Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 13 Bætum kjör aldraðra Góður árangur hef- ur náðst í efnahags- málum á síðustu árum og í atvinnulífi og af- komu hafa orðið mikl- ar umbætur frá því sem var í upphafi þessa áratugar. Þá voru allir helstu at- vinnuvegir okkar á vonarvöl en nú hafa þeir risið úr þeirri öskustó og lífskjör okkar batnað. Við eig- um nú að gæta þess að fara ekki of hratt, til þess þekkjum við nú of vel afleiðingar of- þenslu og verðbólgu. í atvinnulífinu hafa ver- ið lögð af lausatök í stjórn fjármála sem ásamt öðru á stóran þátt í batn- andi afkomu þess. Nú þegar tök hafa náðst á ríkisfjármálum er nauðsyn að fjölskyldur og sveitar- stjómir nái sambærilegum tökum á sínum eigin. Öðruvísi verður ekki unnið á miklum halla á viðskiptum okkar við önnur lönd en hann er nú mesta hættan sem steðjar að þeim stöðugleika í verðlagsmálum sem er inntak þess árangurs sem náðst hefur í stjóm efnahagsmála. Göng- um því hægt um gleðinnar dyr og kunnum okkur hóf í útgjöldum. Þann árangur sem náðst hefur þurfum við að nýta til að bæta áfram starfsskilyrði atvinnulifsins og auka fjölbreytni þess, byggja áfram betri samgöngur og opin- bera þjónustu, efla menntun og skólastarf. Kjallarinn Fyrst og fremst ber okkur við þessar að- stæður að tryggja að þensla og launaskrið valdi ekki verðbólgu sem er mesta hætta sem steðjar að kjör- um allra lífeyrisþega rétt eins og annarra sparifjáreigenda. Þá þarf að tryggja með lögum að kjör þeirra verði ekki skert með tvísköttun. Ef lífeyr- ir er í raun úttekt sparifjár af tekjum sem áður voru skatt- lagðar þá er einungis um að ræða fjár- magnstekjur og þær aðeins hluti úttektar- innar. í þriðja lagi er nauðsyn að forsjálni þeirra sem meira höfðu sparað kosti þá ekki tekjur né skattbyrði þegar sá spamaður er tekinn út, né heldur að lífeyrir annars hjóna skerðist Arni Ragnar Árnason alþingismaður Heilbrigður metnaður Eitt af mestu viðfangsefnum samfélagsins er að tryggja kjör þeirra sem lokið hafa starfsævinni og búa þeim hlýtt ævikvöld með góðri þjónustu. Ég tel að um þess- ar mundir séum við í góðum fær- um til að bæta kjör þeirra sem ekki njóta þess launaskriðs um- fram kjarasamninga um lágmarks- laun sem þenslutilhneiging vax- andi hagvaxtar hefur leitt til. „Við eigum að leggja metnað okkar í að bæta kjör þessa fólk.“ - Aldraðir á skemmtikvöldi. vegna annarra bóta eða lífeyris hins, slíkar tekjutengingar eigum við að leggja af því við þekkjmn óeðlileg áhrif þeirra á kjör fólks, þ.e. jaðarskattana svo kölluðu. Kostnaðarsöm en sjálf- sögð lífsgæði Þá er brýnt að bæta húsnæðis- möguleika aldraðra. Auðvelda þarf þeim að undirbúa og fram- kvæma sölu fyrri fasteigna og að fá aðgang að sérhæfðu íbúðarhús- næði og þjónustu við hæfl. Búa þarf svo um kröfur um sérhæft íbúðarhúsnæði sem ætlað er öldruðum að verð hverrar íbúðar standist samjöfnuð við almennt markaðsverð annarra íbúða sem öldruðum geta hentað. Það verður kostnaðarsamt að bæta kjör aldraðra í þeim atriðum sem ég hef rætt hér en látum það ekki koma í veg fyrir að við bæt- um þau þó það kunni að taka nokkurn tíma. Þau atriði sem ég hef hér gert að umtalsefni skipta mjög miklu fyrir kjör þeirra sem lokið hafa starfsævi sinni en höfðu byggt upp þau lífsgæði sem við hin yngri nú búum við og teljum sjálfsögð. Við eigum að leggja metnað okkar í að bæta kjör þessa fólks. Árni Ragnar Árnason „Ég tel að um þessar mundir séum við í góðum færum til að bæta kjör þeirra sem ekki njóta þess launaskriðs umfram kjara- samninga um lágmarkslaun sem þenslutilhneiging vaxandi hag- vaxtar hefur leitt til.“ Um lýðræði og lýðræðisást DV eitt blaða greindi frá því þegar meiri hluti F-listans (vinstribræðingur í sveitarfélagi 7300 austur á fjörðum) ákvað að hækka laun bæjarstjóra um litlar 10-12 milljónir á kjörtímabilinu. Með þessu var DV að uppfylla lýð- ræðislegar skyldur frjáls fjölmiðils og stóð sig vel. Hver mataði hvern? Sumir sem telja sig hlynnta lýð- ræði skilja ekki út á hvað þetta hugtak gengur. Hér austur á Norð- firði er geflð út nokkurs konar PRAVDA, flokkssnepillinn Aust- urland, af Alþýðubandalaginu. Þar á bæ gengur mönnum illa að skilja lýðræði. Að sjálfsögðu er flmm manna ritnefnd (les ritskoðunar- nefnd). Allt sem í blaðið fer er yf- irfarið af ritskoðunarnefndinni enda er það svo að sá sem ekkert hefði að lesa nema Austurland væri viss um að allt væri best og stærst á Norðfirði (nema laun bæj- arstjórans). I þetta blað skrifar gjaman fólk sem ekki skilur lýðræði. Elma Guðmundsdóttir er í ritskoðunar- nefnd blaðsins og skilur ekki lýð- ræði. E.G. fær útrás í leiðara blaðsins 12. nóv. sl. Leiðarinn bar yfirskriftina „Um laun bæjarstjór- ans“. Síðan er vart minnst orði á laun bæjarstjórans, heldur and- skotast út í bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins fyrir að vera með uppsteyt út af umræddum laim- um. Og ekki síst fyrir að „koma DV í málið“, sem ber vott um möt- un til blaðsins sem fer síðan með staðlausa stafi. Ég veit að tveir fréttamenn voru á opnum fundi í bæjarstjórninni þegar laun bæjarstjórans voru ákveðin. Þvi miður höfðu full- trúar Sjálfstæð- isflokksins engin tækifæri til að eiga orðastað við fréttamenn DV á staðnum. Aftur á móti sá ég ekki betur en að for- seti bæjarstjóm- ar væri í viðtali við fréttamann þegar ég mætti til fundar. Hver var að mata hvern? Það er afskap- lega óvenjulegt að heyra forseta bæjarstjómar, á förmlegum fundi, beina orðum sínum til frétta- manna en ekki bæjarfulltrúa eins og venja er. En erindið var auðvit- að mikilvægt: Það þurfti að vanda um við fréttamanninn og brýna fyrir honum hvernig ætti að skrifa fréttir. - Já, Smári Geirsson, for- seti bæjarstjórnar, er í ritskoðun- amefndinni og á stundum svolítið erfitt með að skilja lýðræðið. Lítum á nokkrar staðreyndir Meirihluti F-list- ans í sameinuðu sveitarfélagi 7300 austur á fjöröum, hækkaði beinlaun bæjarstjóra um 150 þúsund krónur á mánuði. - Með sporslum og hlunn- indum munu laun bæjarstjórans verða 600-700 þús. kr. á mánuði. Upphæðin er þó ekki ljós ná- kvæmlega á þessari stundu. M.a. þarf að koma í ljós hvernig bifreið verður keypt handa bæjarstjóranum. Ég undir- strika að umrædd laun era fyrir bæjarstjórastarfið og vegna þess að bæjarstjóri er bæjarstjóri en ekki einhver maður úti í bæ. Bæjarstjóralaunin í sveitarfé- lagi 7300 eru með þeim allra hæstu sem þekkjast á landinu. Þau eru hærri en borgarstjóralaun Ingi- bjargar Sólrúnar, hærri en laun forsætisráðherra, hærri en laun forseta Alþingis og miklu hærri en laun bæjarstjóra í nágrannabyggð- arlögunum. E.G. telur að ekkert sé fjær sanni en að pukrast hafi átt með laun bæjarstjóra og telur DV fara þar með staðlausa stafi. Hið rétta er að á bæjarstjórnar- fundinum sem ákvað umrædd laun ætlaði forseti bæjarstjómar ekki að dreifa samn- ingsuppkastinu. Að kröfu undirritaðs var þó neyðst til þess. Ber er hver að baki... Mjög náinn ættingi E.G. er í bæjarstjórn- inni fyrir F-listann og var að sjálfsögðu sam- þykkur hækkunartil- lögunni. Smári Geirs- son, forseti bæjar- stjómar, og harðasti stuðningsmaður há- launastefnunnar fyrir suma - er í rit- skoðunarnefnd Austurlands ásamt E.G. Bæjarstjórinn sem var að fá 150-200 þúsund króna launahækk- un á mánuði er einnig í ritskoðun- amefnd Austurlands með E.G. Lengi lifi frjáls og óháð fjölmiðl- un! Það er purkunarlaus ósvífni og ber vott um veruleikaflrringu að ætla að verja þennan gjörning. Blað sem slíkt ástundar dæmir sig úr leik og verður ekki tekið alvar- lega og reyndar er langt siðan „Austurland" hefur verið tekið al- varlega. En auðvitað hefur blaðið lýðræðislegan rétt til að vera ruslakista fyrir einstaka ritskoð- unarmenn. Það er hluti af lýðræð- inu. Magni Kristjánsson „Meirihluti F-listans í sameinuðu sveitarfélagi 7300 austur á fjörð- um, hækkaði beinlaun bæjarstjóra um 150 þúsund krónur á mánuði. - Með sporslum og hlunnindum munu laun bæjarstjórans verða 600-700 þús. kr. á mánuði. “ Kjallarinn Magni Kristjánsson bæjarfulltrúi Sigríöur Anna Þór5- ardóttir, þingmaöur Sjálfstæðisflokks. Með og á móti Er of miklum fjármunum varið í prófkjörsslag? Komið út yfir öll mörk „Ég er alls ekki á móti próf- kjörum sem slíkum. Hins vegar er það engin spurning í mínum huga að nokkrir frambjóðendur fóru út yfir öll mörk þegar kom að fjár- austri í nýaf- stöðnu próf- kjöri sjálfstæð- ismanna í Reykjaneskjör- dæmi. Það eru alltaf frambjóð- endurnir sjálfir sem ráða ferð- inni þannig að þeirra er ábyrgðin. Ég get ekki með nokkru móti varið það að frambjóðendur eyði jafnháum fjárfúlgum og raun bar yitni i blaða- og sjónvarpsauglýsingar auk bæklinga. Menn hafa talað um að setja þurfi reglur i þessu sambandi en mér finnst að slíkt eigi ekki að þurfa. Þvert á móti eiga raenn að hafa þá skynsemi og dómgreind til að bera að fara ekki út yfir það sem hægt er að kaila þokkalega eðlileg mörk. Mér finnst ekkert skrýtið að al- menningur sé undrandi á auglýs- ingaflóðinu og velti fyrir sér hversu miklir fjármunir búi að baki. Það er svo auðvitað um- hugsunarefni og staðreynd sem ekki er hægt að horfa fram hjá að frambjóðendur í prófkjöri era jafnan að leita á sömu mið og gert er fyrir alþingiskosningar. Það hlýtur að koma niður á flokkun- um, Sjálfstæðisflokknum í þessu tilfelli, þegar hinn raunveralegi kosningaslagur hefst á vori kom- anda.“ Fjárútlát óhjá- kvæmileg til að ná athygli „Lýðræðið er það dýrmætasta sem við eigum. Því skiptir miklu að þekkja einstaklingana sem vilja verða fulltrúar okkar, þekkja verk þeirra og fylgj- ast með gerðum þeirra. Hvers vegna skyldum við ekki verja miklum fjár- munum til að kynna það fólk sem býðst til að ráðstafa opin- beram fjármun- um? í heildina fara minni pening- ar til að auglýsa stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka heldur en gosdrykki. Hvort skyldi vera okk- ur mikilvægara? Samkeppnin um athyglina er orðin svo mikil í þessu þjóöfélagi að ef einstakling- ar vilja láta taka eftir sér í próf- kjöri þá kostar það óhjákvæmi- lega mikil fjárátlát. Auðvitað er viss hætta á að einstaklingar geti í krafti flármuna skapað sér betri stöðu á lista en aðrir. Ég bendi samt á að í prófkjörinu á Reykja- nesi um helgina voru úrslit ekki endilega í samræmi við peninga- eyðsluna og auglýsingamagn. Fleira stuðlar að góðri kynningu og umtali heldur en bæklingar, blöð og auglýsingar." -aþ Ólafur Hauksson ráögjafi. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.