreist til að leita að menjum um skáldið, bréfum ög skjölum sem varða atvinnu- rekstur hans erlendis árin fjórtán sem hann dvaldi þar. Guðjón hef- ur þegar rannsakað skjalasöfn í London og Ósló en Kaupmanna- höfn er eftir. Fréttinni fylgdu þau (gleðilegu) tíðindi að bindin um Einar yrðu þrjú. X Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.