Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 Fréttir Harðar tekið á þeim sem kaupa þýfi: Almenningur getur gert þjófa atvinnulausa - segir Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn Harðar virðist nú vera tekið á þeim aðilum sem kaupa eða hafa þýfi undir höndum. Að undanfórnu hafa a.m.k. tveir aðilar verið úr- skurðaðir í gæsluvarðhald eftir að munir, sem stolið var úr híbýlum fólks í innbrotum, fundust i fórum þeirra. „Hlutum er stolið úr verslunum, íbúðum og bílum. í fæstum tilfellum eru þjófamir að safna til elliáranna heldur reyna að koma þýfinu um- svifalaust í verð, annaðhvort í skiptum fyrir annað, t.d. fjármuni eða nota þýfið sem gjaldmiðil í við- skiptum. 1 allmörgum tilfellum eru viðkomandi að fjármagna flkniefna- neyslu sína. Til eru þeir sem hafa það fyrir atvinnu að taka á móti stolnum munum. Stundum eru kaupendur einnig fyrirfram ákveðnir. Segja má að sumir kaupi þýfi vitandi vits en aðrir í einfeldni sinni. Hollt er að hafa í huga að kaupi fólk þýfi er veruleg hætta á að góssið kunni að verða tekið bóta- laust af því aftur ef upp kemst,“ seg- ir Ómar Smári Ármannsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn í Reykjavík, að- spurður um málið. í hegningarlögunum er gert ráð fyrir að þeim sé refsað sem i gáleysi kaupir eða tekur við hlutum sem fengnir hafa verið með auðgunar- glæp með sektum eða varðhaldi. Ef brot er ítrekað má beita fangelsis- vist allt að sex mánuðum. Ef um ásetning er að ræða getur brotið varðað fangelsi allt að fjórum árrnn. „Flestir geta staðið frammi fyrir Svæöisstjóri málefna fatlaðra í Reykjavik: Fær 18 mánaða biðlaun a DV, Akureyri: Bjöm Sigurbjömsson, fyrrver- andi skólastjóri gagnfræðaskólans á Sauðárkróki, fær greidd frá nýja sveitarfélaginu í Skagafirði biðlaun í 18 mánuði en Birni var hafnað sem skólastjóra þegar gagnfræða- skólinn og barnaskólinn á Sauðár- króki voru sameinaðir. Bjöm undi þeim gjömingi illa og hugðist leita réttar síns, enda hafði hann mikla reynslu í skólastarfi og lengstan starfsaldur umsækjenda, auk góðr- ar menntun til starfsins. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra réð Björn Sigurbjörnsson ný- lega í stöðu svæðisstjóra málefna fatlaðra í Reykjavík. Ráðningin var gagnrýnd af öðram umsækjendum, félögum sem annast málefni fatl- aðra auk þess sem fulltrúum Kroknum Reykjavíkur þótti miður að ekki var leitað samráðs við ráðninguna. Samkvæmt lögum átti Bjöm rétt til 12 mánaða biðlauna en sveitar- stjómin ákvað að bæta við 6 mánuð- um og greiða biðlaunin í eitt og hálft ár. „Við töldum að ekki hefðu á nokkum hátt verið brotin lög á Bimi en samt sem áður töldu menn heppilegast að semja við hann. Við voram ekki hræddir við hugsanleg málaferli en þau hefðu orðið mjög kostnaðarsöm, jafnvel þótt við hefð- um unnið. Ég get nefnt sem dæmi að málaferlin vegna framkvæmdar sameiningarkosninganna hér í Skagafirði kostuðu sveitarfélagið á aðra milljón króna þótt við hefðum haft fullan sigur í því máli,“ segir Snorri Bjöm Sigurðsson, sveitar- stjóri sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði. -gk þeim valkosti áður en þeir kaupa þýfi að gera það upp við sig hvort „reyfarakaupin" séu virkilega þess virði. Bæði er það í Ijósi áhættunn- ar og þeirrar staðreyndar að þjófar stela á meðan einhver vill kaupa. Auðvitað ætti að vera nóg að skír- skota til siðferðiskenndar fólks í þessum efnum, en svo virðist sem sú kennd hafi því miður almennt farið heldur þverrandi á síðari árum. Auk þess sem stolið er frá versl- unar-, fyrirtækiseigendum og opin- berum aðilum er almenningur ekki síður líklegur til að verða fómar- lömb þjófa. Því fleiri sem kaupa þýfi, því meiri líkur em á að þeir hinir sömu geti orðið næsta fómar- lamb innbrotsþjófa. Þá eykur það jafnframt líkur á að þeir sem em að byrja afbrotaferil sinn haldi honum áfram. Þvl fleiri sem hafna boði um kaup á þýfi, því minni ástæða fýrir þjófa að stela. Almenningur hefur hvað mestan hag á því að gera þjófa atvinnulausa. Það getur fólk gert með því að kaupa ekki vaming sem það grunar að geti verið þýfi,“ segir Ómar Smári. -RR Frá innbroti í verslun í Reykjavík. Harðar er nú tekið á þeim sem kaupa eða hafa þýfi undir höndum. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í Reykjavik, segir að almenningur geti gert þjófa atvinnulausa með því að kaupa ekki þýfi. DV-mynd S. Frelsiskvöldmáltíðin Eiginlega greinir mannkynssagan ekki nema frá einni kvöld- máltíð sem orð er á gerandi. Það er síð- asta kvöldmáltíð frels- arans. Eftir það var hann svikinn og krossfestur. Nú hafa menn etið í annarri kvöldmáltíð, sem sagan mun áreið- anlega geyma og varð- veita um ókomna tíð. Það er frelsiskvöld- verðurinn sem étinn var síðastliðið laugar- dagskvöld í Sunnusal Hótel Sögu. Það hefur farið nokkuð hljótt um þennan kvöldverð, enda stóðu að honum hógværir menn og lít- illátir og heiðursgest- urinn sjálfur, Davíð Oddsson, er hvorki hroka- fullur né drýldinn, hvað sem Sighvatur Björg- vinsson segir. Þess vegna hefur það ekki komist nægilega til skila að heimsögulegur viðburður átti sér stað á Sögu, þetta kvöld og undir þessum kvöldverði. Davíð var sem sagt heiðraður af Evr- ópusamtökum ungra hægri manna og er þar ekki leiðum að líkjast því áður hafði Margrét Thatcher verið heiðruð og Lech Walesa. Þess má í leiðinni geta að Davíð er heiðursforseti þessara samtaka, svo full ástæða var til að heiðra heið- ursforsetann og Margrét Thatcher er verndari samtakanna og er nú unnið að því að gera Lech Walesa að heiðursritara, til að þau sem heiðruð hafa verið, séu öll heiðursfélagar i þessum sam- tökum sem hafa heiðrað þau. Það má ekki hallast á heiðurinn. Það er alltaf ánægjulegt þegar forystumenn úr íslensku þjóðlífi em heiðraðir og störf þeirra njóta viðurkenningar. Ekki síst ef þessir sömu forystumenn em heiðursforsetar eða heiðursfé- lagar þeirra samtaka sem heiðra þá sérstaklega, vegna þess að það er trygging fyrir því að félags- menn þekki heiðursforseta sinn og viti að hann eigi það skilið að vera heiðraður. Ekki dró heldur úr hátíðleikanum á Sögu að Hannes Hólmsteinn Gissurarson var mættur til að lýsa ferli frelsara Davíð og varpaði það ljóma, bæði á Hannes sem Davíð og heiðurinn sem hon- um var sýndur. Síðan þakkaði Davíð Hannesi og fór vel á með þeim félögum og engin hætta er á því að Hannes svíki ffelsara sinn eins og Júdas gerði forðum. Þetta var frelsiskvöldverður þar sem frelsið sat í fyrirrúmi og heiðurinn af því að vera frjáls að því að heiðra þá sem skópu frelsið. Ekki síst þegar þeir geta heiðrað sjálfan sig. Svo- leiðis menn svíkja ekki, enda getur Hannes átt von á því að vera heiðraður næst, vegna þess að það er Hannes sem kenndi Davíð frelsið og við eigum eftir að upplifa marga frelsiskvöldverða, þar sem Margrét Thatcher heiðrar Davíð og Dav- íð Hannes og Hannes Davíð og Davíð Möggu. Menn eru aldrei nógsamlega heiðraðir fyrir frels- ið, enda má segja að frelsi sé til lítils nema menn geti heiðrað sjálfan sig fyrir það. Dagfari Stuttar fréttir dv Silfur hafsins Öm KE kom til Seyðisfjarðar i gær með fullfermi af sfid úr norsk-íslenska síldarstofninum. Guðrún Þorkelsdóttir kom með fullfermi til Eskifjarðar en skipið var á veiðum við Norður-Noreg. Átta íslensk skip fengu þar 9.000 tonna kvóta sem jafngildir full- fermi á eitt skip. Bylgjan greindi frá. Neitaöi sakargiftum í gærmorgun var tekið fyrir mál ríkislög- reglustjóra gegn Pétri Þór Gunn- arssyni, eiganda Gallerí Borgar. Honum er gefið að sök að hafa blekkt við- skiptavini með því að afmá höf- undarmerkingu dansks listmál- ara og selja þeim málverk sem sögð vom eftir íslenskan málara. Pétur Þór var einnig sakaður um brot á bókhaldslögum og lögum um sölu notaðra lausafjármuna. Hann neitaði öllum sakargiftum við þingfestingu málsins. Bylgjan greindi frá. í gæsluvaröhald í gær úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur ungan mann í gæslu- varðhald til 19. október vegna grófrar líkamsárásar á ungan mann í Austurstræti aðfaranótt sunnudags. Fómarlambið hlaut alvarlega höfuðáverka. Árásar- mennimir vom tveir og hefur hinn líka verið handtekinn. Bylgjan greindi frá. Margir vilja til Rómar Langur biðlisti er kom- inn í svonefnda forsetaferö til Rómar sem hefst 3. nóvem- ber. Forseti ís- lands, hr. Ólaf- ur Ragnar Grímsson, fer þá í opinbera heim- sókn til Ítalíu í boði Ítalíuforseta. Hann fer í At-lantavél og var ákveðið að selja almenningssæti í vélinni. Bylgjan greindi frá. Ætlar kannski upp á dekk Flugmaðurinn sem skipverjar á togaranum Haraldi Böðvarssyni björguðu um borð vestur af land- inu á mánudagsmorgun er enn um borð og búinn að jafna sig á volkinu. Flugmaðurinn segist vera til í að klára túrinn með skipverjum. Bylgjan greindi frá. Enn meövitundarlaus 7 ára drengur, sem slasaðist al- varlega í umferðarslysi í Kópa- vogi fyrir hálfum mánuði, liggur enn meðvitundarlaus á gjörgæslu- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Bylgjan greindi frá. Lagakennsla í 90 ár Á morgun, 1. október, eru 90 ár liöin síðan lagakennsla hófst á íslandi. í tilefni þess efnir lagadeild til há- tíöarsamkomu á morgun í hátíðarsal Háskólans (aðalbyggingu) og hefst hún kl. 14. Forseti lagadeildar og háskóla- rektor flytja þar ávörp. Skyndiaðgerðanet Amnesty Internationai Rúmlega 80 íslendingar taka þátt í Skyndiaðgerðanetinu hjá Amnesty International. Þeir fá sendar til sín upplýsingar og beiðni um skjót viðbrögð til að leggja fórnarlömbum mannrétt- indabrota lið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.