Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Síða 30
30 m DV í heimsókn hjá Pátri Marteinssyni og Unni Valdimar r Eg er meðal DV, Stokkhólmi:_________________ „Ég er bara einn af þessum með- almönnum," segir Pétur Marteins- son. Nú, segi ég. „Já, sumir eru fæddir snilling- ar. Það eru menn eins og Mara- dona og Pele. Þeir hafa þetta í fót- unum. Svo erum við þessir hinir sem verðum að vinna okkur upp og berjast í því að gera okkur sjálfa að betri knattspyrnumönn- um. Ég hef þurft að byggja upp sjálfstraustið og breyta hugsunar- hætti mínum, breyta viðhorfi mínu til lífsins til að ná hingað sem ég er kominn nú.íí Pétur Marteinsson er besti vam- armaðurinn í sænska boltanum og hann ætlar sér lengra. Hann hefur á þremur árum unnið markvisst að því að breyta sjálfum sér úr sár- um, vonsviknum og leiðum Fram- ara; annarrar deildar manni i ís- lensku knattspymunni í að verða eftirsóttur leikmaður í Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Englandi, Svíþjóð - og Noregi. Seldi sig fyrir milljónir Það hefur tekið hann þrjú ár að gera sjálfan sig að eftirsóttum, dýrum knattspyrnumanni. Og nú er hann með tugmilljóna króna samning upp á vasann. Allt að 800 þúsund krónur á mánuði í laun og þá er ótalið að hann gat selt sjálf- an sig og stungið peningunum í vasann. Hann átti sig sjálfur og evrópsk knattspyrnulið stóðu í biðröð í haust til að greiða honum milljónir fyrir að koma og skrifa undir samning. Hann samdi til þriggja ára við Stabæk í Noregi. „Það segir enginn við mig að þetta sé hórerí. Ég sé hins vegar á Intemetinu hvernig umræðan er. Aö mínu mati em þetta mannrétt- indi,“ segir Pétur. Það sem málið snýst um er svokallaður Bosnan- dómur frá mannréttindadómstóln- um í Strasbourg. Þar var úrskurð- að að knattspyrnumenn, sem ekki hefðu fastan samning við eitthvert félag, gætu selt sig sjálfir án þess að króna kæmi í hlut félagsins. Pétur var í þessari stöðu þar til á dögunum að hann „seldi“ sig Sta- bæk í Noregi. Fyrir sunnan suðurbæ Pétur hefur undanfarin þrjú ár búið í Stokkhólmi og leikið með úr- valsdeildarliðinu Hammarby í einu af úthverfum borgarinnar. Hverfið kalla heimamenn Söder om söder - fyrir sunnan suðurbæinn - og þama hefur lengi búið fólk sem ekki hefur þótt í húsum hæft ann- ars staðar. Og liðið hefur alltaf þótt ævintýralegra en önnur lið í Sví- þjóð. Stuðningsmennirnir hafa með sér félag sem heitir: „Takíann á hælinn". „Það er dæmigert fyrir stemning- una í liðinu. Menn hafa svona „tek- ið hann á hælinn" í gegnum árin og stundum átt glimrandi tímabil en svo hefur allt farið í klúður þess á milli. En stuðningsmennimir hafa aldrei gefist upp og það koma fleiri áhorfendur á leiki Hammarby en nokkurs annars liðs í Svíþjóð," seg- ir Pétur. Pátur, Unnur og Offi Hann býr sjálfur „söder om söder" með konu sinni, Unni Valdi- marsdóttur sálfræðingi, og kann vel LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 JjV við sig i hverfi bóhema og vafa- samra náunga. Þau búa í blokk við Rossinvegen og nota daginn eins og annað fólk í úthverfi stórborgar. Fara með lestinni niður í miðbæ eða kaupa inn í verslanamiðstöð- inni í hverfinu. Nágranninn fær lánaða tómatsósu og svo er örstutt út í skóg til að viðra Offa. Það er stóreflis hundur af boxerkyni og heitir Offi af því aö amma Unnar átti hund með þvi sama nafni. Unnur man að amma hennar sagði henni frá þess- um hundi en af einhverjum ástæð- um hefur enginn annar í fjölskyld- unni heyrt um kvikindið. Rannsóknarstaða á Karolinska En nú er veran í Hammarby senn á enda. Pétur fer til Noregs um mánaðamótin nóvember-desember en Unnur verður að fara á milli Óslóar og Stokkhóms í hverri viku í vetur. Fram og til baka allan vetur- inn. Hún vinnur á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi og ætlar að ljúka doktorsprófi þaðan árið 2001 eða 2002. Hún vinnur að rann- sóknum á lífi ekkna sem hafa misst menn sína úr krabbameini. Rannsóknarstaða viö Karolinska í Stokkhólmi er ekki bara eitthvert dútl sem hver sem er gengur inn i hvenær sem er. Þetta er ein virtasta stofnun innan læknisfræðinnar í heimmum og fyrir Pétur og Unni varð niðurstaðan sú að hún héldi áfram í Stokkhólmi þótt hann færi til Noregs. Og Pétur setti það upp að Stabæk borgaði flug fyrir Unni einu sinni í viku milli höfuðborganna. Það var samþykkt umyrðalaust! Eitt sumar á Ólafsfirði „Ég valdi Stabæk einmitt vegna þess að þá gætum við hist reglu- lega í vetur. Ef ég hefði t.d. farið til Ítalíu þá hefði það verið vonlaust mál. Lífið er ekki bara fótbolti og peningar," segir Pétur. Þau sjá þó fram á að veturinn verði erfiður því Unnur verður að vera í það minnsta fjóra daga í viku í Stokkhólmi. Á næsta ári get- ur hún verið lausari við og unnið úr rannsóknunum í Noregi. En þessi niðurstaða þýðir að bæði geta gert það sem þau hafa áhuga á. Pétur og Unnur kynntust á Ólafsfirði þegar þau voru 18 ára gömul og hann kom, Reykvíking- urinn, í bæinn til að spila fótbolta með Leiftri. Þjálfarinn var Mart- einn Geirsson, faðir Péturs. Nú eru liðin sjö ár frá fyrsta sumrinu á Ólafsfirði og þau löngu gift. Unnur á foreldra sína heima á Ólafsfirði en sjálf hefur hún nú siðustu árin bara komið þangað í fríum. Enn ósáttur við Fram Pétur var Framari og hefur verið það frá sjö ára aldri. Þá tóku þeir sig upp nokkrir guttar í Breiðholt- inu, lærðu á strætisvagnakerfið og fóru niður í bæ ákveðnir í að verða Framarar. Nú er hann orðinn 25 ára gamall og búinn að segja skilið við Fram, ósáttur við liðið og það sem gerðist þar. Pétur er í sömu sporum og nokkr- ar aðrar stjörnur í íslenska fótbolt- anum. Ríkharður Daðason og Helgi Sigurðsson voru líka í Fram og hættu. Af hverju? „Það var stjórnin sem klúðraði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.