Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1998, Blaðsíða 26
MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1998 jriL Stjörnustríð Þeir eru margir sem bíða spenntir eftir næstu Stjörnu-j stríðsmyndum. Ýmsar upplýs-l ingar um þær er hægt að finna áj§§ slóðinni http://www.starwars.com/ Hvenær dey ég? Langar þig að vita hversu langt þú átt eftir ólifað? Svariðl fæst á heimasíðunni http://www.deathclock.com/ Hálf-líf Nú styttist í að tölvuleikurinnj; Half-life komi á markaðinn en: margir hafa beðið lengi eftir því. Nánari upplýsingar um lcikinn fást á slóðinni http://www.si- errastudios.com/ Spjallað við páfann íslands- vinurinn ; Jóhannes Páll páfi II og félagar igj Vatíkaninu eru komnir með heima- siðu. Slóðin ; er http://www.vatican.va/ og þar má m.a. finna ræður páfans í RealAudio. Illþýði Þeir sem hafa gaman af sönn- um glæpasögum ættu að finna nóg við sitt hæfi á heimasíðunni http://www.cybers- leuths.com/ Þar er fjallað um öll nýjustu og ferskustu glæpa- málin og fréttir uppfærðar dag- lega. Netverslun Veistu ekki hvert þú átt að snúa þér þegar versla á á Net- inu? Þá er http://www.planetretail.com svarið. Þar er að finna langa lista af áreiðanlegum netversl- unum sem selja allt milli himins og jarðar. Bræðralið Þeir Þórður, Bjami og Jó- hannes Karl Guðjónssynir spila nú allir með belgiska knattspymu- liðinu Genk. Opinber heimasíða fé- lagsins er á slóðinni http://www.club.inn- et.be/~pub01070/krc- genk.htm Viðskipti á Netinu: Oruggari en flesta grunar - nær ómögulegt að komast inn í sendingar á greiðslukortanúmerum Allir sem stundað hafa einhver við- skipti á Netinu þekkja kvíðatilfmn- inguna sem skýtur upp kollinum rétt áður en greiðslukortanúmerið er sent út á óravíddir Netsins. Munu ein- hverjir hræðilegir rafbarbarar kom- ast inn í sendinguna? Fæ ég kannski reikning upp á tugi þúsunda dollara um næstu mánaðamót? Almenningur hefúr nefnilega heyrt ýmislegt um það hve hættulegt sé að gefa upp greiðslukortanúmer eða aðr- ar persónuupplýsingar á Netinu. Stað- reyndin er hins vegar sú að ekki er vitað um eitt einasta dæmi um að óprúttnir aðilar hafi komist inn í sendingu dulkóðaðs greiðslukorta- númers á Netinu. Dulkóðunin, sem flest fyrirtæki sem versla á Netinu nota við slíkar sendingar, er nefhilega mjög öflug, svo öflug að tölvuþrjótar og rafbarbar- ar reyna ekki að komast inn í slikar sendingar; þeir þekkja miklu einfald- ari leiðir til að komast yfir greiðslu- kortanúmer. Innbrot í illa varða gagnabanka fýrirtækja þar sem finna má upplýsingar um viðskiptavini eru t.d. margfalt auðveldari. Kostnaðurinn er kaupmannsins Önnur hlið á þessu máli er sú að viðskiptavinimir bera ekki kostnað- inn sé korti þeirra eða kortanúmeri stolið. Það er kaupmaðurinn sem sel- ur vaming sinn fólki sem notar stolið greiðslukort sem nær alltaf ber hann. Kostnaður við greiðslukortamis- ferli á Netinu er þar að auki alls ekki eins mikill og margir virðast halda og mun minni þar en í hinum „raun- verulega" heimi. Ef litið er nánar á málið er það líka eðlilegt. Ef einhver gengur inn í verslun á háannatíma og kaupir sér sjónvarp með stolnu greiðslukorti gengur hann burtu með það og erfitt verður að finna hann aft- ur. Ef hins vegar verslað er á Netinu þá er nauðsynlegt að gefa upp póst- fang og þar með skilja eftir þægilega visbendingu um hvemig hægt sé að hafa upp á viötakandanum. Netverslunum ertreystandi Þó margir séu enn hræddir við að nýta sér Netið til verslunar fjölgar þeim dag frá degi sem ákveða að Gísli Marteinn Baldursson fréttamaður má á Netinu er ótrúlega mikið að hans skella sér í sýndarverslunina. Gísli Marteinn Baldursson, fréttamaður hjá Sjónvarpinu, er t.d. einn þeirra sem hafa keypt mikið af vörum gegn- um Netið. „Til að byrja með vissi ég ekki hvort hægt væri að treysta verslun- um sem þessum,“ segir Gísh. „En sið- an prófaði ég bara og enn hefúr ekk- ert komið upp á öll þau skipti sem ég hef keypt eitthvað." Að hans mati er staðreyndin ein- faldlega sú að þessum stóm og vinsælu netverslimum sé treystandi. „Þeim er enginn akkur í að svindla á manni. Slikt myndi fréttast fljótt og þar með væri starfsgrundvöllur verslunarinnar brostinn," segir hann. „Ég hef ekki orðið var við neitt svindl á Netinu en hef hins vegar lent í ýmsu misjöfnu þegar ég hef verið að versla í eigin per- sónu í útlöndum. Því má í raun segja að það sé jafnvel ömggara að versla á Netinu en í eigin persónu." notar Netið mikið til bókainnkaupa, en sögn. Viðmótsþýðara afgreiðslufólk En hvað er það helst sem Gísli Marteinn kaupir sér i gegnum Netið? „Ég nota mikið Amazon-verslunina sem selur bækur og geisladiska. Einnig kaupi ég mér fot á Netinu og margt fleira má tína til.“ Hann segir að helsti kostur net- verslana sé að úr- valið sé miklu meira í slíkum verslun- um. Til dæmis má fá næstum alla bókatitla sem fáan- legir em í heiminum í Amazon og jafn- framt er oft auð- veldara að finna það sem hug- urinn gimist. „Ef mann td. langar í einhvem ákveðinn stutterma- bol þá er líklegt að maður finni hann á innan við tíu mínútum á Netinu. Ef maður notar venjulegu aðferðina þá getur það tekið óratíma að ramba búð úr búð til að finna nákvæmlega þennan bol.“ Að lokum bætir Gísli Marteinn svo við að jafnvel sé hægt að hæla net- verslununum fyrir eitt atriði í viðbót: oft er tölvan mun viðmótsþýðari en afgreiðslufólkið í búðunum. -KJA úrval bóka sem kaupa DV-mynd Pjetur Kennslubók um C++ Vinsælt og öflugt forritunarmál Forritunarmálið C og þá sérlega arftaki þess, C++, hefur náð miklum vinsældum á síðustu áram, ekki síst vegna þess hve öflugt það er og hve uppbygg- ing þess er blátt áfram og meðfærileg. í dag er svo komiö að flest viðameiri forrit s.s. Word, Excel, Photos- hop era skrifuð að mestu eða öllu leyti í C++ eða C. Þá er vert að geta þess að Windows 95, 98 og NT era skrifuð í C++ og C. Það er því óvitlaust að byrja forritunarferilinn með því að ná tökum á grunnatrið- um þessa vinsæla og öfluga forrit- unarmáls. Tölvuskóli Reykjavíkur hefúr ný- lega gefið út kennslubókina C++ eftir Sigurð Ragnarsson. Bók- in bætir úr brýnni þörf á kennsluefni um forritun á is- lensku sem hing- að til hefur verið af skomum skammti. Mikilvægt er að kunna skil á C og C++ ekki síst í því ljósi að til- tölulega létt mál er að ná tökum á forritunarmálinu Java hafi menn þekkingu á C++ for- ritun. Bókin er í A4 broti með gormi og er 92 bls. og kostar 3.078 kr út úr búð. C++ Wl Hugsað öðruvísi Hin nýja iMac töiva frá Apple er að breyta landslaginu í tölvuheiminum talsvert mikið um þessar mundir. Tölvuframleiðendur eru nú þegar farnir aö "hugsa öðruvísi" í kjölfar velgengni hinnar bláu tölvu. Intel lyrirtækið, stærsti framleiöandi örgjörva í heiminum, kynnti í síðustu viku ýmsar hugmyndir sem ætlaðar eru til aö víkka sjóndeildarhring þeirra sem þróa og framleiða PC tölvur. Aö sögn talsmanna fyrirtækisins munu tölvur framtíöar- innar án efa verða mun einfaldari í uppsetningu og notkun en þær sem viö þekkjum í dag. Auglýsingar á Netinu eru að verða sífellt vinsælli þegar fyrirtæki markaössetja vörur sínar. Þrátt fyrir það hefur verö á netauglýsingum fariö lækkandi aö undanförnu. Þeir sem hafa rannsakaö þessi mál segja skýringuna einfalda. Þrátt fyrir aö auglýsendum á Netinu fjölgi þá flölgar þeim einfaldlega meira sem vilja selja þeim auglýsingar. Jafnframt má skýra þessa þróun meö því að fyrirtæki séu aö veröa meövitaöri um hvernig sé hentugt aö auglýsa á Netinu. Þvjótar í Stanford Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi Stanford háskóla í Bandaríkjunum í síöasta mánuöi og nældu sér í aögangsorö um 4.500 stúdenta og kennara viö háskólann. I þrjár vikur höfðu þeir fullan aðgang aö öllum gögnum sem vistuö voru á heimasvæöum fólksins. Ekki er þó enn vitað hvernig þeir nýttu sér aöganginn eöa hvort þeir hafi lesiö tölvupóst einstaklinga. Ekki er heldur vitað hvort Chelsea Clinton hafi veriö ein af þeim sem lentu í hrömmum þrjótanna, en hún stundar nám viö Stanford. Tónlistarhræringar Eins og áöur hefur veriö greint frá hér á tölvusíðunum þá eru miklar hræringar í gangi varöandi tónlist á Netinu. Sérstaklega hefur veriö deilt um MP3 forritiö sem gerir fólki mögulegt aö vista tónlist þannig aö hún taki lítiö pláss. Tónlistarútgefendur hafa almennt veriö á móti tækninni. Fyrir skömmu tók þó óháöa útgáfufyrirtækiö Platinum Entertainment sig til og lýsti því yfir aö þaö hyggöist nýta sér MP3 til kynningar á útgáfum sínum í staö þess aö berjast gegn hinni nýju tækni. Fyrirtækiö mun dreifa nokkrum lögum meö sínum helstu hljómsveitum á Netinu og vonast til aö fólk muni kaupa plötur listamannanna í kjölfariö. ................... ,.ÉSEa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.