Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Qupperneq 46
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 JjV lil hamingju með afmælið 16. janúar 80 ára Ragnar Bollason, Bjargi, Eyjafjarðarsveit. 75 ára Magnús K. Guömundsson, Löngubrekku 2, Kópavogi. Steinþór V. Þorvarðarson, Tangagötu 2, Stykkishólmi. 70 ára Rósalind Sigurpálsdóttir, Sunnubraut 6, Dalvík. Eiginmaður hennar er Kristinn Jónsson sem varð sjötugur 27.12. sl. Þau taka á móti gestum í tilefni afmæl- anna að Rimum í Svarfaðar- dal laugard. 16.1. kl. 15-19. Jóhanna Tryggvadóttir, Þórunnarstræti 112, Akureyri. 60 ára Haukur F. Filippusson, Hagamel 35, Reykjavík. Þuríður Matthíasdóttir, Laugarnesvegi 81, Reykjavík. Borghildur Guðjónsdóttir, Alfhólsvegi 71, Kópavogi. Steinn Þór Karlsson, Túnbrekku 2, Kópavogi. 50 ára Kjartan Kjartansson, Safamýri 59, Reykjavík. Amar Sigurbjömsson, Logafold 126, Reykjavík. Ámi G. Sigurðsson, Birkigrund 57, Kópavogi. Halldór A. Halldórsson, Múlavegi 6, Seyðisfirði. Jóhannes Jóhannsson, Silfrastöðum, Varmahlíð. Martha E. Vest Joensen, Vallargötu 10 A, Sandgerði. 40 ára Anna Ágústa Karlsdóttir, Reyrengi 6, Reykjavík. Anna Margrét Stefánsdóttir, Hátúni 2, Varmahlíð. Áslaug ívarsdóttir, Rauðalæk 20, Reykjavík. Bergrós Þorgrímsdóttir, Bjargi II, Mosfellsbæ. Björg Kristjánsdóttir, Kársnesbraut 84, Kópavogi. Guðjón Árni Konráðsson, Fifumóa 5 D, Njarðvík. Hólmfríður S. Kristjánsdóttir, Eyrarlandsvegi 20, Akureyri. Ingveldur Einarsdóttir, Lyngrima 8, Reykjavík. Kári Ingólfssson, Sunnubraut 47, Kópavogi. Kristján Jónsson, Sætúni 4, Hofsósi. Óskar Snæberg Gunnarsson, Dæli, Dalvík. Svala Hrönn Jónsdóttir, Bæjargili 27, Garðabæ. w Þorkell Amason Þorkell Ámason, fyrrv. starfs- maður Reykjavíkurborgar, Bauga- nesi 39, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Þorkell fæddist á Vífilsstöðum, þar sem móðir hans var þá starfs- stúlka, og ólst upp í Hafnarfirði. Um fermingaraldur flutti hann til Reykjavíkur með móður sinni og stjúpfoður en þau vom lengst af bú- sett við Haðarstíginn. Þorkell starfaði um skeið hjá Eimskipafélaginu en síðustu þrjátíu starfsárin starfaði hann hjá Reykja- víkurborg. Þorkell hefur verið til heimilis hjá systur sinni, Ámu Steinunni. Fjölskylda Hálfsystkini Þorkels, sammæðra, eru Guðbrandur, f. 1926, öryggis- vörður í Reykjavík; Svanur, f. 1929, fórst með Suðurlandinu 1986, sjó- maður í Reykjavík; Árna Steinunn, f. 1932, húsmóðir í Reykjavík; Már, f. 1942, matreiðslumaður í Reykja- vík. Uppeldisbróðir Þorkels var Birgir Harðarson, f. 1946, d. 1987, forstöðumaður Eimskips í Norfolk í Bandaríkjunum. Hálfsystkini Þor- kels, samfeðra, era Kristján, f. 1932, starfs- maður við Húsdýra- garðinn í Reykjavík; Magga Alda, f. 1936, húsfreyja í Núpakoti undir Eyjafjöllum; Hilmar, f. 1938, skip- stjóri á Höfii í Horna- firði; Snæbjöm, f. 1940, útgerðarmaður á Bíldudal; Rannveig, f. 1942, banka- starfsmaður á Patreksfírði; Jóna Vestfjörð, f. 1943, húsmóðir í Hafn- arfirði; Auðbjörg, f. 1944, starfsmað- ur við íslandsbanka í Reykjavík; Hreiðar, f. 1944, fórst með Sæfara frá Tálknafirði, skipstjóri, búsettur á Bíldudal; Bjarnfríður, f. 1947, bankastarfsmaður í Reykjavík; Björg, f. 1948, bankastarfsmaður í Garðabæ; Magnús, f. 1950, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík; Guðrún, f. 1951, húsmóðir á Hvolsvelli; Sig- rún, f. 1956, húsmóðir í Hafharfirði. Foreldrar Þorkels vom Ámi Kristjánsson, f. 7.11. 1901, d. 1965, verkamaður í Bræðraminni á Bíldu- dal, og Steinunn Þor- kelsdóttir, f. 14.6. 1895, d. 6.8. 1950, húsmóðir í Reykjavík. Stjúpfaðir Þorkels var Rögnvaldur Guðbrandsson, f. 27.9. 1900, d. 28.2. 1983, lengst af verkstjóri hjá Slippfé- laginu í Reykjavík. Ætt Ámi var sonur Krist- jáns, sjómanns og bónda í Bræðraminni á Bíldudal, Jónsson- ar, b. á Barðaströnd, Guðmundsson- ar. Móðir Kristjáns var Málfríður Jónsdóttir. ^ Móðir Áma var Rannveig Áma- dóttir, Ólafssonar. Systir Steinunnar var Ingveldur, amma Helenu Eyjólfsdóttur söng- konu. Steinunn var dóttir Þorkels, b. í Lambhaga, Ámasonar, bróður Guðrúnar, langömmu Víglundar Þorsteinssonar, forstjóra Vallár, og Péturs Guðmundssonar flugvallar- stjóra. Móðir Þorkels í Lambhaga var Steinunn Þorkelsdóttir, b. í Krýsuvík, Valdasonar, og Þórunnar Álfsdóttur, b. í Tungu í Flóa, Ara- sonar, hreppstjóra á Eystri-Lofts- stöðum, Bergssonar, ættföður Bergsættar, Sturlusonar. Móðir Steinunnar yngri var Ing- veldur, langamma Páls Jenssonar prófessors. Systir Ingveldar var Sig- ríður, langamma Harðar Sigurgests- sonar, forstjóra Eimskipafélagsins. Önnur systir Ingveldar var Sigur- björg, amma Guðmundar Björns- sonar læknaprófessors. Ingveldur var dóttir Jóns, ættfóður Set- bergsættar, og bróður Sigurðar, afa Ottós N. Þorlákssonar, fyrsta for- seta ASÍ. Jón var sonur Guðmund- ar, b. í Miðdal í Mosfellssveit, bróð- ur Einars, langafa Sigríðar, móður Vigdísar Finnbogadóttur. Móðir Ingveldar var Sigríður Þórðardóttir, b. á Reykjum í Biskupstungum, Jónssonar, b. á Rafnkelsstöðum, bróður Sigurðar, afa Vilborgar, langömmu Sigurborgar, móður Em- ils Jónssonar forsætisráðherra. Sig- urður var einnig afi Elínar, langömmu Eyjólfs, foður Sveins, forstjóra Frjálsrar fjölmiðlunar. Jón var sonur Jóns, lrm. á Stóranúpi, Magnússonar, b. í Bræðratungu Sigurðssonar. Þorkell Árnason. Ingimar Einarsson Ingimar Einarsson skrifstofu- stjóri, Miðbraut 21, Seltjamamesi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Ingimar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá ML 1969, BA-prófi í stjórn- málafræði frá HÍ1974, MS.Sc.-prófi i félagsvísindum frá Háskólanum í Uppsölum 1980, doktorsprófi í fé- lagsvísindum frá Háskólanum i Uppsölum 1987, stundaði nám í stjómun og áætlanagerð við Heil- brigðisfræðaskólann í Gautaborg 1978 og hefur auk þess sótt fjölda námskeiða og ráðstefna víðs vegar. Ingimar var fulltrúi viö Land- læknisembættið 1974-78, stundaði nám og rannsóknir við Uppsalahá- skóla 1979-82 og að hluta 1982-84, sinnti verkefnum fyrir landlæknis- embættið 1982-84, var ráðgjafi i heil- brigðis- og félagsmálum við Nor- rænu ráðherranefndina 1985-92, fyrst í Osló 1985-86 og síðan í Kaup- mannahöfn 1986-92, framkvæmda- stjóri heilbrigðis-, félagsmála- og vinnumálasviðs Norðurlandaráðs 1992-95 með aðsetur í Stokkhólmi, sinnti verkefni fyrir landlæknis- embættið og Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið 1995-96 og er skrifstofustjóri áætlana- og þróun- arskrifstofu Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins frá ársbyrj- un 1997. Ingimar situr í Norrænu hag- skýrslunefndinni, NOSOSKO frá 1995, í Norrænu embættismanna- nefndinni á sviði heilbrigðis- og fé- lagsmála frá 1996 og er nú formaður vinnuhóps um málefni Eystrasalts- ríkjanna og nærsvæðanna á sviði heilbrigðis- og félagsmála. Ingimar hefúr ritað fjölda rita og greina um stjómmál og þjóðfélags- breytingar, heilbrigðismál, félags- mál, vinnumarkaðsmál og norræn málefiii. Má þar nefna kannanir á læknisþjón- ustu á landsbyggðinni, 1974 og 1980; Aldraðir og heilbrigðisþj ónusta, 1982; Pattem of Social Development in Iceland, útg. af Almquist & Wiksell í Stokkhólmi 1987; Mótun framtíðarstefnu á sviði forvama og heilsuefl- ingar, 1995, og For- gangsröðun í heilbrigð- ismálum, 1998. Fjölskylda Ingimar kvæntist 22.3. 1974 Stef- aníu R. Snævarr, f. 28.5. 1948, kenn- ara. Hún er dóttir Stefáns V. Snæv- arr, f. 22.3. 1914, d. 26.12. 1992, pró- fasts Eyfirðinga, og k.h., Jónu Magneu Snævarr, f. 9.2. 1925, hús- móður. Böm Ingimars og Stefaníu em Stefán Þór Ingimarsson, f. 20.11. 1973, laganemi en unnusta hans er Anna Guðrún Birgisdóttir, f. 12.4. 1977; Inga Jóna Ingimarsdóttir, f. 13.10. 1977, læknanemi. Systkini Ingimars em Eiríkur Þór Einars- son, f. 9.10. 1947, d. 29.8. 1979; Kristján Einars- son, f. 21.6. 1956, for- stjóri Rekstrarvara í Reykjavík, kvæntur Sigríði Her- mannsdóttur. Foreldrar Ingimars: Einar Magn- ússon, f. 25.6. 1915, fyrrv. bifreiða- stjóri í Reykjavík, og Guðný Þóra Kristjánsdóttir, f. 21.4. 1918, d. 25.2. 1965, húsmóðir. Ingimar verður staddur á skosku hásléttunni á afmælisdaginn. Ingimar Elnarsson. Friðrik Kristjánsson Friðrik Kristjánsson, bílstjóri og bóndi að Stóra-Saurbæ í Ölfusi, er fertugur í dag. Starfsferill Friðrik fæddist á Hjarðarbóli í Ölfusi og ólst þar upp og að Stóra- Saurbæ. Hann ; lauk námi frá Grunnskóla Hveragerðis 1975. Friðrik vann á vertíð í Þorlákshöfn og hjá Slát- mfélagi Suðurlands á ár- unum 1975-77, starfaði í Ullarþvotta- stöðinni í Hveragerði 1978-87 jafn- framt því sem hann vann við akstur á vegum Kristjáns Jónssonar. Friðrik hóf síðan störf hjá Dal- verki 1987 og hefur starfað þar síð- an. Hann tók jafnframt við bú- rekstri að Stóra-Saurbæ 1996, af Jóni Guðmundssyni, bróður fóstur- foður síns, og hefur stundað þar sauðfjárbúskap og nautabúskap. Fjölskylda Eiginkona Friðriks er Ólína Þórann Sig- urðardóttir, f. 11.6.1961 húsfreyja að Stóra- Saurbæ. Þau hófu sam- an búskap 1978 en giftu sig 30.5. 1981. Hún er dóttir Sigurðar Þórðar- sonar, f. 7.3. 1933, d. 20.8. 1998, og Kristínar Þorvaldsdóttur, f. 5.8. 1935. Böm Friðriks og Ólínu Þórunnar eru Jó- hanna Ósk Friðriksdóttir, f. 14.7. 1979, í sambúð með Guðlaugi Björg- vinssyni, f. 24.1. 1977 og á hún eina dóttur; Kristín Sigríður Friðriks- dóttir, f. 25.2. 1981, nemi við Fjöl- brautaskóla Suðurlands; Kristjana Ólöf Friðriksdóttir, f. 30.12. 1987, nemi við Grunnskóla Hveragerðis; Friðrik Freyrr Friðriksson, f. 5.4. 1993. Systkini Friðriks em Bjöm Krist- jánsson, f. 18.10. 1939, veitingahúsa- eigandi að Básum í Ölfusi; Kristín Kristjánsdóttir, f. 5.8. 1941, fræðslu- stjóri í Kópavogi; Ásgeir Kristjáns- son, f. 17.12. 1943, leigubílstjóri í Reykjavík; Loftveig Kristjánsdóttir, f. 27.6.1947, starfskona við leikskóla; Grétar Kristjánsson, f. 15.5.1952, vél- stjóri í Reykjavík. Foreldrar Friðriks: Kristján Ey- steinsson, f. 29.7. 1910, d. 16.2. 1967, bóndi að Hjarðarbóli í Ölfusi, og Halldóra Þórðardóttir, f. 10.6. 1918, húsfreyja að Hjarðarbóli og síðar að Stóra-Saurbæ. Fósturfaðir Friðriks frá 1970 var Ólcifur Guðmundsson, f. 24.3.1916, d. 10.6. 1983. Ætt Kristján var sonur Eysteins, b. í Litla-Langadal á Skógarströnd og síðast á Breiðabólstað Finnssonar, b. á Skallhóli Einarssonar, b. í Neðri-Hundadal, bróður Finns á Háafelli, Sveins, foður Ásmundar myndhöggvara. Einar í Neðri- Hundadal var sonur Sveins, b. í Neðri-Hundadal, Finnssonar. Móðir Finns á Skallhóli var Sesselja Jóns- dóttir. Móðir Eysteins var Guðbjörg, systir Sesselju, móður séra Jón- mundar í Gmnnavík. Guðbjörg var dóttir Gísla, b. á Bæ og Leysingja- stöðum, Jóhannessonar, í Víkum á Skaga, Jónssonar. Móðir Gísla var Guðríður Bjamadóttir. Móðir Guð- bjargar var Guðfinna Sigurðardóttir frá Álftatröðum, Magnússonar. Móð- ir Guðfinnu var Þóra Sveinsdóttir, b. í Snóksdal, Hannessonar, pr. á Kvennabrekku, Bjömssonar. Móðir Kristjáns var Jóhanna, dóttir Odds á Giljalandi, Sólmunds- sonar, b. á Mjóabóli, Jónssonar. Móðir Odds var Svanborg Jónsdótt- ir. Móðir Jóhönnu var Dagbjört Jó- hannesdóttir, b. í Blönduhlíð, Grimssonar. Halldóra er dóttir Þórðar, b. í Eskiholti í Borgarhreppi í Mýra- sýslu, Oddssonar og Loftveigar Þórðardóttiu-. Friðrik Kristjánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.