Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 66
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 3^'V i |Ayndbönd MYHDBANDA GAGNRYNI Digging to China Sérstæð vinátta ★★i Harriet Frankovitz (Evan Rachel Wood) er um margt undarleg stúlka og á því litla samleið með jafnöldrum sinum. Hún lætur sig dreyma um aðra heima og geima og reynir á margvíslega vegu að strjúka að heiman. Henni þykir vænt um móður sína (Cathy Moriarty), en sam- band hennar við eldri systur sina, Gwen (Mary Stuart Masterson), er ansi stirt. Líf Harriet tekur miklum breytingum þegar Ricky (Kevin Bacon) stoppar ásamt móður sinni á móteli mæðgnanna. Hann er fullvaxta mað- ur með þroska bams og verður honum og Harriet brátt vel til vina. Inni- leg vinátta þeirra verður þó þymir í augum sumra, ekki síst Gwen sem óttast mn hag systur sinnar í þessu sérstæða sambandi. Þetta er leikstjómarfrumraun hins ágæta leikara Timothy Huttons og tekst honum nokkuð vel upp. Hann hafði lika vit á því að velja sér litla og hugljúfa frásögn, án nokkurs stærilætis. Hann verður því ekki „sakað- ur“ um óþarfa hugrekki í frumraun sinni, en Kevin Bacon sýnir ekki lítið hugrekki í að takast á við hlutverk Rickys. Og ekki verður annað sagt en að hann standi sig með miklum ágætum og að einlægur samleikur hans og Evan Rachel Wood gefi myndinni nokkum áhrifamátt. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Timothy Hutton. Aðalhlutverk: Kevin Bacon, Evan Rachel Wood, Mary Stuart Masterson og Cathy Moriarty. Bandarísk, 1997. Lengd: 98 mín. Öllum leyfð. -bæn Body Count Kaldur krimmi ★★ Síðan Quentin Tarantino sló í gegn hefúr ver- ið stöðugur straumur svona mynda inn á markað- inn, krimmar með svölum persónum, þar sem mik- il áhersla er lögð á skýrt dregna persónusköpun og spennan í myndinni er byggð upp á innbyrðis spennu persónanna og síðan kryddað með svörtum húmor og hráu ofbeldi. Body Count er byggð upp á hér um bil nákvæmlega sama hátt og Reservoir Dogs, þ.e. hún fjallar um eftirleik misheppnaðs ráns, þar sem persónumar tortryggja hverjar aðrar, og púslar saman ráninu smám saman í gegnum myndina, flakkandi fram og aftur í tíma. Munurinn á þessum tveimur myndum liggur fyrst og fremst í gæðum handritsins, sem er frekar lasburða í Body Count. Klisjurnar eru oft æpandi og samtölin eru oftar fáránleg en áhugaverð. Þetta ágerist eftir því sem líður á myndina, og endirinn er ílausturslegur og ósannfærandi. Myndin reddar sér upp í meðalmennskuna með einvala- liði leikara. Sérstaklega er John Leguizamo góður í hlutverki villingjans, en David Caruso og Donnie Wahlberg eiga einnig góða spretti. Ving Rhames og Forest Whitaker eru í leiðinlegri hlutverkum en fylla engu að síður vel upp í myndina. Linda Fiorentino er hins vegar afar ósannfær- andi klækjakvendi og virðist leika það með hangandi hendi. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Robert Patton-Spruill. Aðalhlutverk: David Caruso, Linda Fiorentino, John Leguizamo, Ving Rhames, Donnie Wahlberg og Forest Whitaker. Bandarísk, 1997. Lengd: 81 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Dream with the Rshes Lrf fyrir dauðann ★★★■)! Þetta er mynd um tvo einstaklinga sem leita sér lífsfýllingar meðan þeir ramba á barmi dauðans. Terry er þunglyndur gluggagægir í sjáifsmorðshug- leiðingum, en Nick kemur að honum í miðri sjálfs- morðstilraun og fer að skipta sér af. Með þeim takast kjmni og í ljós kemur að Nick er haldinn ólæknandi sjúkdómi og á ekki nema nokkrar vikur ólifaðar. Hann vill láta nokkra af draumum sínum rætast og þeir semja um að Terry fjármagni verkefnið gegn því að Nick láti liftryggingu sína renna til hans eða drepi hann, ef hann vill enn þá deyja. Þeir rata í nokkur ævintýri saman, en enda svo í heimabæ Nicks, þar sem hann reynir að sættast við fjölskylduna og fortíð. Það er þó ekki síst Terry sem dregur lærdóm af andlegu ferðalagi þeirra og nær að gera upp sakir við sjálfan sig. Hér er verið að fjalla um viðkvæm málefni - nærveru dauðans, hvernig bregðast eigi við honum, og tilgang lífsins, hvorki meira né minna. Leikstjórinn hefði auðveldlega getað misst sig út í væmni, sjálfsupphafhingu eða groddaskap, en nær að sigla fram hjá öllum skerjum og gera mynd sem er frumleg án þess að vera fáránleg og skemmtileg án þess að draga úr boðskapnum, sem vissulega er til staðar. David Arquette og Brad Hunt sýna frábæran leik í aðalhlutverkunum. Útgefandl: Háskólabíó. Leikstjóri: Hnn Taylor. Aðalhlutverk: David Arquette og Brad Hunt. Bandarisk, 1997. Lengd: 97 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Soul Food Kvikmynda- eða matarlist ★★ Sögumaður myndarinnar er ungur drengur að nafhi Ahmad. Hann er uppáhald ömmu sinnar sem hefur um langt skeið gegnt hlutverki sáttasemjara innan fjölskyldunnar. Hún á þrjár dætur sem eiga annað slagið i innbyrðis deilum, auk þess sem sam- bönd þeirra við eiginmenn sína eru æði köflótt. Hlut- verk ömmu gömlu er því ekki lítið, en lykillinn að velgengni hennar eru sunnudagsmatarboðin þar sem fjölskyldumeðlimir leysa úr ágreiningi sínum imdir áhrifum hins ljúffenga matar. Og svona hafa hlutimir gengið í fjörutíu ár, en þegar amma gamla þarf að leggjast inn á spítala myndast upplausnarástand innan fjölskyldunnar. Og Ahmad horfír örvæntingarfullur á fjölskylduna leysast upp. Þessi mynd ber þess glöggt merki að réttindabarátta blökkumanna er að skila sér til Hollywood. Þótt hér sé ekki um að ræða pólitíska mynd í anda Spike Lee er hún mikilvæg sem sýn á og umfjöllun (sem slík) um líf blökkumanna í Bandaríkjunum. Að vísu er sú sýn (afjlituð hefðbundnu millistétta-drama þeirra hvítu. Þá staðfestir framleiðsla myndar á borð við Soul Food aukna neyslugetu (fjárráð) blökkiunanna, þvi hlutverk Hollywood-maskínunnar er jú fyrst og fremst að anna eftirspum. Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: George Tillman Jr. Aöalhlutverk: Vanessa L. Williams, Vivica A. Fox, Nia Long og Michael Beach. Bandarísk, 1997. Lengd: 110 mín. Öllum leyfð. -bæn Alan Parker: Sjálfmenntaður meistari í dramatík Alan Parker er leikstjóri sem reiðir sig ekki eingöngu á handrit og leikara til að koma dramatíkinni til skila, heldur býr til mikið sjónar- spil með kvikmyndatöku og krydd- ar með tónlist. Hann býr þannig til hádramatískar myndir þar sem sjónræni þátturinn er í hávegum hafður, vinnubrögð sem eiga rætur að rekja til auglýsingaferils hans áður en hann byrjaði í kvikmynd- um. Alan Parker er Lundúnabúi og fæddist þar 14. febrúar árið 1944. Hann gekk ekki menntaveginn held- ur fékk sér vinnu hjá auglýsingafyr- irtæki eftir skyldunámið. I nokkur ár flakkaði hann á milli auglýsinga- stofa og varð á endanum auglýs- ingatextahöfundur. í auglýsinga- bransanum kynntist hann David Puttnam, sem síðar gerðist fram- leiðandi, og Puttnam réði hann árið 1966 í fyrsta kvikmyndaverkefnið, að skrifa handritið að myndinni Melody, sem þó var ekki kvikmynd- uð fyrr en 1971. í millitíðinni fór hann að leikstýra sjónvarpsauglýs- ingum og stofnaði auglýsingafram- leiðslufyrirtæki árið 1970 í félagi með Alan Marhsall, sem átti eftir að framleiða sjö fyrstu myndir hans. Fyrirtækið þeirra dafnaði vel og varð eitt virtasta slíkra fyrirtækja í Bretlandi. Alan Parker ákvað að færa út kvíarnar og leikstýrði tveimur stuttmyndum, Footsteps og Our Cissy, og tveimur sjónvarps- myndum, No Hard Feelings og The Evacuees, áður en hann færði sig endanlega yfir í kvikmyndirnar. Ferillinn Það var árið 1976 sem Alan Park- er leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd, Madonna sem Eva Peron f Evita. Klassísk myndbönd Midnight Express **** Tyrkir eru vondir (segir Oliver Stone) ^ Tekinn fyrir eiturlyfjasmygl. Brad Davis fyrir miðri mynd. Midnight Express er lauslega byggð á bók Williams Hayes um raunir sínar í tyrknesku fangelsi á fyrri hluta áttunda áratugarins. Myndin hefst árið 1970 þar sem Hayes reynir að smygla tveimur kílóum af hassi úr landinu. Hann er staðinn að verki og fær óblíðar við- tökur í tyrkneska dómskerfinu. Næstu árunum eyðir hann í tyrk- nesku fangelsi og fær strax að kynn- ast harðneskjunni þar þegar hann er barinn til óbóta fyrir að stela teppi. Aðstæður eru ömurlegar í fangelsinu og grimmd yfirfanga- varðarins ólýsanleg. Þarna eru líka fleiri útlendingar í svipuðum spor- um og hann vingast við nokkra þeirra. Þegar dómur hans er þyngd- ur verulega gerir hann sér ljóst að ef hann ætlar ekki að rotna þama verður hann að brjótast út, eða taka miðnæturhraðlestina „á fangamáli, en eins og einn vina hans segir, þá stoppar hún ekki hér“. Eftir að hafa mátt þola meiri mannraunir og sví- virðingar en hann hefði í upphafi vistarinnar getað ímyndað sér nær hann loksins að sleppa út, meira fyrir heppni en nokkuð annað. Myndin er mjög einstrengingsleg og virkar nokkuð ýkt. Hayes er túlkaður sem sakleysislegt gæða- blóð, þótt hann sé sekur um að hafa ætlað að smygla tveimur kílóum af hassi, og myndin málar Tyrki, tyrk- neskt þjóðfélag og þá sérstaklega tyrkneskt réttarkerfi eins svart og hægt er (viðhorf sem mörgum ís- lendingum fellur væntanlega í geð miðað við Halim A1 og allt það mál). Ekki var kannski við öðru að búast, þar sem handritið er skrifað af Oli- ver Stone, sem spáir yfirleitt meira í áróðursgildi en staðreyndir. Hver einasti Tyrki í myndinni er spilltur, heimskur, vondur eða geðveikur, og það kemur ekki á óvart að fæstir þeirra eru leiknir af tyrkneskum leikurum. Helstu Tyrkjahlutverkin eru í höndum hins bandaríska Paul Smith, Bretans Peter Jeffrey og ítölsku leikaranna Franco Diogene og Paolo Bonacelli (sem sumir muna kannski eftir í hlutverki prestsins sem neyðist til að hlusta á játning- ar leigubílstjór- ans i Night on Earth). Þrátt fyrir þröngsýni í handriti er Midnight Ex- press feikiöflugt og áhrifaríkt fangelsisdrama, þar sem leik- stjórn, kvik- myndataka og tónlist Giorgio Moroder eru fyrsta flokks. Þá er leikhópurinn frábær með Brad Davis fremstan í flokki, en þrátt fyr- ir frammistöðuna þarna komst ferill hans aldrei á skrið. Reyndar eru John Hurt og Randy Quaid þeir einu úr leikhópnum sem hafa látið að sér kveða að einhverju ráði sið- an, en margir aðrir standa sig einnig mjög vel, svo sem Norbert Weisser, Mike Kellin, ítalamir tveir og Paul Smith, sem er sérstaklega eftirminnilegur sem kvalasjúki yfir- fangavörðurinn. Fæst í Aöalvideóleigunni. Leik- stjóri: Alan Parker. Aðalhlutverk: Brad Davis. Bresk/bandarísk, 1978. Lengd: 117 mín. Pétur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.