Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Qupperneq 26
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 ilV k’f&ffFHMoH ofk.udr/<ku ? TiLBQÐ 99." icu,- 'KE‘Ai!r OPByLGJUPOPP TÍLBQÐ ]39r »?sr i90,- TiLBÚO 95,- aoij" uO,- Galaxy 55. /U.- BKmrud Lfii'gan í þÉmu hv*®rfS íffaókarkafíí Kafli úr minningum Sigríðar Þorvaldsdóttur úr bókinni Lífsgleði: Trúin á ífið Sigríöur Þorvaldsdóttir í uppsetningu Þjóðleikhússins á söngleiknum Gæj- ar og píur. Hörpuútgáfan gefur út bókina Lífsgleói. Þórir S. Guöbergsson ritar minn- ingar og frásagnir fimm landskunnra einstaklinga: séra Halldórs S. Grön- dals, Rannveigar Böðvars- son, Jónu Rúnu Kvaran, Róberts Arnfmnssonar og Sigríöar Þorvaldsdóttur. Hér á eftir fer brot úr minningum Sigríöar Þor- valdsdóttur leikkonu en fyrir 10 árum fékk hún heilablœöingu og þurfti nánast aö lœra aö tala upp á nýtt. Sigrídur Þorvaldsdóttir Fcedd í Reykjavik 12. apríl 1941 Bjartsýni hefur fylgt mér allt fram á þennan dag og enn trúi ég því að líf- ið eigi eftir að gefa mér mikið. Ég á þrjár dætur sem eru hver annarri yndislegri og tvö bamaböm. Reynsla fyrri ára, allt frá því að við munum eftir okkur, getur verið okkur mikill lærdómur til aukins þroska á lífsgöngunni og þess vegna eigum við ekki að ýta henni til hliðar, heldur reyna að lita á reynsluna sem okkar besta kennara , ræða hana við hvert annað og miðla þannig af því sem líf- ið hefur fært okkur. Mér var skyndilega kippt út úr hringiðu mannlífsins. Ég hafði fetað mig áfram á braut lífsins bæði hérlendis og erlendis - og allt gekk mér til gæfu. Allt frá bernsku- og æskuárunum blasti lífið við mér sem seiðandi og ögrandi aíl sem mér fannst gaman og spennandi að glíma við. Kysstu mig Kata - og af- drifaríkur morgunn Mér fannst námið í Leiklistarskól- anum skemmtilegt og spennandi. Mér leið strax vel I Þjóðleikhúsinu. Það varð eins og mitt annað heimili. Með náminu fengum við ýmis minniháttar hlutverk í verkum sem verið var að sýna. Það var bæði lærdómsríkt og þroskandi og flest byrjuðum við leik- feril okkar á þessum árum á fj’ölum Þjóðleikhússins. Ég minnist þess þegar veriö var að færa upp söngleikinn Kysstu mig Kata aö einn daginn var ég að ljúka viö að tala í símann, þegar leikstjór- inn Sven Áge Larsen kom til mín og spurði mig hvort ég gæti sungiö, dans- að og leikið. Hann var ekkert aö tvínóna með erindi sitt. Hann gekk hreint til verks og sagði mér strax hvers vegna hann spyrði. “Guðmunda Elíasdóttir, söngkona, er orðin veik og getur ekki sungið. Það eru aðeins tíu dagar í frumsýn- ingu. Viö höfum veriö aö prófa fjölda fólks. Komdu meö mér upp i prufu.“ Aö prófl loknu sagöi leikstjórinn við mig: “Nú gleymir þú lokaprófinu i Leik- listarskólanum í bili og æflr á fullu hlutverkið í Kysstu mig Kata." Þetta varð mér dýrmæt reynsla. Ég lagði mig alla fram viö að æfa hlut- verkiö á þessum stutta tíma fram að frumsýningunni. Ég átti fremur auö- velt með að læra utanbókar, mér gekk vel i samskiptum viö mótleikara mina og þetta tókst vonum framar. Segja má að þetta hafl I raun veriö min fyrsta alvarlega þolraun á sviði Þjóðleikhússins. Ég naut lífsins. Mér fannst gaman í skólanum. Mér gekk vel í náminu. í Þjóðleikhúsinu var góður andblær. Oft og tíðum vorum við þar næstum allan daginn frá morgni til kvölds. Fyrst á æfingum fyrir einhver minni hlutverk, síðan í skólanum og svo á leiksýningu að kvöldi. Mér fannst þetta yndislegt líf, ég var bjartsýn og sá framtíðina í hill- ingum. Ég var ung og full af lífsorku og löngun til að takast á við verkefni af hvaða tagi sem var. Ekkert í leik- húsinu var mér óviðkomandi. Og þannig hefur lífið verið að mestu fram til þessa dags. Ég segi að mestu því að einn góðan veðurdag, rétt í þann mund er sólin gægðist upp í austri yfir fjallatoppunum þann 17. október 1988, dimmdi skyndilega. Yngsta stelpan okkar, Hjördís Elín, eða Dísella, eins og hún er kölluð, var að leggja af stað i skólann. Ég fylgdi henni að útidyrunum eins og oft áður og kvaddi. Ekkert virtist óvenjulegt eða öðruvísi en venjulega. Ég iagðist upp í rúm og lét fara vel um mig. Nýr dagur var hafinn. Það var gott að teygja aðeins úr sér áður en spennandi verkefni dagsins hæfust af fullri alvöru. Ég var formaður Fé- lags íslenskra leikara á þessum árum og nýkomin heim úr erfiðu en lær- dómsríku ferðalagi í Rússlandi og Bandaríkjunum. Þennan dag átti ég aö mæta á æfingu niöri í Þjóöleikhúsi á leikriti eftir Samuel Beckett, „Happy Days“ og var hlutverkiö stórt sem ég átti að leika á móti Gísla Hall- dórssyni. Þetta voru spennandi tímar. Mikiö var að gerast og gerjast í ís- lensku leikhúslífi, mikil gróska í allri menningu, hver leiksýningin á fætur annarri bæði i Iönó, Þjóðleikhúsinu og leikhúsin úti um allt land voru að lifna viö. Og ég fékk aö taka þátt i bar- áttunni meö samstarfsfólki mínu af lifi og sál. Ég ætlaöi rétt að teygja úr mér stutta stund og vakna enn betur. Síö- an ætlaði ég að vera mætt á æfingu stundvíslega klukkan 10. Meira af þessum haustmorgni í Mosfellssveitinni man ég ekki. Örlög og óvissa Maðurinn minn heyrði að ég uml- aði eitthvað óskiljanlegt um leið og ég lagðist út af og hváði. En hann fékk ekkert svar. Skömmu síðar heyrði hann aftur óljósa rödd mina án þess að skilja hvað ég var að reyna að segja. Þegar ég svaraði engu spuming- um hans sneri hann sér að mér og fór að athuga málið. Ég hef oft hugsað um það hvemig honum hafi í raun orðið við þegar hann leit á mig og sá mig liggjandi hreyfmgarlausa með star- andi augu eins ég væri fremur liðin en lífs. Hann endurtók spumingar sínar en sá strax að eitthvað vru að og kallaði í elstu dóttur okkar sem var heima og bað hana að hringja i lækni þegar í stað. Hver mínúta var dýrmæt. Ekkert okkar skynjaði í rauninni hvað var að gerast. Ég var gjörsamlega meðvit- undarlaus svo að það hvarflaði áreið- anlega að manni mínum og dóttur að hér gæti verið um líf og dauða að tefla. Nú yrði að bregðast snöggt og fljótt við. Þau máttu engan tima missa. Ég haföi ekkert kvartað daginn áöur, hvorki um höfuöverk, slen né óeðlilega þreytu. Lífiö haföi gengið sinn vanagang. Viö gengum öll til náða eins og kvöldið áður og kvöldiö þar áður, eölilega þreytt og ánægð og ég hlakkaöi til að mæta á æfingu 1 Þjóöleikhúsinu næsta morgun. Eftir að ég lagðist í rúmið þennan morgun man ég ekkert hvað geröist næsta sólarhring. Veruleikinn i dag var öðmvísi en i gær. í meðvitundar- leysi mínu hafði ég auövitað ekki hug- mynd um hvort ég var nær lífinu en dauöanum - en allra síst hefur mig grunaö þegar ég lagöist i rúmið mitt til hvíldar, að alvarlegur sjúkdómur myndi herja á mig þennan eftirminni- lega haustmorgun. Ég man ekki hvað ég hugsaði eða hvemig mér leið. Hug- ur minn var bundinn við hlutverk mitt í Happy Days, væntanlega fundi í Félagi íslenskra leikara og önnur mál sem gagntóku huga minn á þessum tíma auk alls þess sem beið mín sem móður og uppalanda. En margt fer víst öðruvísi en ætlað er. Enginn ræður sínum næturstað og „Guð má vita hvar við dönsum næstu jól“. Á slíkum hættustundum er hvert andartak sem dægur og hver sekúnda eins og heil eilifð. Þeir einir skynja landamæri lífs og dauða sem lenda í reynslu sem þessari. Tíminn ætlar aldrei að líða þegar beðið er með slikri eftirvæntingu á örlagaríkri stundu. Þá er enginn timi til að velta vöngum yfir hlutum, framkvæmd er það eina sem dugar og gera fljótt það sem maður heldur að sé réttast. Læknirinn kom von bráðar, gaf mér sprautu, pantaði sjúkrabíl með hraði og var ég flutt beint á Borgarsjúkra- húsið þar sem undirbúin var aðgerð á heila. Bjami Hannesson heflaskurðlækn- ir og samstarfsfólk hans gekk tU verks og þökk sé þeim fyrir þeirra frábæra starf sem tókst svo undurvel. Það hef- ur ekki farið á milli mála í mínum huga síðar, að „skurðgengið" var vel æft, kunni sitt fag og hafði góða reynslu sem skiptir öllu máli. Um heUablóðfall vissi ég harla lítiö. En i slíku tUviki er það einhver af æö- unum sem flytja næringu og súrefni tU heflans sem gefa sig og rifha og blóð lekur út um rifuna inn á heUa- vefinn í kring. Eftir myndatökur kom í ljós fæðingargalli í einni æð, en afl- ar hinar voru í lagi. Á yfirborði heUahvelanna tveggja eru sérstök svæði sem eru stjóm- stöðvar ákveðinna líkamshluta og starfsemi líkamans eins og tU dæmis stjómstöðvar tals, stöðvar sem stjóma hreyfingum, sjón o.s.frv. Ef fólk feUur ekki í yfirlið en er með rænu má oft ráða af einkennum hvaða stjómstöðv- ar hafa orðið fyrir skemmdum, tU dæmis ef fólk lamast vinstra megin hefur stjómstöð hreyfinga í hægra heUahveli skaddast þar sem hvor heUahelmingur stjórnar gagnstæðri hlið líkamans. Ef sjúklingur á hinn bóginn verður meðvitundarlaus er hætta á að mikUvægar stjómstöðvar í heUastofni hafi orðið fyrir áverka og enginn getur vitað með vissu hvemig sjúklingur bregst við þegar hann vaknar eða sagt nákvæmlega tU um hvað mikið hefúr skemmst. Aðgerðin hófst síðari hluta dags 17. október og stóð fram eftir morgni 18. október. AUir lögðu sig fram eftir bestu getu og þegar ég var vakin tU lífs eftir heUauppskurðinn biðu bæði læknar, hjúkmnarfræðingar, sjúkra- liðar og annað starfsfólk eftir því að sjá hvort heUinn heföi skaddast svo mikið aö ég næði mér aldrei á strik aftur. Sem betur fer em batahorfur eftir heUablæöingar hlutfaUslega nokkuö góöar og viö íslendingar eig- um góöa heUaskurölækna og annað fagfólk og á síöustu áratugum hafa orðiö stórfeUdar framfarir á sviöi end- urhæfingar. Hugsanimar sem leita á ástvini og fagfólk eftir heUaaögerðir eru þó ætíö nokkuð óttablandnar um eftirleikinn og framhaldið. En óttan- um fylgir ávaUt von, ósk og bæn um aö vel fari, Eitt var alveg vist eftir uppskurö minn þessa örlagaríku nótt: Lífiö sem beið min yröi nýtt líf meö nýjum og breyttum áherslum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.