Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1998, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 33 Myndasögur Veiðivon c (ð N U CÖ E- u 3 O X Laxveiöin: Lokatölurnar flæða inn Anna K. Sigþórsdóttir setur réttu fluguna á. Veiðisumarið er farið að styttast verulega í annan endann, enda loka- tölur farnar að koma úr fjölda veiðiáa þessa dagana. Það er samt enn veitt í mörgum ám og enn þá fleiri í klak, þó þessir stóru sleppi i flestum tilfellum. Lokatölur eru komnar úr nokkrum veiðiám, eins og Norðurá í Borgar- firði en hún endaði í 2003 löxum þetta sumarið. Hún bætti sig um 104 laxa frá því í fyrra. Þverá/Kjarrá endaði í 2189 og bætti sig heldur betur frá fyrra ári. En þá gaf áin 1633 laxa. Batinn er mjög góður í Þverá/Kjarrá þetta sumarið. Laxá í Að- aldal hefur verið lok- að og þar veiddust 1925 laxar á móti 1227 í fyrra. Drottningin er öll að koma til, enda löngu kominn timi til. Laxá í Kjós verður kringum 1400 lax- ana, en enn þá er veiddur sjóbirting- ur í henni. Sá veiðiskapur gengur ágætlega og einn og einn lax veiðist. Elliðaárnar lokuðu á 492 löxum sem er langt frá að vera ásættanlegt. Hrunið í EUiðaánum er ótrúlega mik- ið og það verður að gera stórátak strax. í ísafjarðardjúpinu hefur Laug- ardalsá komið einna mest á óvart, en ríflega 350 laxar veiddust í ánni í sumar. Og er það mikill bati frá fyrra ári, en þá gaf áin 135 laxa, sem er meira en töluverð uppsveifla. Veiðieyrað Veiðin getur verið stórskemmtileg stundum og veiðimennimir líka. Viö fréttum af einum sem fór til veiða fyr- ir skömmu vestur á firði, en hann var reyndar langelstur i hópnum, rétt yfir áttrætt. Hinir veiðimennirnir þrír voru kringum fertugt. Þessi elsti í hópnum lét nú hafa það eftir sér, þeg- ar hann mætti á staðinn, að líklega myndi hann ekkert veiða. Hann var með forláta stöng sem faðir hans hafði veitt með og með hana veiddi hann. Þessum elsta var „parkerað" við einn hylinn í ánni og svo fara hinir til veiða annars staðar, með mikla yfir- ferð. Líður nú langur tími og veiðin gengur sæmilega hjá hinum þremur, þeir veiddu 15 fiska. Fara þeir að kanna stöðuna hjá vininum við veiði- hylinn, sem ætlaði ekkert að veiða. Þegar þeir koma að hylnum er hann þar enn þá og búinn að veiða miklu meira en þeir. Það var hrúga af fiski hjá honum og það merkilega var að hann var enn þá á sama punktinum þar sem þeir skildu hann eftir fyrir þremur tímum. Stökk upp úr kassanum Klakveiði stendur yfir í mörgum laxveiðiám þessa dagana og gengur misvel. Það var leiðinlegt með stór- fiskinn, sem einhver hefur líklega tek- Gunnar Bender ið í Hrútafjarðará, sem Sverrir Her- mannsson veiddi. Það er ekki á hverj- um degi sem menn veiða svona stóran fisk. Gárungarnir segja að Jóhanna Sigurðardóttir hafi átt leið um svæðið og frétt að Sverrir hafi veitt fiskinn. Henni þótti tilvalið að sleppa fiskin- um aftur i ána. Reyndar rifjast upp sagan af stórlaxinum sem veiddist í klak i laxveiðiá fyrir austan. Hann slapp úr kistunni, en það var þannig að það gleymdist að loka kassanum. Og fiskurinn stökk upp úr honum þeg- ar veiðimennirnir voru komnir nokkra metra frá honum. Sá lax hefur ekki sést síðan, þrátt fyrir mikla leit. Víða kominn regnbogasilungur Það er víða hægt að renna fyrir fisk, þó ekki hafl alist lax, bleikja eða urriði upp í vatninu eða ánni. Regn- bogasilungurinn virðist vera að vinna sér fastan sess í mörgum vötnum þar sem ekki er fiskur fyrir. Veiðimenn hafa veitt vel í eldistjörn Gunnlaugs Sigurjónssonar í landi Bakka í Brekkudal i Dýrafiröi og er stærsti regnbogaflskurinn kringum 9 pund. Regnbogasilungi hefur verið komið fyrir i vatninu í Þorkelshólslandi í Vestur-Húnavatnssýslu og hafa menn veitt vel af fiski sem reynt hafa. GÆSASK0T Heildsala - Smásala Sportvörugerðin Mávahlíö 41, s. 562 8383

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.