Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 fréttaljós Otrúlegur velvilji ráðherra Einkavæðing Stofnfisks 14. júlí. Einkavæöing öafin.iFramkvæmdanefnd um einkavæöingu skilar tillögum sínum til Guömundar Bjarnasonar tandbúnaöarráöherra. 14. ágúst. Ríkisendurskoðun skilar ráðherra skýrslu um Stofnfisk. Bent á alvarlegar misfellur og misræmi í bókhaldi og sagt nauðsynlegt aö endurmeta fyrirtækiö af óháðum aðila. íslandsbanki fenginn til þess. 30. ágúst. Háttsettir starfsmenn landbúnaðarráöuneytisins senda ráðherra minnisblað. I því er ráðherra varaður við misfellum í bókhaldi fyrirtækisins og hugsanlegum lögbrotum í þvi sambandi. Ráðherra ráölagt að fara sér hægt í einkvæðingunni fyrr en öll kurl eru komin til grafar. 3. sept. Framkvæmdastjóri Stofnfisks skilar skýrslu þar sem framkominni gagnrýni er svarað og skýringar gefnar, m.a. á miklu misræmi birgða og útflutts magns hrogna til Chile. 21. sept. Sérfræðingur frá Háskóla Islands skilar skýrslu. í henni er m.a. skýringum framkvæmdastjórans á misræmi I birgðabókhaldi og útflutningi hrogna vísað á bug. 24. sept. Landbúnaðarráðherra skrifar einkavæðingarnefnd og biður um að haldið sé áfram að einkavæða Stofnfisk. 9. okt. - 13. nóv. DV birtir alls sex fréttir um sérkennilega einkavæöingu Stofnfisks, m.a. með ríkisstyrk upp á tæpar tvær milljónir á mánuði til ársloka 2007 og ósvöruðum spurningum um bókhald, fjármál og verömat fyrirtækisins. 12. okt. Ágúst Einarsson spyr ráöherra um máliö í óundirbúnum fýrirspurnatíma á Alþingi. Einkavæðingarnefnd frestar málinu í kjölfar fréttaskrifa DV. 22. okt. Ráðherra og Ríkisendurskoöun telja að búið sé að leiðrétta það sem ábótavant var. Ráðherra telur ekkert standa í vegi fyrir því að halda einkavæðingu fýrirtækisins áfram. 2. des. Lúövík Bergvinsson alþingismaður hefur máls í utandagskrárumræðu á Alþingi um einkavæðingu Stofnfisks. Hann segir grunsemdir um að lögbrot hafi verið framin og krefst þess að öll gögn málsins verði opnuð. Gagnrýnir þátt landbúnaðarráðherra í málinu harölega og þann leyndarhjúp sem umvafið hefur það. ir———j Fiskeldisfyrirtækið Stoftifiskur virðist hafa notið ótrúlegs velvilja Guðmundar Bjarnasonar landbún- aðarráðherra og hann verið tilbú- inn til að vaða eld og brennistein til að gera veg þess sem mestan. Vafi leikur á því að Guðmundur hafi í þessari góðmennsku sinni haldið sig réttum megin laga og réttar. Það hefur alþingismaðurinn Lúðvík Bergvinsson og þar áður Ágúst Ein- arsson og fleiri þingmenn dregið stórlega í efa í tvennum utandag- skrárumræðum á þingi. Þá hefur þingflokkur jafnaðarmanna óskað eftir því viö forseta Alþingis að Rík- isendurskoðun vinni skýrslu um Stofnflsk. Fjölmargt athyglisvert hefur verið dregið fram í dagsljósið um fyrirtækið og afskipti ráð- herrans af einkavæðingu þess. Þá hefur tregða ráðherra til að gefa upplýsing- ar og svör við spurningum sem vaknað hafa verið undarleg. Það var DV sem fyrst fjöl- miðla vakti athygli á þeim sérkennilegu háttum sem ein- kenndu einkavæðingarferil fyrirtækisins, en sá ferill er rakinn í megindráttum á með- fylgjandi grafi. Það var ekki fyrr en DV hafði rakið mádið í fjölda frétta sem aðrir fjölmiðlar tóku að minn- ast á það en vissulega má segja að betra sé seint en aldrei. Öll kurl eru þó hvergi nærri komin tii grafar enn. Umboðslaus afsláttur Þann 6. maí 1996 undirritaði Guð- mundur Bjamason landbúnaðarráð- herra fyrir hönd ráðuneytisins og Vigfús Jóhannsson framkvæmda- stjóri fyrir hönd Stofnfisks samning um kynbætur fyrir laxeldi. Auk þess aö ráðuneytið borgar sam- kvæmt samningnum 18 miUjónir króna á ári fyrir kynbætumar þá léttir það undir með því á fleiri vegu, m.a. með því að leyfa Stofnfiski að selja tvö einbýlishús í eigu Laxeldisstöðvar ríkisins að Mógilsá í KoUafirði. Um þetta segir í 6. greinþessa samnings: „Landbún- aðarráðuneytið í samvinnu við Stofnfisk hf. mun leita annarra leiða tU að fjármagna þau verkefni sem kveðið er á um í samningi þess- um (t.d. nýta afrakstur endur- heimtna sumarsins 1996 og 1997, auk sölu íbúðarhúsa í KoUafirði í eigu ríkissjóðs)." Þessi tvö einbýlis- hús voru auglýst tU sölu á vegum Ríkiskaupa og andvirðið mun hafa farið í að greiða ýmsar vanskUaskuldir Laxeldisstöðvar ríkisins. Þau em því ekki sýnileg í ársreikningi Stofnfisks. í endurnýjuðum samningi um laxakynbætumar sem þeir Guð- mundur ráðherra og Vigfús fram- kvæmdastjóri undirrituðu 17. aprU í vor veitir ráöherrann fyrirtækinu sérstakan afslátt eða ívilnun í sam- bandi við afborganir af fjárfesting- arlánum Framkvæmdasjóðs ís- lands. í 5. grein þessa samnings seg- ir orðrétt: „Stofnfiskur hf. skal í samvinnu við landbúnaðarráðu- neytið ganga frá greiðslu á afborg- unum af tjárfestingarlánum vegna mannvirkja í KoUafirði hjá Fram- kvæmdasjóði íslands skv. fram- lengdri greiðsluáætlun, þó aldrei hærri upphæð en 1 m.kr. á ári.“ -Leturbr. blm. Þetta fjárfestingarlán er skráð í veðmálabækur sýslumannsembætt- isins í Reykjavík með veði í húsum og 31.149 fermetra landi Fiskeldis- stöðvar ríkisins í KoUafirði. Veðið er að upphæð tíu miUjónir króna og skráð þann 10. júní 1987. Ekki náð- ust í tæka tíð upplýsingar um stöðu þessa láns nú en fastlega má gera ráð fyrir því að árlegar samanlagð- ar afborganir af áhvílandi lánum séu hærri en ein miUjón á ári. TU viðbótar þessu þá fær Stofnfiskur samkvæmt samningnum land, húsnæði og aðstöðu Laxeldisstöðvarinnar til leigu endurgjaldslaust. Þekkt andlit í stjóm Stofnfisks eiga sæti tveir þekktir menn úr viðskiptaheimin- um og stjómsýslunni, þeir Axel Gíslason sem lengi hefur verið í framlínu fyrirtækja hins gengna Sambands ísl. samvinnufélaga sem forstjóri, stjórnarformaður og stjórnarmaður Sambands- ins og samvinnufyrir- tækja eins og Samvinnu- trygginga, Vátryggingafé- lags íslands, Samskipa o.fl. Axel er stjórnarfor- maður Stofnfisks. Með honum í stjóm er annar þekktur maður, Haukur Ingibergsson, forstöðu- maður Hagsýslu ríkisins. Aðrir í stjóm eru Bene- dikt Kristjánsson, Jónatan Þórðarson og Július B. Kristinsson. Þá er athyglisvert að Vigfús Jóns- son framkvæmdastjóri, sem nú mun staddur í Chile í viðskiptaerindum, er stjórnarformaður hlutafélagsins Patagonia á íslandi ehf. en eigin- kona hans, Þórdís Helga Sveinsdótt- ir, er framkvæmdastjóri. Þriðji eig- andi fyrirtækisins og stjómarmaö- ur er Chilebúinn Hans Kossmann. Kossmann er forstjóri og eigandi samnefnds fýrirtækis í Chile sem er einn helsti viðskiptaaðili Stofnfisks í Chile og kaupandi hrogna sem þangað hafa verið seld. Tilgangin- Patagonia á íslandi ehf. er skráður hjá Hlutafélagaskrá sem m.a. sá að stunda inn- og útflutning með fisk og fiskafurðir og búnað fyrir fiskveiðar og fiskeldi. Viðskipti Stofnfisks við Chile hafa greinilega sætt nokkurri undr- un Ríkisenduskoðunar sem gerði al- varlegar athugasemdir við þau vegna vantalinna tekna upp á 14 milljónir króna og verulegs mis- ræmis milli bókfærðs magns hrogna og magns í útflutnings- skýrslum. Endurskoðandi segir við DV að væri hann ríkisendurskoðandi myndi hann byrja á því að athuga hvort einhver tengsl væm á milli þessa misræmis og hlutafélagsins Patagonia á íslandi ehf. Lúðvík Bergvinsson gerði þessi atriði að umtalsefni í utandag- Innlent fréttaljós Stefán Ásgrímsson skrárumræðunni á Alþingi í vikunni og vitnaði í minnisblað tveggja ráðuneytisstarfsmanna, þeirra Jóns Höskuldssonar, for- stöðumanns lagadeildar ráðuneytis- ins, og Guðmundar Sigþórssonar skrifstofustjóra til ráðherra. í minn- isblaðinu bentu tvímenningamir ráðherra á það að bókhald fyrirtæk- isins í þessum og fleiri efnum gæti varðað við bæði bókhalds- og hegn- ingarlög. í ljósi þessara alvarlegu ásakana hlýtur sú spurning að vakna hvers vegna Ríkisendurskoð- un vísaði málinu ekki til frekari rannsóknar og hvers vegna ráð- herra gerði ekki hið sama í stað þess að halda einkavæðingarferlinu til streitu. Gmnsemdir eru um að ætlunin hafi verið að fara með fyr- irtækið inn í einkavæðingarferli og almenna hlutabréfasölu í þannig ástandi að verðmæti þess virtist vera mun lægra en það í rauninni var. Einhverjir hafi einfaldlega ætl- að að eignast mikið fyrir lítið eins og eitt sinn var slagorð stórmarkað- arins og samvinnufyrirtækisins Miklagarðs sem fór á hausinn fyrir margt löngu. Krafist úttektar Af þessu tilefni samþykkti þing- flokkur jafnaðarmanna í gærmorg- un að beina því til forsætisnefndar Alþingis að fram fari heildar stjórn- sýslu- og fjárhagsúttekt á landbún- aðarráðuneytinu sjálfu. Jafnframt er að sögn Lúðviks Bergvinssonar alþingismanns óskað sérstaklega eftir skýrslu um málefni Stofnfisks og að Samkeppnisstofnun taki samning fyrirtækisins og landbún- aðarráðuneytisins um laxakynbæt- ur út og meti hvort hann feli í sér sérréttindi við sölu, eða sé eðlilegur viðskiptasamningur. Óskað er eftir því að öll gögn málsins, það er að segja skýrsla Rík- isendurskoðunar um Stofnfisk og álit Samkeppnisstofnunar, liggi fyr- ir áður en Alþingi tekur afstöðu til þess hvort veita eigi ríkisstjóminni heimild til að selja Stofnfisk. Enn fremur mótmælir þingflokkur jafh- aðarmanna harðlega þeirri laga- túlkun að ráðherra skuli hafa sjálf- dæmi um það hvaða upplýsingar eru veittar Alþingi. Eigi ráðherra að hafa slíkt sjálfdæmi skuli það byggt á sjálfri stjórnarskránni. Einkavæðing Stoftifisks, sem gera má ráð fyrir að hafi verið eitt þeirra mikilvægu mála sem Guðmundur Bjamason þurfti að ljúka í landbún- aðarráðuneytinu áður en hann tek- ur við stöðu forstjóra hins nýja íbúðalánasjóðs, er í greinilegu upp- námi þessa dagana og óvíst um framhaldið. Hvað er TURBO þurrkun? í þurrkkerfinu blæs vélin út heitri gufunni sem hituð er upp af hitaelementinu. Hin fullkomna þurrkun. stóliðyeglega rerð undir borðplötu H-82-87, B-60, D-57. Ryðfrítt innra byrði. Ytrahús sinkhúðað (ryðgar ekki). Hægt að lækka efri grind með einu handtaki fjórfalt vatnsöryggiskerfi. Mjög hljóðlát aðeins 47db (re 1 pW). TURBO-þurrkun, þurrkar með heitum blæstri Hægt að stilla start-tíma allt að 12 klst. fram í tímann. Sjálfvirk hurðarbremsa. 12 manna stell. 5 kerfi. Lógmúla 8 • Sími 533 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.