Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Page 43
H>"V LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 Drnbílar - segir Björn Sverrisson bílasmiður um vinnuna Bílhræ af Studebaker var flutt til landsins frá Bandaríkjunum. Þegar Bjorn var búinn að hirða það sem hann gat notað keypti Hinrik Thorarensen afganginn af bílnum og hyggst gera hann upp. Olafur Magnússon og fjölskyida við bílinn á leiðinni á Þingvallahátíðina 1930. Hér að ofan er Ólafur einn við bílinn nýkominn til landsins. Myndirnar tvær svo og myndin hér til hliðar eru allar úr einkasafni Bjarna Einarssonar fráw. Túni. ^ Undirvagninn reyndist erfið- ur þar sem margsinnis var búið að breyta honum •— frá uppruna- legu horfi. DV-mynd ÞÖK Tómstundagaman Björns Sverrissonar, eldvarnaeftir- litsmanns á Sauðárkróki, er aö gera upp gamla bíla. Nú er hann að vinna í fjórða bílnum sem hann hefur skipulega tekið sér fyrir hendur í seinni tíð en þar á undan voru þeir ófáir bíl- arnir sem hann hafði ,fiktaó“ í með einum eða öðrum hætti. BUlinn sem Bjöm vinnur núna að er eftir því sem best er vitað sá eini sinnar tegundar hér á landi, sportbíll af gerðinni Studebaker, árgerð 1930, oft kallaður Eskin eða Six að eftimafni. Áður hafði Bjöm gert upp Willys- jeppa, Volkswagen „rúgbrauð" og Ford A ár- gerð 30 sem eftirsóttur er í brúðkaup í Skagaflrði. Það skemmtilega við Stu- debakerinn er að hann er kominn í eigu sömu fiölskyldu og upphaflega keypti hann. Núverandi eigandi er Kristín Ólafs- dóttir á Laug- arvatni, kona dr. Haralds Matthíassonar, fyrrum menntaskólakennara. Faðir Kristín- ar, Ólafur Magnússon í Fálkanum, keypti bílinn glænýjan árið 1930 svo að hægt yrði að aka honum á Alþing- ishátíðina það ár. Frá því að Ólafur seldi bílinn upp úr 1940 hefur hann verið í eigu fjöl- margra aðila - en aldrei fór bíllinn úr landi. Segja má að Bjami heitinn Ein- arsson frá Túni hafl bjargað bílnum frá algjörri glötun er hann fann hann í húsagarði í Kópavogi árið 1976 og keypti hann. Gerði Bjarni bílinn upp að hluta með aðstoð sonar síns, Ingi- bergs, og var Studebakerinn til sýnis í Laugardalshöil á sýningu Fombíla- klúbbsins árið 1979. Bjami seldi svo Þorsteini Baldurssyni bílinn og þaðan fór hann til Suðurnesja. Fyrir þremur árum frétti Kristín af bílnum þar og keypti hann þegar. Hún sagðist í samtali við helgar- blaðið muna vel eftir bílnum þegar Björn heldur á mælaborðinu úr bílnum, eitt af því fáa sem gekk nokkuð snurðulaust að gera upp. Að vísu þurfti að púsla ýmsu saman en það hafð- ist á endanum. DV-mynd ÞÖK Björn Sverrisson, eldvarnaeftirlitsmaður og bflasmiður á Sauðárkróki, við yfirbygginguna að Stu- debaker Eskin árgerð 1930. Tilbúinn verður bíllinn flöskugrænn að lit, með svörtum brettum, vinyltoppi og sílsalistum. Við bíðum spennt eftir útkomunni í vor. DV-mynd ÞÖK farið var á hon- um á Alþingis- hátiðina 1930. „Við vorum svo mörg í fjöl- skyldunni að við þurftum annan bíl. Þarna voru þúsundir ís- lendinga sam- an komnir og tjölduðu á Þingvöllum. Það er virkilega gaman að bíllinn sé kominn í eigu fjölskyldunnar eftir öll þessi ár,“ sagði Kristín sem skiljan- lega bíður spermt eftir bílnum frá Bimi. Eigandi bílsins, Kristín Olafsdóttir, ásamt eiginmanni sínum, Haraldi Matthíassyni. DV-mynd GVA Ein lyðhníga í upphafi Við hittum Bjöm Sverrisson að máli á verkstæði hans á Króknum. Bjöm sagði að ómögulegt væri að segja hvað vinnustundirnar við Stu- debakerinn væra orðnar margar. Frí- stundimar fara í þetta hjá honum enda sagðist hann vera í þessu fyrir hugsjónina eina saman - og ekkert annað. „Bíllinn var ein ryð- og raslahrúga þegar hann kom til mín. Það er erfitt að lýsa því öðruvísi. Það var marg- sinnis búið að breyta honum, meðal annars undirvagninum fýrir aðra vél. Sömuleiðis var húddið öðruvísi en upprunalega, tæpri tommu lengra. Margir höfðu greinilega byrjað á að gera bilinn upp en gefist upp. Ég gat notað afturpartinn á bílnum og búið,“ sagði Bjöm um ásigkomulag bílsins þegar hann fékk hann í hendur fyrir þremur árum. Upprunalegu hlutar bílsins era þó vélin, stýrisbúnaðurinn og afturhluti hússins að hluta. Leitað án árangurs Bjöm fékk bílhræ frá Bandaríkjun- irni til að nota í hurðir, bretti og fleiri bílparta. Engu að síður þurfti hann að breyta þessum pörtum líka. Mesta vandamálið hafa verið litlu partamir og ófáa hefúr Bjöm þurft að smíða sjáifur. „Það er akkúrat ekki eitt stykki hægt að fá í þennan bíl annars staðar. Ég hef leitað og leitað en án ár- angurs," sagði v Bjöm sem m.a. hefur notast við Internetið til að leita að varahlutum - en án árang- urs. Þannig komst hann í samband við mann sem hafði svipaða reynslu, hvergi væri hægt að fá varahluti í Studebaker- bila, einkum þá sem fram- ^ leiddir vora fyrir seinni heimsstyrjöld- ina. Stu- debaker-verksmiðjurnar fóru í fram- leiðslu á skriðdrekum, hertrukkum og fleiri hergögnum áramótin 1942/43 og bræddu til þess óhemju magn af eldri bílum og varahlutum. Hætt var að framleiða Studebaker-bíla árið 1966 þegar verksmiðjumar lögðu upp laupana. Tilbúinn undir sprautun Bílinn er nánast tilbúinn undir sprautun hjá Bimi og hann stefhir að því að gera hann kláran fyrir vorið - þrátt fyrir að enn vanti suma hluti. Meðal þeirra er klæðningin að innan, framstuðarinn og gler i luktimar. „Við héldum að dæmið með lukt- irnar væri gengið upp þegar við feng- um luktagler sem Rúdolf Kristjánsson fann í Bandaríkjunum. Þegar til kom pössuðu glerin ekki. Svona hefur þetta oft verið,“ sagði Björn. Sem dæmi um hluti sem Björn hef- ur þurft að smíða algjörlega upp á nýtt er skottlokið. Aðspurður viður- kenndi hann að verkefni sem þessi bíll væri kreflandi fýrir bíladellukarla eins og hann. „Þetta er gaman en þetta er líka mjög erfitt og reynir á þolinmæðina. Sérstaklega þegar ekk- ert er til að fara eftir, engar bækur heldur bara gamlar ljósmyndir. En þær sýna bílana einungis að utan, ekki að innan,“ sagði Björn að endingu. -bjb Studebaker-sportbíll frá 1930 að lifna við á verkstæði á Króknum: Gaman en erfitt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.