Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Page 46
54 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 Konur mega skoða Goya Konum verður nú heimilt að berja aug- um sjö lágmyndir af Maríu mey eftir spænska listamann- inn Goya. Myndirnar, sem eru orðnar 200 ára, eru varöveittar í klaustri nokkru nálægt Zaragosa á Spáni. Það var fyrir tiistilli Spánar- drottningar að sérstakur undirgang- ur hefúr verið búinn til þannig að konur komist að listaverkunum en munkarnir búa við strangar reglur sem hamla konum meðal annars að koma inn í klaustrið. Hingað til hafa aðeins þijár konur haft að- gang, Soffia Spánardrottning, dóms- málaráðherra Spánar og kona sem gegnir starfi forvarðar. Heimsóknir kvenna verður að bóka fyrir fram og aðeins er ein sýning í mánuði. Uppbókað er fram í mars. www.simi.is HVER MÍNÚTA FRÁ KL. 8 TII19 Á DAGTAXTA Kvöld- og næturtaxti verður óbreyttur, 33kr./mín. Munið að velja oo áður en hringt er sjálfvirkt til útlanda Sf MINN Flugleiðir hefja flug sex sinnum í viku til Helsinki í samvinnu við SAS: Hlýleg og falleg borg Flugleiðir hófu beint flug til Helsinki í maí síðastliðnum eftir áratuga hlé. Flogið hefur verið tvisvar í viku en 4. desember næstkomandi verður breyting á. Þá hefst flug í samvinnu við SAS og verða í boði ferðir sex sinnum í viku. Sú breyting hefur reyndar í för með sér að farþegar hafa við- komu í Stokkhólmi. „Flugið til Helsinki hefur geng- ið mjög vel en við höfum orðið varir við kröfur um fleiri ferðir og því hefur félagið ákveðið að bregð- ast við með þessum hætti. Við verðum i góðri samvinnu við SAS og getum nú boðið farþegum okk- ar betri þjónustu með aukinni tíðni ferða,“ segir Þórmundur Jón- atansson hjá upplýsingadeild Flugleiða. Ekki er reiknað með mikilli breytingu á fargjöldum á þessari leið þótt flugferðin lengist um þrjár klukkustundir. Skrifstofa Flugleiða, sem var opnuð í Helsinki í vor, verður áfram opin og segir Jónmundur ferðir til St. Pétursborgar í Rússlandi og Tall- inn í Eistlandi verða áfram í boði næsta sumar. Menningarreisur vinsælar „Það má skipta farþegum í tvennt sem hafa nýtt sér flugið til Helsinki. Fólk úr viðskiptaheimin- um, oft á leið til Rússlands, hefur verið áberandi en síðan hafa menningarreisur ýmiss konar ver- ið vinsælar. Menningarlíf borgar- innar er mjög öflugt og eins hefur einstæður arkitektúr borgarinnar heillað marga. Þá hafa ferðir frá Helsinki til Sankti Pétursborgar og Tallinn notið mikilla vinsælda en til þessara staða er auðvelt að komast frá borginni." Finnland er fjærst Norðurland- anna og Helsinki var líklega sú höfuðborg á Norðurlöndunum sem hvað fæstir íslendingar heimsóttu. Síðan i vor hafa hins vegar marg- ir íslendingar lagt leið sína til Finnlands og verður svo örugglega áfram, ekki síst með auknum flug- ferðum. Helsinki og Finnland eru um margt frábrugðin því sem annars gerist á Norðurlöndum og ræður þar helst lega landsins. Lengst af á þessari öld gegndi Helsinki hlut- verki nokkurs konar útvarðar Vesturlanda við landamæri Sovét- ríkjanna sálugu. Finnar voru reyndar undir rússneskum yfir- ráðum til 1812 og sér þess viða merki á glæsilegum byggingum borgarinnar. Nálægðin við Rússa setur enn svip á borgina og kemur fram í fjölmörgvun rússneskum Timburhúsabærinn Porvo, sem er í 50 kílómetra fjarlægð frá Helsinki, er vin- sæll viðkomustaður ferðamanna, enda sögufrægasti bær landsins. veitingastöðum. Ævintýragjarnir ferðamenn geta til að mynda pantað sér bjarn- arsteik svo eitt- hvað sé nefnt. Stutttil allra átta Finnland þykir ágætis ferða- mannaland, ekki síst þegar Norð- urlöndin eru bor- in saman. Verð- lag er ívið lægra og fyrir þá sem hafa áhuga á mennmgu og listum ætti Helsinki að uppfylla allar helstu kröfur. Finnskur list- iðnaður er heimsfrægur og nægir að nefna merki á borð við Mari- mekko, Arabia og Iittala. Helsinki er hlýleg og þægi- leg borg. Finnskur arki- tektúr hefur borið hróður Finna víða um lönd á þessari öld. Margar stórfenglegar byggingar prýða borgina sem er einkum þekkt fyrir ný- klassískan stíl. Frá Helsinki er auðvelt að komast til margra áhugaverðra staða. Margir leggja leið sína til timburhúsabæjarins Porvo sem er einn elsti og sögu- frægasti bær landsins. Þangað eru aðeins 50 kílómetrar. Þá er vinsælt að heimsækja Tallinn í Eistlandi en þangað ganga ferjur nokkrum sinnum á dag frá apríl og fram í desember. Ferðin tekur aðeins eina og hálfa klukkustund. Sankti Pétursborg hefur líka verið viðkomustaður margra íslendinga en hyggi menn á ferð þangað er betra að ákveða það í tíma því vegabréfsáritunar er krafist við landamæri Rúss- lands. Hægt er leita upplýsinga um hvaðeina sem viðkemur Helsinki á slóð finnska ferðamálaráðsins, www.hel.fi á Netinu. -aþ Mikið og skemmtilegt mannlíf einkennir Helsinki. DV-mynd KJA Göngugarpar í Snæfellsbæ DV, Snæfellsbæ: í sumar var stofnað í Snæfellsbæ göngufélag sem stendur fyrir kvöld- göngum einu sinni í viku, félagið er öllum opið og eru engin félagsgjöld. Gengið var vikulega í sumar og eitt- hvað fram á vetur eftir aðstæðum. Enginn ákveðinn leiðsögumaður er í ferðunum en treyst er á þá ferðafé- laga sem fróðastir eru um hvert svæði til að miðla af þekkingu sinni. Farið er í göngumar á hverju þriðjudagskvöldi kl. 20 frá Hótel Höfða í Ólafsvík. Nú þegcir hefur verið farið í margar ferðir og hefur þátttakan verið vonum framar eða 12-18 manns. í fyrstu ferðinni í sumar var farið upp með Enni, önn- ur ferðin var upp með Fróðá, inn Seljadalinn og gengið upp að Björns- hlaupi en það er fallegur staður þar sem állinn smýgur í gegnum þrönga rás í bjarginu og auðvelt er að stökkva yfir. Fara sögur af Birni Breiðvíkingakappa úr Breiðavík sem stökk þar yfir ána til að hitta ástkonu sína Þuríði frá Fróðá. í múla rétt fyrir ofan Bjömshlaup er Bjömshellir og þar sat Björn af sér ofsaveður í 3 daga sem galdrað hafði verið honum til handa vegna ástar- sambands hans og Þuríðar. Á heim- leiðinni var sá hellir skoðaður og er hann mjög fallegur, með tvo munna og er útsýnið þaðan afar fallegt. í þriðju ferðinni var gengið að Vatns- borg og um hóla og hraun þar í kring. Er stikuð gönguleið ffá vegi að Vatnsborg og einstök náttúrufeg- urð og fallegur gróður i úfnu hraun- inu. í fjórðu ferðinni var gengið á Tindafell, u.þ.b. 5 klst frekar erfið ferð. -DVÓ FINLUX sjoNvoim ÁVERÐISEM KEMUR Á ÓVART B _R Æ_ Ð U R N I_R iRMSSON Lágmúla 8 • Sími 533 2800 dtn» B R ma Láarr finuuX 74F100 JZjjjjjm 29” 100.H2x20W mag.m ISsfikflí slHfKSMSfel' Rca . 10:9 brelðtj 28” Black invTCia; aöge%lr 6 skjá HBp scf ítfkur leiðarvísir. P*®**!TiArTNicarn á^Blackinyar skjar^ g ðir 2x20W magnari ' 2 Scart á skj,á.HTeyrnartólsteng' Vcsturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Vestfirðir: Geirseyjarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvik. Straumur, isafirði. Kf. Norðurland: V-Hún., Hvammstanga, Kf. Húnvetninga, Blönduósi. verslunin Hegri, Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA Lónsbakka Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Vélsmiðjan Höfn. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Geisli, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn, Keflavík. Rafborg, Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.