Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Síða 40
•r Upwóf RENAULT Clio heillar alla. Hann er traustur, Ijúfur og lipur og meó línurnar í lagi. Clio hefur alla kosti smábíls, en þægindi og öryggi stærri bíla. Helstu öryggisþættir: - ABS bremsukerfi - Loftpúóar - Fjarstýró hljómtæki úr stýri - Samfellanlegt stýri - Ný tegund öryggishöfuópúóa Verðfrá 1.188.000 kr. ÞO OETUR STOLAM Á ORVALIi OKKAR Mán. - fös. 10:00 - 18:00 Fimmtud. 10:00 - 20:00 Laugard. 11:00 - 16:00 Sunnud. 13:00 - 16:00 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 DV Steinnáma skáld- skaparins - um höggmyndir Sigurjóns Ólafssonar Sigurjón Ólafsson var einn fjöl- hæfasti og óhefðbundnasti myndlistarmaður sem ísland hefur alið. Eftir hann liggja flestar tegundir portrettmynda, heföbundn- ar standmyndir og minnismerki, þrívíð afstraktverk af öllum stærð- um og gerðum, lágmyndir, bæði „venjulegar" og risastórar, að ónefndum öðrum verkum sem ekki er hægðarleikur að flokka. í hverjum flokki eru mörg öndvegisverk íslenskr- ar myndlistar á þessari öld. Ekki var Sigurjón heldur fastheldinn á efnivið; gerði myndir úr gifsi, leir, stein- steypu og margs konar steintegundum, einnig úr jámi, kopar og ýmsum við- artegundum. „Óhefðbundinn" - orðið er kannski notað einum of oft - og ógætilega - yfir smávægileg og tímabundin frávik listamanns frá því sem er að gerast í list sam- tímans. Orðið hefur aðra og dýpri merkingu hvað Sigurjón snertir, er nánast kjölfestan i viðhorfi hans til listsköpunar. Hér á ég ekki við að hann hafi með- vitað og skipulega gengið á svig við ríkjandi myndlist- arviðhorf eða einsett sér að himdsa allar kröfrn um stefnufestu eða rökræna þróun í list sinni, heldur var honum nánast eðlis- lægt að taka þarfir sér- hvers efniviðar og eigið hugarflug fram yfir ríkj- andi viðhorf eða hefðir. Þættu honum eldri myndlistarhefðir eða listir fjarlægra þjóða vera nota- drýgri en það sem var að gerast í samtímanum beindi hann sjónum sínum ósjálfrátt þangað. Sigurjón er þvi í senn barn síns tíma - mót- þrói gegn ríkjandi viðhorfum er auðvitað innbyggður í nútímalist, módernismann svokallaða - og á svig við hann. Það er ómaksins vert að velta fyrir sér hvað það var í upplagi Sigurjóns eöa bakgrunni sem stuðlaði að þessu fordómaleysi. Þar held ég að tvennt sé mikil- vægast. í fyrsta lagi sú ríkulega verkmenning sem Sigurjón er sprottinn upp úr. Nokkrir áar hans voru listasmiðir bæði á tré og jám og sjálfur var hann fram- úrskarandi handverksmaður. Honum var því eiginlegt að leiða merkingu, hið endanlega inntak, myndverks af þeim efnivið sem hann var með undir höndum hverju sinni, í stað þess að þröngva efninu í fyrir fram ákveðna spennitreyju hugmynda. í öðru lagi áttu tslendingar sér enga höggmyndalist, og því var Sigurjón ekki haldinn minnstu minnimáttarkennd gagnvart hefð- inni - „den store tradition" - sem virkaði svo þrúgandi á marga danska starfsbræður hans. Svokölluð hefð varð honum ein- faldlega ein af mörgum leiðum að ákveðnu marki. En þótt Sigurjón hlustaði eftir því hvað efniviðurinn „vildi“ lét hann ekki stjómast af honum. Ef svo hefði verið væri gjörvallt lífs- starf hans samansafn fullkomlega óskyldra myndverka. Staðreyndin er sú að þrátt fyrir fjölbreytnina er myndlist Sigur- jóns bæði heildstæð innbyrðis og sjálfri sér samkvæm, hvort sem litið er inntaks hennar eða mynd- máls. Hér má nefna viövarandi áhuga hans á vinnandi fólki, sér- staka samúð hans með fólki sem fyrir ýmissa hluta sakir hafði orð- ið út undan í lífsbaráttunni og þá einnig samkennd hans með þeim sem gerst höfðu sérstakir málsvarar þeirra sem minna máttu sín. Þessi áhugi og samúð birtast í fjölda verka sem lista- maðurinn gerði. Grásteinn, gabbró, granít Mig langar að gera hér að sér- stöku umtalsefni vinnubrögð og helstu hugmyndir sem einkenna svokallað „grásteinstímabiT á ferli Sigurjóns - 1945-58 - bæði fyrir það að þar er að finna sér- staklega náið samræmi inntaks, efniviðar og útfærslu, auk þess sem þetta tímabil er af mörgum talið það heildstæðasta á ferli Sig- urjóns og eitt það merkasta i ís- lenskri höggmyndalist. Kemur þar margt til: djörf og mikilúðleg formhugsun listamannsins, næm- m- skilningur á náttúru þess efnis sem hann er með undir hverju sinni og sjálft meitilhöggið. Og þótt þetta tímabil sé oft kennt við „grástein“ fékkst Sigurjón einnig við að höggva í gabbró, marmara, sandstein, liparít og danskt granít. Sigurjón hlaut að sjálfsögðu venjulega akademíska menntun í myndmótun, það er í allri með- höndlun gifs og leirs. Við lok námstíma hans á akademíunni, um 1935, er hins vegar ljóst að Sigurjón Ólafsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.