Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Page 10
10
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 TIV
TW
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjórí og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVÍK, Sl'MI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Fijálsrar flölmiólunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Sami gamli flokkurinn
Um helgina mun Framsóknarflokkurinn staöfesta á
flokksþingi sínu, að hann sé ekki umhverflsvænn stjórn-
málaflokkur. Að hefðbundnum sið mun hann ítreka, að
staðbundnir sérhagsmunir skuli ráða, hvernig og
hvenær íslenzkri náttúru skuli verða misþyrmt.
Áður einkenndi andúð Framsóknarflokksins á nátt-
úru landsins, að hann studdi jafnan af mikiUi hörku
óheft sauðfjárhald og vaxandi ofbeit á hálendi. Þessi of-
beit var úrslitaatriði í flóknu samspili náttúrunnar og
olli mestu gróðurspjöllum, sem þekkjast í Evrópu.
Þótt hin eindregna ofbeitarstefna Framsóknarflokks-
ins hafi hrunið vegna þeirra ytri aðstæðna, að lamba-
kjöt seldist ekki, þá hefur enn ekki tekizt að snúa vörn í
sókn í gróðurdæmi landsins. Rannsóknir sýna, að nátt-
úran er enn á undanhaldi fyrir mannanna verkum.
Þegar eldgos og hvassviðri voru ein um hituna, var ís-
land viði vaxið milli fjalls og fjöru og landnámsmenn
gerðu til kola á Kili. Örlagavaldurinn í mestu gróðureyð-
ingu Evrópu er því sauðfjárræktin, sem nú er í andar-
slitrunum eftir faðmlög Framsóknarflokksins.
Hamslaus stórvirkjana- og stóriðjustefna hefur nú tek-
ið við af stefnu hamslausrar sauðfjárræktar hjá þeim
stjórnmálaflokki, sem um langt skeið hefur farið með
völd í öllum helztu valdastofnunum landeyðingar, land-
búnaðar-, iðnaðar- og umhverfisráðuneytunum.
Helztu ráðamenn flokksins tala í fúlustu alvöru um að
umturna gróðri hálendisins með stíflugörðum og að
mynda þar uppistöðulón, sem hlutverks síns vegna
verða með breytilegri vatnshæð og geta því ekki mynd-
að gróðursæla bakka eins og venjuleg vötn gera.
Helztu ráðamenn flokksins hafa varpað fram hug-
myndum um kaup og sölu á heimskunnum náttúruperl-
um, til dæmis að fóma Eyjabökkum til að varðveita
megi Þjórsárver. Þetta eru óforbetranlegir fjandmenn
náttúru landsins, sannir Framsóknarmenn.
Ráðamenn flokksins munu á þinginu flagga óraun-
hæfu mati Landsvirkjunar á þjóðhagslegum áhrifum
stóriðju, þar sem allt of lítið og nánast ekkert tillit er tek-
ið til herkostnaðarins. Þeir munu mála á vegginn engil-
bjarta mynd af framtíð austflrzkra hagsmuna.
Það sem skilur stóriðju frá öðrum atvinnuvegum nú-
tímans, svo sem tölvuvinnslu og ferðaþjónustu, er ann-
ars vegar, að hún krefst gífurlegrar fjárfestingar að baki
hvers atvinnutækifæris, sem hún skapar, og hins vegar,
að hún á erfitt með að laga sig að aðstæðum.
Þetta gildir jafnt um orkuverin eins og iðjuverin, svo
sem við höfum séð af virkjun Blöndu, þar sem óheftir
stóriðjudraumar andstæðinga íslenzkrar náttúru leiddu
til gífurlegrar fjárfestingar, sem skilaði engum arði ár-
um saman og bar jafnframt mikla vaxtabyrði.
Stóriðjudraumarnir hunza hagsmuni ferðaþjónustu,
sem munu aukast á næstu árum eins og þeir hafa gert á
undanförnum árum. Engin vitræn úttekt hefur farið
fram á afLeiðingum stóriðjudrauma ráðamanna Fram-
sóknarflokksins á afkomu í ferðaþjónustu.
Alvarlegasti þáttur málsins er skorturinn á reisn, sem
einkennt hefur stjórn Framsóknarflokksins á málaflokk-
unum, sem snerta risavaxna skuld þjóðarinnar við nátt-
úru íslands. Ráðamenn flokksins tala eins og við enn
þann dag í dag aumingjaþjóð á hungurmörkum.
Flokksþing Framsóknar um helgina mun staðfesta, að
ekkert hafi breyzt. Flokkurinn sé enn eins fjandsamleg-
ur náttúrunni og hann hefur jafnan verið.
Jónas Kristjánsson
Valdastaða Prímakovs
Efnahagsástandið í Rússlandi
sýnir engin batamerki. Eftir að
stjórn Sergeis Kíríjenkós
mistókst að verja rúbluna falli og
hrökklaðist frá völdum í ágúst
hefur virði rúblunnar rýrnað um
60%. Þegar er farið á bera á mat-
ar- og eldsneytisskorti og sumir
íbúar nyrstu héraða Rússlands
hafa yfirgefið heimkynni sín og
haldið suöur bóginn. Búist er við
6% efnahagssamdrætti á þessu
ári og öðru eins á því næsta. Ekki
þarf heldur að fjölyrða um veika
valdastöðu og óvinsældir Borís
Jeltsíns Rússlandsforseta. í ljósi
þess mætti halda að Jevgení
Prímakov forsætisráðherra væri
ekki hátt skrifaður meðal al-
mennings, enda ber hann ábyrgð
á efnahagsstefnunni. En því fer
fjarri: Hann er nú vinsælasti
stjórnmálamaðurinn í Rússlandi
og er í augum margra tákn um
stöðugleika á krepputímum.
Erlend tíðindi
Valur Ingimundarson
Ríkisafskipti og umbætur
Prímakov hefur hafnað allri tilraunastarfsemi í
efnahagsmálum og gengur út frá því vísu að Rússar
séu orðnir þreyttir á róttækum vestrænum hugmynd-
um um endurbætur á efnahagslífinu. Enginn neitar
því að alvarleg mistök voru gerð í tilraunum til að
snúa Rússlandi frá áætlunarbúskap til kapítalisma.
Og óhagstæð ytri skilyrði, eins og efnahagskreppan í
Asíu og verðfall á olíu og annarri hrávöru, gerðu illt
verra. En Rússar sjáifir áttu ekki síður sök á krepp-
unni með slæmri efnahagsstjórn: Á sex ára valdaferli
Viktors Tsjernómyrd-
íns, fyrrverandi
forsætisráð-
herra,
fjárlaga-
hallinn
að jafn-
aði um
7-8% af
þjóðar-
fram-
leiðslu,
auk þess
sem stjórn
hans
var
Þrátt fyrir efnahagskreppuna er Jevgení Prímakov, forsætisráðherra Rúss-
lands, langvinsælasti stjórnmálamaður landsins. Hann hefur boðað hægfara
endurbótastefnu og aukin ríkisafskipti af efnahagslífinu.
mistókst gersamlega að koma á skil-
virku skattakerfi, endurmeta hlutverk
ríkisvaldsins í efnahagslífinu og greiða
fyrir fjárfestingum í iðnaði.
Lykilspurningin er sú hvort leið
Prímakovs - meiri ríkisafskipti og
hægfara endurbótastefna - sé vænlegri
til árangurs. Prímakov beið með það í
heila tvo mánuði að tilkynna efnahags-
ráðstafanir stjórnarinnar.
Efnahagsúrræði stjórnarinnar hafa
mælst misjafnlega fyrir erlendis, eink-
um sá ásetningur að auka vægi ríkis-
valdsins í efnahagskerfinu. Sumir hafa
fagnað tillögum um að létta af banni
við sölu á vörum undir kostnaðarverði
til að auðvelda fyrirtækjum markaðs-
setningu og að fresta skattlagningu
innfluttra hátæknivara. En margt er
enn óljóst í efnahagsstefnunni. Enginn
veit hvernig stjórnin hyggst standa
undir geysilega mikilli erlendri
skuldabyrði og greiða þeim starfs-
mönnum laun, sem ekki hafa fengið
þau svo mánuðum skiptir. Ekki verður
heldur létt verk að efla skattheimtu ríkisins eins og
málum er nú háttað. Efnahagskerfið er gagnsýrt af
fjármálaspillingu og 75-80% af viðskiptum eru enn í
formi vöruskipta. Og engin von er á erlendum fjár-
festum: Þeir hafa þegar tapað um 100 milljörðum doll-
ara á fjárfestingum sinum í Rússlandi.
í vikunni rann út sá þriggja mánaða greiðslufrest-
ur, sem rússnesk stjórnvöld veittu bönkum til að
vernda þá fyrir lánardrottnum sínum á Vesturlönd-
um. Búist er við því að um helmingur 1500 banka í
landinu verði
gjaldþrota á næstu vikum og mánuðum. Rússnesk
stjómvöld hafa þegar tilkynnt að þau muni ekki
ábyrgjast erlendar skuldir langflestra þessara við-
skiptabanka, en þær nema um sex milljörðum doll-
ara. í sumar ákvað Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að
veita Rússum um 11 milljarða dollara lán á þessu ári
með ákveðnum skilyrðum. Rússar hafa aðeins fengið
hluta greiðslunnar, og ef marka má fyrstu viðbrögð
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við efhahagsstefnu stjórn-
arinnar, er útlitið ekki gott um framhaldið.
Rússland og alþjóðakerfið
Þrátt fyrir það hefur Primakov ekki mætt neinni
virkri andstöðu fjölmiðla eða þingsins. Hann hefur
styrkt stöðu sína með því að beita aðferðum, sem
hann lærði þegar hann var yfirmaður gagnnjósna-
þjónustu Sovétríkjanna. Hann hefur gætt sín á því
að segja ekki of mikið um þær efnahagsráðstafanir
sem stjórnin hefur þegar gripið til. Vitað er að
stjórnin hefur prentað peninga til að geta
staðið í skilum varðandi launa-
greiðslur. Ef um er að ræða háar
fjárhæðir má búast við óðaverð-
bólgu strax í janúar á næsta ári. Og
ef stjórnin ákveður að koma á
verðstöðvun og taka upp efnahags-
aðferðir Sovéttímans má ganga að
því vísu að hin ófullkomna til-
raun til markaðsvæðingar fari
út um þúfur og lánastofnanir á
Vesturlöndum snúi baki við
Rússum. Rússland getur ekki
einangrað sig frá sveiflum
heimsmarkaðarins vegna
þess að það er gjörsamlega
háð Vesturlöndum um efna-
hagsöryggi sitt. Aðgerðaleysi
er ekki það sama og stöðug-
leiki. Ef ekki verður mörkuð
langtímastefna í efnahags-
málum getur valdatími
Prímakovs orðið styttri en
nokkurn óraði fyrir.
skoðanir annarra
Harðir í horn að taka
„Á næstu dögum verður að taka upp að nýju
strangt vopnaeftirlit í Irak. Það er eina leiðin til að
ganga úr skugga um að Saddam Hussein standi við
nýjasta loforð sitt um fulla samvinnu við eftirlits-
menn Sameinuðu þjóðanna sem bera ábyrgð á að
fletta ofan af og útrýma efna- og sýklavopnum
stjórnvalda í Bagdad, svo og flugskeytaskotpöllum
þeirra. Ekki er hægt að endurtaka þá mislukkuðu
stefnu bandarískra stjómvalda að halda aftur af eft-
irlitsmönnum til að afstýra mótmælum íraka eða
bandamanna þeirra."
Úr forystugrein New York Times 18. nóvember.
Gore opnar munninn
„A1 Gore, varaforseti Bandaríkjanna, fékk marga
leiðtoga Asíuríkja upp á móti sér þegar hann lýsti
opinberlega yfir stuðningi við mótmælaaðgerðir
gegn Mahathir Mohamad, forsætisráðherra
Malasíu, og gestgjafa leiðtogafundar efnahagssam-
taka ríkja við Kyrrahafið (APEC). Ræða Gores kann
að hafa styrkt stöðu hans fyrir forsetakosningarnar
heima en hún viröist ekki ætla að koma umbótmn í
Malasíu að miklu gagni. Hún kann frekar að stuðla
að andbandarískum skoðunum í Asíu og gera öðr-
um leiötogum enn erfiðax-a fyrir með að þrýsta á
Mahathir að bæta nú ráð sitt.“
Úr forystugrein Financial Times 19. nóvember.
Bondevik í klípu
„Staða stjórnar Bondeviks í Noregi verður sifellt
ei'fiðari. Minnihlutastjómin, sem nýtur bara stuðn-
ings fjórðungs þingmannanna, hefur lagt fram fjár-
lagafrumvarp sem fær ekki hljómgrunn hjá neinum
öðrum flokki. Samkomulag hefur ekki einu sinni
náðst þó talsvert hafi verið gefiö eftir. Jafnvel þó
að stjóminni tækist á síðustu stundu að afla eigin
flárlagafi’umvaxpi stuðnings yrði það svo frábrugð-
ið hinu upprunalega að erfitt yrði fyrir stjórnina að
sitja áffam. Trúverðugleikinn yrði horfinn.
Úr forystugrein Dagens Nyheter 20. nóvember.