Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Side 52
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 JjV *6o %íkarkafli Kafli úr Lausnarsteini Steingríms StJh. Sigurðssonar: 1 bók sinni, Lausnarsteinn, fiallar Steingrímur St. Th. Sigurðsson ítar- lega um það tímabil í ævi sinni er hann gaf út menningartímaritið Lif og list og kemur þar margt nýtt fram sem ekki var áður á almanna vit- orði. Frásögn hans þar tekur um 30 bls. bókarinnar og er því hér aðeins hægt að stikla á stóru með styttum glefsum til að gefa nokkra hugmynd um frásagnarmátann. Upphaf Lífs og listar Haustið 1949 byrjaði ég að kenna í Gagnfræðaskólanum við Lindargötu. Gunnar Bergmann var samkennari minn. Hann hafði numið í Kalifom- íu, og kynnzt þar Örlygi bróður mín- um. Við urðum góðir kunningjar, höfðum báðir áhuga á blaða- mennsku, áttum marga samræðu- fundi og varð að ráði, að við skyld- um fara að gefa út mánaðartímarit, ^^sem átti að verða harla gott. Við urð- um þó ekki á eitt sáttir um það, hvemig blaðið ætti að vera úr garði gert. Gunnar vildi sníða það í lík- ingu viö stjómmálatímarit eins og Time og Newsweek - ég að það fjall- aði um listir og bókmenntir og önn- ur menningarmál og hertist ég í því að koma hvergi nálægt stjómmálum eða dægurmálum. Hugmynd min varð ofan á. Til þess að fæðing blaðsins yrði léttari, sveif ég í Halldór Kiljan Lax- ness stórrithöfund og átti við hann viðtai um allt milli himins og jarðar. Laxness tók mér undurvel - ég hef stundum hugleitt, hvað þetta spjall við Laxness hafi orðið ritinu mikið til framdráttar og gefið því sérstakan tón. Þannig upphófst þessi lista- og menningarreisa okkar Gunnars. Blaðið kom fyrst út í apríl 1950 og unnum við saman af kostgæfni við ritstjómina út árið, en þó hlupu oft snurður á þráðinn - það sem okkur varð nú helzt sundurorða um, var að ég, sem var í ströngu áfengisbind- indi samkvæmt loforðinu við móður mína, gat nú ekki þolað, að Gunnar fengi sér neðan í því. Því fór nú svo um áramótin, að leiðir skiidi með okkur. Þar var ég ekki umburðar- ** lyndur, en sjálfúr átti ég eftir að standa mig enn verr en hann um ári síðar. Þegar Gunnar hætti, kom Ragnar í Smára inn i spilið. Hann hafði fylgzt með ritinu frá byijun og fund- izt það mjög áhugavert. Nú bauð hann mér persónulega að útvega mér prentsmiðjupláss í Víkings- prenti í Garðastræti. Þar gæti ég ver- ið í reikningi - þyrfti ekki að stað- greiða prentunarkostnað né pappir, afgreiðslu skyldi hann sjá um. Ég leit alltaf á Ragnar sem Mekenas - en sá var vemdari lista og menning- ar í Róm. Ragnar var makalaus mað- ur, óútreiknanlegur á köflum, en alltaf drífandi - fylgdi honum and- rúmsloft gneistandi af lífi. Náin kynni af Steini Steinarr Lífs- og listar-tímabilið stóð allar götur fram í júní 1952, mótað af sterkum og stöðugum mannlegum samskiptum. Auðvitað kynntist ég athyglisverð- um karaktemm á lista- og bók- menntasviðinu, t.d. Steini Steinarr, sem alltaf var jákvæður í garð rits- ins. Hann var einn þeirra manna, sem var gæddur húmor, oft kald- hæðnum. Þá var iðulega hitzt og mælt sér mót á Hressingarskálanum og blandað geði við skáldin og lista- mennina, sem sumir hverjir voru þá lítt eða ekkert þekktir. Ég átti eftir að kynnast Steini meir og meir, við hittumst næstum daglega á Hressó og gerðum að gamni okkar. í október 1950 átti ég viðtal við hann fyrir tímaritið, þar sem sagði í Steingrímur dottinn í það í menningarreisunni til Parísar. Hér sést hann lengst tii hægri í hópi ís- lendinga á La Döme, en þar má einnig þekkja Guðna Guðmundsson rektor, Björn Bjarnason frá Steinnesi og Ásgeir Bjarnason. Kjarval sýnir Steingrfmi hvernig á að skoða í kaffibolla. Sagt var að Kjarval sækti sér fyrirmyndir í kaffikorg. fyrirsögn: „Hið hefðbundna ljóðform er nú loksins dautt.“ Þetta mæltist misjafnlega fyrir, en Steinn gat verið háskalega stríðlundaður og ögrandi. Ég tók eftir því í heimsóknum mín- um til hans í braggann B-14 í Camp Knox, að Steinn var haldinn sér- stæðri kattarást. Hann talaði um köttinn, sem var læða, eins og hún væri hefðarfrú. Kötturinn hét nokkrum nöfnum, upphaflega Búkolla, síðan Tvíbaka og var síðan allt í einu farinn að heita Þorbjörg, og síðast hét kisa mjög torkennilegu nafhi, sem enginn vissi, hvort var nokkuð nafn, en ég man það ekki. Steinn komst i gott skap, þeg- ar hann talaði um kisuna sína. Hún var karlelsk og að því leyti heil- brigð, og Steinn sagði, að hún væri trúlofuð sæmi- lega stöndug- um fressketti i nágrenni við Kampinn. Mér verður oft hugsað til þessa Lífs- og listar-tímabils í ævi minni. Dýrkun á Dionysosi var á stundum óþarflega mikil í þessum bó- hemafélags- skap (meðan Steingrimur var þó sjálfur í áfengis- bindindi) og iðulega teflt á tæpt vað. Þar var þó ekkert óheiðarlegt eða lágkúrulegt framið, við litum ekki á okkur sem það, sem Amerík- anar kalla suckers eða los- ers - menn, sem hafa orðið undir. Við þóttumst gegna mikilvægu hlutverki, og kannski var það líka rétt. Allt hafði þetta mikil áhrif á mig, bæði félagsskap- urinn, þessi bó- hemski andi, þetta gífúrlega frelsi, svo ég stóð eins og utan við borgaralegt sam- félag. Þegar ég féll í Parísarreisunni Það sem mig, og þar með Líf og list, helzt vantaði, var staðfesta í lífs- háttum. Að ritstýra tímariti, eiga það, gefa það út reglulega, krefst þess, að viðkomandi sé stöðugur á svellinu. Ég var það stundum, en ekki alltaf. Engu að siður heppnaðist mér að koma blaðinu út lengst af. Hins vegar fór verulega að halla und- an fæti haustið 1951 - ég var þá 26 ára gamall - orðinn alltof veiklund- aður og viðnámslaus gagnvart Þatttaka í happdrætti Krabbameinsfélagsins er stuðningur við mikilvægt forvarnarstarf ^Peitta stuSwuiip - oertii meSl I wht; . ' ” f£/KÍabb4meinsfélagsins 6 158 skattfrjálsir vinningar að verömæti <|8,3 milljónir króna 001998 MIÐI NR. 4 /’if 1 Opel Astia 1600 Statíon Cluh, sjélfskiptur, árgerð 1999. Verdmætl 1.700.000 kr. 4 Blfreið eða greiðsla upp I Ibúð. Verðmætl 1.000.000 kr. 156 Ottektir hjá ferdaskrifsto*| eða verslun. Hver að verðmaetL* 100.000 kr.tfi tÞUMJSHVs httpi/íwvvvtf. krabb.Uihaup áfengi. Þá hélt ég af stað í ævintýraleit til Parísar. Þetta var fyrsta heimsókn mín þangað. Ég drakk í mig margt í þessari borg lystisemdanna og komst í náin tengsl við það listræna and- rúmsloft, sem þar ríkti. Ég fór í þessa menningarreisu til að víkka sjóndeildarhringinn og horfa inn í listheima Parísarborgar, óteljandi marga, á sama hátt og gleðihúsin voru líka óteljandi mörg. Þetta var ævintýraferð - ekki án fyrirheits, heldur til að auðga anda minn og styrkja mig í því hlutverki, sem ég hafði valið mér - að ritstýra Lífi og list. í París gerðist sú ógæfa, að ég datt aftur í það, það var á afmælis- degi pabba 3. sept- ember á jazz- klúbbnum Blue Note á Ringside á Champs Elysée um óttuskeið í fúrðulegum félags- skap við amerísk- an milljónasnáða og hinn heims- fræga blakka jazz- leikara, Oran Hot Lips. Það var stór- kostlegt að kynn- ast honum og skemmta sér með honum þrjá sólar- hringa bæði á Club Aux Vieux Colombier í St. Germain des Prés og á Ringside. Ég týndist svo að segja í svalli i Ba- stilluhverfinu í París. Lífemið innan um þetta fræga fólk og ameríska miUjónapUtinn var ótrúlegt, þeysandi fram og aftur á límúsínum á hátt í annað hundrað kUómetra hraða, bæði um breið- stræti, öngstræti og skemmtigarða. En það hrikalegasta, sem ég varð vitni að, var eftir gleði nætur, þegar margir vom að tygja sig heim utan við klúbbinn um morguninn, að meistari Hot Lips sóttist eftir að fá að njóta blíðu ljóshærðrar amerískr- ar gleðikonu, sem beið fyrir utan klúbbinn - hann bauð henni guU og græna skóga. Hún segir: „Þú gætir aldrei fengið mig, þótt þú byðir mér aUa peninga heims.“ „Hvers vegna?“ spurði Hot Lips. „Af því að þú ert svartur!" svaraði hún. Þá fór Hot Lips að háskæla og kastaði sér niður á gangstéttina. Með Parísarævintýrinu komst óreiða á lif mitt. En það undarlega var þó, að eftir aðra eins holskeUu og þriggja sólarhringa samfeUda drykkju gat ég komið út undarlega sterkur og ákveðinn. Þær hremm- ingar, sem ég lenti þar í, bættu stór- um skerfi við lífsreynslu mína. Ég er þeirrar skoðunar, að hörð lífsreynsla geti verið fyUUega á við akademíska menntun. Veglyndi meistara Kjarvals Eins og gefúr að skUja, var ég nið- urbrotinn maður, þegar fjöregg mitt og ffamtíðardraumur, Líf og list, Hin fræga teikning af Steini Steinarr sem Örlygur gerði fyr- ir Steingrím bróður sinn tii að prýða forsíðu Lífs og listar. brotnaði í spón. Fáir skUdu mig - ég hafðist oft við í BarmahUð, hjá móður minni, aðgerðalítiU, leiddist tU æ meiri drykkju - vissi ekki aUtaf, hvað ég ætti af mér að gera. Aldrei gleymi ég þá viðbrögðum Kjarvals eða hlýju hans í minn garð - þegar ég mest þurfti þess við. Hann hafði aUtaf örv- að mig tU dáða vegna tímaritsins og nú vUdi hann ekki láta það viðgang- ast, að ég féUi óbættur hjá garði. Ég var trúlega langt niðri, þegar barið var harkalega á útidymar í Barmahlíðinni - hann notaði ekki bjöUuna. Mamma fór tU dyra, og þeg- ar þær opnast, heyri ég dimma, djúpa rödd, sem ég kannaðist við: - Er hann Steingrímur við? - Jú, hann er heima, segir mamma. - Ég er að færa honum þetta - gjörðu svo vel! - Gakktu í bæinn, Kjarval. Þá dreif ég mig fram, orðinn forvit- inn, og þama í forstofunni blasir sjálf- ur Kjarval við í allri sinni reisn - hann segir og horfir á mig - hvessir augun og segir:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.