Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998
Þeir redda málum, tengja tæki og tól og gera allt klártfyrir tón-
leika. Sumirfá að koma fram á tónleikum þar sem þeir spila,
syngja og spúa jafnvel eldi. Hljómsveitimar reiða sig á rótarana.
Eitt stórt partý
Líf Kidda, Kristins T. Haraldsson-
ar, snerist um töffaraskap þegar
hann var rótari á árunum 1973-1987.
Hann „rótaði" þá m.a. með Júdasi,
Geimsteini og Brunaliðinu. Sjálfur
segist hann hafa verið brautryðjandi
í rótarastarfi á íslandi.
„Ég kláraði gagnfræðaskólann
1973 og síðan fór ég í villingaskapinn
sem fólst í að þvælast um landið með
hljómsveitum og að vera töffari.
Þetta snerist meira um að vera
töffari en nokkuð annað.“ 1 dag er
Kiddi fjölskyldumaður og starfar á
tölvudeild Ríkisspítalanna.
„Þetta var sérstakur heimur sem
enginn skilur nema þeir sem eru í
hljómsveitarbransanum. Mér fannst
ég vera að skapa eitthvað. Það má
líka segja að maður hafi verið að
gera uppreisn og reyna að brjótast út
úr hefðum sem höfðu tíðkast." Kiddi
segir að rótarar séu menn sem vilji
ná athygli fólks. „Þetta er ákveðin
tegund af útrás og athyglissýki. Ég
var t.d. haldinn mikilli athyglissýki
á þessum tima. Ég veit samt ekki
hvers vegna."
Kiddi reddaði málum, tengdi tæki
og tól og gerði allt klárt fyrir tón-
leika. Hann stóð hins vegar aldrei í
skugganum af félögum sínum. „Það
var ég sem skipulagði allt og stjóm-
aði og sagði þeim fyrir verkum. Ég
fékk þess vegna að láta mina stjömu
skína.“ Hann kom meira að segja
stundum fram með Júdasi og spilaði
þá á ásláttarhljóðfæri. „Við vorum
með margar nýjungar. Við máluðum
okkur t.d. í framan áður en hljóm-
sveitin KISS byrjaði á því. Það gerð-
um við fyrir tónleika á Hvoli."
y
2JJJ
Djammið og stelpurnar mest s
Það er enginn skítamórall í gangi hjá meðlimum hljóm-
sveitarinnar Skítamórals. Þetta er ein vinsælasta
hljómsveit landsins sem heldur uppi fjörinu á hverjum
dansleiknum á fætur öðrum. Viktor Hólm Jónmundsson er
rótari hljómsveitarinnar. Hann er 21 árs og á eftir eitt og
hálft ár í stúdentspróf af íþróttabraut í FB. Hann tók sér hlé
frá námi vegna rótarastarfsins.
„Ég byrjaði á þvi að fara mikið á böll með hljómsveitinni
en ég kynntist tveimur af strákunum í Fjölbrautaskóla Suð-
urlands. Ég fór að hjálpa strákunum og svo byrjaði ég að
„róta“ hjá þeim um verslunarmannahelgina 1997.“
Hann segir að rótarar séu strákar sem hafi alltaf haft
áhuga á tækjum, grúski og hljómsveitarbraski. „Ég kunni
reyndar varla að setja magnara í samband þegar ég byrjaði.
En það var fljótt að koma.“
Starf Viktors hjá Skítamóral felst í að koma öllum græj-
unum upp og taka þær saman eftir tónleika. „Ég sé líka um
að strákunum liði vel á meðan þeir eru á sviðinu og að þeir
fái allt sem þeir þurfi s.s. vatn og öskubakka. Ég fylgist með
að áheyrendur fari ekki upp á svið og svo má lengi telja.
Það er oft sagt að maður sé mamma popparanna." Viktor er
ekki í skugga strákanna i bandinu; hann fær að syngja lag-
ið „Þegcir ykkur langar“ á tónleikum. „Svo hef ég spúið eldi.
Þeir plata mig til að gera allan andskotann."
Viktor er spurður hvað sé mest spennandi við að „róta“
hjá Skítamóral. „Ætli það sé ekki djammið í kringum það
og stelpurnar. Þær sækja eitthvað í okkur.“ Hvað djammið
varðar segir
Viktor að því
fylgi engin
óregla. „Ég
drekk ekki.
Með djammi á
ég hins vegar
við partí,
stemningu í
rútunni eftir
tónleika og
góðan félags-
skap.“
Meðlimir
Skítamórals -
og Viktor - eru nátt-
hrafiiar þegar tónleikar
og böll eru á dagskránni.
Á virkum dögum vaknar
hann um klukkan hálfellefú
til tólf. „Þá byrja ég á því að fara út með hundinn og
svo eru það skautamir,“ segir Viktor sem rennir sér
reglulega á svellinu í Laugardal. „Ég byrja að „róta“ um
klukkan fjögur ef strákamir spila um kvöldið. Það tekur
um þrjá tíma að stilla hljóðkerfinu og öllu dótinu upp. Svo
fer maður heim og slappar af og er mættur aftur um hálfell-
efú.“ Eftir það tekur tónlistin og nóttin völdin. -SJ
Viktor fyrir framan rútu
Skítamórals. „Ég fylgist
með að áheyrendur fari
ekki upp á svið og svo má
lengi telja. Það er oft sagt
að maður sé mamma popp-
aranna." DV-mynd Teitur
Fjórtán ár sem rótari gefa til
kynna að Kidda hafi þótt starfið
skemmtilegt. „Það má segja að mað-
ur hafi verið í einu stóm partýi all-
an tímann. En svo allt í einu er það
búið og maður fer að hugsa um í
hvað maður hafi eytt öllum árun-
um. í rauninni skildi starfið ekkert
eftir sig. Ég græddi jú mikla pen-
inga en gallinn var að ég eyddi
þeim jafnóðum. Ef ég væri í sömu
spomm í dag myndi ég geyma pen-
ingana. En því meiri peningar því
meiri eyðsla." Kiddi eyddi aumnum
i sukk og mgl.
Hann segist hlæja af töffara-
skapnum þegar hann lítur til baka.
„Ef maður hefði verið með eitthvert
vit heföi maður aldrei farið út í
þetta og eytt tímanum frekar i skyn-
samlegri hluti. Á þessum tima var
svo mikið nýtt í gangi og maður var
að leita að viðurkenningu."
Kiddi segist ráðleggja þeim
mönnum, sem eru að leggja út á rót-
arabrautina og eru ómenntaðir að
fara frekar í skóla. „Þetta er bara
ævintýri sem stendur yfir í afmark-
aöan tíma. ísland er svo lítið land
að það býður ekki upp á framtíö í
þessu starfi. Þótt maður hafi kunn-
áttu og reynslu þá er alltaf spurt um
menntun þegar á hólminn er kom-
ið.“ -SJ
Tölvur eru tækin sem Kiddi reddar í dag,
nú
Varmaskiptar
fyrir heimili og iðnað
Einstök varmanýting
Hagstæft verd
Tæknileg ráðgjöf um val
Borgartúni 28, sími 562 2901 og 562 2900.