Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Síða 34
34
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998
%igt fólk
„Ef áttræð gamalmenni fíluðu bækurnar okkar þá værum við á
villigötum. Það er kynslóðabil í smekk á bókmenntum og við
reynum ekki að breyta því,“ segja Smári Freyr Jóhannsson og
Tómas Gunnar Viðarsson í tilefni af því að nú er nýútkomin bók
þeirra Berthold - kjötfarsi.
Berthold er fjórða bók þeirra fé-
laga, en þeir slógu fyrst í gegn með
unglingabókinni Blautir kossar.
En hvað rak strákana til skrifta í
byrjun?
„Ætli megi ekki segja að það
hafi verið hinar unglingabækurn-
ar,“ segja Smári og Tómas. „Okk-
ur þótti sá heimur sem þær lýstu
vera óraunverulegur og allur ann-
ar en sá heimur sem við vorum að
lifa sjálfir. Það fór í taugarnar á
okkur hversu erfitt það var fyrir
unglinga að staðsetja sig í þeim
bókum þar sem sögupersónurnar
voru hetjur, sí og æ að lenda í ein-
hverri spennu og dramatík. Okkur
þótti vanta höfunda sem segðu frá
raunverulegu lifi unglinga; ekki
sakamálum, hetjuskap og drauga-
gangi. Það kom því aldrei annað
til greina en að skrifa um það sem
við þekktum sjálfir og höfðum ef
til vill upplifað að einhverju leyti.“
Hver urðu svo viðbrögðin við
fyrstu bókinni?
„Viö fengum mjög jákvæð við-
brögð frá unglingum sem voru á
þeirri sömu skoðun og við að ís-
lenskar unglingabókmenntir
skorti tilfinnanlega raunsæi. Svo
dæmi séu tekin um þann skort þá
er aldrei fjallað neitt um kynlíf í
hefðbundnum unglingabókum.
Það er sagt „þau kysstust" og síð-
an kemur næsti dagur."
Og svo er einhver orðinn ólétt-
ur?
„Já. En við förum lengra en að
mömmukossinum. Það þarf ekki
annað en að skoða kápuna til þess
að sjá það. Við skrifum um það
sem unglingamir vilja'Iesa um og
erum þekktir fyrir það að segja
meira en gömlu karlarnir sem
hafa verið á unglingabókamark-
aðnum.“
Þið skutuð föstum skotum að
Þorgrími Þráinssyni í fyrstu bók-
inni.
„Við vorum ekki að skjóta á
hann sem persónu, heldur aðeins
sem fulltrúa allra gamalla kalla og
ryðgaðra íþróttakempa sem standa
i því að skrifa unglingabækur. Viö
höldum því fram að þeir þekki
ekki reynsluhí/m unglinga og
nægir þar að nefna málfariö á bók-
um þeirra. Þegar við lásum ung-
lingabækur sem skrifaðar voru af
þeim gömlu kom fyrir að við þurft-
um að fara í orðabók til þess að
skilja orðin sem þeir notuðu. Slíkt
vekur ekki áhuga unglinga. Bæk-
urnar fjalla líka aðeins um líf ung-
linga upp að vissu marki. Um leið
og eitthvað kom sem gat hugsan-
lega leiðst út í eitthvað „dónalegt"
þá var bara stoppað og ekki sagt
meira frá því. Unglingar stunda
kynlíf og hugsa um ýmsa vafa-
sama hluti og okkur þykir ástæðu-
laust annað en að fjalla líka um
þá. Við teljum okkur hafa farið
alla leið.“
Takið þið á vandamálum ung-
linga í bókunum?
„Já, en aðeins á léttu nótunum.
Við erum ekki að benda á neinar
töfralausnir eða gefa okkur út fyr-
ir að ætla að bjarga heiminum. í
þessari bók fjöllum við þó um við-
kvæma hluti en hún fjallar um
fjórtán ára strák sem á lesbíska
móður. Það er þó ekki aðalumfjöll-
unarefni bókarinnar heldur það
sem strákurinn er að bjástra. Bók-
in er ekki unglingabók í eiginleg-
um skilningi þess orðs og segja má
að eftir því sem við eldumst þá
verða þeir einnig eldri sem geta
haft gaman af bókunum okkar.“
En hvað ætlið þið að verða þeg-
ar þið verðið stórir?
„Hvort við ætlum að verða rit-
höfundar? Það er alveg óráðið þar
sem við erum í námi enn þá og
margt getur gerst á komandi
árum. Okkur langar þó til þess að
þjóna lesendum okkar og sú er
ástæðan fyrir því að bækurnar eru
orðnar fjórar, en því óraði okkur
ekki fyrir þegar við vorum að
byrja. Við erum að skrifa fyrir
breiðari aldurshóp en fyrr og með-
an vel gengur og eitthvað er aö
segja þá er mjög líklegt aö við
höldum því áfram. Við höfum mik-
ið verið að gagnrýna gamla kalla
sem gefa út unglingabækur og við
getum lofað því að við verðum
ekki með skalla og bumbu að
skrifa fyrir unglinga. Þá værum
við heldur betur í mótsögn við
sjálfa okkur."
-þhs
... í prófíl
Kristinn í
Botnleðju
Fullt nafn: Kristinn Gunn-
ar Blöndal.
Fæðingardagur og ár: 9.
maí 1976.
Maki: Sigrún Eiríksdóttir.
Börn: Engin.
Starf: Leiðbeinandi hjá
Dagvist barna (Sunnu-
borg).
Skemmtilegast: Að spila
fyrir skemmtilegt fólk.
Leiðinlegast: Að spila fyr-
ir leiðinlegt fólk.
Uppáhaldsmatur: Aspars-
súpan hennar ömmu.
Uppáhaldsdrykkur: Kók.
Fallegasta manneskjan
(fyrir utan maka):
Mamma mín.
Fallegasta röddin: Ella
Fitzgerald.
Uppáhaldslíkamshluti:
Eyrun mín.
Hlynntur eða andvígur
ríkisstjórninni: Pass.
Með hvaða teiknimynda-
persónu myndir þú vilja
eyða nótt: Leðurblöku-
manninum.
Uppáhaldsleikari: Jason
Lee.
Uppáhaldstónlistarmað-
ur:Ómögulegt að svara.
Sætasti stjórnmálamað-
urinn: Ragnar Arnalds.
Uppáhaldssjónvarpsþátt-
ur: Yes minister og Simp-
sons.
Leiðinlegasta auglýsing-
in: Hvert ertu að fara.
Leiðinlegasta kvikmynd-
in: Blossi 810551.
Sætasti sjónvarpsmaður-
inn: Valtýr Björn.
Uppáhaldsskemmtistað-
ur: Kafíibarinn.
Besta „pikköpp“-línan:
Nærbuxumar þínar kæmu
vel út á svefnherbergisgólf-
inu mínu.
Hvað ætlar þú að verða
þegar þú verður stór?
Feitur og pattaralegur.
Eitthvað að lokum? ...