Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 9 Utlönd Ófögur sjón í gilskorningi í Kosovo: Börn, konur og gam- almenni skorin á háls Lík albanskra þorpsbúa úr Kosovohéraði í Serbíu lágu í gær á víð og dreif um kjarrivaxinn gil- skoming. Fólkið hafði ýmist verið skorið á háls eöa skotið í höfuðiö. Albanskir nágrannar þess sögðu að serbneskar hersveitir hefðu myrt fólkið á laugardag. Fréttamaður Reuters sá sextán lík í gilskomingnum nærri þorpinu Gomji Obrinje í miðhluta Kosovo, þar af vom að minnsta kosti tíu af bömum, konum og gamalmennum. Allt var fólkið í fotum óbreyttra borgara og ekki var annað að sjá en flest hefði verið drepið af stuttu færi og af ásetningi. Líkfundur þessi þykir órækur vitnisburður um þær aðferðir sem serbneskar hersveitir hafa beitt í baráttu sinni gegn albanska meiri- hlutan í Kosovo. Á sama tíma komu vestrænir sendiherrar saman til fundar i Kosovo til að sýna stjóm- völdum í Belgrad að hótun NATO um loftárásir er ekki bara tal út í loftið. Grátandi ættingjar og nágrannar Serbneskir skriðdrekar og önnur farartæki voru á ferö um Kosovohérað í Serbíu i gær. NATO hefur hótað loftárásum láti Serbar ekki af hernaði sínum gegn albönskum aðskilnaðarsinnum í héraöinu. hinna myrtu grófu þeim grafir í gær. Þeir sögðu að fólkið hefði leit- að skjóls í gilskomingnum eftir að serbneskir lögregluþjónar og her- menn höfðu umkringt þorpið Gomje Obrinje. Níu hinna myrtu tilheyrðu einni og sömu stórfjöl- skyldunni. „Ég heyrði öskur og skothríð," sagði Sadri Delija, miðaldra karl úr fjölskyldunni. „Þegar hermennimir fóra burt fundum við þau látin.“ Hann sagði að morðingjamir hefðu verið í einkennisbúningum bæði serbneskra hermanna og lög- regluþjóna. Utanríkisráðherra Júgóslavíu neitaði alfarið í gær að bardagar héldu áfram í Kosovo, eins og al- banskir íbúar héraðsins höfðu skýrt ffá. Hcmn sagði þó að öryggissveitir væm í viðbragðsstöðu vegna hugs- anlegra árása skæruliða. Mikil lest serbneskra skriðdreka og annarra farartækja kom til Prist- ina í gær en stjómvöld sögðu að ferðalagið væri liður í brottflutningi hermanna ffá héraðinu. Óslóarbúa dreymir um hita- veitu DV; Ósló: Óslóarbúar hugsa sér gott til glóðarinnar þegar hitaveita verður komin um alla borg eftir þrjú til fimm ár. Og draumur- inn er að nýta jarðvarma með því að bora fimm kílómetra djúpar holur í borgarlandinu, dæla niður köldu vatni og fá það sjóðandi upp aftur. Fyrsta tilraunahitaveitan verður tekin í notkun á næsta ári. Hún á að hita upp nýtt rik- issjúkrahús. Sérfræðingamir spá því svo að þegar borgarhita- veitan verður komin í gagnið muni orkuútgjöld borgarbúa lækka mn helming. Upphitun er mikið vandamál í Ósló. Miöstöðvar em óþekktar í stómm hluta borgarinnar og á köldum vetrardögum brenna borgarbúar ógrynni af timbri og olíu í ofnum. Þetta veldur meng- un sem fer oft yfír hættumörk á vetrinum og auk þess vill brenna við að eldra fólk gefist upp á eldiviðar- og olíuburðin- um og sitji bara í kuldanum. -GK Starfsmenn Zaporizhja kjarnorkuversins í Úkrafnu hrópuðu vígorö í mótmælaaögeröum úti fyrir úkraínska stjórnar- ráöinu í Kænugaröi í gær. Um fimm hundruö fulltrúar starfsmanna kjarnorkuvera f landinu kröföust þess aö fá van- goldin laun sín greidd. Kjarnorkuver sjá Úkraínumönnum fyrir 40 prósentum rafmagnsins sem þeir nota. Ráðherrar fá að sitja áfram Göran Persson, forsætisráðherrar Svíþjóðar, mun ekki hafa í hyggju að tilkynna breytingar á stjórn sinni þegar þing hefst 6. október næstkom- andi. Hins vegar má vænta breyt- inga seinna i haust, að því er forsæt- isráðherrann greindi frá í gær. Persson hefur þó staðfest að Margot Wallström félagsmálaráð- herra yflrgefi stjómina. Ástarsam- band Eriks Ásbrinks fjármálaráð- herra og Ylvu Johansson skólamála- ráðherra veldur forsætisráðherran- um einnig áhyggjum. Efst á óskalista ýmissa þungavigtarmanna í Jafnaðar- mannaflokknum yfir nýja ráðherra er Mona Sahlin, fyrrverandi aðstoð- arforsætisráðherra. Óvíst er hvort hún muni þiggja ráðherrastól. Fyrir þremur árum sagði Sahlin af sér embætti aðstoðarforsætisráðherra eftir að fjölmiðlar greindu frá því að hún hafði notað krítarkort ríkisins í eigin þágu og dregið endurgreiðslur. Carl Bildt, leiðtogi hægrimanna, Göran Persson, forsætisráöherra Svíþjóöar. Símamynd Reuter er þeirrar skoðunar að Persson verði að hætta stjómarsamstarfinu við Vinstriflokkinn áður en næstu kosn- ingar fara fram árið 2002. www.upvalutsyn.is ^ ■^■■■■■■■■■■■■■■■■■■B ÚRVAL ÚTSÝN INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESÍT INDESIT INDESIT INDESIT t (A UJ Q z cn cn t/i # indesif : wttmgBþ .. ,. / / Frustikistur ... - TonnnH I rfror /hr \ Tilboðsverð sem eru komin til að vera. BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 533 2800 Tegund Lítrar (br.) Stærð Verð Stgr. GFP4141 146 lítrar 85x60x60 31.263,- 29.700,- GFP 4220 220 lítrar 88x89x65 37.579,- 35.700,- GFP 4290 294 lítrar 88x109x65 41.789,- 39.700,- GFP 4370 370 lítrar 88x132x65 47.053,- 44.700,- GFP 4435 443 lítrar 88x164x65 52.316,- 49.700,- stænöip fpystiskápa GFP Q z tn U1 Q .fc ; </> i U1 \i íS m 15 4435 /S z

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.