Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Síða 8
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 TlV 8 ★' Ikerínn ' ★ ★. Dr. Gunni eldar stundum burritos fyrir vini sína: Ef ég neyðist til að elda „Mér fmnst leiðinlegt að elda og hvað þá að vaska upp allt draslið sem maður skítur út. Það er líka dýrara að kaupa í matinn heldur en að borða t.d. á salatbamum í Ný- kaupi, rétt dagsins á Á næstu grös- um, eitthvað gómsætt frá Núðluhús- inu eða Sóma langloku. Ef ég vil vera sérstaklega góður við sjálfan mig fæ ég mér pitsu (með skinku, gráöosti og þistilhjörtum), franskar og jalapeno-belgi frá Pizzahúsinu og vitanlega kokteil- og gráðostssósu með og olíu. Eftir slikar veigar hleyp ég til Keflavíkur og til baka til þess að refsa sjálfum mér og ná af mér hitaeiningunum. Einnig eru hamborgararnir hjá Grillhúsinu finir. Ég fer aldrei á McDonalds því þá fæ ég pípandi niðurgang en Subway sleppur. Ekki má svo gleyma lambasteikinni hjá mömmu sem er snillingur i eldamennsku. Ef ég neyðist til að elda kaupi ég mér eitthvað til að setja í ofn, eins og Daloon rúllur eða blómkálsgratín frá Findus. Sjálfstæðu réttina ís- lensku ét ég bara i algerri neyð og vakna þá upp um miðjar nætur með vindverki. Ef ég býð fólki í mat elda ég yfir- leitt burritos og ég geri mun betri burritos en það sem fæst á mexíkóskum veitingastöðum á ís- landi. Ég fékk fyrst burritos á mexíkóskum stað í San Francisco fyrir tíu árum og komst algerlega á bragðið. Úti er einnig hægt að fá ágætan mexíkóskan mat hjá Taco Bell-keðjunni og ég sakna þess að sú keðja skuli ekki vera hér. Hér heima var ekki hægt að búa til sitt eigið burritos fyrr en einhver heild- salan fór að flytja inn vörur frá E1 Pato. Það voru sósur og flatkök- ur í pakkningum merktum með önd og á tímabili var ég alltaf að elda burritos fyrir vini mína með hjálp þessa frábæra merkis. Salan hlýtur að hafa verið dræm því E1 Pato hvarf því miður af markaðnum og í stað- inn hafa komið verri merki. Paul Newmans Taco-sós- an er t.d. ekki nærri því eins góð, og þetta dót frá Dorritos, eða hvað það heitir, ekki heldur. Ég verð þó að láta mér það nægja þegar ég elda burritos, en mikið sakna ég E1 Pato. Burritos fyrir fjóra að hætti Dr. Gunna 12 tortillu flatkökur 600 g af nautahakki 1 græn paprika 1 rauð paprika 2 stórir laukar 2 tómatar 2 dósir af Taco-sósu 1 dós af sýrðum rjóma 1 jöklasalat 1 poki af rifnum osti 12 Corona flöskur soðin hrísgrjón 2 dósir af baunastöppu 2 dósir af guacamole flatkökumar úr ofnin- um og slettið temmi- lega á þær úr pönn- unni. Setjið rifið jöklasalat, rif- inn ost og sýrð- an rjóma ofan á eftir smekk. Rúllið flat- kökunni saman. Drekkið Dr. Gunni fær sér pitsu þegar hann vill vera sérstaklega góður við sjáifan sig. En þá hleypur hann líka til Keflavíkur og aftur til baka til þess að refsa sér fyrir átið. DV-mynd E.ÓI. í spað. Takið hakkið af pönnunni og steikið grænmetið. Skellið hakkinu með grænmetinu, hrærið öllu saman og dembið Taco-sós- unni út í. Látið malla á meðan þið hitið flatkökumar í ofninum við Steikið hakkið. Rifiö grænmetið vægan hita. Takið volgar og linar Corona-bjór með og munið að stinga læm-sneið í flöskuna. Þó að ég nenni ekki að elda hrísgrjón eða bjóða upp á baunastöppu og guacamole, þá er mjög gott að hafa það með burritosinu." r" matgæðingur vikunnar Kjartan Pierre Emilsson er matgæðingur vikunnar: Kúskús Islandais Að þessu sinni er Kjartan Pierre Emilsson matgæðingur DV. Hann er framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs OZ en auk þess liðtækur í eldhús- inu. „Kúskús (couscous, hirsigrjón á íslensku) er vinsæll matur í Afríku og í Evrópu," segir Kjartan Pierre. „Það eru til margar þjóðsögur hvemig eigi að undirbúa grjónin og sumar hverjar taka hátt í tvo sólar- hringa. Mér hefur alltaf fundist það óþarfa umstang því að það er alveg hægt að nota unnin grjón og þá er auðvelt að búa til þennan rétt á klukkutíma þannig að hann sé fylli- lega frambærilegur. Ég sannreyndi það með þvi að bera þetta fram fyr- ir innfæddan Marokkóbúa, og kall- aði þetta bara íslenskt kúskús og lét viðkomandi vel af (eða var bara svona kurteis). Harissa Kúskús Hráefni (fyrir ca 6): 4 hvítlauksrif 500 g gulrætur 3-4 meðalstórir laukar 3 stórar sætar kartöflur 2 stór zucchini (kúrbítur) 700 g nautahakk 1 dós tómatkraftur fersk mynta mulinn kóríander engifer paprikuduft (eða saffran) cayennepipar grænmetiskraftur 1 dl ólífuolía salt pipar unnin hirsigrjón (couscous frá Tipiak til dæmis). 3 matskeiðar smjör 12 stykki þurrkaður rauður chil- ipipar 4 hvítlauksrif 1/2 teskeið salt 11/2 teskeið kóríanderfræ 11/2 teskeið kúmenfræ 1 matskeið ólífuolía cayennepipar Hreinsið chil- ipiparinn (burt með stilka og fræ). Ríf- ið hann í sundur og setjið hann í litla skál með sjóðandi vatni. Látið standa í 30 mínútur. Tak- ið hann úr vatninu og skerið hann í enn smærri bita. Setjið öll hráefnin (nema cayennepip- arinn) í mat- vinnsluvél og hakk- ið þar til þetta verð- ur að mauki. Bætið við cayennepipar ef þið viljið hafa þetta reglulega sterkt. Það er einnig hægt að gera þetta í mortéli ef engin er matvinnsluvélin. Þá er komið að því að laga græn- metið. Hitið ca 1,5 lítra af vatni. Fleygið í vatnið 2 kubbum af græn- metiskrafti (í staðinn fyrir salt). Skeriö laukinn í femt og gulrætum- ar í ca 2 cm langa búta og setjið i vatnið. Merjið hvítlaukinn og setjið út í. Bætið við tómatkraftinum og öllu kryddinu. Látið suðu koma upp og smakkið þá. Soðið á að bragðast vel, hæfilega salt og kryddað, dálítið þykkt út af tómat- kraftinum. Látið nú þetta allt saman sjóða rólega með loki í 30 mínútur. Notið þennan tíma til að undir- búa kjötbollumar. Takið hakkið og hnoðið út í það slatta af kóríander- dufti, paprikudufti og einni mat- skeið af ólífuólíu. Bætið litlum lauk, fínhökkuðum út í, ásamt smávegis steinselju og engifer. Laumið smá harissa út í, ef til er. Úr þessu kjöt- deigi eru síðan mótaðar litlar bollur á stærð við hæfilega munnfylli. Setjið til hliðar. Þá komum við aftur að grænmet- inu, þvi að nú er kominn tími til að bæta við restinni af grænmetinu. Nýkaup Þar semferskleikirm býr Apríkósugljáður kjúklingur Fyrir 6 2 stk. kjúklingar, stórir i 6-8 bitum 350 g þurrkaðar ferskjur 2 dl rúsínur 1/2 dl bráðið smjör 3 1/2 dl appelsínusafi 2 dl apríkósusulta salt og pipar Kartöflumús með sveppum 500 g kartöflur 100 g smjör 100 g sveppir 1 stk hvitlauksgeiri 1 dl mjólk * 1 msk. sykur salt og pipar Brúnið kjúklingana í1 smjöri á pönnu, kryddið með salti og pipar. Setjið þurrkuðu ferskjumar og rúsínumar í botn á stóm eldfóstu móti og leggið kjúklingabitana ofan á. Helhð 2 dl af appelsínusafa yfir. Bakið i ofiii við 175° C í 40 mínútur. Hrærið saman apríkósusultu og af- ganginum af appelsínusafanum og sigtið. Penslið kjúklingabitana með gljáanum og hækkið hitann í 200” C. Bakið í 15-20 mínútur til viðbótar. Penslið öðm hvom. Meðlætið I Sjóðið og maukið kartöflurnar. Bragðbætið meö salti, pipar og sykri. Bætið í mjólk. Saxið sveppina og steikið í smjörinu ásamt fint söxuð- um hvítlauknum. Hrærið saman við kartöflumúsina. Mótið úr henni fal- legar kúlur og setjið á diskana. „Italiano" fyrir 6 Kúrbíturinn er skorinn í fernt langsum, og svo í ca 3 cm búta. Sætu kartöflunar em afhýddar og skomar í bita ca 3 cm á kant. Bætið þessu út í soðið. Passið að soðið rétt fljóti yfir þetta allt saman og látið malla í ca 20 mínútur í viðbót. Loks má fara að undirbúa grjón- in. Rétt áður en suðutímanum á grænmetinu lýkur skuluð þið taka ca 1/2 lítra af grænmetisoðinu frá. Setjið það í pott og látið suðu koma upp. Hellið kúskúsgrjónunum jafnt út á, setjið lok á, takið af hitanum og látið standa í ca 3 mínútur. Eftir það skuluð þið setja pottinn aftur á væg- an hita, og byrja að losa grjónin í sundur með gaffli. Um leið bæt- ið þið hægt og hægt við 2-3 matskeiðum af smjöri, og passið að það samlagist grjónunum vel og þau myndi ekki kekki. Léttsteikið nú bollumar í ólífuól- íu þannig að þær séu vel brúnar að utan en meyrar að innan. Saltið og piprið. Þá er allt tilbúið. Dreifið grjónun- um á stórt fat. Hellið síðan öllu grænmetinu yfir (takið ca 1 bolla af soðinu frá v til að hafa sem sósu) og dreifið síðan kjötboll- unum yfír allt saman, ásamt dálítilli steinselju. Berið fram strax, með soði til hlið- ar týrir þá sem vilja væta grjónin, og harrissa í skál til að borða með grænmetinu og boflunum." Kjartan Pierre skorar á Ragnheiði Stephensen að vera næsti matgæð- ingur DV. 200 g kúrbítur í sneiðum 200 g sveppir í sneiðum 200 g spergilkálssprotar 200 g sykurbaunir 2 stk. vorlaukar í sneiðum 1 stk. rauð paprika í strimlum 2 stk rauðlaukar í sneiðum olía til steikingar salt nýmalaður svartur pipar Kryddlögur 2 dl ólífuolía 4 msk. balsamedik 1 tsk. saxaður hvitlaúkur 1 tsk. nýtt basil, saxað 4 stk. sólþurrkaðir tómatar í striml- um Einfaldar brauðkollur 450 g hveiti 1 bréf þurrger (11,7 g) 1 tsk. salt 2 1/2 dl volgt vatn 11 dl matarolía Meðlætið Salatblöð til skreyt- ingar, t.d. frisesalat, Loflo Rosso og eikar- lauf. Steikið grænmetið 1 stökkt á pönnu, kryddið með salti og svörtum pipar. Kælið grænmetið. Blandið grænmetinu saman við kryddlöginn og látið standa í kæli í minnst 6 tíma. Gott er að láta standa yfir nótt. Setjiö grænmetið í sátu á faflega skreyttan diskinn. Kryddlögurinn Hrærið öllu vel saman og hellið yfir grænmetið Einfaldar brauðkollur Blandið öflum þurrefnum saman. Leysið geriö upp í volgu vatni (37° C) og hellið saman við þurreftiin ásamt matarolíunni. Hnoðið vandlega. Deigið er síðan geymt undir dúk í 10-15 mínútur áður en það er hnoð- að á ný, mótað í bollur (eða eina lengju) og sett á bökunarplötu. Látið hefast við stofuhita í hálfan annan tima. Sett í 200' C heitan ofn og bak- að í 10-15 mínútur. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.