Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 13 Fréttir Nýr vegur á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur: Myndi auka hag- kvæmni í sjávarútvegi - segir Sesselja Jónsdóttir, sveitarstjóri Ölfushrepps Á dögunum var kynnt skýrsla Byggðastofnunar um mat á áhrifum Suðurstrandarvegar sem er ekki enn kominn inn á vegaráætlun. Vegur- inn, sem myndi kosta um 1,1 milljarð króna, kæmi í staðinn fyrir vegar- slóðann sem er nú á stærsta hluta leiðarinnar á milli Þorlákshafnai- og Grindavíkur. Leiðin á milli staðanna tveggja myndi styttast úr 97 km í 58 km eða um 40%. Leiðin milli þéttbýlisstaðanna austan ár og Grindavíkur myndi styttast um 33 km og milli Selfoss og Grindavíkur um 17 km. „Með lagn- ingu vegarins myndi mikill tími sparast þar sem hann liggur ekki í gegnum höfuð- borgarsvæðið. Þetta yrði því bein Jóns- og greið leið,“ sagði Sesselja Jónsdóttir, sveit- arstjóri Ölfushrepps. „Með tilliti til umferðaröryggis er þessi vegur hag- Sesselja dóttir. Fermingarborn ur 4 prestaköllum kvæmari þar sem hann er ekki yfir sjó.“ Kostirnir yrðu fleiri. Samskipti fólks á svæðinu myndi aukast til muna og meiri samskipti yrðu á miUi fyrirtækja á Suðurnesjum og Suður- landi. Þá má nefna að nýr vegur myndi auka fisktlutninga á miUi landsvæðanna auk þess sem tilkoma vegarins myndi valda aðlögun og hagræðingu í sjávarútvegi, bæði hvað varðar veiðar og vinnslu. Með lagningu vegarins opnast nýir ferðamöguleikar og Sesselja sagði að ein ferðaskrifstofa beinlínis bíði eftir að vegurinn verði lagður. „Ég tel að ferðamenn sem lenda í Keflavík færu ekki sjálfkrafa tU Reykjavíkur og keyptu aUa þjónustu þar.“ -SJ DV, Vestfjörðum: Hans Gústavsson við geitungabúið. DV-myndir Eva Garðyrkjubóndi með geitungabú DV, Hveragerði: Um miðjan júní í sumar var Hans Gústavsson, garðyrkjubóndi i Hveragerði, að klippa runna í garði sínum, og rakst þá á geitungabú í runnanum við innganginn i garð- inn. Ólíkt flestum öðrum ákvað hann að leyfa því að vera og fylgjast með búinu og íbúum þess í sumar. Þegar geitungarnir eru farnir ætlar Hans sér að skera búið í tvennt og skoða það að innan og jafnvel hengja það upp á heimUi sínu. Hans segir að geitungarnir taki sér eins og vini. Láti hann alls ekki trufla sig og haldi áfram störfum, jafnvel þótt hann sé að klippa í kringum búið. Geitungunum er hins vegar ekki alveg sama hver er hjá þeim og fela sig oft ef gestir koma i heimsókn. Hann fullyrðir að enginn hafi orðið fyrir áreitni af þeirra völdum. Nú eru þeir orðnir hálfslappir enda vetur í nánd. Á meðan fréttaritari staldraði við sást einn laslegur geitungur skríða úr búinu og inn í það aftur. GreinUega ekki um athyglina gefið. -eh „Þetta markar upphaf að ferm- ingarundirbúningi barnanna. Hér eru væntanleg fermingarbörn úr fjór- um prestaköllum þ.e. frá Reykhólum, Patreksfirði, Tálknafirði og BUdudal, aUs liðlega 30 krakkar. Þetta er liður í að efla samkennd barnanna og kynnast •= krökkunum betur og gera eitthvað skemmtUegt saman áður en vetrarstarf- ið byrjar," sagði Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur á Tálknafirði. Um síðustu helgi voru samankomin í punktur helgarinnar var svo miðnæt- urmessa í kirkjunni á Brjánslæk þar sem börnin aðstoðuðu við messu- gjörð. „Þetta er í fyrsta skipti sem við komum saman hérna í Flókalundi. Áður hafa verið svipaðar samkomur MULTI VIT FJOLVITAMIN MEÐ STEINEFNIM NATTUKULEGT 60 töfiur Fermingarbörn af Barðaströnd í síðdegiskaffi á Hótel Flóka- DV-mynd Guðm. Sig. lundi. Flókalundi í Vatns- firði fermingarbörn úr þessum fjór- um prestaköUum ásamt prestum sin- um. Dagskráin byggðist upp á fræðslu, leikjum og íþróttum auk þess sem haldin var kvöldvaka. Há- Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: Skrifstofurnar fluttar í Njarðvíkurhverfið að Núpi í Dýrafirði þar sem öU ferm- ingarbörn á Vestfjörðum voru saman- komin. Það var orðið svo stórt í snið- um að við ákváðum að brjóta þetta upp og reyna hvernig til tækist að hafa þennan háttinn á að þessu sinni. Minnka umfangið og ná persónulegri tengslum á mUli bamanna," sagði Sveinn. -GS Ein með öllu handa öllum l_Iheiísuhúsið Skólavöröustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu 6, Akureyri DV, Suðurnesjum: „Þetta er ívið hentugra húsnæði en það sem við vorum í áður. HeUbrigð- iseftirlitið er komið undir eitt þak en var áður í tveimur húsum. Þá er búið að gera húsnæðið upp og er það orðið þægi- legt og vistlegt", sagði Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sam- bands sveitarfélaga á Suð- urnesjum, við DV. Skrif- stofur sambandsins eru nú í húsnæði þar sem áður voru skrifstofur Njarðvíkurbæjar fyrir Skrifstofur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja er komið undir eitt þak að Fitjum í Njarðvík. DV-mynd Ægir Már sameiningu. Húsnæðið er á Fitj- um og er á tveimur hæðum. Heil- brigðiseftirlit Suður- nesja er á neðri hæðinni en Guðjón og hans starfs- fólk eru á efri hæð húss- ins. Búið er að taka hús- næðið rækilega í gegn að innan og lagfæringar hafa verið gerðar á því utanhúss. Guðjón segir að 5 ára leigusamningur hafi verið gerður við eig- anda hússins, Reykjanes- bæ, með framlengingará- kvæði. SSS var áður í húsnæði í Keflavík og verður áhaldahús Reykjanesbæjar stækkað sem því nemur. -ÆMK ^ Takið þátt í \ krakkapakkaleik Kjörís og DV! Klippið út Tígra og límið á þátttökuseðil sem fæst á næsta sölustað Kjörís krakkapakka. Sendið svo inn ásamt strikamerkjum af V krakkapökkum. ^ Nöfn vinningshafa birtast í DV á miðvikudögum. KLIPPTU ÚT Útivist fjölskyldunnar ) LA UGARDALSHÖLL 25. - 27. SEPT. •Feroa- og fjallajeppar •Nýir bílar og jeppar •Útivistarvörur •Aukahlutir ÍMIÍ 15 ára afmælissýning The lcdandks Superjeep and outdoor show 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.