Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Page 28
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 JJ>V
* *
28
'k
lönd
★ *
PKK-leiðtoginn Abdullah Öcalan vill friðarviðræður:
Morðingi að mati Tyrkja
- sem heimta framsal hans frá Italíu
Abdullah Öcalan, leiðtogi
kúrdíska verkamannaflokksins
PKK, er í augum tyrkneskra yfir-
valda kaldrifjaður morðingi. í aug-
um kúrdískra sjálfstæðissinna er
Öcalan leiðtogi með mikla útgeisl-
un.
Öcalan, sem kallaður er Apo, hef-
ur verið leiðtogi PKK síðan 1978.
Hann stofnaði þá flokkinn ásamt
nokkrum skólafélögum sínum. Yfir
30 þúsund manns, skæruliðar, her-
menn og óbreyttir borgarar, hafa
látið lífið í baráttu PKK fyrir sjálf-
stæðu Kúrdistan.
Öcalan, sem er 49 ára, ólst upp í
þorpi við sýrlensku landamærin.
Hann hóf þátttöku í stjómmálum á
háskólaárum sínum í Ankara þar
sem hann nam stjórnmálafræði. Ár-
ið 1972 var hann dæmdur í sjö mán-
aða fangelsi vegna baráttu sinnar
fyrir málstað Kúrda. Hann flúði frá
Tyrklandi 1980 áður en herinn gerði
uppreisn í september sama ár. Öcal-
an hefur verið í útlegð síðan 1981,
oftast í Damaskus í Sýrlandi eða i
Líbanon á yfirráðasvæði Sýrlend-
inga. Þar setti hann upp aðalstöðvar
sínar og æfingabúðir.
Þorðu ekki annað en
að hlýða Tyrkjum
íágúst 1984 hóf Öcalan vopnaða
baráttu gegn tyrkneskum yfirvöld-
um. PKK skaut niður herþyrlu og
frelsaði Kúrda úr tyrkneskum fang-
elsum. í mars 1993 lýsti Öcalan yfir
einhliða vopnahléi. Tyrkir höfnuðu
viðræðum og vopnahléð stóð ekki
nema í tvo mánuði. í desember 1995
lýsti Öcalan aftur yfir vopnahléi og
enn á ný í september síðastliðnum.
Tyrkir hafa alltaf neitað viðræðum
við PKK, jafnvel þó samtökin hafi
Vandaðir prinsessukjólar
lagt niður vopn.
Um miðjan síðasta mánuð var
Öcalan heitt deiluefni milli Tyrk-
lands og Sýrlands. Tyrknesk yfir-
völd hótuðu vopnavaldi framseldu
Sýrlendingar ekki PKK-leiðtogann
og lokuðu bækistöðvum hans. Sýr-
lendingar þorðu ekki annað en að
hlýða Tyrkjum og Öcalan flúði til
Moskvu. Rússcir neituðu að Öcalan
væri í Rússlandi. Hann kom þó það-
an til Rómar þar sem hann var
handtekinn í síðustu viku.
Smátt og smátt hefur Öcalan
dregið úr kröfum sínum um sjálf-
stætt Kúrdistan. Hann hefur sagt að
nóg væri að fá sjálfstjóm eða rétt-
indi til að Kúrdar fái kennslu á
kúrdísku. í þessari viku lýsti Öcal-
an því yfir að hann væri reiðubúinn
að undirrita friðarsamkomulag við
tyrknesk yfirvöld.
Segir PKK hafa fyrir-
skipað morðið á Palme
Semdin Sakik, sem var næstæðsti
leiðtogi PKK, gekk til liðs við Kúrda
í írak í mars síðastliðnum vegna
stjórnunarstefnu Öcalans. Eitt
helsta umkvörtunarefni Sakiks,
sem var handtekinn af tyrkneskum
hermönnum, var að Öcalan hefði
ékki beitt skotvopni i reiði í yfir
áratug.
Sakik var gripinn í norðurhluta
íraks þann 13. apríl síðastliðinn.
Hann var færður til yfirheyrslu tO
Tyrklands þar sem hann á að hafa
greint frá því að það hefðu verið
PKK-samtökin sem létu myrðu Olof
Erient
fréttaljós
■ t
Áifabakka 14b • Mjódd • Sími 567 4727
Opið mán.-fim. 10-18 • Föstud. 10-19 • Laugard. 10-17
Palme, fyrrverandi forsætisráð-
herra Svíþjóðar, 1986. Tyrkneskir
fjölmiðlar sögðu frá þessu síðari
hluta aprilmánaðar. Samkvæmt
frásögn tyrkneska dagblaðsins
Sabah varð Öcaian æstur yfir því
að sænsk yfirvöld skyldu veita lið-
hlaupum úr PKK hæli í Svíþjóð.
Þess vegna hefði hann undirbúið
morð á Palme. Það hefði átt að vera
viðvörun til annarra landa um að
skaða ekki hagsmuni PKK.
PKK-félagi að nafni Harun, sem
átti að myrða Palme, var sagður
hafa hringt frá Stokkhólmi og spurt
hvort hann ætti að láta brúðkaupið
fara fram. Brúðkaup þýddi morð á
dulmáli Kúrda. Öcalan mun hafa
svarað játandi. Eftir morðið á
Harun að hafa flúið til Frakklands
og horfið.
Sakik mun hafa verið spurður
hvers vegna PKK hefði aldrei lýst
yfir ábyrgð á morðinu þar sem til-
gangurinn með því hefði verið að
hræða önnur lönd. Samkvæmt frétt
dagblaðsins Sabah á Sakik að hafa
svarað: „Við óttuðumst að litið yrði
á okkur um alla Evrópu sem hryðju-
verkasamtök."
Tilbúningur tyrknesku
leyniþjónustunnar
Kurdo Baksi, ritstjóri blaðsins
Kurdistans, sem gefið er út í Sví-
þjóð, segir aö Sakik hafi ekki gegnt
leiðtogastöðu þegar Palme var myrt-
ur. Hann hafi því ekki getað vitað
neitt um málið. Sakik hafi ekki
komist til valda fyrr en 1993. Baksi
fullyrðir að tyrkneska leyniþjónust-
an MIT hafi búið til þessa sögu. Til-
gangurinn hafi verið að sverta alla
Kúrda í augum Evrópusambands-
ins, ESB, og samtímis hefna sin svo-
lítið vegna meðferðar ESB á Tyrk-
landi.
Einnig hefur verið bent á að sam-
kvæmt mörgum alþjóðlegum skýrsl-
um pynti Tyrkir félaga úr PKK sem
þeir taka til fanga, jafnvel til dauða.
Sú staðreynd dragi úr trúverðug-
leika fullyrðinganna um ábyrgð
PKK á morðinu á Palme.
Sænska öryggislögreglan var
reyndar farin að hlera símtöl PKK
áður en Palme var myrtur. í þeim
samtölum var talað um brúðkaup.
Því var gert ráð fyrir að PKK hygð-
ist myrða einhvem í Svíþjóð. Öcal-
an hefur viðurkennt að samtök sín
hafi staðið á bak við morð á tveim-
ur liðhlaupum í Svíþjóð, árin 1984
og 1985. Morðingjarnir voru dæmd-
ir í lífstíðarfangelsi.
PKK hefur ekki aðeins ráðist á
liðhlaupa erlendis. Samtökin hafa
gert árásir á þorp Kúrda í Tyrk-
landi vegna meintrar samvinnu við
tyrknesk yfirvöld. Þann 20. júní 1987
var ráðist á bæinn Pinarcik. Áður
höfðu bæjarbúar fengið viðvörun og
verið hvattir til að leysa upp her
sinn sem studdur var af yfirvöldum.
31 óbreyttur borgari var drepinn í
árásinni. Tyrkir voru vanir að
hefna slíkra árása PKK með því að
ráðast á svæði Kúrda við landa-
mæri íraks.
15 milljónum neitað um
kennslu á eigin máli
PKK-samtökin era umdeild meðal
Kúrda sjálfra, ekki síst vegna þess
að þau hafa komið fram eins og þau
séu einu kúrdísku samtökin sem
berjast fyrir sjálfstæði.
Það eru á milli 20 og 25 milljónir
Kúrda í Tyrklandi, Sýrlandi, íran
og írak. Kúrdar í Tyrklandi eru á
milli 12 og 15 milljónir talsins.
Tyrknesk yfirvöld neita að
viðurkenna Kúrda sem formlegan
minnihluta og þeir hafa því ekki
rétt til þess að fá kennslu og
útvarpssendingar á eigin
tungumáli. Tyrkir banna jafnframt
alla pólitíska flokka sérstakra
þjóðflokka.
íviðtali við ítalska dagblaðið La
Repubblica í vikunni bar Öcalan
saman baráttu þjóðar sinnar við
baráttú íra og Baska og benti á að
friðsamleg lausn hefði náðst í
deilum yfirvalda við þá.
„Við viljum hringborðsviöræður
en Tyrkir neita. Sjáið hvemig Tony
Blair gat talað við IRA og komið af
stað friðarviðræðum. Það eru bara
Tyrkir sem neita,“ sagði Öcalan.
Hann segist vilja frið en landar
hans víða um Evrópu hóta blóðbaði
fái leiðtoginn ekki pólitískt hæli á
Ítalíu.
Byggt á AFP, Reuter, DN og TT.
Öiyygí&pró laðat
hnmnyÓntr
ffí£atoCár
Kcrrur
J l,eik fcörig
/Vý óeruUng komlrií
SÍV'r'a* s&77
Þúsundir Kúrda hafa efnt til mótmæla í Róm vegna handtöku Abdullahs
Öcalans, leiðtoga PKK. Hafa Kúrdar hótað blóðbaði verði hann framseldur
til Tyrklands. Símamynd Reuter