Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998
Fleiri seinkanir
Flugfélögum virðist ganga
; verr að standa við timaáætlan-
ir sínar. Þetta kemur fram í
nýrri skýrslu bandarísku flug-
málasamtakanna. Fjöldi flug-
ferða þar sem seinkun nemur
meira en 15 mínútum hefur
farið úr 672 á fyrra helmingi
síðasta árs í 960 á sama tíma á
þessu ári.
Opið á kvöldin
Ef menn á annað borð leggja
leið sína til Indlands þykir
mikil nauðsyn að skoða graf-
hýsið Taj Mahal við Agra í
norðurhluta landsins. Grafhýs-
ið er jafhmikilvægt Indverjum
og Champs Elysées er í Frakk-
landi. Nú bregður svo við að í
fyrsta skipti í 15 ár gefst ferða-
mönnum kostur á að skoða
grafhýsið að kvöldlagi. Það
hefur verið bannað allt frá því
síkar hótuðu að sprengja graf-
hýsið upp fyrir fimmtán árum.
Öryggisgæsla hefur verið hert
til muna með kvöldopnuninni
og verða gestir að gera sér að
góðu þótt leitað sé á þeim með
málmleitartækjum.
I
I
1
Bannað að borða á
brúnni
Borgarstjóm Flórensborgar
hefur ákveðið að bregðast hart
við sífelldu nestisáti ferða-
manna á gömlu brúnni Ponte
Vecchio og síðustu mánuði
hefur umferðarlögreglan notið
liðsinnis sjálfboðaliða við að
afstýra ósiðnum. Oftast hafa
túristar komið sér fyrir á
tröppum við brúna þaðan sem
gott er að virða fyrir sér hið
fræga torg Piazza della Sign-
oria. Skiltum á mörgum tungu-
málum hefur verið komið upp
en á þeim stendur að fólk verði
einfaldlega að nærast annars
staðar. Talsmaður borgar-
stjómar segir það hreinustu
óvirðingu að háma í sig mat
þegar listaverk á borð við Dav-
íð eftir meistara Michelangelo
séu á næsta leiti. Ferðamenn
eigi að líta á svæðið sem safh
undir bera lofti og hegða sér
samkvæmt því.
Hálfrar aldar afmæli
Einhveijir héldu að inn-
pökkunarlistamaðurinn Chri-
sto væri kominn til Kína.
Ástæðan var gríðarstór girð-
ing sem þakin er bláu segli og
lokar nánast fyrir Torg hins
himneska friðar. Ekki mun þó
um listaverk að ræða heldur
standa Kinverjar nú í umtals-
verðum endurbótum á torginu
enda aðeins ár þangað til þeir
fagna hálfrar aldar afmæli kín-
verska lýðveldisins. Torgið
verður því lokað almenningi
fram í maí á næsta ári en söfh-
in og minjagripaverslanir sem
standa við austurhluta torgs-
ins verða áfram opin. Þá mun
fáni dreginn að hún með við-
höfh á hverjum morgni eftir
sem áður.
Aðventuferð Landnámu til Edinborgar:
Skosk menning og jólastemning
Ferðaskrifstofan Landnáma efnir
til aðventuferðar til Edinborgar
dagana 10.-14. desember nk. í Edin-
borg geta ferðamenn notið aldagam-
alla menningarhefða sem varðveist
hafa í gömlum byggingum, minnis-
merkjum, kirkjum og köstulum.
Saga Skotlands birtist gestum Edin-
borgarkastala á Ijóslifandi hátt og
hægt er um vik að feta í fótspor
nafntogaðra aðalsmanna og kónga-
fólks með því að ganga um gamla
borgarhlutann.
Edinborg skartar sínu fegursta á
þessum árstíma og munu farþegar
Landnámu meðal annars njóta
jólastemningar á jólamarkaðnum í
lystigarðinum við Prinsgötu og
hlýða á jólatónlist í St. Giles dóm-
kirkjunni. Jafnframt gefst fólki
kostur á skoðunarferð í hina frægu
drottningarfleytu Brittaniu sem ný-
lega var opnuð ferðamönnum.
Fararstjórar verða listahjónin
Sverrir Guðjónsson og Elín Edda
Ámadóttir og gefst farþegum kostur
á að njóta menningardagskrár.
Þann 10. desember verður sýning á
Hans og Grétu í Skosku óperunni.
Daginn eftir mun Konunglega
skoska þjóðarhljómsveitin flytja
þýska klassíska tónlist og þann 12.
desember verður flutningur á Mess-
íasi eftir Handel í Maríudómkirkj-
unni. Tvennir jólatónleikar verða
þann 13. desember; annars vegar
verða tónleikar í Lauriston kastala
og hins vegar verða jólasálmar og
jólasöngvar í St. Giles dómkirkj-
unni.
Margar hótelkeðjur keppast nú við
að bæta tölvukost fyrir gesti sína.
Stóru hótelkeðjumar Hilton, Sher-
aton og Hyatt hafa sett upp skrifstof-
ur þar sem gestir hafa aðgang að tölv-
um, prenturum og faxi. Helsta nýj-
ungin felst í notkun Netsins því í
framtíðinni geta hótelgestir sótt
tölvupóst sinn og sinnt erindum sin-
um á tölvukosti hótelanna. Kjöltu-
tölvuna má því skilja eftir heima.
3 GOÐIR FYRIR
VETURINN!
Nýja Zeppelin-loftskipið mun væntanlega hefja flugferðir á næsta ári.
Símamynd Reuter
BMW 525 IX (4x4), ek. 98.000,
Beinskiptur. árg.'95. m. leðri
o.fl. Verð 2.680.000.
Sex daga ferðir
Sumir segja að nýju loftskipin
muni skorta glæsileika farþegarýmis-
ins í gamla Hindenburg-skipinu en
Umhverfisvænar flugferðir í lok aldar:
Loftskip hefja sig til flugs á næsta ári
Mercedez Benz 300 E 4matic.
átg. '91, ek. 105.000, sjálfskiptur,
topplúga , Rafdr. í sætum o.fl.
Verð, 2.090.000.
Toyota LandCruiser VX, árg.'90,
ek. 142.000, beinskiptur. 2
eigendur frá upphafi. Bíll sem
fékk fyrstu einkunn í söluskoðun
(26/11 98). Verð, 1.690.000.
Upplýsingar veittar í síma «t.
898 5202.
Sextíu árum eftir að loftskipið
Hindenburg fórst og markaði endalok
loftskipaflugs i bili er útlit fyrir að
slíkar ferðir séu að verða að veruleika
á ný. Loftskipið sem Ferdinand von
Zeppelin hannaði á fjórða áratugnum
mun væntanlega hefja ferðir strax á
næsta ári. Tvö fýrirtæki, annað í
Þýskalandi og hitt í Sviss, vinna nú
baki brotnu að smíði loftskipa. Fyrir
nokkru hófu flugmenn þýska fyrir-
tækisins Zeppelin NT tilraunaflug á
loftskipi sem byggist á gömlum teikn-
ingum Zeppelins. Sú breyting hefur
verið gerð að loftskipið verður knúið
helíum í stað vetnis áður og tölvu-
stýrð skrúfan gefúr því svipaða flug-
hæfni og ef um þyrlu væri að ræða.
Öryggið, að sögn þýska fyrirtækisins,
verður jafnt því að sigla með
skemmtiferðaskipi að því ógleymdu
að hávaðamengun er nánast engin
um borð í loftskipum. Skrokkur loft-
skipsins er úr sérhannaðri álblöndu
sem er bundin kole&iisþráðum.
Svissneska fyrirtækið, Skyship
Cruises, sem er ferðaskrifstofa í dýr-
ari kantinum, ætlar að he§a dagsferð-
ir með loftskipi á næsta ári. Fyrst um
sinn verður flogið til og frá Zúrich. Á
árinu 2000 hyggst fyrirtækið hefja
ferðir á milli höfuðborga Evrópu.
ferðir í Zeppelin NT verða í háum
gæðaflokki. Kampavín og lax verður
meginuppistaða matseðilsins - borið
fram í átta þúsund feta hæð yfir Ölp-
unum.
Loftskip eru einnig í smíðum í Suð-
ur-Afríku og er fyrsta skipið tilbúið.
Loftskipið var gefið nafiiið Nelson í
höfuðið á forseta landsins, Nelson
Mandela. Það er byggt á sömu hug-
mynd og Zeppelin NT. Farþegarýmið
er stórt en það rúmar 120 farþega í
styttri ferðum. Spennandi ferðir eru
eirrnig á dagskránni en til stendur að
bjóða sex daga ferðir frá Jóhannesar-
borg til London. Millilending yrði
hugsanlega í Egyptalandi þar sem far-
þegum gæfist kostur á að virða fyrir
sér píramídana fyrst úr lofti og síðan
á jörðu niðri.
Tími Ioftskipanna er ekki liðinn
undir lok eins og margir kimna að
halda. Nýju loftskipin munu hafa
mikla flughæfni og það besta er að
þau eru afar umhverfisvæn enda fara
þau vel með eldsneytið. Hvemig þeim
kemur til með að reiða af í samkeppni
við hefðbundnari samgöngutæki eins
og flugvélar og lestir á eftir að koma í
ljós.
-Condé Nast Traveler