Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 JjV 20 {réttaljós Tveir vinir og annar kom inn úr fríi - sverðin í lögregluskildinum eru tvö en skjöldurinn aðeins einn Full ástæða er til að óttast um lög- gæslu í höfuðborginni ef þar eiga að sitja tveir skipstjórar í brúnni. Skipu- ritið sem smíðað var utan um Lög- regluna í Reykjavík átti að úthýsa Böðvari Bragasyni úr starfi, sem virð- ist ætla að misheppnast. Lymskuleg pólitík hljóp í lögguna. Borgarar Reykjavíkur sem óttast vaxandi glæpatíðni óska þess eindregið að þeir Böðvar lögreglustjóri og Georg vara- lögreglustjóri stiili saman krafta sína og veiti fólki nauðsynlega vemd. Á lögreglustöðvum Reykjavíkur loga eldar. Lögregluliðið er ósátt við Þor- stein Pálsson dómsmálaráðherra og heimtar að hann fargi nýja skipurit- inu. Þorsteinn Pálsson segir lögregl- una fara með gapuryrði. En vissulega setur almenningur spurningarmerki við þessi verk ráðherrans. Og nánast 100% eining mun vera um Böðvar innan lögregluliðsins sem æðsta mann. Og það er hann lögum sam- kvæmt. Mjúkar og harðar persónur Persónumar bak við lögreglustjóra og aðstoðarlögreglustjóra í Reykjavík hafa verið mjög undir smásjá undan- fama mánuði. Böðvar Bragason, sex- tugur síðan í byrjun október, og Ge- org Kr. Lárusson, fertugur í góulok á næsta ári, em gjörólíkar persónur. Við vitum það eitt fyrir satt að þeir vom álíka námsmenn í menntaskóla, Böðvar fyrir norðan, Georg inni við Sund, báðir með 2. einkunn á stúd- entsprófi. í lögfræði kvaddi Böðvar Háskólann með fyrstu einkunn en Ge- org annarri. Báðir gegndu störfum sýslumanna og þekkja því vel til lög- gæslu. Báðum er lýst sem atgervis- mönnum. Samanburði lýkur og leiðir okkur ekkert. Nema hvað menn flokka Böðvar sem mjúkan mann en Georg harðan. Mörgum hef- ur þótt nóg um málatilbúnað- inn í kringum lögreglustjórann og telja að verið sé að sverta Böðvar Bragason að ósekju. Leiðari DV í fymadag tók af öll tvímæli en þar var Þorsteinn Pálsson gagnrýnd- ur fyrir að stunda áralangt undirferli gagnvart linum lögreglustjóra. Athyglisvert er að lögregluliðið sjálft hefúr risið yfírmanni sínum til vamar og slegið um hann skjaldborg, einkum eldri og reyndari mennimir. Hinir yngri hafa síður tekið afstöðu í málinu og sumir heillast þeir af spretthörðum varalögreglustjóra Reykvikinga. Pólitískt ráðinn, pólitískt ofsóttur Vandamál Böðvars Bragasonar hófust morguninn sem hann mætti til starfa í Lögreglustöðinni í Reykjavík fyrsta sinni, þann 1. desember 1985. Hann var þangað kominn sem póli- tiskt ráðinn lögreglustjóri yfir Reyk- víkingum af Jóni Helgasyni dóms- málaráðherra frá Seglbúðum. Fram- sóknarflokkurinn annaðist um ráðn- ingu hans í feitt og gott embætti. Á þeim tíma töluðu sjálfstæðis- menn í lögregluliðinu sér til hita um pólitíska spillingu. En Böðvar vann á við kynningu. í dag rísa jafnvel sömu menn upp Böðvari til vamar. Eins og títt er um mjúka menn eignast þeir fremur vini en óvini. Og í skjóli mjúk- ra stjómendanna er kannski þægilegt að lifa. Innan lögreglunnar í Reykjavík era margir afar mætir menn og löggæslan um margt til fyrirmyndar. En að Hverfisgötu 113-115 voru ýmsar brotalamir. Sum hneykslismálin sem upp hafa komið vora þess eðlis að dómsmálaráðherrar annara landa hefðu sagt af sér enda ber dómsmála- ráðuneytinu að hafa eftirlit með lög- gæslu i landinu. En ekki hér. Dómsmálaráð- herra fór í skot- grafahemað sem veldur því að lög- gæslumálin era í hnút. Einfaldast fyrir ráðherra var að segja undir- manni sínum upp. Þess í stað var hann sendur í sjúkra- leyfi með alvarlega áminningu á bak- inu. Á meðan var smíðað forláta skipurit sem þjóðin hlær að í dag. Hin ósýnilega lögga Ávirðingamar á lögreglustjórann í Reykjavík era margar og ekki allar til að auka veg embættisins. Ljóst er að Böðvar Bragason er ekki þeirrar nátt- úra að hrópa á blóð og hefndir, hann er hvorki hasarkall né súperman, heldur friðarins maður. Hann vill að löggæslan sé ekki óþægilega sýnileg, heldur ævinlega reiðubúin til aðstoð- ar, sama hvert erindið er. Þetta er sjónarmið sem löggæsla margra landa hefur haft að markmiði, en ekki heppnast. Á ólympíuleikunum í Múnchen 1972 átti lögregluliðið ekki að sjást, þaö vora ffiðarleikar. Glæpa- menn notfærðu sér þetta og myrtu ísraelska íþróttamenn að næturþeli. Linka í lögreglumennsku kann því miður ekki góðri lukku að stýra. En ávirðingamar á Böðvar Braga- son eiga rót að rekja til undirmanna sem ekki stóðu sína pligt, til manna sem lögreglustjóri leyfði sér að treysta. Traust hans á undirmönnum bitnaði á honum þegar upp var staðið. Böðvar er maðurinn sem kennt er um að hafa glutrað niður 3.500 grömmum af ýmsum fikniefnum. Böðvar er sagður hafa látið líðast að alræmdur eiturlyQabarón var farinn að hafa sína hentisemi í eiturlyfja- deildinni. Böðvar er maðurinn sem lét rmdir höfuð leggjast að rukka nokkur þúsund syndaseli sem áttu að borga embættinu sektargreiðslur. Böðvari er kennt um að láta það líðast að bullur og fylliraftar öngraðu fólk og meiddu á umferðar- götum höfúðborgar- innar. Böðvari era eignuð hagsmuna- tengsl við veitinga- staðinn Vegas sem sagt var að fengi starfsleyfi eingöngu fyrir velvilja lögregl- unnar, en sonur Böðvars rekur stað- inn. „Böðvar er ekki linur maður, hann er mjúkur maður og mildur, sem kemur öllu sínu ffam með brosi á vör og er hæfileikaríkur stjórnandi," sagði einn innanhúss- manna i aðallög- reglustöðinni í Reykjavík. Hann sagði aö Böðvari svipaði um margt til fyrirrennara síns, Siguijóns Sigurðssonar. Böðvar er sagður hafa leyst mörg vandamál innan liðsins af mikilli lipurð og snilli. Lögreglumenn hafa horfið af hans fúndi berandi höfúðið hátt. DV hefur reyndar fyrir satt að Böðvar hefur aldrei hyglað syni sín- um eða haft nein afskipti af hans rekstri á nokkum hátt. En málið leit skuggalega út og glóðum var safnað að höfði lögreglustjóra, sem er maður sátta og umburðarlyndis. Böðvari er ekki sýnt um aö tala við fjölmiðla. Vitað er að hann hafnaði því æ ofan i æ að skýra sín sjónarmið. Böðvar Bragason greip ekki til vopna, en lét dómsmálaráðherra senda sig í veik- indaffí í hálft ár. Óragur lögregluforingi Nú er Böðvar kominn til starfa og virðist kominn í homið hjá varalög- reglustjóra, hinum unga og vaska Ge- org Kr. Lárassyni ffá Holti í Önund- arfirði. Georg tók viö stjóminni síð- asta sumar. Hann byijaði á því að fá félaga sína í löggunni til að flytja búslóð sína. Það gerðu þeir nokkrir í búningunum, á vaktinni, og vora staðnir að verki af ljósmyndara DV. Toppamir kunnu DV engar þakkir þótt myndimar væra góðar. Georg er allt það sem Böðvar er ekki. Hann er til dæmis óragur við að koma ffam í fjölmiðlum og á samkom- um. Hann vill greinilega að það sé stæll á löggunni. Hann vill afar sýni- lega löggæslu og hann vill taka hart á þeim sem brjóta af sér. íslensk lög- gæsla fjallar að stórum hluta um af- leiðingar áfengisdrykkju og er því nokkuð sérstæð í samanburði við er- lenda löggæslu. Georg hefúr vissrdega komið með ferskan blæ inn í lögregl- una, en því er ekki að neita að raddir innan lögreglunnar segja að löggæsla síðasta sumars hafi ekki verið betri eða verri en áður. Breytingamar hafi aðallega verið í blaðafféttunum. Orðið lögregluríki var farið að heyrast siðsumars þegar menn höfðu varla fló- arffið fyrir hvers kyns lögregluaðgerð- um. Lögreglumenn með adrenalín for- ingjans fóra sem logi um akur. Georg er maður fiölmiðlanna, reffilegur á ljósmynd- um, galvaskur lög- regluforingi sem gustar að. En undir- menn hans sem að- hyllast frekar stjóm Böðvars segja að af- rek Georgs sé aðal- lega að finna i fiöl- miðlunum. Fram undan er merkilegur tími í lög- reglunni. Á næstu vikum kemur í ljós hver verður raunveraleg- ur húsbóndi á Hverf- isgötunni, - Böðvar eða Georg. Það er Þorsteins Pálssonar að leysa hnútana og það tekst honum jafnskjótt og hann gleymir stjóm- málaskoðunum Böðvars ffamsóknar- manns og Georgs sjálfstæðismanns. Mikils er um vert fýrir Reykyíkinga og aðra sem njóta þjónustu Reykjavík- urlögreglunnar að þeir geti setið sátt- ir að störfum sínum og bætt hvor ann- an upp. Ólíkir menn geta oft starfað vel saman. Eigum við að segja að nú sé tími til kominn að slíðra sverðin tvö sem mynda merki lögreglunnar í Reykjavík. Þar er aðeins einn skjöld- ur og hann á að verja borgarana gegn heimsósómanum. Óleyst verkefni biða Lögreglunnar í Reykjavík. -JBP Innlent % Æ * ■ ■ ■■ * i' n' * n' Jón Birqi son Löggulíf L des. 1985: Böðvar Bragason nýr lögreglustjóri í Reykjavík. X júií 1997: Ný lögreglulög eiga að auka skilvirkni. 27. nóv. 1997: Sérstakur lögreglustjóri, Karl Gauti Hjaltason, skipaður vegna kæru fatafellu á hendur syni lögreglustjóra, eiganda Vegasar. 23. des. 1997: Sérstakur rannsóknarlögreglustjóri, Atli Gíslason, rannsakar störf fíkniefnadeildar Iðgreglunnar. 27.feb.199S: Lögreglustjóri vanhæfur vegna rekstrarleyfis Vegasar. Karl Gauti úrskurðar Vegas i hag. 26. mars 1998: Sérstakur lögreglustjóri, Ragnar Hall, skipaður vegna hvarfs fikniefna úr fórurti iögreglunar. 20. maí 1998: Þrir skoðunarmenn kanna slælega innhelmtu sektargreiðslna og sakarkostnaðar. 9. maí 1998: Böðvar fer i veikindafrt í hálft ár að ráði dómsmálaráðherra sem áminnti lögreglustjóra. 9. rnaí 1998: Georg sern varalögreglusUórl 1. mai til 15. nóvember 1998. Lögreglustjarna Guðjóns Samúelssonar, fyrrum húsameistara ríkisins. Lögreglan á aö vera sverB fólksins og skjöldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.