Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Síða 34
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 JjV .^lk Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi var hald- ið um síðustu heigi. Sigurveg- ari prófkjörsins var ung kona, Þor- gerður K. Gunnarsdóttir, sem náði fjórða sæti með átta þúsund at- kvæði á bak við sig. Foreldrar Þor- gerðar eru Gunnar Eyjólfsson leik- ari og Katrín Arason. Eiginmaður Þorgerðar er Krist- ján Arason og eiga þau einn son, Gunnar Ara, sem verður þriggja ára í desember. Fólk vildi breytingar Þrátt fyrir að vera nokkuð þekkt innan flokksins var hún lítt þekkt meðal almennings og því kom gott gengi hennar mörgum á óvart, þar á meðal henni sjálfri. Hvemig skýrir hún gott gengi sitt? „Ég held að fólk hafi viljað sjá ákveðnar breytingar,“ segir Þor- gerður. „Þetta eru ákveðin skila- boð um að það megi breyta til. Ég held líka að prófkjörsbarátta mín hafi verið vel byggð upp og hún hafi því skilað miklu. Ég var meö mjög gott fólk í kringum mig, var alls staðar með sterka og góða ein- staklinga. Ég vil því nota tækifær- ið og þakka þeim sem hjálpuðu mér og studdu mig í prókjörinu. Ég var heppin að þeir sem hjálpuðu mér höfðu kynnst próf- kjörsbaráttu áður og gátu bent mér á hvað yrði að vera til staðar. Ég var óþekkt þannig að auglýs- ingar og hringingar skiptu mjög miklu máli fyrir mig. Þetta er Síðan held ég að það verði ekki mikil ánægja á Suðurnesjunum með „ísland úr Nató, herinn burt.“ Það er algjörlega á móti mínum skoðun- um. Ámi Mathiesen hefur farið fram á ráðherrasæti í næstu ríkisstjóm en Davíð Oddsson segir engan geta farið fram á slíkt. Hvað finnst Þor- gerði um ráðherramál? „Ég held að það sé mjög erfitt að segja til um það nú. Ég býst þó við að innan hópsins af Reykjanesi veröi lögð þung áhersla á að fá ráð- herra enda næststærsta kjördæmi landsins. Næst á dagskrá er mál- efnavinnan og síðan að vinna kosningamar. Þá getum við séð hversu sterk við verðum.“ Þorgerður er trúuð á að vinstrimenn bjóði fram samein- aðir í vor. „Ég held að ákveðnir vinstri- menn á móti mjög sterkar og ég fór í ÍR. Ég var í hand- bolt- an- viðurkenni að í þessu tilfelli var það mér ekki til tjóns að vera kona. Ég held að fólk sé al- mennt að vakna til vitundar um að það þarf góða einstaklinga af báðum kynjum í pólitík. Það þýðir ekki að vera með einsleitan karla- legan eða kvennalegan lista. Það er ekki hægt að bjóða kjósendum upp á það.“ Kristján áttu sameigin- lega vini. Síðan varð ekki hjá því komist að við rækjumst á í gegnum handboltann; handboltaböll, árshátíðir og þess hátt- ar,“ segir Þorgerð- ur. aratilboð frá gamla liðinu mínu á Spáni sem hét þá Teka Santander en heitir nú Caja Cantabria,“ seg- ir Kristján. „Það var mjög spenn- andi dæmi en það er mikið að ger- ast hjá okkur, auk þess sem ég er samningsbundinn FH og í vinnu hjá íslandsbanka. Það var ekki hægt að stökkva á það. Við höfum verið tiltölulega opin fyrir öllum breytingum en þegar við komum heim frá Þýskalandi síðast sáum Þorgerður K. Gunnarsdóttir er sigurvegari prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi: samspil. Svo má aldrei slaka á eða gefa eftir. Maður verður að hafa úthald.“ Ekki til tjóns að vera kona Staða kvenna innan Sjálfstæðis- flokksins hefur verið álitin bág. Hvernig náði Þorgerður svo miklu fylgi? „Ég held að umræðan um bága stöðu kvenna innan Sjálfstæðis- flokksins hafi komið ákveðinni hreyfingu af stað. Ég viðurkenni að í þessu tilfelli var það mér ekki til tjóns að vera kona. Ég held að fólk sé almennt að vakna til vit- undar um að það þarf góða ein- staklinga af báðum kynjum í póli- tík. Það þýðir ekki að vera með einsleitan karlalegan eða kvenna- legan lista. Það er ekki hægt að bjóða kjósendum upp á það. Sjón- armið karla og kvenna eru mis- munandi og það er nauðsynlegt að sjónarmið beggja heyrist." Kristján Pálsson þingmaður tal- aði um „kvennamóment". Er eitt- hvað til í því? „Það má kannsi tala um eitt- hvert kvennamóment enda karla- mómentið búið að vera lengi ríkj- andi, en án gríns held ég að þegar upp er staðið hafi fólk valið góða og sterka einstaklinga enda er þetta mjög sterkur listi.“ Þung áhersla á ráð- herrasæti Sjálfstæðismenn hafa haft mikinn meðbyr i skoöanakönnunum undan- farin misseri. Hvernig skýrir Þor- gerður það? „Ég held að fólk hafi lengi þráð þann stöðugleika sem nú ríkir. Við höfum sterkan og góðan leiðtoga og fólk kann vel að meta þaö sem rík- isstjómin hefur gert enda enginn glundroði á ferð eins og nú einkenn- ir vinstri vænginn. vilji komast út úr þeim ógöngum sem vinstrimenn eru komnir í. Það er ekkert gaman að vera með fortíð Alþýðubandalagsins á bakinu. Ég skil vel að unga fólkið vilji fara inn í ný samtök þar sem það fær hljóm- grunn fyrir það sem það er að hugsa og byggist ekki á fortíð Alþýðu- bandalagsins. Það er mjög ánægju- legt að sjá að hreyfing vinstrimanna er að nálgast sjónarmið Sjálfstæðis- flokksins og eigna sér þau. Það er fín viðurkenning á því hversu góð- um málum Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í gegnum tíðina.“ Einlægur NATO-sinni Þorgeröur byrjaði í pólitísku starfi í kringum 1990. „Ég byrjaði í Vöku í háskólanum og gekk síðan í Sjálfstæðisflokkinn. Þó að ég komi af miklu krataheimili sögðu foreldrar mínir mér aldrei að ég yrði að vera krati. Þau hvöttu mig mjög til að mynda mér mínar sjálfstæðu skoðanir. Það fyrsta sem dró mig að Sjálfstæðisflokknum var utanrikisstefnan sem er skýr og ákveðin. Sem betur fer hefur sú stefna orðið ofan á í landsmálun- um þar og skipti svo yfir í FH. Handboltinn var mín æskulýðsstarf- semi.“ Leikaraböm feta oft í fótspor for- eldra sinna. Oft byrjar það með því að þau taka að sér hlutverk í bama- leikritum. Þorgerður var ekki mik- ið á sviði þegar hún var lítil, segir að pabbi hennar hafi ekki verið fylgjandi því að setja dætur sínar á svið. Leikhúsið er henni þó kært og hún segir að með þvi skemmtileg- asta sem hún geri sé að sjá gott leik- rit. Blundaði aldrei í henni leikari? „Nei, mig langaði alltaf að verða dýralæknir. Ég ætlaði að búa úti í sveit með fullt af hestum og börnum og vera dýralæknir. Ég fer kannski í dýralækninn þegar ég er orðin fimmtug eða sextug. Þetta þróaðist einfaldlega þannig að ég fór í lög- Þau eru búin að vera saman í 16 ár og hafa saman gengið í gegnum atvinnumannsferil Kristjáns er- lendis. „Við ákváðum að við myndum bæði klára nám áður en við færum út. Ég held að það hafi verið mjög skynsamleg ákvöröun," segir Þor- gerður. Eftir að hafa verið við nám í Köln ákvað Þorgerður að fara heim til ís- lands til að nema lögfræði. „Við vissum að það yrðu mikil ferðalög og við yrðum langt hvort frá öðru,“ segir Kristján en það kom þó ekki í veg fyrir ákvörðunina. „Ég tók lögfræðina að mestu ut- anskóla fyrstu tvö árin,“ segir Þor- gerður. „Síðan var ég hér heima seinni partinn." „Þannig að Þorgerður gat haldið áfram náminu þótt ég flyttist milli „Þaö má kannsi tala um eitt- hvert kvennamóment enda karlamómentið búiö aö vera lengi rikjandi. “ um.“ Hvað varð til þess að ung kona heillaðist af utanríkisstefnu Sjálf- stæðisflokksins? „Góð vinkona mín sagði við mig um daginn: „Þorgerður, meðan við vorum í dúkkuleik last þú forsíðu Moggans." Ætli það hafi ekki verið Mogginn sem varð til þess að ég heillaðist af utanrlkismálum. Mér hefur alltaf þótt gaman að fylgjast með alþjóðamálum og ég er einlæg- ur NATO-sinni.“ íþmttirnar sterkar Gunnar Eyjólfsson er frægasti skáti íslands og var skátahöföingi um tíma. Var Þorgerður skáti? „Ég var ekki í skátunum og pabbi tók mig oft sem dæmi um að ekki hafi verið nógu gott skátastarf í Breiðholtinu. íþróttimar voru aftur fræðina. Ég sé ekki eftir því vegna þess að lögfræðin er þannig fag. Hún getur auðvitað verið hræðilega ómanneskjuleg en hún er líka of- boðslega mannleg, kemur inn á öll sviö samfélagsins og snertir allt og alla. Hún er miklu meira en góður grunnur." Ferðalög og fjarvera Þorgerður á að baki landsleiki í handknattleik auk þess sem hún er handboltadómari. Kristján er held- ur ekki ókunnur handboltanum. Þau kynntust þó ekki viö íþróttaiðk- un. „Við kynntumst i kringum systur mína og vini hennar. Systir mín og staða. Ég var líka mikið á flakki heim vegna landsliðsins auk þess sem hún kom út og las þar. En þetta gekk mjög vel. Hún hefur sjáífsag- ann sem þarf,“ segir Kristján. Fékk Þorgerður engin atvinnu- mannstilboð likt og bóndi hennar? „Nei, svo góð var ég ekki þó að ég eigi einhverja landsleiki að baki. Ég var reyndar með kvennaliðinu hjá Gummersbach sem var í þriðju deild.“ Tilboði hafnað Kristján hefur enn sterkar taug- ar til þeirra liða sem hann lék með erlendis og fylgist vel með þeim. „Það var mjög gaman að fá þjálf- við ekki og sjáum ekki fram á að fara aftur utan vegna handboltans. Önnur mál vega þyngra.“ Aukna hörku við eitur- sala Fyrir hverju ætlar Þorgerður að berjast á þingi? „Ég stefni að því að vinna að þeim málefnum sem eru til hags- bóta fyrir land og þjóð og þá sér- staklega Reyknesinga. Það var mikið talað um fjölskyldumálin en einnig um samgöngubætur hér í kjördæminu. Ég held einnig að fíkniefnin komi mikið við sögu í vor. Ég hef verið eindreginn fylgismaður þess að beita fíkniefnasala og dreifing- araöila mikilli hörku. Ég vil ekki sýna þeim neina vægð. Ég hef ver- ið talin „hörkukerling“ fyrir þetta og kannski ekki í jákvæðri merk- ingu. Það þarf að þyngja refsidóma og við annað brot vil ég ekki sjá neitt skilorð. Ég vil þyngja refsing- ar og ég held að í Ijósi þess að meiri peningar eru buddunni verðum við að átta okkur á því að til þess að halda eitrinu frá verði að efla löggæslu og tollgæslu. Ég held að þetta verði stórt mál í vor vegna þess að umræður síðustu vikna hafa sýnt að fíkniefnavand- inn verður alltaf stærri og alvar- legri. Bæði ungt fjölskyldufólk og eldra fólk haföi samband við mig og fannst kominn tími til að taka á þeim málum sem ég talaði um. Að minnka skattbyrðina á meðalfjöl- skylduna og að afnema tvísköttun en hún brennur mjög á eldra fólki. Flokkurinn verður að sýna þann dugnað að taka frumkvæðið í þess- um málum. Það er alltaf sama fólkið sem borgar skattana, meðaltekjufólk. Það verður mest fyrir jaðarskött- unum. Skattkerfið er orðið svo flókið að það áttar sig enginn á þvi og kerfið þarf að einfalda. Allar til-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.