Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 viðtal ..Eg held aö mann- skepnan geti ekki til lengdar verið án þess aó fá einhverja ofurlitla sálarnaeringu hvort sem hún leitar hennar í trúarbrögðum eða listinní. Maðurinn getur ekki staóið úti í andlausu slagviðri endalaust. Þaö veröur einhvern veginn að hlúa að lífsblóminu sínu. Þá leita menn í listina." DV-mynd Teitur r'j'- $ ¥ Arnar Jónsson leikari vex með hverri raun: Arnar Jónsson kvartar ekki undan verkefnaleysi. Hann er núna að leika í þremur tvíleikjum: Svika- myllu í Kaffileikhúsinu, Svartklœddu konunni í Tjarnarbíói og fyrir viku var leikritiö Abel Snorko býr einn frumsjnt á Litla-sviöi Þjóðleikhússins. Æfingar á nœsta verkefni eru þegar hafnar en þar fœr Arnar þaö vandasama hlutverk að túlka frœgasta bónda ís- lenskra bókmennta: Bjart í Sumarhúsum. Amar segir að verkin séu mjög ólík en Svikamylla og Abel Snorko býr einn eigi það sameigin- legt að í báðum verkum sé fjallað um tvo karlmenn og mikið rætt um konu sem er fjarverandi og sést aldrei á sviðinu. Svartklædda kon- an segir hann að sé af öðmm toga, sumir sjá hana, aðrir ekki. Þegar útlendingunum sleppir er komið að íslenskasta íslendingnum. Hlutverk Bjarts í Sumarhúsum er gríðarlega viðamikið hlutverk og persónan stendur mjög nærri þjóð- arhjartanu. Verður ekki erfitt að takast á við hann? „Ég hef fengið forskot. Ég hef ver- ið að glíma við hann í hátt á annað ár. Það er ekki mitt að dæma um hvemig sú glíma hefur tekist og það verður að koma í ljós hvort mér tekst á sviðinu að slá þann tón sem er þegar í þjóðarhjartanu. Þetta er mikið og stórt verk og verulega spennandi að fást við það.“ Stutt en nauðsynleg hvíld Arnar fékk fyrir nokkrum áram þriggja ára listamannalaun. „Það var eiginlega bráðnauðsyn- legt eftir þrjátíu ára stanslaust stapp á sviði. En ég fékk ekki frið til að vera í burtu svo lengi. Ég var úti á Spáni í átta mánuði og fór svo til Þýska- lands og ætlaði að dvelja þar. Þá var mér boðið í Óvænta heimsókn eftir Priestley á Akureyri. Ég sló til og ætlaði að vera stutt, rétt aðeins á meðan æfingar og sýningar stóðu yfir. í leiðinni tók ég að mér að leik- stýra tveimur verkum á Dalvík og i Köldukinn. Þetta var snjóaveturinn mikli. Fyrir rest sat ég fastur og komst hvergi. Það stytti upp þrjá daga frá áramótum til marsloka og það var ekki fyrr en undir vor sem ég komst til Þýskalands aftur. Síðan kom ég fljótlega heim því að verk- efnin bættust á mig. Þetta varð því aldrei lengra." Amar notaði tímann til að vinda ofan af sér og leggjast í ljóð. Afrakst- urinn varð útvarpsþættir um nokk- ur skáld og einnig ljóðadiskur með verkum Davíðs Stefánssonar og sjónvarpsmynd um hann. Amar segist ennþá eiga ýmislegt í hand- raðanum sem biði þess að honum vinnist tími til að koma því frá sér. í andlausu slagviðri Ferill Amars hefur aldrei slitnað. Hann hefur leikið milli vel á annað hundrað hlutverk á sviði; í fjölda kvikmynda; í sjónvarpsmyndum og fjölmörgum útvarpsleikritum á þrjátíu ára ferli sínum sem leikari. Verður Amar aldrei leiður á leik- húsinu? „Ekki á leikhúsinu í sjálfu sér. En eins og öll listsköpun þá krefst leik- listin næðis. Þegar ekki gefst næði snuggast í manni. Þá finnst manni að kannski sé betur heima setið. Ef magnið er alltaf tekið fram yfir gæð- in hefur vinnan ekkert upp á sig. Áhorfandinn fær miklu meira ef verkin fá sína eðlilegu þróun og ná þeirri dýpt sem hrærir sálarstreng hjá öðru fólki. Um það snýst þetta. Það er ekkert voðalega flókið en það er ekki öllum gefið.“ Keyrslan í stóra leikhúsunum er mikil og samkeppnin um áhorfend- ur er hörð. Samkeppnin birtist að hluta til í dýrkun Ieikhússins á ungu fólki sem margir telja að dragi fleiri áhorfendur að húsunum. Er íslenskt leikhús á villigötum? „Við lifum á tímum yfirhorðs- mennsku og efnishyggju og þeir tímar era ekki listvænir. Ég hef þó þá trú að þetta gangi í bylgjum. Ég held að mannskepnan geti ekki til lengdar verið án þess að fá ein- hverja ofurlitla sálamæringu, hvort sem hún leitar hennar í trú- arbrögðum eða listinni. Maðurinn getur ekki staðið úti í andlausu slagviðri endalaust. Það verður ein- hvem veginn að hlúa að lífsblóminu sínu. Þá leita menn í listina. Mér virðist að fólk sé dá- lítið raglað um þessi alda- mót. Fólki finnst mörg göm- ul gildi hafa leyst upp og veit ekki hvert það á að leita og hverju það á að trúa. Þá skiptir miklu máli að listin svíki ekki sjálfa sig og hlaupi eftir tískusveifl- um. Þá skiptir máli að list- imar taki sig alvarlegar en nokkra sinni fyrr og geti í raun og vera geflð okkur eitthvert haldreipi. Til þess eigum við að gera kröfu. Ég ber engan kvíðboga þótt upp komi tískusveiflur eins og unglingadýrkun. Þetta verður að vera í bland. Unglingar einir og sér hafa ekki mikið að segja fullorðnu fólkí. Ég held að kúnstin stemmi sig sjálf af. Hún er dálítið eins og liflð sjálft. Maður platar hana ekki. Maður getur þóst hafa stjóm á henni en það er kannski einmitt þá sem allt gufar upp og er ekki lengur. Kúnstin vel- ur en ekki maður sjálfur. Ég held að öll andleg leit skipti raunverulegu máli, ekki sist nú á tímum. Leitin er ekki endilega auð- veld og það gerir okkur ekki auð- veldara fyrir að hlutir eru mikið lagðir að jöfhu. Allt er í einhverju póstmódemisku limbói. Það er ekki endilega það sem við þurfum á að halda núna, án þess að ég sé að predika einhverja íhaldssemi. Ég er alls ekki að því heldur vil ég kalla á eitthvað róttækt. Ég held að það þurfi bæði dug og djörfung til þess að synda á móti straumnum." Listin er aldrei láttvæg Þeir sem hafa séð Amar Jóns- son á sviði hafa fundið sterka nær- veru hans og persónutöfra. Hvað skyldi þessi magnaði leikari vilja gefa áhorfendum sínum? „Það er kannski ekki hægt að segja það nákvæmlega. Ég hef bor- ið gæfu til að vinna að mörgum mjög góðum verkum með góðu fólki. Vonandi hef ég náð að snerta einhvem tímann á þeirri vegferð þannig við fólki að því finnist það ekki verri manneskjur þegar það gengur út úr leikhúsinu en þegar það kom inn. Kannski hlotnaðist því eitthvað sem það geymir með sér og færir áfram. Ég fer ekki fram á mikið rneira." Er leiklistin frelsandi? „Listin er endalaus glíma við sig sjálfan. Hún er mjög kröfuhörð og krefst alls af manni. Maður platar engan til lengdar nema sjálfan sig. Það kemur að því að maður stend- ur einhver reikningsskil og ekki síst í listum. Maður styttir sér enga leið. Þetta er svipað öðrum störfum þar sem fólk þarf einbeitingu, alúð og orku. Auðvitað tekst það misvel en þá er bara að reyna að gera bet- ur. Listin er í raun og veru aldrei léttvæg. Það er ekki lítils virði ef hægt er að létta fólki þetta erfíða líf sem flestir lifa. Það er nú einu sinni flókið þetta blessaða mann- líf. Það skiptir líka miklu máli að geta komið í leikhús, slakað virki- lega á, hlegið og notið þess að komast frá vandamálunum. Það er ekki bara hið mikla drama sem skiptir máli. En allt verður þetta að vera gert af natni og alvöru ef það á að ná til áhorfandans á rétt- an hátt.“ Þetta hljómar eins og trúarleg upplifun. Er það raunin? „Ég veit það ekki. Það er kannski ekki svo óskylt. Það var mjög merkileg reynsla að leika Kaj Munk, ekki bara það að leika í kirkju, heldur líka að sjá hvað list- in og trúin liggja skammt hvort frá öðru. Við lékum í kirkju Kaj Munk á Veðrasæ. Allt í einu stóð ég í stóln- um í stað hans og nánast með sama fólkið fyrir framan mig og hafði hlustað á hann skamma sig blóðugum skömmum 40 árum áður. Þá fannst mér að ég mætti ekki vera fyrir og alls ekki trana sjálfum mér fram. Það var vægast sagt sérkennileg reynsla. Það get- ur verið að það hafi verið eins konar trúarreynsla." Ferillinn ekki áfallalaus Þrátt fyrir að ferill Amars sé glæstur hefur hann ekki verið áfallalaus. Árið 1983 varð Amar, þá fertugur, fyrir miklu áfalli sem hefði getað bundið enda á leiklistar- feril hans. „Ég var þessi flinki og fimi leik- ari sem fór sín heljarstökk fram og til baka. Svo verð ég fyrir því að maska á mér lappimar og þeim eig- inleikum var kippt í burtu. Ég hrundi niður af vinnupöllum. Sex mánuði mátti ég ekki stiga í iljar, ferðaðist um á þjóhnöppunum og í hjólastól. Þá reynir á og maður verður að nýta sér aðra eiginleika sem maður vissi kannski ekki af. Lífið er auðvitað fullt af alls konar áfóllum; það brýtur suma, bætir aðra en við eigum aðeins þann val- kost að halda áfram.“ Arnar í hlutverki Abels Snorko á Litla sviði Þjóðleikhússins. Með honum er Jóhann Sigurðarson. DV-mynd Pjetur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.